Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 8
Leikritið Draumur á Jónsmessunótt undir leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl á 50 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Danshöfundur: Aletta Collins. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Vytautas Narbutas og FHippía I. Elísdóttir. ý§>mbl.is -^KLLTA^ errTH\/A£) A/K/ / 8 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 í tilefni af frumsýningu leikritsins Draumur á Jónsmessunótt stendur mbl.is fyrir léttum spurningaleik. Svaraðu spurningum á mbl.is ogdraumurþinn gæti ræst. Vinningar • Miðar fyrir tvo á leikritið Draumur á Jónsmessunótt • Hádegisverður frá veitingastaðnum SOlHIÍielÍGr 8 r a s s e r I c MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐ Hinn bandaríski Hitcncock Það hafa alltaf verið skiptar skoðanir um bandaríska leikstjór- ann Brian De Palma, en nýjasta mynd hans, „Mission to Mars“ er nú sýnd hérlendis. Sumir hafa sagt hann herma full augljós- lega eftir goði sínu, Alfred Hitchcock, en aðrir segja hann frum- legan hryllingsmyndasmið sem hafi viðurkennt og auðgað list hrollvekjumeistarans, enda hefur hann verið kallaður „hinn bandaríski Hitchcock", skrifar Arnaldur Indrióason. Fyrsta geimferðamynd De Palma, "Mission to Mars" eða "Ferðin til Mars", með Tim Robbins og Gary Sinise í aðalhlutverkum. Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá gagnrýnandanum tannhvassa, Paul- ine Kael, sem sá í honum einn af efnilegri leikstjórum vestanhafs en hefur hin síðari ár ekki gert neinar myndir á borð við Hina vammlausu eða meistaraverkið Casualties of War, einhverja bestu stríðsmynd sem gerð hefur verið. Hann er kannski þekktastur fyrir hrollvekjur sínar eins og Carríe og Dressed to Kill, en hefur alltaf verið opinn fyrir nýjungum, bæði kvik- myndatæknilegum og ekki síður efn- islegum, og þess vegna sjáum við núna fyrsta geimferðatrylli Brians De Palma. Ferðinni til Mars eða Mission to Mars hefði, miðað við hvernig Hollywood-kerfið virkar, átt að vera leikstýrt af einhverjum hinna nýju hasarleikstjóra sem spennandi geimævintýri. De Palma hefur aldrei áður gert geimævintýri, en var sannarlega tilbúinn að prófa og tilhugsunin um hann í geimnum .er talsvert heillandi. De Palma verður sextugur í sept- ember en hann hefur verið að búa til bíómyndir frá því snemma á sjöunda áratugnum. Hann gerði fyrst tvær myndir með Robert De Niro; The Wedding Party og Greetings, en þegar hann hafði komið undir sig fót- unum fór hann að gera hryllings- myndir mjög í ætt við myndir Hitch- cock. Sú fyrsta í röðinni var Systur árið 1973 og þremur árum síðar gerði hann Obsession, sem byggði al- gjörlega á Vertigo. Carríe gerði hann eftir sögu Stephens King (síð- an hann skaut hendinni upp úr gröf- inni hafa margföld endalok orðið helsta vörumerki hrollvekja) og Dressed to Kill var ekki að ósekju líkt við Geggjun, eða Psycho. Á eftir fylgdi samsæristryllirinn Blow Out og svo Body Double, sem kom inn á klámmyndaiðnað- inn á einstaklega kaldhæðinn hátt (í myndinni var kona bókstaflega boruð niður í gólfið og leggi hver sína merkingu í það). De Palma var þó aldrei blóðugri en í endurgerðinni Scarface þar sem AI Pacino fór á kostum (hei, Doní, dón foggmí) sem kúbanskur eiturlyfjabarón með verulega slæma kókaínfíkn. Sagt er að De Palma hafi viljað nota alvöru kúlur í útblásnu lokaatriðinu og myndin er nógu villt til þess að maður gefi þeirri kjaftasögu séns. De Palma virtist róast nokkuð eft- ir gerð Scarface. Á eftir henni gerði hann hreinlega gamanmynd, Wise Guys, og loks metsölumyndina Hinir vammlausu, þar sem hann lék sér með ýmsar klisjur glæpamyndanna, fékk sinn gamla vin De Niro í hlut- verk A1 C'apone og „stal“ með glæsi- legum hætti Odessa-atriði Eisen- stein úr Beitiskipinu Potemkin. Fórnarlömb stríðsins, eða Casu- a/ties of War er líklega besta mynd De Palma, en þar veltir hann fyrir sér spurningum um stríð og sam- visku og hin saklausu fórnarlömb styrjalda. Hún gerist í Víetnam- stríðinu, en gæti verið úr hvaða stríði sem er og segir frá því þegar lítill herflokkur nauðgar víetnamskri stúlku, en einn hermannanna vill ekki taka þátt og samviskan nagar hann alla tíð. Meira að segja Michael J. Fox lék vel undir stjórn De Palma og Sean Penn vann leiksigur. í öllu því flóði Víetnam-mynda sem komið hefur frá Hollywood hefur þessi orð- ið útundan og á það síst allra skilið. De Palma er samt líka fær um að gera hræðilega vondar myndir og segja má að hann hafi gersamlega klúðrað glæsilegri háðsádeilu Toms Wolfe, Bálkesti hégómans. Raising Cain var forvitnileg til- raun til að nálgast aftur Hitch- coek-myndirnar og í Carlito’s Way má sjá stórkostlegan leik Pacino og Penn, á meðan Snáka- augu er verulega misheppnuð skemmtun. Vinsælasta mynd De Palmas seinni árin er hasarmynd- in Mission Impossible. Nú veðjar De Palma á nýtt „Mission“, kom- inn út í geiminn á leið til stjarn- anna og álitamál hvort hann skín eða skellur. Brian De Palma er fæddur í Newark í New Jersey og hefur aldrei gert geimævintýri áöur. Hann las vísindatímarit, kynnti sér tölvugerö og rannsóknir á geimnum. Hann hefuralltaf verið mikill geimá- hugamaöur og man Ijóslifandi eftir gamalli tunglmynd sem hét Destinat- ion Moon eöa Ákvörðunarstaður tungl- iö og hafói mikil áhrif á hann ungan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.