Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 2
*2 % i(
REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVROPU
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóð í vindinn og
skúffuskáld
í Þjóðmenningarhúsinu veröur opnuö forvitnileg
sýning 20. maí.Yfirskrift hennar er íslands 1000
Ijóð og er markmið hennar að hylla íslenska Ijóðlist
og vekja áhuga á Ijóöum, fornum og nýjum
SÝNINGUNNI er ekki ætlað að
vera bókmenntasöguleg úttekt, en
lögð verður áhersla á að sýna fjöl-
breytni íslenskra Ijóða, eins og hún
endurspeglast í formi og efnistök-
um. Ljóðunum verður skipað saman
eftir efni og innihaldi og myndræn
umgjörð sýningarinnar byggð upp í
kringum þau þemu. Ljóðin verða á
borð borin fyrir gesti og til aflestr-
ar á ýmsa lund, en auk þess má
hlýða á upptökur með upplestri höf-
unda og leita ljóða á slóðum Ljóða-
vefjar Listahátíðar. Fjölbreyttar
ljóðadagskrár með upplestri verða
haldnar í tengslum við sýninguna.
Ljóðavefur
og skúffuskáld
Á Ljóðavef Listahátíðar, sem
verður opnaður samhliða sýning-
unni, verða birt sýnishorn ljóða af
sýningunni, en þar verður einnig að
fínna álitlegt safn ljóðaslóða. Ljóð
og ljóðskáld á vefnum verða þannig
kynnt í tengslum við sýninguna. A
sýningunni sjálfri gefst „skúffu-
skáldum" kostur á að rita ljóð sín á
sýningunni eða koma ljóði sínu fyrir
í sérstakri skrifborðsskúffu þar sem
þau eru öllum heimil til aflestrar.
Við opnun ljóðasýningarinnar
verður sérstakur fáni dreginn að
húni. Á fána sýningarinnar verður
letrað ljóð sem er „ort í vindinn" og
ber yfirskriftina: „Til“. Öllum nem-
endum íslenskra grunnskóla er
heimilt að senda inn tillögu að fána-
ljóði, en Listahátíð í Reykjavík mun
veita viðurkenningu fyrir bestu til-
löguna. Ljóðinu er ætlað að vera
kveðja sem send er með vindi áleið-
is til móttakanda í víðri veröld.
Ljóðið mun einnig birtast á Ljóða-
vefnum ásamt fleiri tillögum skóla-
nema, á sérstakri vefsíðu tileinkaðri
þemanu.
í undirbúningsnefnd sýningar-
innar sitja Kristín Bragadóttir frá
Landsbókasafni-Háskólabókasafni,
Kristján Árnason frá Bókmennta-
stofnun Háskóla íslands og Andri
Snær Magnason fyrir hönd Lista-
hátíðar. Hönnuður sýningarinnar er
Áslaug Jónsdóttir. Sýningin er
samstarfsverkefni Menningarborg-
arinnar og Listahátíðar í Reykja-
vík.
FYRIR ALLA FJOLSKYLDUNNA
01.05 Opinn háskóli hefst
Boðið verður upp á 17 námskeið
í sex greinum ætluð börnum og 13
námskeið fyrir fullorðna. Nám-
skeiðin eru þátttakendum að
kostnaðarlausu og fjalla um allt á
milli himins og jarðar. Opinn há-
skóli stendur til loka júní.
www.opinnhaskoli2000.hi.is
06.05 Opið hús
Allir velkomnir í bæinn hjá leik-
skólum Reykjavíkur þar sem list-
sköpun barna í tengslum við verk-
efnið 2000 böm í Reykjavík verður
til sýnis. Sex ára böm vinna verk-
efni um náttúruöflin vatn, eld, loft,
jörð og útfærslur á þemanu „borg
og náttúra" verða til sýnis í alls
kyns uppákomum og listviðburð-
um víða um bæinn. 2000 böm er
unnið í samvinnu Leikskóla
Reykjavíkur og Kramhússins.
06.05 fþróttadagur
haldinn í íþróttamiðstöðinni í
Grafarvogi. Á dagskránni, sem er
hluti af Ljósbroti, em hópíþróttir,
fræðsla, glíma og gönguferðir auk
þess sem þátttakendur geta leikið
sér í ýmsum íþróttum undir dynj-
andi tónlist fram eftir kvöldi á
íþróttanótt.
20.05 Setning Listahátíðar í
Reykjavfk
Listahátíð hefst með tónleika-
dagskránni Hvert örstutt spor í
Þjóðleikhúsinu. Listahátíð stend-
ur í tvær vikur og lýkur hinn 8.
júní. www.artfest.is
24.05 Prinsessan í hörpunni
Unima á íslandi - Leikbrúðu-
land fmmsýnir brúðuleikrit eftir
Böðvar Guðmundsson. í sýning-
unni koma fram leikbrúður, grím-
ur og leikarar og byggist verkið á
gömlu ævintýri og fomum sögn-
um. Sagan segir af dóttur Sigurð-
ar Fáfnisbana, sem flýr ásamt
fóstra sínum undan óvildarmönn-
um, falin í hörpu. Prinsessan verð-
ur sýnd í Tjamarbíói dagana 24.
og 25. maí og er jafnframt liður í
dagskrá Listahátíðar.
25.05-28.05 Lífíborg
Fjölskrúðug fræðæ og menn-
ingarhátíð Háskóla íslands hefst.
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá sem speglar borgarlífíð í
sínum margvíslegustu myndum -
allt frá huliðsheimum Reykjavík-
ur til líkamsburðar og heilsufars
borgarbúa. Dagskráin fer ffarn í
Háskóla íslands og víða um borg-
ina. www.hi.is
27.05 Lokahátíð 2000 barna
5 ára böm úr öllum leikskólum
borgarinnar koma saman á Arnar-
hóli kl. 14. Börnin syngja og dansa
við sérsamið tónverk og fara í rat-
leik með foreldrum sínum um mið-
borgina þar sem búið verður að
koma fyrir listaverkum bamanna í
helstu sýningasölum borgarinnar.
2000 böm er unnið í samvinnu
Leikskóla Reykjavíkur og Kram-
hússins.
27.05 Völuspá
Möguleikhúsið fmmsýnir
barnaleikrit eftir Þórarin Eldjárn
sem byggist á hinu foma kvæði
Völuspá. Sýningin er leikin af ein-
um leikara og tónlistarmanni og er
ætluð bömum á aldrinum 9-15
ára. Völuspá verður sýnd þrisvar í
Möguleikhúsinu við Hlemm 27. og
28. maí og 1. júní og er jafnframt á
dagskrá Listahátíðar.
28.05 Stangaveiðimót unglinga
16 ára og yngri verður haldið við
Helluvatn í Heiðmörk og hefst kl.
13:30. Mótið er hluti af afmælis-
dagskránni Heiðmörk 50 ára og
þátttaka er ókeypis. www.heid-
mork.is
03.06 Leikbrúðusýningin Don
Giovanni
Heimsfræg uppfærsla frá Þjóð-
arbrúðuleikhúsi Tékklands í Prag.
Hér leika skrautlegar leikbrúður
þessa dáðu óperu Mozarts sem
sett verður upp í íslensku óper-
unni og er ætluð allri fjölskyld-
unni. Fjórar sýningar 3. og 4. júní
sem jafnframt em liður í dagskrá
Listahátíðar.
04.06 Furalundur
Fjölskyldurjóður vígt í Heið-
mörk. Skemmtiatriði, veitingar og
frábær ný leikaðstaða fyrir böm.
Dagskráin hefst kl. 13:30. Rútu-
ferðir frá Mjódd.
www.heidmork.is
05.06-07.08 Sagan í landslag-
inu, náttúra, búseta, miiyar og
list
Námskeið og fræðsla fyrir böm
og unglinga á aldrinum 12-14 ára.
Hvert námskeið stendur í 5 daga
og markmiðið er að miðla fræðslu
um samspil náttúm og manns.
Skráning hjá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar s. 553 2906, en fjöl-
mörg söfn standa saman að nám-
skeiðunum.
Brúðurnar eru verk Tékkans Petr Matasek.
Þau standa að Prinsessunni í hörpunni, brúöuleikararnir Helga Steffensen,
Margrét Kolka, Sigrún Erla Sigurðardóttir, leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson
og leikmynda- og brúðuhönnuðurinn Petr Matasek.
Prins-
essaní
hörp-
unni
Úr einni af hinum gömlu
sögnum Völsungasögu
hefur Böðvar Guð-
mundsson smíðað
brúðuleikrit fyrir alla
fjölskylduna
SAGAN segir af dóttur Sigurðar
Fáfnisbana, sem flýr ásamt fóstra
sínum undan óvildarmönnum, falin í
hörpu. Þar kemur að Danakonungur
kemur auga á stúlkuna, fellir hug til
hennai’ en kastar fram þremur gát-
um til að ganga úr skugga um and-
legt atgervi hennar. Það er brúðu-
leikhúsið Unima sem setur upp
Prinsessuna í hörpunni. Um tónlist-
ina sér Vilhjálmur Guðjónsson, leik-
mynd er eftir Tékkann Petr Mat-
asek en leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson. Prinsessan verður sýnd
í Tjarnarbíói á Listahátíð í vor, 24.
og 25 maí. Síðan er gert ráð fyrir að
sýningar verði á Hofsósi snemma í
júlí í tengslum við opnun sýningar
þar, sem er í samvinnu við Menning-
arborgina. Einnig eru ráðgerðar
sýningar á Akureyri um líkt leyti. í
haust er brúðuleikhúsið svo aftur
væntanlegt til Reykjavíkur.
75 listsýningar sam-
tímis í Reykjavík
Morgunblaðið/Kristinn
Öll leikskólaböm sem verða sex ára á árinu taka þátt í verkefninu 2000
börn.
Ámorgun, laugardaginn
6. maí, eropið hús hjá
öllum leikskólum
Reykjavíkur þar sem
borgarbúar hafa tæki-
færi á að skyggnast inn í
hugarheim og veröld
barnsins. Afraksturvinn-
unnarverður þartil sýnis
svo í raun má segja að
þann dag verði listsýn-
ingará 75 stöðum í
Reykjavík
TILGANGUR þessa verkefnis er
að fá börn í einum aldurshópi, börn
sem verða 6 ára árið 2000, til að
vinna að sameiginlegu markmiði
undir leiðsögn starfsfólks leikskóla
og listgreinakennara Kramhússins.
Unnið verður með náttúruöflin
vatn, eld, loft, jörð og verður leitast
við að opna augu barnanna fyrir
borg og náttúru og veita þeim tæki-
færi til að virða fyrir sér hvað borg-
in þeirra hefur að geyma og fá þau
til að bera virðingu fyrir því um-
hverfí sem þau alast upp í. Börnin
fá tækifæri til að upplifa, leika sér,
þróa, rannsaka, horfa, hlusta og
finna og nýta sér þá reynslu til að
vinna skapandi að þessu verkefni.
í gegnum þessa vinnu, undir leið-
sögn sérhæfðra leiðbeinenda, koma
börnin til með að skynja og skilja
náttúruöflin, tengsl þeirra við
hversdagsleikann og samhengi
þeirra. Bömin munu flytja verk sín
út fyrir veggi leikskólanna í formi
mismunandi uppákoma og listvið-
burða sem gerir vinnu þeirra sýni-
lega borgarbúum.
Hinn 27. maí koma börnin saman
á Arnarhóli kl. 14.00, í fylgd leik-
skólakennara, og taka þátt í sam-
eiginlegri uppákomu. Þau syngja
og dansa tónverkið Þúsaldarljóð
sem var samið sérstaklega fyrir
þennan viðburð. Tónverkið er sam-
ið af Tryggva M. Baldvinssyni við
texta Sveinbjörns I. Baldvinssonar,
dansinn samdi Ólöf Ingólfsdóttir.
Þá munu foreldrar taka við börnun-
um og halda í ratleik um miðborg-
ina eftir ákveðnu ferðaplani þar
sem búið verður að koma fyrir
listaverkum barnanna í helstu sýn-
ingarsölum borgarinnar, Listasafni
Reykjavíkur, Ráðhúsi Reykjavíkur,
Nýlistasafninu, Kramhúsinu,
Tjarnarbíói og mögulega fleiri stöð-
um. Þannig er takmarkið að fylla
miðbæinn af fimm ára börnum og
foreldrum þeirra. Ef vel tekst til
gæti þetta orðið eins konar Dagur
fimm ára barna í Reykjavík, með
þáttöku hinna ýmsu staða og fyrir-
tækja í miðborginni. Það má því
búast við miklum mannfjölda í mið-
bænum þessar 2-3 klukkustundir
sem þetta stendur yfir en jafnframt
er þetta kynning á listastöðum
borgarinnar fyrir börnunum.
Verkefnið er skipulagt af list-
greinakennurum Kramhússins, en
þar starfa skapandi kennarar í
hverri listgrein fyrir sig. Þeir hafa
á síðustu árum leitast við að tengja
saman listgreinar og með þá
reynslu að baki munu þeir fá börn-
in til að upplifa tónlist, myndlist,
hreyfingu, dans og leiklist sem eina
heild.
Meðal kennara Kramhússins sem
sjá um hugmyndavinnu og hönnun
verkefnisins eru Ólöf Ingólfsdóttir
dansari, Harpa Arnardóttir leik-
kona, Ósk Vilhjálmsdóttir mynd-
listarkona, Hafdís Árnadóttir kenn-
ari og Kristín Valsdóttir og Elfa
Lilja Gísladóttir tónlistarkennarar.
Verkefnið er samstarf Kram-
hússins, Leikskóla Reykjavíkur og
Menningarborgarinnar.