Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Norræn veisla í Cannes „Það veröur norræn veisla í Cannes, “ sagði Daninn Peter Aaibæk Jensen, framkvæmda- stjóri Zentropa á btaðamanna- fundi nýlega og sagðist hafa áhyggjur afað mynd Lars von Trier með Björk í aðalhlutverki ætti eftirað lúta í iægra haldi fyrir nýjustu mynd Svíans Roy Andersson, sem ekki hefurgert kvikmynd um árabil. Því miður er mynd hans meistaraverk," sagði Aalbæk brosandi út í annaö og með risavind- ilinní hinu. Hátíðin stendur 10.-21. maí og þar verða sýndar 1.397 kvik- myndir, þar af 681 leikin mynd. Fjórar norrænar myndirveröa á aðaldagskrá hátíðarinnar, en heimafyrir verða þær ekki sýndar fyrreníhaust. t ár keppa í fýrsta skipti tvær sænskar myndirtil aöalverðlaunanna í Cannes. Auk myndar And- ersson, „Sángarfrán andra ván- ingen “ er nýjasta mynd Liv Ull- mann, „ Trolös “ með í keppn- inni. Mynd Ullmann er gerð eftir handriti fyrrum eiginmanns hennar, Ingmars Bergman, byggð á ævisögu hans. Meistar- inn gamli er því enn viðloöandi kvikmyndagerö þótt hann sé hættur að búa til kvikmyndir. Myndar Andersson er beðiö með mikilli eftirvæntingu í Sví- þjóð. Andersson er fæddur árið 1943 og þessi nýja mynd er að- eins þriðja leikna myndin hans. Fyrsta myndin, „En kárlekshist- oria“, þótti hið mesta meistara- verk. Aðra mynd hans, „GiUap“, sem varfrumsýnd 1975 hökk- uðu gagnrýnendur hins vegar í sig. Einn þeirra sem á þeim tíma fór óblíðum orðum um hana var meistari Bergman. Hann hefur sagt frá því að hann hafi séö myndina aftur nýlega og heldur ekki hrifist af í það skiptið. Það breyti þvf ekki að hann hafi hið mesta álit á Andersson og nefn- ir hann til auglýsingamyndir hans, en fyrir þær hefur hann uppskorið mikið lof undanfarin ár. Hin danska myndin á hátíð- inni ereinnigframleidd afZent- ropa rétt eins og mynd Trler. Hér er um aö ræöa nýja mynd eftir Kristian Levring, „ The King Is Alive“, sem erjafnframt fjóröa Dogma-myndin. Hún ertekin í Namibíu ogfjallar um ellefu ferðalanga sem verða stranda- glópar í eyóimörk. Meöan þeir bíða björgunar stytta þeir sér stundir við að setja á svið leikrit Shakespeare um Lé konung. Mynd í.ewfng'erekki sýnd í aöalkeppninni heldurívöldum flokki sem kallast „Un certain regard". í þann flokk þykireínnig mikill heiðurað komast, því sá flokkur er hluti af hinni opinberu dagskrá hátíðarinnar. Innan hans verða sýndar 22 myndir. Uv Ullmann: Filmar handrit Bergmans. Strákurinn lendir í myndinni Fyrirskömmu varfjallað um endur- minningar Roberts Evans, The Kid Stays in the Picture, á síöum Bíó- blaösins. Þar fjallar þessi kunni framleiö- andi ogfyrrum æðsti maður Paramount Pict- ures um ferð sína á toppinn í Hollywood-og niðurleiðina, sem var ekki síð- urdramatísk. Við sögu koma helstu persónurkvikmyndaheimsins ogfrásögnin öll hin æsilegasta svo hún gefurgóðri spennumynd ekkert eftir. Þaó kemur því ekki á óvart að veriö er að selja kvikmyndaréttinn að bókinni og verðprúttið stendur sem hæst þessa dagana. Það eru kunnir heimildarmyndagerðarmenn, Brett Mogen og Nanette Burstein, sem vilja kaupa, en þau hlutu m.a. verð- laun DGA (Félags bandarískra kvik- myndaleikstjóra) á þessu ári fyrir On the Ropes. Courtney Love og Carpenter Þau munu leiða saman hesta sfna í sumar, leikstjórinn John Carpenter og poppsöngkonan Courtney Love, sem vakið hefur mikla athygli frá því hún brá sér á hvíta tjaldiö í The Peop- le vs Larry Flynt. Vonandi veröur útkoman for- vitnileg, en þessi gamal- kunni hrollvekj- umeistari hefur ekki hitt nagl- ann á höfuðið um árabil. Verk- efniö nefnist John Carpenters Ghosts ofMars, að sjálfsögðu hryllingsmynd. Ice Cube og Jason Statharn fara einnig með stór hlutverk, sem mun segja sögu nokkurra nýbúa á Mars sem lenda í útistöðum við geimdrauga. Asía áberandi á Cannes 53. alþjóölega kvikmyndahátíðin í Cannes verður sett í næsta mánuði. Hápunktarnir verða myndirfrá nokkr- um viðurkenndum kvikmyndaleik- stjórum eins og Joel Coen, Lars Von Trier, Ken Loach og James Ivory. Þærkeppa um aðalverðlaunin, Gullpálmann. Öðru fremur verða það þó myndir frá Asíu sem setja svip á hátíðina, sem á að undirstrika grósk- una í listgreininni í þeim heimshluta; tvær frá Kína og Japan, önnur, Gohatto, eftir hneykslunarhelluna Nagisa Oshima (Veldi tilfmning- anna). Hann svíkursjálfsagtengan, en nýja myndin fjallar um ástir sam- kynhneigðra karla. Frá Taiwan, Hong Kong og Kóreu kemur sín hver mynd- in ogtværfrá Austurlöndum nær. REUTERS John Travolta prufukeyrir leik- fangavopn úr nýjustu mynd sinni: Er að hugsa málið varðandi aðal- hlutverkið í Be Cool. Elmore er eftirsóttur „Heitasti rithöfundur samtímans í kvikmyndageiranum ertvímælalaust Elmore Leonard. Lengst af olli hann litlu uppnámi í Hollywood sem ann- ars staðar, en það er liðin tíð. Á dög- unum var réttur Pagan Babies, sem kemur út í sumar, seldur á 3 milljónir dala. Kaupandinn er Jersey Films, framleiðslufyrirtæki DannyDe Vito, sem stóð að vel lukkuöum kvik- myndageröum Out of Sightog Get Shorty, öðrum snjöllum bókum skáldsins. Fyrirtækið á einnig kvik- myndarétt Be Cool, framhald þeirrar síöarnefndu. John Travoltaerað velta fyrir sér aðalhlutverkinu. Pagan Babies er 36. ritsmíö Leonards, sem fjallar að þessu sinni um raunir Bandaríkjamanns, sem flýr land og gerist kristniboði í landi forfeöranna, meðal Tútsa í Rúanda. Þá eru Coen- bræðurmeð tilboö frá Universal að leikstýra Cuba Libre. Tarantinoer að undirbúa tökur á Killshot og á að auki kvikmyndarétttveggja annarra Leonardbóka; Freaky Deakyog Bandit. Sjónarhorn ,7 nei, Eftir Sæbjöm Valdimarsson KVIKMYNDAÁHUGI íslendinga, a.m.k. íbúa _________________ á Stór-Reykjavíkursvæðinu, er lyginni lík- astur, enda á hann sérekki hliðstæðu í veröldinni. Sjálfsagt verðurhann þjóðháttafræðingum, jafnvel sálfræðingum, forvitnilegt rannsóknarefni í framtíðinni. Hvað um það, þessi metáhugi stendur á gömtum merg og hefur verið viðloðandi frá því á fyrstu tugum aldarinnar. Nálægð við Bandaríkin, bæði landfræðileg og félagsleg, hefur sjálfsagt talsvert að segja. Lengst afsátum við þó ekki við sama borð og nágrannaþjóðirnar heidur urðum að láta okkur nægja að horfa á þriggja til fjögurra ára gaml- ar myndir í kvikmyndahúsunum. Ekki nóg með það; þau tímdu ekki að kaupa nýjar kópíur og ísiensk textasetning þekktist ekki nema á stór- myndum. Ef einhver hló, jafnvel óforvarendis, íbíó á þessum steinaldar- árum (sem lauk ekki fyrren á áttunda áratugnum) hlógu allir. Obbigest- anna skildi nefnilega ekki múkk íensku og vildi hafa vaðið fyrirneðan sig. Nýirtímargengu ígarð ogmeð þeim nýirmenn. Við búum við allt ann- að bíóumhverfi í dag, fáum ný, textuð, stundum frábærlega vel talsett eintök afglænýjum myndum sem verið er að frumsýna hér á sama tíma og í nágrannalöndunum. Á dögunum sá ég t.d., mér til ánægju, að Lund- únabúar voru ekki famir að berja augum gæðamyndina Magnolia, sem þá hafði staðið Stór-Reykvíkingum til boða um hríð. Slíkt er ekkert eins- dæmi ogenn algengara að við séum á undan hinum Norðurlandaþjóðun- um íþessum efnum. Bíóstjórar fylgjast vel með því sem er að gerast á öllum sviðum. Sal- irnir nálgast þrjátíu, og von á nýju, margsaia kvikmyndahúsi til viðbótar í nýju verslunarmiðstöðinni í Smáranum á næsta ári. Lengi vel var tugur hefðbundinna eins salar kvikmyndahúsa á svæðinu; þau höfðu flest eig- in umboö ogsýndu eingöngu sínar myndir. ídag erútbúnaðurinn eins og best verður á kosið; THX-, Dts-, SDDS- og Dolby-hljóðkerfi. Sætin þægi- leg. Bíóin hafa enn eigin umboð en dreifa myndum sínum á frumsýning- ardegi, vítt og breitt í önnur kvikmyndahús á svæðin. Nýverið varð bylting í sýningartímasetningu samkvæmt bandarískri forskrift og virðist hafa fleiri kosti en galla. Mestu bíófíklarjarðar eru þvíí faglegri gjörgæslu og allir una vel við sitt. Þessi mikli sala- oggestafjöldi krefst óhemju framboðs afmyndefni. Jafnan eru 35-40 myndir ígangi íbíóunum á venjulegum sýningardegi. Þar fyrir utan hrópar áhuginn á hrikalega útieigu á myndbandaleigunum. Við erum komin með rás sem sérhæfir sig í kvikmyndasýningum, Bíórás- ina, sem frumsýnir tugi ágætra mynda mánaðariega og stendur sig vel í samanburði við hliðstæðar stöðvar í nágrannalöndunum. Sjónvarpið, Stöð 2, Sýn og Skjár einn, flestar bjóða þessar stöðvar upp á umtalsvert úrval af kvikmyndum. Þá erógetið allra þeirra titla sem mönnum standa daglega til boða efþeir hafa afnot afFjölvarpinu, Breiðbandi Landssím- ans eða gervihnattasjónvarpi. Persónulega er ég á móti hléunum. Þau eru ekki látin flakka, sem stafar einfaldlega afþví að þau færa húsunum stórgróöa. Sem gerir það að verkum að aðgöngumiðaverðið er lægra en ella, sem kemur öllum til góða. Það á að banna hlé á örlagastundum íspennumyndum, annars mega þau vera á sínum stað fyrirmér. Höfum við þá ekki undan neinu að kvarta, eða hvað? Jú, eitt skortirtilfinnanlega sem einssalarbíótugurinn lét ekki vanta; evrópskar og listrænar myndir. Þveröfugt við það sem oft hefur verið haldið fram stóð Stór-Reykvíkingum oftlega til boða athyglisvert framboð afþessum toga. Úrþessu ættu kvikmyndahúsin að bæta, þótt þau séu nú samstarfsaðilar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík og komi þar á framfæri slatta afþessum myndum. Við fáum alltoflítið aföðru efni en engilsax- nesku, orðinn t.d. viðburðurað fá franskarog ítalskar myndir á frumsýn- ingu. Vissulega erþetta ástand talsvert evrópsku kvikmyndaframleið- endunum að kenna, en hér er aðgerða þörf. Vonandi verður einhver breyting til batnaðar með samstarfi Bíóblaðsins og kvikmyndahúsanna um Bíóblaðsdaga, sem sagt er frá í blaðinu í dag. New Media Artists er umboðsskrifstofa fyrir leikara og leikstjóra sem er í eigu Snorra Þórissonar. Skjólstæö- ingarnir eru frá öllum Norðurlöndunum og markaðs- svæðið er allur heimurinn. Páll Krístinn Pálsson ræddi við Mark Devine, sem annast daglegan rekstur. jr Islenskir leikarar og leikstjórar á alþjóðlegan marKað „Ég kynntist Snorra fyrir nokkrum árum og hann bauð mér að vinna með sér að þróun kvikmynda á ensku fyrir fyrirtæki hans, Pegasus, og við að setja á stofn NMA,“ segir Mark um tilurð New Media Artists. „Ég sló til og fyrsta myndin okkar fer væntanlega í tökur á þessu ári. Hún heitir East of the Moon, leikstjóri verður Norðmaðurinn Erik Gustavson (t.d. Telegrafísterí) og leikaramir ís- lenskir, bandarískir og kanadískir." Mark hafði ekki unnið lengi á Islandi er leikarar tóku að leita til hans eftir aðstoð við að koma sér á framfæri í útlöndum. „Hugmyndir íslendinga um gang þessara mála eru stundum mjög óraunhæfar og ég sagði þeim að þeir kæmust aldrei með stóru tána yfir þröskuldinn ef þeir hringdu beint til ICM í London eða New York eða umboðsskrifstofu Willam Morris eða CAA. Þeir yrðu að hafa ein- hvem umboðsmann sem þekkti til í bransanum." New Media Artists var síðan ýtt úr vör á kvik- myndahátíðinni í Berlín 1999 í tengslum við leik- arakynninguna Shooting Stars, sem Ingvar E. Sig- urðsson tók þátt í og á þessu ári Hilmir Snær Guðnason. „En á þessum tíma hefur starfsemin undið smátt og smátt upp á sig,“ segir Mark. „Við emm með marga af helstu íslensku leikurunum á skrá, einnig nokkra frá hinum Norðurlöndunum. Einnig eram við komnir með leikstjóra á okkar skrá, t.d. auglýsingaleikstjórann Ágúst Baldurs- son, sem bráðlega mun leikstýra sinni fyrstu kvik- mynd.“ Stór tilboð hafa ekki enn komið út úr starfi New Media Artists fyrir íslenska leikara, en góður ár- angur hefur náðst með danska og sænska. „ís- lenskir leikarar hafa krækt í nokkrar auglýsingar erlendis og svo hafa þeir í stöku tilfelli komið sterklega til greina í stór verkefni. Pálína Jóns- dóttlr var ein af fjóram leikkonum sem komu til álita í aðalhlutverk á móti Robert de Niro í vænt- Mark Devine er 34 ára, fæddur í London, en ólst að mestu upp á heima- vistarskólum í Eng- landi, Wales ogír- landi. Missti móður sína 14 ára, for- eldrarnir þá löngu skildir, og lenti í um- sjá frænda síns, sem varvióskiptar- áöherra í stjórn Mar- grétarThatchers. Eftir heföbundna skólagöngu og dvöl í Afríku réðst Marktll Bob Geldofs og Band-Aid og vann m.a. við uppsetningu Live-Aid tónleik- anna ogSport-Aid hlaupsins. Hann vann um tíma hjá ICM, stærstu umboösskrifstofu heims, en stofnaði sfðan eigin um- boðsskrifstofu þar sem hann var með 30 leikara á skrá frá ýmsum löndum, þar á með- al Mariu Ellingsen og Baltasar Kormák. anlegri mynd eftir Katherine Bigelow, en það var Kate Winslet sem hreppti það að lokum. Við eram núna að bíða eftir niðurstöðum varðandi franska mynd þar sem Pálína, María Ellingsen og Móeiður Júníusdóttir (Móa) koma til greina í stór hlutverk og enska mynd þar sem María Ellingsen og Ragn- hildur Gísladóttir gætu hreppt aðalkvenhlutverk- in,“ segir Mark Devine, sem telur að nýjar áhersl- ur og alþjóðlegri í íslenskri kvikmyndagerð eigi eftir að létta honum róðurinn. „Það kemur að því að einhver nær alla leið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.