Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.04.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 C 7, BIOBLAÐIÐ Bíóblaðsdagar hefjast um næstu helgi Kvikmyndin Boys Don’t Cry hefurfariö sigurför hvaö snertir viötökur gagnrýnenda og vakti verðskuldaöa athygli áhorfenda þegar aðalleikkonan Hilary Swank fékk óvænt Óskarsverölaun fyrir besta leik í aöal- hlutverki. Því er vel viö hæfi aö hún hefur verið valin fyrsta kvikmyndin sem sýnd veröur í samvinnu BÍÓBLAÐSINS og kvikmyndahúsaeigenda. Frumsýn- ingin á þessari athyglisveröu mynd veröur 5. maí, nk. Þar með hefjast Bíóblaösdagar í íslenskum kvik- myndaheimi. Sæbjörn Valdimarsson segir hérfrá Boys Don’t Cry. Kvikmyndin Boys Don’t Cry er gerð af Fox Searchlight, undir þá deild fellur gerð jaðar- og listrænna mynda hjá stórveldinu 20th Cent- ury Fox. Flestar myndimar eru ódýrar í framleiðslu enda íjármagnið sem lagt er í þær ótvírætt áhættufé. Deildir eins og Searchlight eru nú til staðar hjá flestum kvik- myndaveranna í Hollywood. Þarna er hlúð að vissum vaxtararbroddi og óreynt og efnilegt hæfileikafólk fær tækifæri til að spreyta sig. Árangurinn er upp og ofan, eins og gengur. Searchlight hefur þróað og framleitt a.m.k. eina smámynd sem varð stórmynd og sló í gegn um alla heimsbyggð- ina. Þá verður gróð- inn hrikalegur. Þetta var gamanmyndin Með fullri reisn (The Full Monty), sem skiiaði Fox nánast jafn miklum hagnaði í dölum talið og sjálf Titanic, önnur dýrari og frægari mynd frá fyrirtækinu. Sló hún þó öll þekkt aðsókn- armet í kvikmynda- sögunni. Titanic kostaði hinsvegar á þriðja hundrað mil- ljóna dala; með fullri reisn litlar þrjár og hálfa og Boys Don’t Cry aðeins tvær! Að baki myndinni býr sönn raunasaga. Stúlkan Teena Brandon, sem Swank túlkar svo meistaralega, er á krossgötum árið 1993, en þá gerist myndin. Þess fullyiss að hún sé karl í kvenlíkama, búin að sætta sig við að vera lesb- ía, tekur skrefið til fulls og hyggst láta gera á sér kynskiptaaðgerð í náinni framtíð. Kiippir hár sitt, bælir niður brjóstin, fer í karlmanns- fatnað, flyst á milli smábæja í Nebraska, frá Lincoln til Falls City - sem karlmaður. Kynnist hópi vandræðaunglinga sem taka hana góða og gilda sem töffarann Brandon Teena. Hópurinn telur m.a. gallagiipina John Lotter (Peter Sarsgaard) og Thomas Nissan (Brendan Sext- on III) og verksmiðjustúlkuna Lönu Tisdel (Chloé Sevigny), vinkonu þeirra og fyrrverandi kærustu Lotters. Ógæfan liggur í loftinu. Brandon er orðinn enginn eftirbátur annarra nagla í genginu og verður ástfangin af Lönu sem geldur í sömu mynt. Blekkingar sem þessar í hópi ófyrirleitinna ribbalda og háskalegt, fyrirfram dauðadæmt ástarsamband er leikur að eldinum. Óvægið uppgjör er óumflýjanlegt. Töffurunum finnst þeir hafðir að fíflum og grípa til ofbeldis. Átakanlegt mál Brandons/Teenu, vakti mikla athygli og til stóð að Drew Barrymore léki hana í All She Wanted, mynd sem fór aldrei í framleiðslu. Hún komst hinsvegar á koppinn, heimildarmyndin The Brandon Teena Story (’98), gerð af Susan Muska og íslenska kvikmyndagerðarmanninum Grétu Ólafsdótt- ur, fékk misjafna dóma og var einkum sýnd í bíóum samkynhneigðra. Hún fékk hins vegar fína dóma hér þegar hún var sýnd í fyrra á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Leitin að leikkonu sem gæti tekist á við margslungið eðli persónu Brandons Teena tók þrjú ár. Það kallaði á mikið tilfinningaflæði og nánast ómanneskju- legt andlegt álag. Segist leikstjórinn, hin 32ja ára Kimb- erly Pierce, hafa átt viðtöl við nánast hvem einasta drag- kóng, kynskipting og lesbíu í Norður-Ameríku áður en leiðir þeirra Swank lágu saman. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá andlegu þrekraun sem túlkun Brandons Teena útheimti hjá Swank á meðan á löngum og ströngum æfingum og tökum stóð í Texas. Svo var komið að leikkonan unga var gjörsamlega komin í þrot. Swank lagði allt í hlutverkið og var, eftir margra vikna hegðun sem strákur í leik og starfi, farin að efast um eigin hvatir. Klæddi sig og hegðaði á alla lund sem strákbulla, var í sífelldum ástarsenum við Lönu/Sevigny. Að lokum hringdi hún í ofboði í sambýlismann sinn í Los Angeles og bað hann ásjár. Kærastinn hraðaði sér austur á bóginn og er hann mætti á tökustað lokuðust dyr hús- vagns leikkonunnar í snarhasti. Þar héldu þau sig skötuhjúin í nokkrar klukkustundir. Gott kynlíf er allra meina bót. Bar samstarfsmönn- um Swank saman um að hún hefði snúið til baka endurnærð á sál og líkama! Þi-ekraunin hefur borgað sig. Swank er ekki Bíóblaðsdagar • Föstudaginn 5. maí ganga í garö fyrstu Bíóblaösdagarnirí kvikmyndahúsunum, en þeir eru samstarfsverkefni þessa sérblaðs Morgunblaösins og kvikmyndahúsa borgar- innar. • Tilgangurinn er aö styöja við gæöamyndir sem annars fengju jafnvel ekki dreifingu í kvikmyndahúsum. Einsogfram kemurhérá síöunni er þaö hin athyglisveröa Óskars- verölaunamynd Regnbogans, BoysDon’t Cry, sem fyrst veröurfyrirvalinu. Lesendur Bíóblaðsins njóta sérkjara á sýningarnar en þau veröa nánar kynnt í næsta blaöi. aðeins orðin virt og eftirsótt Óskarsverðlauna- leikkona, sá heiður er aðeins toppurinn á ísjak- anum. Swank er- nánast búin að vinna allt sem hún getur unnið, þ.á m. verðlaun New York Film Critics Circle Awards, sem almennt eru talin virtasta og harðsóttasta viðurkenning kvikmyndaheimsins. Þar dugar ekkert skjall eða auglýsingaáróður, aðeins hæfileikamir. Sömu verðlaun féllu henni í skaut hjá gagnrýn- endum Los Angeles, Boston og Chicago, en kvikmyndum er gert sérstaklega hátt undir höfði í þessum borgum. Swank hlaut einnig verðlaun sambands bandarískra kvikmynda- gagnrýnenda, The National Board of Review, og utan Bandaríkjanna hlaut hún verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi, í Gijon á Spáni, og þá er ekki allt upptalið. Chloé Sevigny, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Kids (’95), hefur einnig fengið sinn skerf af lofinu og íjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína sem hin grunlausa Lana. Var m.a valin besta leikkona í aukahlutverki af National Board of Review og gagnrýnendum Los Angel- es-borgar. Leikstjórinn, Kimberly Pierce, er sögð taka' viðkvæmt og tilfinningaþrungið efnið af mikl- um krafti og heiðarleika og fær mikið hól fyrir að sniðganga æsifréttastíl og væmni. Hún er jafnvel sögð laða fram mannlegu hliðina á skálkunum Lotter og Nissan, ungum ógæfu- mönnum frá heimilum þar sem fjölskyldulífið var í algjörri niðurníðslu. Hin óreynda Pierce, sem er með BA-gráðu í ensku og japönsku (en hún bjó í Japan um árabil), var valin næst efni- legasti, nýi leikstjórinn af NYCCA - eftir Spike Jonze (Being John Malkovitch), sá besti af NBR og gagrýnendum fjölmiðlanna í Los Ang- eles. Ekki er búið að tína til allar skrautfjaðrirnar sem skreytt hafa Boys Don’t Cry né listamönn- unum sem að henni standa. Þess má geta í lok- in að myndin reyndist sú sem flest atkvæði fékk á síðasta ári í samantekt Entertainment' Weekly á vikulegum dómum nokkurra virtusta gagnrýnenda um þver og endilöng Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.