Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 6
8 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BIOBLAÐIÐ REUTERS Á frumsýningu Dogma vestanhafs: Ben Affleck, Jason Lee, Kevin Smith, leikstjóri oghandritshöfundur, Saima Hayek ogAlanis Morissette. Barátta góðs ogills. ^U^lMins Salma Hayek og Ben Affleck eru í stórum hlutverk- um í Dogma, sem sýnd er hérlendis um þessar mundir. Hún leikur fatafelluna Serendipity og hann engilinn Bartleby. Pétur Blöndaltalaði viö þau um engla og Hollywood. „BYRJAÐU,“ hvíslar Salma Hayek. „Byrj- aðu,“ apar Ben Affleck eftir henni með mexík- önskum hreim. „Halló, velkomin, ég heiti Salma Hayek,“ heldur hann áfram stríðnis- lega. „Eg veit ekki hvort þið vitið það, en ég hef leikið í ótal myndum. Eg leik oft þessa mexíkönsku stúlku, sem er óskaplega falleg, og svo leik ég í mynd um Fridu Kahlo. Eg verð Frida og verð með augabrúnir." „Þú ert með hor í nefínu," grípur Hayek fram í og grettir sig. „Ó, þakka þér fyrir," segir hann og snýtir sér. „Sáuð þið hvað ég var góð í Desperado," bætir hann við og lætur ekki deigan síga. „Spurðu hann einhverra spurninga, í guðs bænum,“ hrópar hún upp yfír sig og horfír bænaraugum á blaðamann. Ertu orðinn svona mikill óþokki eftir að hafa leikið í Dogmal „Ég naut þess að vera ekki góði gæinn,“ svarar Affleek. „Ég lék í Shakespeare ást- föngnum á sama tíma og gat því ræktað með mér tvær ólíkar hliðar. I myndum frá stóru kvikmyndaverunum þarf aðalpersónan oftast nær að vera nánast óaðfinnanleg, í það minnsta að vekja samúð hjá áhorfendum, en í Dogma fékk ég að vera meinlegur og skemmta mér á kostnað annarra." Pú virðist ófeiminn við að leika ýmist í risa- stórum myndum eða litlum jaðarmyndum. „Dogma er ekki svo lítil; hún kostaði ellefu milljónir dollara," maldar Affleck í móinn. „Good Will Hunting varð stór þótt hún væri ekki dýr í framleiðslu," skýtur Hayek inn í. „Hún varð viiiirkilega stór,“ hrópar Affleck með mexíkönskum hreim. Blaðamaður ákveður að venda kvæði sínu í kross: Aðdáendum þínum af veikara kyninu hefur vísast brugðið þegar þeir komust að því í einu atriðinu íDogma að þú værir ekki með typpj■ „Ég hélt að þær elskuðu mig vegna andlegs atgervis,“ svarar hann og gerír sér upp von- brigði. „Ef til vill vega vængirnir upp á móti,“ seg- ir Hayek huggandi. „Nei, kannski ekki,“ bæt- ir hún svo við og hristir höfuðið. „Það getur ekkert komið í staðinn," dæsir Affleck með þunga. Þarf ekki dálítið hugrekki til að leika í mynd á borð viðþessa? „Eftir að hafa leikið í Chasing Amy get ég ekki þóst vera feiminn eða hlédrægur," svar- ar Affleck. „Þessi mynd er hógvær í saman- burði við hana. Ég þurfti ekki að sýna á mér stórskorinn líkamann." Hann hnyklar stoltur vöðvana. „AJan Rickman þurfti það,“ heldur hann svo áfram. „Hvílík auðmýking! Girti nið- ur um sig.“ Svo var það fatafelluatriðið með Hayek. „Augun á mér ætluðu út úr höfðinu," hróp- ar Affleck, „en þeir sýndu hana aðeins aftan frá.“ Hann lítur á hana og spyr: „Varstu í ein- hverju íþessu atriði. Varstu með eitthvað til að skýla nektinni?" „Nei,“ svarar hún kæruleysislega. „Sýndir þeim bara allan heeeeiiiilagleik- ann,“ hrópar hann með mexíkönskum hreim og er greinilega orðinn blóðheitur af sam- starfinu við Hayek. „Eg var í buxum,“ svarar hún og yppir öxl- um. Samband ykkar Matts Damon virðist ætla að verða langlíft á hvíta tjaldinu. „Ég þoli hann ekki,“ svarar Affleck hátt og skýrt. „Það er alltaf verið að troða okkur í sömu kvikmyndina." Gætu íðilfagrar konur, eins og Salma Hayek, komið upp á milli ykkar? „Hóhó, konur gætu komið upp á milli hverra sem er,“ svarar Affleck. „Okkur hefur samt tekist að halda vináttunni þrátt fyrir að hafa eignast nokkrar kærustur og að unnið saman löngum stundum, - allt það sem venju- lega eyðileggur vináttu. Það getur vissulega komið upp ósætti, eins og í öllum heilbrigðum vináttusamböndum. Enda er ómögulegt að skrifa handrit með einhverjum án þess að vera hreinskilinn og opinskár. Gagnrýni er til þess fallin að veita aðhald og er af hinu góða, því þá eru atriði klippt út sem eiga ekki heima í myndinni." Geturðu nefnt dæmP. „Flest deiluatriðin voru klippt úr handrit- inu, en ég er enn á móti einni setningu í loka- útgáfu myndarinnar. Þar segir Matt að hann geti líklega ekki slegið hafnarbolta úr Fenway Park. Ég sagði Matt að við ættum að sleppa þessu „líklega“, hann gæti aldrei slegið hafn- arbolta úr Fenway Park. Hann svaraði: „Mað- ur veit aldrei; það gæti gerst!“ Hann hélt því fram að það væri möguleiki og ég er honum algjörlega ósammála.“ Svo hafnarboltinn er þér mikilvægari en deilur um kynlíf og trúarbrögð? „Þetta atriði fer ennþá í mínar fínustu ...“ Finnst þér Dogma góð mynd? „Já, mér fellur vel hversu orðræðan er ríkj- andi í henni ásamt kímninni. Hvernig höfund- urinn stokkar typpabrandara saman við fræðilegar deilur um trúarbrögð og spurning- una um tilgang lífsins fínnst mér bæði skond- ið og yndislegt." Erþetta líka þinn húmor? „Ég hló að ýmsu,“ svarar Hayek varfærnis- lega. „Þetta er ekki endilega minn húmor, en engu að síður bráðsnjall og frumlegur." Pú lékst nýlega með Will Smith í Villta, villta vestrinu. Er Ben jafn góður rappari? „Ég er á móti því að bera saman leikara; í mínum huga geta þeir aðeins náð árangri á eigin forsendum," svarar Hayek. „Ég get alveg rappað,“ segir Affleck kok- hraustur. „Raunar er ég að þróa hugmynd með Will svo ef til vill verðum við í samstarfi í framtíðinni. Við höfum fundað einu sinni sam- an og skemmtum okkur vel; hann er bráð- fyndinn. Nú er bara að skrifa handrit byggt á hugmyndinni og áður en langt um líður stefn- um við að því að tökur fari fram.“ Um hvað á myndin að fjalla? „Húnerum ...“ „Ég myndi ekki tala um það ef ekki er búið að ganga frá neinu,“ hvíslar Hayek að Affleck. „Ekki tala um það?“ svarar hann og setur upp spurnarsvip. „Nei, ekki áður en búið er að skrifa undir,“ segir Hayek. „Það er rétt; ég get ekki sagt þér frá þessu,“ segir Affleck og lítur glottandi framan í hungraðan blaðamann. Svo heldur hann áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Þetta er framhald úr samtímanum á 48 Hrs. Við höfum hlutverkaskipti og hann er meira fínn, fágað- ur ogíhaldssamur á meðan ég ... Ég kalla myndina Affírmative Action vegna þess að hún er um samskipti kynþáttanna; hreinskipt- ið sjónarhorn á deilurnar því tengdar í Banda- ríkjunum. Það á þó eftir að þróast mikið því við erum ekki búnir að skrifa það ennþá.“ Líka þér sögur um engla og þessa eilífu baráttu góðs ogills? „Já,“ svarar Hayek skorinort. Petta var skilmerkilegt svar, segir blaða- maður og brosir, en gætirðu skýrt það nánar? „Ég skal vera fullkomlega hreinskilin; mér líka betur sögur sem eru ekki um baráttu góðs og ills heldur allt þess á milli. Hvernig við manneskjurnar erum ekki algjörlega góð- ar eða vondar heldur sitt lítið af hverju. Það eru eftirlætis sögurnar mínar, ekki síst sem leikkonu. Þetta eru hlutverkin sem mann dreymir um og hreppir nánast aldrei. Það má helst ekki skrifa svona handrit, því það ruglar áhorfendur í ríminu. Þeir vilja fá allt matað ofan í sig. Það er svo sem allt gott um það að segja, en sem leikkona er mun meira spenn- andi að fá að spreyta sig á hlutverki sem er beggja blands; eins og lífíð sjálft.“ Varstu ekkert hrædd við að taka þátt í myndinni vegna þess að þú hefurleikið svipað hlutverk áður? „Ég var að minnsta kosti ekki mexíkönsk og fyrir mér er það óvenjulegt,“ svarar hún og bætir hlæjandi við: „Ég þurfti reyndar að dansa.“ En án snáksins, segir blaðamaður. Svo er það Frida Kahlo sem þú hefur unnið svo stíft að... „Ég er búin að vinna að þessu verkefni í fjögur ár og glímt við lögfræðinga og mál- sóknir,“ svarar hún og andvarpar. „Ég hef aldrei haft jafn mikla ástríðu fyrir neinu á ævi minni. Hún er svo töfrandi, grípur mann og byrjar að draga mann að sér, nær og nær. Stundum, þegar ég vinn eina orrustu og bý mig undir þá næstu sem ég veit að verður erf- ið, þá finnst mér ég heyra hana hlæja og skemmta sér við að horfa á mig berjast fyrir þessu verkefni ár eftir ár. Ég verð sífellt ástríðufyllri og ann verkefninu meira og meira. Þegar kemur að því að gera myndina mun mér virkilega finnast ég hafa unnið fyrir því; meira en nokkru öðru í lífinu.“ Trúirþú á tilvist engla eða djöfla? „Ég get ekki sagt það,“ svarar Affleck og hristir höfuðið. „Það næsta sem við komumst því er að vera góðar eða slæmar manneskjur.“ „Ég hef hitt nokkra á lífsleiðinni," segir Salma kotroskin. „Lítið á hana,“ segir Affleck og grípur orð hennar á lofti. „Ef til er engill þá er þetta ásjóna hans.“ Fjölmargar stjörnurí HoIIywood hafa leik- iðengla undanfarin ár. Erþetta tískubóla? „Já, það held ég,“ svarar Hayek. „Ef til vill er þetta viðleitni Hollywood til að réttlæta sjálfa sig,“ segir Ben. „Við erum englar!“ bætir hann við með hárri raust og hlær. „Ég býst við að árþúsundamótin hafi orðið til þess að fólk leiði hugann meira að andlegum efnum og jafnvel trúai’brögðum. Þá er tilvalið að leika engil, ekki bara upp á síð- kastið heldur hefur það verið þannig um nokkra hríð. Ég veit ekki af hverju.“ Hann veltir vöngum. „Ef til vill vegna þess að engl- ar eru milligöngumenn manna og Guðs; það sem segir okkur að við séum að hluta til mannleg og að hluta til guðleg.“ Að síðustu er Hayek spurð að því hvernig henni líki að vinna sem fyrirsæta, en myndir af henni hafa prýtt tískublöðin undanfarin ár. „Ég vissi ekki einu sinni að ég starfaði sem fyrirsæta,“ svarar hún armæðulega. „Ef ég á að vera hreinskilin, þá tek ég stundum að mér að sitja fyrir en lít ekki á mig sem fyrirsætu. Það er enginn lágvaxnari en ég. Astæðan fyr- ir því að mér eru boðin verkefni er að ég er leikkona og því fylgir viss frægðarljómi, þess vegna er akkur í mér. Stundum gefur þessi frægð manni færi á að velja og hafna, vegna þess að maður er ekki í fjárþröng, eða tæki- færi til að eiga fallegt heimili, sem skiptir mig máli. Það er stórt atriði að líða vel þegar mað- ur kemur heim til sín og geta slakað á. En fyr- ir mér er þetta fyrst og fremst tækifæri til að öðlast nafn sem leikkona, ekki sem fyrir- sæta.“ Fregnir herma að Salma Hayek eigi eftir að hafa nóg að gera á næstunni og að lítill tími gefist fyrir fyrirsætustörfin. Það kemur í hennar hlut að framleiða og fara með aðal- hlutverk í Fridu Kahlo og er stefnt að því að gerð myndarinnar hefjist í vor. Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.