Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 3

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Leikmenn Valencia, Claudio Lopez og Kily Gonzalez, fagna er félagið skellti Barcelona 4:1 í meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Róðurínn þyngist Námstefna um knattspyrnumeiösli, orsakir þeirra, afleiðingar og fyrirbyggjandi aðgerðir Hótel Loftleiöum laugardaginn 6.maí 2000, kl. 13-18:30 • /• 13:00-13:05 Ávarp Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöisráðherra. 13:05-13:10 Setning ráösefnunnar Lúövik S Georgsson, formaöur fræöslunefndar KSÍ. 13:10-13:25 Viðhorf knattspyrnuþjálfara Bjarni Jóhannsson, þjálfari í Landsímadeild karla. 13:25-13:45 Hvaö elnkennir fætur knattspymumanna og lausnir ð vandamálum Áslaug Skúladóttir og Harpa Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfarar Össuri hf. 13:45-14:45 Research and soccer boot innovations Mario Lafortune, Phd. Biomechanics, forstöðum. þróunardeildar Nike Inc. 14:45-15:05 Umræöur Stjórnendur: Hjördís Magnúsdóttir, MSc. íþróttafr. -hreyfiþjálfi Össuri hf. og Guöni Kjartansson, fræðslustjóri KSÍ. 15:05-15:20 Kafflhlé 15:20-15:50 Meiösll í knattspyrnu á fslandi Árni Árnason, MSc. sjúkraþjálfari ogíþrótta- kennari Gáska hf. 15:50-16:35 Evaluation and treatment of ankle spraln Prof. Roald Bahr, MD.Phd., Iþróttaháskólanum í Osló. 16:35-16:55 16:55-17:15 Reynsla Sjóvá-Almennra af slysatryggingum íþróttamanna Ómar Svavarsson, markaösstjóri, Sjóvá- Almennum. Umræður Stjómendur: Bogi Jónsson, bæklunarlæknir og Logi Ólafsson, þjálfari. 17:15-18:30 Léttar veitlngar Vinsamlega tilkynniö þátttöku á skrifstofu KSt í síma 510-2900 eöa meö tölvupósti til ksl@toto.ls Þátttökugjald er 3.500 kr., ráöstefnugögn og veitingar innifalin. Þátttökugjald greiöist á Hótel Loftleiðum 6. mat frá kl. 12:00 Námstefnan er öllum opin. •« $JPVAl3EALM£NWAR KR-ingar rœða við Hermann KR-ingar hafa rætt við Her- mann Hauksson, landsliðs- mann í körfuknattleik og leikmann Njarðvíkur, um að leika með Islandsmeist- urunum næsta vetur. Her- mann, sem er samnings- laus, hefur leikið undan- farin tvö ár með Njarðvík en þar áður með KR. Her- mann staðfesti að Vestur- bæjarliðið hefði rætt við sig og sagði að aðeins kæmi til greina að leika með tveim- ur liðum næsta vetur: KR eða Njarðvík. Hann sagði að sér hefði liðið vel hjá Njarðvík og þar væru spennandi tímar framund- an með njrjum þjálfurum. Hann sagðist hins vegar ætla að fara sér hægt í ákvörðunartöku og það kæmi ekki yós fyrr en að nokkrum vikum liðnum hvar hann yrði næsta vetur. KFIí þjálf- araleit ISFIRÐINGAR eru að leita nýjum þjálfara fyrir næstu leiktíð í úrvalsdeildinni. Englendingurinn Tony Garbalotto, sem þjálfaði liðið síðustu tvö ár, verður ekki endurráðinn og eru forsvarsmenn KFÍ að leita að spilandi þjálfara fyrir næsta vetur. Þá er ráðgert að hafa aðeins einn er- lendan leikmann hjá félag- inu á komandi leiktið. Er það gert til þess að halda kostnaði niðri, en fimm er- lendir leikmenn voru fengnir til liðsins á síðustu leiktíð, flestir höfðu skamma viðdvöl Iijá því. Is- fírðingar lentu í 10. sæti úrvalsdeildar í vor og náðu ekki í úrslitakeppnina. Ámi gat ekki bjarg- að Rosenborg Góð markvarsla hjá Arna Gauti Arasyni dugði ekki áttföldum Noregsmeistunmum í Rosenborg til sigurs á heimavelli gegn Molde í úr- valsdeildinni um helgina. Rosenborg lék mjög illa og beið lægri hlut, 0:1, en Ámi Gautur fékk besta dóma af leikmönnum liðsins. Þetta nýttu lærisveinar Teits Þórðarsonar í Brann sér vel og komust í toppsætið með útisigri á nýliðum Start, 2:0. Viking vann loks sinn fyrsta leik og þá mjög sannfærandi, 4:1, gegn Haugesund. Ríkharður Daðason skoraði fyrsta mark Viking með skalla eftir fyrirgjöf frá Auðuni Helgasyni. Ríkharður þótti að öðru leyti ekki sýna mikið í leiknum en Auðun fékk ágæta dóma. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrra mark Tromsö sem sigraði Stabæk, 2:1, með góðu skoti á 13. mínútu. Sex mínútum fyrir leikslok, þegar staðan var 1:1, fékk Tromsö vítaspymu. Tryggvi vildi ekki taka hana eins og til stóð og benti á Thom- as Hafstad sem steig fram og skoraði sigurmarkið úr spyrnunni. Tryggvi stóð sig vel og Pétur Marteinsson lék þokkalega í vöm Stabæk. Lilleström tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum, nú 2:1 fyrir Odd Grenland, og situr í næstneðsta sæt- inu. Rúnar Kristinsson lék allan leik- inn á miðjunni og Grétar Hjartarson síðasta hálftímann. Rúnar var með betri mönnum liðsins og Grétar þótti frískur, þannig að líklegt er talið að hann verði í byrjunarliðinu þegar Lilleström mætir Start í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í kvöld. Óll íslendingaliðin í 1. deild sigr- uðu. Kristinn Hafliðason og félagar í Raufoss unnu Ham-Kam 2:1, Steinar Adolfsson og félagar í Kongsvinger unnu Eik 1:0 og Stefán Gíslason og lið hans Strömsgodset unnu Kjelsás 2:0. Enginn þeirra skoraði. hjá Barcelona VALENCIA lagði Barcelona 4:1 að velli í fyrri leik liðanna í undan- úrslitum meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Barcelona, sem komst með naumindum í undanúrslit, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðið mætir Valencia á Nou Camp í Barcelona í næstu viku og freist- ar á ný að vinna upp forskot á heimavelli. Leikmenn Valencia hófu leikinn með látum og sóttu hart að marki Barcelona. Knötturinn lá í netinu eftir 10 mínútur er Miguel Angulo skoraði fyrsta markið. Hann bætti við öðru marki og Giazka Mandieta við því þriðja fyrir leikhlé. Claudio Lopez skoraði fjóra markið rétt fyrir leikslok en fyrr í leiknum hafði Mauricio Pellegrino, varnai-- manni Valencia, orðið á að skora sjálfsmark. Hector Cuper, þjálfari Valencia, beitti sömu sóknarlínu í leiknum og þegar liðið vann Lazio 5:2 í átta liða úrslitum en sá sigur lagði grunn að áframhaldandi þátttöku liðsins í keppninni. Cuper segir að þrátt fyrir væna stöðu liðsins fyrir síðari leikinn yrðu leikmenn að vera varkárir. „Við eram ekki komnir enn í úrslit,“ sagði Cuper glaður í bragði. „Fótbolti kemur mér sífellt á óvart. Ég átti ekki von á þessum úrslitum en þau koma mér þægilega á óvart. Ég er hins vegar ekki enn farinn að huga að úrslitaleiknum og við verðum að leggja okkur alla fram á Nou Camp til þess að komast í þann leik.“ Cuper sagði að lykillinn að sigrinum væri sá að liðinu tókst að skapa mikinn sókn- arþunga og ná að skora í upphafi leiks. „Við gáfum leikmönnum Barcelona engin færi á að athafna sig og árræðni leikmanna minna gerði það að verkum að okkur tókst að komast í góða stöðu fyrir leikhlé. í þeim síðari drógum við okkur til baka en beittum skyndisóknum sem færði okkur eitt mark undir lokin.“ Barcelona, sem vann upp 3:l-for- skot Chelsea á heimavelli í átta liða úrslitum, þarf nú að vinna Valencia 3:0 ef hðið ætlar sér í úrslit keppn- innar, sem verður annaðhvort gegn Real Madrid eða Bayern Múnchen í París 24. maí. Louis van Gaal, þjálf- ari Barcelona, var daufur í dálkinn eftir leikinn gegn Valencia og sagði úrslitin vonbrigði. Hann sagði að leikmenn hefðu ekki staðið undir væntingum og áform sín hefðu farið fyrir bí. Hann reyndi engu að síður að vera upplitsdjarfur og taldi að allt væri mögulegt í síðari leiknum. Þjálfarinn var gagnrýndur fyrir að hafa stillt upp þriggja manna varn- arlínu og sagði að ekki hefði skipt máh hvaða leikaðferð liðið lék heldur að varnannenn fóru ekki eftir því sem þeir áttu að gera og að sofanda- háttur þeirra hefði kostað liðið sigur- inn. Real Madi-id mætir Bayem Múnchen í hinni undanúrslitaviður- eigninni í Madrid í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.