Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 1
Southall og Rush með Þrótti? NEVILLE Southall og Ian Rush, hinir frægu velsku knattspyrnu- menn, leika jafnvel einn leik með Þrótti í Reykjavík í fyrstudeild- arkeppnimii í sumar. Rush verð- ur með sérstakt knattspymu- námskeið hjá Þrótti þar sem áhersla verður lögð á hvemig skora eigi mörk og Soutliall verður með námskeið fyrir _ markverði hjá Þrótti og KSÍ. Meðan þeir dvelja hér eiga Þróttarar heimaleik gegn Sindra frá Homafírði í 1. deild- inni, föstudagskvöldið 14. júlí, og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins úr röðum Þróttara er þessi möguleiki sterklega inni í myndinni. Southall, sem verður 42 ára í haust en hefur samt leikið eiim leik með Bradford í ensku úrvals- dcildinni í vetur, á tveggja ára- tuga feril að baki í Englandi, lengst af sem markvörður Ever- ton. Hann lék 92 landsleiki fyrir Wales og 566 leiki með Everton í úrvalsdeiIdinni.Southall sagði sjálfur í samtali við enska vefmið- ilinn Sportal fyrir skömmu að ekki væri ólíklegt að hann myndi enda feril simi með íslensku liði. Ian Rush, sem verður 39 ára í haust, er einn mesti markaskor- ari allra tíma í ensku knatt- spymunni. Hann lék 73 lands- leiki fyrir Wales og skoraði í þeim 28 mörk en frægastur er hann fyrir frammistöðu sína með Liverpool þar sem hann gerði 229 mörk í 469 leikjum í efstu deild. Auk þess lék hann með Chester, Juventus, Leeds, Newcastle, Sheffíeld United og loks með Wrexham sem þjálfari og leikmaður. Eiður mei virði miðað INTER SPORT INTER SPORT w INTER INTER’ INTER 2000 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI BLAÐ Van Nistel VIÐTAL VIÐ LÁRUS ORRA SIGURÐSSON /B4 SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, er búinn að játa það að mestar líkur séu á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði seldur til úrvalsdeildarliðs að loknu þessu tímabili. Svo framarlega sem Bolton takist ekki hið ómögulega á lokasprettin- um og vinni sér sæti í úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki fyrir Bolton. Souness hreifst af Guðna að er ein af staðreyndum knatt- spyrnunnar að góðir leikmenn eru seldir á milli félaga. PSV selur bestu leikmenn sína á hverju ári, Newcastle seldi Andy Cole þegar liðið var á toppnum, svo það er ekk- ert einsdæmi þó við gefum að lokum eftir og seljum okkar bestu menn. Þegar tilboðin eru orðin of há er ekki annað hægt en að selja, og þá notum við peningana til að byggja upp stærri og betri leikmannahóp," sagði Allardyce við Bolton Evening News. Eiður Smári er nú nær daglega orðaður við Newcastle, sem virðist fylgjast langmest með honum og að sögn Bolton Evening News fer ekki á milli mála að hann er einn eftir- sóttasti leikmaðurinn í ensku knatt- spyrnunni um þessar mundir. Allardyce sagði í viðtali á heima- síðu Bolton í gær að fyrst Ruud van Nistelrooy væri metinn á 2 milljarða króna ætti Eiður að kosta mun meira en 600 milljónir. „Van Nistelrooy hefur ekki leikið í úrvalsdeildinni en Eiður hefur átt fjóra frábæra leiki gegn úrvalsdeild- ariiðum í vetur. Eftir því sem mót- herjarnir eru betri, því betur spilar Eiður. Hann er 21 árs og er kominn með 20 mörk á sínu fyrsta heila tímabili svo möguleikar hans í fram- tíðinni eru vægast sagt góðir. Ef við þurfum að selja hann, munum við reyna að fá sem mest fyrir hann. Auðvitað vil ég allra helst halda hon- um í okkar röðum en maður verður að vera raunsær," sagði Allardyce. GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, hreifst mjög af Guðna Bergssyni á dögunum þeg- ar hann mætti á Ieik hjá Bolton til að fylgjast með Eiði Smára Guð- johnsen. Samkvæmt enskum fjölmiðlum virðist ljóst að kaup- verðið sem sett hefur verið á Eið Smára, 585 milljónir króna, sé of hátt fyrir Souness en hann hafí í staðinn mikinn augastað á Guðna sem er með lausan samning hjá Bolton eftir þetta timabil. Guðni hefur gert ráð fyrir því að fara heim til Islands í vor og leggja skóna á hilluna en hefur þó gefíð til kynna að sú ákvörðun þurfi ekki að vera endanleg. Guðni hef- ur sennilega aldrei leikið betur en undanfarnar vikur og því kann að vera freistandi fyrir hann að Ijúka ferlinum með Blackbum, ef hann gerir ekki eins árs samning til við- bótar við Bolton. B L A Ð A L L R A LANDSMANNA r. — i Pín fris tunri -• Okkor fng Biidshöföo 20 * 112 Boykjavik * 510 8020 • www.inloriporl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.