Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 C FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning Sagabíó sýnir bandarísku myndina Mystery Alaska meö Russell Crowe, Hank Azaria og Burt Reynolds. Davíð Mystery Alaska Leikarar: í smábænum Mystery Alaska eru menn sérstakir áhugamenn um ís- hokkí og þegar tækifæri gefst til að leika við risana í New York Rangers Xer allt á hvolf. í liðinu eru hinir og þessir bæjarbúar, þar á meðal lög- reglustjórinn, búðareigandinn, send- illinn og efribekkingur í mennta- skóla, sem spila íshokkí vegna þess að þeir hafa gaman af leiknum en ekki til þess að öðlast frægð og frama. Þegar New York Rangers koma í bæinn leggja allir sig fram við að sigra stórliðið þótt möguleikarnir séu ekki miklir. Slagnum á milli Davíðs og Golíats á íshokkívellinum er lýst í gaman- myndinni „Mystery Alaska" sem Sagabíó frumsýnir um helgina, en með aðalhlutverkin í henni fara Rus- sell Crowe, Hank Azaria, Mary McCormack, Ron Eldard, Colm Ktieaney, Maury Chaykin og Burt Reynolds. Leikstjóri er Jay Roach, sem leikstýrði báðum myndunum um lostafulla alþjóðanjósnarann Austin Powers. Handritshöfundur er David E. Kelley. „Það sem er svo frábært við þessa mynd,“ er haft eftir Jay Roach, „er að hún blandar í jöfnum hlutföllum gamni og alvöru." Roach hefur lengi haft áhuga á íþróttamyndum eins og „Hoosiers“ og „Slapshot“ og ákvað að taka leikstjórnina að sér, jafnvel þótt hann vissi ekki mikið um íshok- '*kí. „Þegar ég tók að mér að leikstýra myndinni kom á mig nokkuð hik vegna þess að ég vissi svo sáralítið um íþróttina," segir hann. „En mér fannst sem ég gæti vel skilið þær til- fmningar sem fylgja því að halda með Iiði og berjast til sigurs, samböndin sem myndast í íþróttaliði og hvemig það vinnur saman að markmiði sínu. Þetta er íþróttamynd en samt miklu meira en það. Hún er um það hvemig fólk starfar saman og tengist í íþrótt- inni og stendur saman í gegnum þykkt og þunnt.“ Russell Crowe fer með hlutverk og Goliat Russell Crowe, Hank Azar- ia, Mary McCormack, Ron Eldard, Colm Meaney, Maury Chaykin og Burt Reynolds. Leikstjóri:_______________ Jay Roach („Austin Powers log 2"). Lögreglustjórinn: Russell Crowe hafði aldrei stigið á skauta fyrr. Barist við ofureflið: Íshokkíslagurinn stendur sem hæst. lögreglustjórans í liðinu. Leikarinn ólst upp í Astralíu og tók þátt í íþrótt- um þar en hafði aldrei stigið á skauta fym en hann lék í myndinni. „Þetta er erfiðasta íþrótt sem ég veit um,“ er haft eftir honum. „Mér þykir hún einstaklega skemmtileg en svo hata ég hana líka út af lífinu." Persónan sem Hank Azaria leikur í myndinni er brottfluttur Alaskabúi sem ekki kann á skauta. „Það var ég sem lagði það til að hann kynni ekki á skauta," segir leikarinn. „Hann var sá sem flutt hafði í burtu úr bænum þar sem allir íbúarnir era íshokkí- leikarar og þess vegna var eðlilegt að hann vissi ekkert um skauta.“ Sjálfur var Hank í sömu sporam og Russell Crowe og þurfti að læra bæði íshokkí og á skauta áður en tökur hófust. Frumsýning SAM-bíóin Álfabakka sýna mynd Terence Stamps. „The Lim- ey“ sem Steven Soderbergh leikstýrir. ertil Ameríku Lesley Ann Warren og Terence Stamp: / leit að sökudólgum Leikarar:__________________________ Terence Stamp, Peter Fonda, Lesl- ey Ann Warren. Leikstjóri:________________________ Steven Soderbergh („Sex, lies and videotape“, „Kingofthe Hiir, „Kafka“, „Out of Sight“, „Erin Brockovich“) Wilson (Terence Stamp) er harð- haus sem er nýkominn úr langri fangelsisvist í Bretlandi. Hann á dóttur vestur í Bandaríkjunum, Los Angeles nánar tiltekið, er býr með tónlistarútgefanda að nafni Valentine (Peter Fonda). Sá er veikur fyrir ungum stúlkum og dóttir Wilsons hefur fest í neti hans og finnst látin undir dulai'full- um kringumstæðum. Wilson held- ur þegar frá Bretlandi, sem hann þekkir ekki lengur, til Los Angel- es, sem hann skilur ekki og mun aldrei skdlja, og reynh’ að komast að því hvers vegna dóttir hans lést. Þannig er söguþráðurinn í nýj- ustu mynd breska leikarans Ter- ence Stamps, „The Limey“, sem Bíóborgin framsýnir um helgina. Leikstjóri hennar er Steven Soderbergh en með önnur helstu hlutverk fara Peter Fonda og Lesl- ey Ann Warren. Handritið gerir Lem Dobbs sem áður vann með leikstjóranum við „Kafka“. Terence Stamp er að verða meira áberandi á hvíta tjaldinu eftir nokk- urt hlé. Um það vitna nýjar myndir að vestan. George Lucas setti hann í hlutverk útgeimskanslarans Valoram í sinni nýju Stjörnustríðsmynd; Frank Oz gerði hann að illskeyttum for- stöðumanni sértrúarsöfnuðar í grín- myndinni „BowRngei Hlutverkið í „The Limey“er fyrsta aðalhlutverkið sem Terence Stamp hefur með höndum í nokkum tíma. Hún er fyrsta myndin sem Soder- bergh gerir eftir að hann kvikmynd- aði sögu reyfarahöfundarins Elmore Leonards, „Out of Sight“. Soderbergh stokkar atburðarás- inni upp eins og hann gerði í „Out of Sight“, fer fram og til baka í tíma og notar endurtekningar og sviðsetur upp á nýtt og notar meira að segja lít- inn filmubút úr mynd Ken Loach frá 1967, „Poor Cow“, þar sem hinn ungi Terence Stamp lék mann að nafni Wilson, sem var á leið í fangelsi og átti litla dóttur. Stamp varð sextugur í sumar, fæddur árið 1939 í Stepney í austur- hluta London. Eftir að hann lék í bíó- myndinni „Billy Budd“ fór hann með hlutverk í nokkrum minnisstæðustu myndum sjöunda áratugarins eins og Safnaranum eða „The Collector", „Modesty Blaise", „Far From the Madding Crowd“ og „Poor Cow“báð- ar gerðar árið 1967, lék fyrir Federico Fellini í hans hluta myndarinnar „Sphits ofthe Dead“og fyrir Pasolini í „Teorema." Þegar kom fram á áttunda áratug- inn hvarf Stampþví sem næst af sjón- arsviðinu. Hann lagðist í ferðalög en tók að sýna kvikmyndaleiknum aftur áhuga undir lok áttunda áratugarins þegar hann lék í Ofurmenninu og Of- urmenninu II. Hann var einnig í „The Hit“ og miklu síðar í „Legal Eagles“ Og nú er hann enn kominn fram á sjónarsviðið sem Breti í hefndarhug. ■ Frumsýning Háskólabíó sýnir Ösku Angelu eftir Alan Parker meö Emily Wat- son og Robert Carlyle í aöalhlutverkum. atæktin Vtrið 1935, þegar það var algengara að fátækar írskar fjölskyldu flyttu til Bandaríkjanna, gerir hin bláfátæka MeCourt-fjölskylda hið gagnstæða. Sjö vikna gömul dóttir McCourt- hjónanna, Angela, deyr í Brooklyn í New York og heimilisfaðirinn, Mal- achy (Robert Carlyle), ferðast með fjölskyldu sína frá stórborginni til heimalandsins með eiginkonu sinni og fjóram börnum og sest að í bænum Limerick. Þannig er upphafið að sögunni í myndinni Aska Angelu eða „Angela’s Ashes“ sem Alan Parker hefur gert wpp úr samnefndri metsölubók Franks McCourts um erfiðleikana og örbirgðina hjá írskri fjölskyldu fyrr á öldinni, en sagan er byggð á æviminn- ingum höfundarins. Myndin er framsýnd í Háskólabíói og fara Robert Carlyle og Emily Watson með aðalhlutverkin en með önnur hlutverk fara Joe Breen, Ciaran Owens og ^MMMMHMMMNMNNMMMMNMMNMNMI Aska Angelu Leikarar:_______________________ Emily Watson, RobertCarlyle, Joe Breen, Ciaran Owens og Michael Legge, sem allir leika drenginn Frank, Ronnie Master- son, Pauline McLynn ogLiam Carney. Leikstjóri: Alan Parker (.Fame', .BugsyMalone', .Misslssippi Burning', ,The Commitments", .Evita"). Michael Legge, sem allir leika dreng- inn Frank, Ronnie Masterson, Paul- ine McLynn og Llam Carney. Hand- ritið gerir Parker ásamt Laurie Jones. Bók McCourts hefur verið þýdd á 25 tungumál, þar á meðal íslensku, og selst í meira en sex milljónum eintaka í 30 löndum. Alan Parker segist hafa Aska Angelu: Metsölubók Frank McCourts orðin að bíómynd. Fjölskyldan fátæka í Limerick: Carlyle og Watson í hlutverkum sínum. lýst yfir áhuga sínum á að fá kvik- myndarétt sögunnar þegar hún kom út en hann segir að þá hafi rétturinn þegar verið seldur bandarísku fram- leiðendunum David Brown og Scott Rudin. Þegar var búið að gera kvik- myndahandrit, það gerði ástralski höfundurinn Laura Jones, en þegar Parkervar beðinn að leikstýra mynd- inni gerði hann sitt eigið handiit byggt á því sem Joneshafði skiifað. Þegar hann hafði lokið við hand- ritið hófst hann handa við að velja leikarana í aðalhlutverkin. Hann hitti Emily Watson í New York þar sem hún var að leika fyrir Tim Robbins í „Cradle Will Rock“. „Hún var eina leikkonan sem ég hafði í huga fyrir hlutverk Angelu. Ég hreifst mjög af henni í mynd Lars von Triers Brim- broti og einnig í mynd Jim Sheridans Boxaranum. Þá hafði ég ekki séð hana í „Hilary og Jackie“ en það átti eftir að útnefna hana til Oskarsins fyrir leikinn í henni.“ Næst hitti Parker Carlyle. „Ég hitti hann í London,“ skrifar Parker. „Hann hafði þá nýlega snúið aftur frá Slóvakíu og Tékklandi þar sem hann lék í myndinni „Ravcnous". Bobby var mjög áhugasamur um að leika Malachy McCourt eldri, drykkjurút- inn atvinnulausa. Stærsta verkefni Carlyles var að gera þennan mann þrátt fyi-ir allt þannig úr garði að áhoifandinn fengi samúð með hon- um.“ Parker virðist mjög ánægður með Carlyle sem leikara og segir að það hefði verið erfitt að hrífast ekki af leik hans í myndum á borð við „The Full Monty" og „Trainspotting".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.