Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍOBLAÐIÐ Frás irbanaarísks fangelsis Karl Júlíusson hefur um árabil veriö einn eftirsóttasti og virtasti leikmynda- og búningahönnuöur á Noröurlöndum. Eftir átta ára dvöl í Noregi veöur hann í spennandi verkefnum. Hann segir Árna Þórarinssyni aö þráttfyrir allar bókanirnar hefði hann ekk- ert á móti því aö starfa viö íslenska bíómynd. Við tökurnar í Kanada: / efri röð f.v.: Adrian Biddle framleiðandi, Kathryn Bigelow leikstjóri, Karl Júlíusson. Neðri röð f.v.: Sigurjón Sighvatsson fram- leiðandi ogJanet Yang. ÍSLENSKIR listamenn í kvik- myndafaginu létu heldur betur að sér kveða við afhendingu Robert-verð- launanna svokölluðu fyrir skömmu, en danska kvikmyndaakademían út- hlutar þeim árlega. Bíóblaðið hefur áður sagt frá því að Valdís Óskars- dóttir hafi verið valin klippari ársins fyrir verk sitt við dogmamyndina Síð- asti söngur Mifunes og þá var þess ógetið að Karl Júlíusson hreppti leik- mynda-Robertinn fyrir sinn hlut í Fimmti vetur dávaldsins (Magneti- sprens femte vinter). Myndin, sem er eftir Morten Henriksen, varð hlut- skörpust á norrænu kvikmyndahátíð- inni í Rúðuborg fyrir tæpum tveimur vikum. Fimmti vetur dávaldsins er byggð á samnefndri skáldsögu Pers Olov Enquist. Aðalpersónan, þýskur kukl- ari sem kemur í norður-sænskan smábæ snemma á 19. öld og fer að lækna bæjarbúa með dáleiðslu, handayfirlagningu og „segulmagni", á sér sannsögulega fyrirmynd í Ant- on Mesmer, sem gaf sögninni „to mesmerize“ eða „að dáleiða" nafn sitt. „Engin timburþorp eru til í Svíþjóð frá þessum tíma,“ segir Karl í samtali við Bíóblaðið, „og því var myndin tek- in hér í Rorás í Noregi. Eg virðist lenda í því að önnur hvor mynd sem ég vinn við gerist í fortíðinni, er svo- kölluð „períódumynd“, sem er svo- semalvegágætt.“ Fyrsta bíómyndin sem Karl Júlíus- son vann fyrir var einmitt víkinga- vestri Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur fyrir 18 árum. Hann starfaði þá sem leðursmiður við Skólavörðustíg í Reykjavík. Hrafn hafði fengið augastað á frumlegum leðurflíkum Karls og fékk hann til að hanna og sauma búninga fyrir mynd sína en þeir vöktu mikla athygli. Karl vann svo áfram fyrir Hrafn að mynd- unum I skugga hrafnsins, Böðlinum og skækjunni og Hvíta víkingnum en með þeirri mynd urðu til sambönd við ráðamenn í norskum kvikmyndaiðn- aði sem gerðu Karli kleift að flytjast til Óslóar og starfa ytra. Fyrir utan íslensku leikstjórana Hrafn, Guðnýju Halldórsdóttur og Lárus Ymi Óskarsson hefur Karl nú hannað bún- inga og leikmyndir fyrir fremstu leik- stjóra Norðurlanda, eins og Jan Troell (Hamsun), Liv Ullmann (Kristin Lavransdotter) og Lars von Trier (Breaking the Waves). Von Trier sjálfsöruggur séntilmaður Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí verður frumsýnd nýjasta mynd von Triers, Dancer in the Dark, sem gerist í nálægri fortíð, á tímabilinu 1960-70. Karl vann, sem fyrr segir, með von Trier að myndinni Brimbrot eða Breaking the Waves. Er Lars von Trier jafn galinn og sagt er? „Neineineinei," svarar Karl að bragði. „Pað er mjög gott að vinna með honum. Hann er einn mesti sént- ilmaður sem ég hef hitt. Hann hefur mjög skýrar hugmyndir um það sem hann vill og ræðir þær almennt, en það er til marks um sjálfsöryggi hans sem listamanns að hann knýr þær ekki fram í smáatriðum strax í upp- hafi, heldur vill fá tillögur frá mér fyrst. Eins og hann segir sjálfur velur hann samstarfsmenn eftir getu þeirra og gengur út frá því að þeir skili sínu verki. Mikilvægast í sam- starfi af þessu tagi er ævinlega að vinna traust leikstjórans. Þetta var tröllvaxið leikmyndaverkefni, það stærsta sem ég hef unnið. Myndin gerist í Bandaríkjunum og við byggð- um amerískt umhveifi frá þessum tíma í dönsku tökuveri, á bilinu 50-60 leikmyndir. Við byggðum til dæmis heila verksmiðju með vélarkost upp á 70 tonn, risastórt fangelsi og réttar- sal, svo dæmi séu tekin.“ Dancer in the Dark, er með öðrum íslenskum listamanni, Björk Guð- mundsdóttur, í einu aðalhlutverkinu, auk þess sem hún semur tónlistina, og fyrirtæki Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Islenska kvikmyndasamsteyp- an, er meðframleiðandi. „Þetta er stórmynd á evrópskan mælikvarða,“ segir Karl. „Þeir sem séð hafa telja hana afar vel heppnaða og að Björk brilleri bæði í leik og tónlist." Senn er væntanleg til sýninga á Islandi ný norsk mynd með listrænni hönnun Karls, Misery Harbour eftir Nils Gaup, eins og fram kom í síðasta Bíóblaði. „Það var gaman að starfa við hana,“ segir Karl, „að því leyti að ég varð að skapa fyrir hana fiski- mannaþorp og þá kom sér vel að hafa unnið í saltfiski á Islandi. Hún var tekin í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð.“ Bigelow, Slethaune og Bornedal Nýlega hannaði Karl leikmyndir fyrir bandaríska bíómynd á vegum Sigurjóns Sighvatssonar sem tekin var í Kanada undir stjóm leikstjór- ans Kathryn Bigelow, en hún er kunn af spennumyndum á borð við Strange Days, Point Break og Near Dark. Að- alhlutverkið í þeirri mynd er leikið af Sean Penn. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla," segir Karl, „ekki síst vegna þess að bandarískar myndir eru mannaðar og fjármagn- aðar eftir þörfum og eru því auðveld- ari í framkvæmd en evrópskar mynd- h* yfirleitt. Ég er vanur að teikna leikmyndimar sjálfur en í þessu til- felli hafði ég með mér útlitsstjórn- anda og tvo leikmyndahönnuði, arkí- tekta og tvo hlaupagutta, sem ég hef aldrei haft áður. Svona batterí getur tekist á við hvaða breytingar sem er með skömmum fyrirvara. Þar fyrir utan gerist myndin á tveimur tíma- plönum, sem fléttast saman, og það var einnig töluvert ögrandi.“ Um þessar mundir er Karl Júlíus- son að vinna með gömlum samstarfs- manni sínum, norska leikstjóranum PSl Slethaune, sem áður hefur m.a. gert hina bráðglúrnu mynd Junkmail eða Ruslpóstur. „Nýja myndin er í ekki ósvipuðum dúr og Ruslpóstur, gerist í stílfærðum samtíma í Ósló. Slethaune er frábærlega skemmti- legur náungi. Hann á að vísu dálítið erfitt með að ákveða sig, en óákveðni er bara hans leið að markinu, því hver hefur sína aðferð við að nálgast það sem stefnt er að. Handritið er mjög gott og ég hef trú á að þetta verði hans besta mynd.“ í haust hefur Karl vinnu við viða- mikla samevrópska stórmynd, byggða á skáldsögu eftir Herbjorgu Wassmo. Leikstjóri verður Ole Bomedal, sem kunnur er af spennu- smellinum Næturverðinum. Karl Júlíusson, sem einnig skýtur auglýsingaverkefnum inn á milli bíó- myndanna, þarf því ekki að kvarta yf- ir verkefnaskorti. „Það er ekki vanda- málið. Það er yfrið nóg að gera.“ Og stendur nokkuð til að vinna við íslenska bíómynd? „Ekki hefði ég á móti því,“ svarar hann. „En þá þarf einhver að bjóða mér rétta verkefn- ið.“ M° ns v •» GGeS§°rlíf sásvegi 16 portinu) Sprenghlægilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000. Opið alla daga frá kl. 12-18 Sigurbjorn Aöalsteinsson Refur fyrir rass „ What Ever Happened to Tully?“ stóð uppi sem sigurveg- ari ð nýafstaðinni óhððri kvik- myndahátíð hér í Los Angeles. (LA Independent Film Festival.) Tully þessi, sem spurt er um í titlinum, er myndarlegur ung- lingsdrengur í Nebraska sem dregurjafnöldrursínará tálar, en lendir í vandræðum með brothætt hjarta sitt þegarhann verður ástfanginn Tully" erfrumraun Hilary Birminghami leik- stjórn, en það má segja að hún hafi unnið hátíð- ina því hún var einnig kosinn besti leikstjórinn. Þarmeð skaut hún tveimur frægum leik- urum, sem voru að frumsýna fyrstu leikstjórnarverk sín hér, ref fyrir rass (er einhver til í aö segia mér hvaöan þetta oröatil- tæki kemur?). Þetta eru Joe Mantegna (The Ususal Suspects) og Shirley MacLaine (Terms of Endear- ment). Mynd Mantegna, „Lakeboat", er byggð á gamansömu leikriti (og handriti) eftir David Ma- met(The Spanish Pris- onet). Mantegna ætti aö þekkja stykkiö, því hann leik- stýrði því á sviði hér í Los Ang- eles fyrir nokkrum árum. Meðal leikara í myndinni eru Charles Durning(One Fine Daý), Peter Falk (Himmel uber Berlin) og bróðir skáldsins, Tony Mamet. Frumraun MacLaine sem leikstjóra heitir „Bruno“. Bruno þessi er átta ára drengur sem getur stafað hvaða orð sem er, en vill helst gera það klæddur í kjól eða pils. Þetta fer fyrir brjóstið á nunnum sem reka skólann sem drengurinn erí. Hann (og mamma hans og amma, sem MacLaine leikur) neita aö láta undan þrýstingi frá brúðum Krists. í lokin skýt- ur drengurinn öðrum keppend- um ref fyrir rass og sigrar staf- setningakeppni kaþólskra í pilsi. Og verðlaunin? Jú, hann fær að hitta páfann sem, eins og allir vita, gengur um í kjól á hverjum degi (og fær ekki bágt fyrirhjá neinni nunnu). Meðal gesta á hátíðinni var Jim Stark, framleiðandi og annar handritshöfundur mynd- ar Friðriks Þórs Friðrikssonar, „A köldum klaka". Hann var hérna með mynd sem heitir „/ 'II takeyou there", glettilega mynd um mann sem beitir öllum brögðum til þess að ná aftur ástum konu sinnar. Um 30.000 gestir komu á hátíðina, sem telst gott fyrir hátíð sem aðeins er haldin í sjötta skipti. Jim Stark vara.m.k. nokkuð hrifinn af því sem hann sá. „Sundance er sprungin. Þeir fá 2.000 umsóknir árlega en geta ekki sýnt nema brot af þeim fjölda. Þessi hátíð erein af þeim sem taka við myndunum sem komast ekki á Sundance að ósekju." MacLaine

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.