Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU TÓNLIST 14.05 Sinfóníuhljómsveit Noröurlands Eftir glæsilega tónleika á Akureyri í apríl mun Sinfón- íuhijómsveit Norðurlands nú endurtaka ilutninginn í Lang- holtskirkju kl. 17. Einleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Forsala aðgöngu- miða er þegar hafin í verslun- um Pennans/Eymundssonar. 14.05 Sólrún Bragadóttir og Einar Steen-Nökleberg Þetta er fyrsti þáttur í í tón- leikaröðinni Nordvest Musik sem er á dagskrá Menningar- borgar og nær einnig til Fær- eyja og Grænlands. Tónleik- arnir hefjast kl. 20:30 í Islensku óperunni. 18.05 Immanúel Sinfóníuhljómsveit Islands og Söngsveitin Fílharmonía flytja nýja oratoríu eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem samin er í tilefni 40 ára afmælis Söng- sveitarinnar. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bergþór Pálsson. Tónleikarnir eru einnig á dagskrá Kristni- hátíðar og hefjast í Háskólabíói kl. 20. 20.05 íslensk tónlist á 20. öld II. hluti. Hátíð Tónskáldafélagsins hefst með dagskránni Hvert örstutt spor - tónlist og söngv- um úr leikhúsinu. Tónleikarnir marka einnig upphaf Listahá- tíðar í Reykjavík og verða í Þjóðleikhúsinu kl.13:30. Dag- skráin verður endurtekin 23. maí kl. 20:30. II. hluti Tónskáldahátíðar- innar tekur yfir íslenska tónlist frá miðbiki aldarinnar og verð- ur fjölbreytt tónleikadagskrá víðs vegar um borgina í tengsl- um við hátíðina sem lýkur um miðbik júní. 25.05 Óvæntir bólfélagar Hér er haldið áfram við að krydda borgarlífíð svo um munar. f þetta sinn er það hljómsveitin Múm ogÁsgerður Júníusdóttir sem flytja kamm- eróperu eftir Sjón í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum. Dag- skráinhefst kl. 21. 29.05 CAPUT Frumflutningur á tónverk- um eftir núlifandi íslensk tón- skáld.Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 í Salnum í Kópavogi og eru jafnframt hluti af Tón- skáldahátíðinni og Listahátíð. 30.05 íslenska einsöngslag- ið - Draumalandið Jónas Ingimundarson og ís- lenskir söngvarar af yngstu kynslóðinni kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru jafnframt hluti af Tónskálda- hátíðinni og Listahátíð. 31.05 Norrænt barnaköra- mót Tónmenntakennarafélag ís- lands stendur fyrir fyrsta nor- ræna barnakóramótinu sem haldið hefur verið hér á landi. Söngur nærfellt 1000 barna mun hljóma á ólíklegustu stöð- um í borginni, en íslensk tón- skáid hafa samið ný verk og út- sett eldri perlur af þessu tilefni. Hápunktur mótsins er lokatónleikar með Sinfón- íuhljómsveit íslands í Laugar- dalshöll 3. júní. 05.06 Kammersveit Reykja- víkur Flytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörns- son og ný verk eftir Jónas Tómasson og Páll Pamplicher Pálsson. Tónleikamir hefjast kl. 20:30 í Salnum í Kópavogi og eru jafnframt hluti af Tón- skáldahátíðinni og Listahátíð. 08.06 Stórsöngvaraveisla Hátíðartónleikar með Krist- jáni Jóhannssyni, Kristni Sig- mundssyni, Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í Laugardals- höll. Tónleikarnir marka jafn- framt lok Listahátíðar í Reykjavík. stfltegund sem er, á þann hátt að bæði gagnrýnendur og áhorfendur hrífast. Bestu danshöfundar heims semja fyrir dansflokkinn og helstu menningarborgii- heims bjóða hon- um að sýna. Höfðar til hjartans og sálarinnar Helgi Tómasson, listrænn stjórn- andi San Francisco-ballettsins, rit- ar í afmælisrit ballettsins árið 1998: „San Francisco-ballettinn var settur á laggirnar árið 1933 með einfalda draumsýn í huga: Að ná hástigi listræns ágætis. Sextíu og fimm árum síðar er þessi einfalda en hvetjandi draumsýn enn okkar leiðarljós. Ég hef ætíð verið sann- færður um að ballett færi fegurð og skáldskap í líf okkar. Hann vekur ímyndunaraflið. Hann höfðar til hjartans og nærir sálina. Hann göfgar. Hann menntar og hvetur og stundum veldur hann hræringum. Hann segir okkur eitthvað um það hver við vorum, með því að opna glugga til fortíðar, og eins um það hver við erum, með því að endur- spegla nútímann. Hann opnar dyr inn í framtíðina. Með verkefnavali sínu endurspeglar San Francisco- ballettinn alla þessa eiginleika. Við sýnum gimsteina frá liðnum tímum sem draga upp mynd af tímalaus- um kringumstæðum og tilfinning- um, ný verk sem óma við hjartslátt tímans og verk blandin hreyfingum frá ólíkum menningarheimum, sem móta nýjan orðaforða, bæði kunn- uglegan og framandi í senn. Borgarleikhúsið, 26. maí kl. 20, 27. maí kl. 14 og 20 og 28. maí kl. 14 °g 20. „Glæsil flokkur San Francisco-ballettinn hefur á undanförnum áratug unnið sér sess sem einn virtasti ballett- flokkurheims LISTRÆNN stjórnandi San Francisco-ballettflokksins er Helgi Tómasson og hafa bæði uppsetn- ingar hans á sígildum ballettum og nýjar danssmíðar hans sjálfs vakið mikla athygli. Helgi kom með nokkra dansara úr flokknum á Listahátíð 1990, en þetta er í fyrsta skipti sem allur flokkurinn kemur hingað með stóra sýningu. Svana- vatnið er ein frægasta sýning flokksins og er þetta langumfangs- mesta danssýning sem sést hefur hér á landi. I flokknum sem hingað kemur eru um 60 dansarar auk tæknifólks. Koma ballettsins verð- ur tvímælalaust stórviðburður í ís- lensku listalífi og er eitt af höfuð- samstarfsverkefnum Listahátíðar og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Sérstakur bak- hjarl þessa viðburðar er Lands- banki Islands. Hrifningin nálgaðist múgæsingn San Francisco-ballettinn sýndi Svanavatnið í London í október 1999 við fádæma hrifningu gagn- rýnenda: „Það eitt, hversu mörgum frábærum dönsurum ílokkurinn skartar gerir hann einstakan meðal ballettflokka heimsins," sagði gagnrýnandi The Times. „Hrifning áhorfenda yfir stórkostlegri frammistöðu ballettflokksins nálg- aðist múgæsingu. San Francisco- ballettinn ógnar nú stöðu New York-ballettsins sem fremsti, mest skapandi og glæsilegasti ballett- flokkur Bandaríkjanna,“ sagði gagnrýnandi The Evening Stand- ard. Helgi Tómasson varð listrænn stjórnandi San Francisco-balletts- ins árið 1985 eftir að hafa verið einn af aðaldönsurum New York City-ballettsins um árabil. Dansút- gáfa Helga Tómassonar af Svana- vatninu við tónlist Tchaikovskys var frumsýnd í San Francisco árið 1988 og er vinsælasta uppfærsla dansflokksins. Helgi endurskapaði og endursamdi þennan sígilda ball- ett, til að hann mætti hæfa nútíma dansflokki, um leið og hann hélt fast við hefðir ballettsins. Helgi hefur sett saman flokk frábærra dansara, sem sökum hæfileika sinna og tækni geta ráðið við hvaða Nýtt söngverk við Útsæ Nordvest Musik tón- leikaröðin leggur aðal- áherslu á tónleikahald á vestnorrænu löndunum; íslandi, Færeyjum og Grænlandi FYRSTU tónleikarnir fara fram í Norðurlandahúsinu í Færeyjum og í menningarhúsinu Katuaq í Nuuk á Grænlandi 10. og 12. maí. Þar syng- ur Sólrún Bragadóttir sópran nor- ræna ljóðatónlist við undirleik hins heimskunna norska píanóleikara Einars Steen-Noklebergs. Þau koma svo til íslands og halda tón- leika í íslensku óperunni sunnudag- inn 14. maí kl. 20.30 og ljúka þar með íýrstu tónleikaferð Nordvest Musik. Nýtt verk Atla Heimis Sveinssonar A efnisskránni er m.a. ljóðaflokk- ur Griegs, Haugtussa og frumflutn- ingur á verki Atla Heimis Sveins- sonar við texta Einars Bene- diktssonar, Útsær. Að sögn Þór- arins er þar um að ræða „...eitt stærsta og kyngimagnaðasta söng- lag sem samið hefur verið á íslenska tungu en verkið tekur um tuttugu mínútur í flutningi." Til stendur að hljóðrita efnisskrá þeirra Sólrúnar og Einars og gefa út á hljómdiski. Að sögn Þórarins Stefánssonar sem er aðalhvatamaður þessa fram- taks er hugmyndin að baki Nord- vest Musik að stækka markaðinn fyrir norræna tónlistarmenn en minnka um leið bilið sem virðist að mörgu leyti vera á milli Skandin- avíu og vestnorrænu landanna. „Færeyjar og Grænland hafa verið nokkuð afskipt til þessa en augu manna hafa á síðustu árum beinst í auknum mæli að vestnorræna TRIO NORDICA: BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR, MONA SANDSTRÖM OG AUÐUR HAF- STEINSDÓTTIR. koma því ekki. Gott dæmi um þetta er Yggdrasil kvartettinn sem hefur hljóðritað verk Jóns Leifs á geis- ladisk. Sá kvartett er væntanlegur hingað í ágúst árið 2001 og mun Einar Jóhannesson þá meðal ann- ars leika með þeim. Þá eru viðræð- ur í gangi um að Anne Sofie von Otter og Bengt Forsberg komi hingað á vegum Nordvest Musik. Eitt markmiða Nordvest Musik er einnig að stuðla að auknu samstarfi milli íslenskra tónlistarmanna við starfsbræður þeirra á hinum Norð- urlöndunum, í þeirri von að Nord- vest Musik sé aðeins byrjun á nán- ara samstarfi og að efnisskrár Nordvest Musik megi ferðast víðar um heiminn. Það má því segja að Nordvest Musik gegni hlutverki hjónabandsmiðlara í óeiginlegum skilningi auðvitað." Þórarinn segir að efnskrár tón- leikanna byggi að stærstum hluta á norrænni tónlist. „Þær eru, að því leyti sem því verður við komið, samsettar annars vegar af verkum norrænu meistaranna en einnig verður lögð áhersla á frumflutning nýrra verka eftir norræn tónskáld. Þetta er haft að markmiði en auð- vitað verða undantekningar hér á.“ Fernir tónleikar í sumar Nordvest Musik byggist upp á fernum litlum tónleikaferðum yfir sumartímann. Fyrsta ferðin verður, eins og áður sagði, farin af Sólrúnu Bragadóttur og Einari Steen- Nokleberg nú í maí. Þá er sænski klarinettuleikarinn Martin Frost væntanlegur seinni part júní en með honum leikur Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikai'i. I júlí er það Tríó Nordica sem ferðast um og í lok ágúst leika þau Sigrún Eðvalds- dóttir og sænski píanóleikarinn Rol- and Pöntinen meðal annars nýtt verk eftir danska tónskáldið Bent Sorensen sem frumflutt var í Nor- egi í október síðastliðnum. Nordvest Musik tónleikaröðin er meðal annars styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Flugfélagi Is- lands, Atlantic Airways, Maersk Air og Ríkisstjórn íslands. MARTIN ROLAND FROST PÖNTINEN SIGRÚN ÞORSTEINN GAUTI EDVALDSDÓTTIR SIGURÐSSON svæðinu og samstarfi á milli land- anna þriggja. Sem Norðurlandabúa þykir mér mjög skrýtið að vita af fjölda frábærra og í mörgum tilfell- um heimsfrægra norrænna tónlist- armanna sem aldrei hafa heimsótt Island. Ahugi tónlistarmannanna á að heimsækja þennan heimshluta er mikill en þeim er bara ekki boðið og SÓLRÚN BRAGA- DÓTTIR EINAR STEEN- NOKLEBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.