Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 B 5 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 ÞAU ERU MEÐAL FLYTJENDA LEIKHÚSTÓNLISTAR í ÞJÓÐLEIKHÚSINU: ÓRN ÁRNASON, EDDA HEIÐRÚN BACKMAN, JÓHANN SIGURÐARSON, MARTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR OG JÓHANN G. JÓHANNSSON. Hvert örstutt spor... íslensk leikhústónlist á 20. öld ANNAR hluti tónlistarhátíð- arinnar, sem Tónskáldafélag Islands stendur fyrir á menn- ingarárinu, hefst með opnun- artónleikum Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 20. maí kl. 13.30. Yfirskrift tónleikanna er Hvert örstutt spor og eru þeir helgaðir tónlist og söngvum úr ís- lenskum leiksýningum frá fyrstu árum 20. aldarinnar og allt fram á okkar daga. Mörg ágætustu sönglög ís- lenskra tónskálda eru samin til flutnings í leiksýningum. Fjölmörg þessara laga hafa fangað hug og hjarta leikhús- gesta við fyrstu heyrn enda oftar en ekki gi’ípandi, einföld og áheyrileg. Þau hafa tekið flugið utan leikhússins, ratað inn á efnisskrár einsöngvara, kóra og skólabarna og jafnvel sungið sig inn í þjóðarsálina. Má t.d. nefna Maístjörnuna og fleiri lög sem Jón Asgeirs- son samdi fyrir sýninguna Hús skáldsins í Þjóðleikhús- inu 1982 en af öðrum þekkt- um sönglögum úr leikhúsinu má nefna Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns úr Dansinum í Hruna, lög Emils Thoroddsen úr Pilti og stúlku, lög Páls Is- ólfssonar úr Gullna hliðinu, lög Atla Heimis Sveinssonar t.d. Lokasönginn úr Ofvitan'- um og Kvæðið um fuglana úr Eg er gull og gersemi. Lög Jóns Múla Arnasonar úr leikritum þeirra bræðra og Barnagælu Jóns Nordals úr Silfurtunglinu sem dagskráin stekir nafn sitt til. í dagskránni munu mörg ofantalinna laga hljóma auk fjölmargra annarra, þekktra og lítt þekktra sem hljómað hafa í leikhúsum landsins undanfarna öld. Flytjendur dagskrárinnar eru Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Örn Árnason. Umsjón og píanóleik annast Jóhann G. Jóhannsson tónlistarstjóri Þjóðleikhússins og sviðsetn- ing er í höndum Guðjóns Pedersen. Tónleikarnir verða endur- teknir þriðjudaginn 23. maí kl. 20.30. 09.05-30.06 Sjúkdómar og dánarmein íslenskra forn- Stórsöngvara- veisla í Laugardalshöll í tilefni af 30 ára afmæli Listahátíöar veröur efnt til hátíðartónleika í Laugar- dalshöll fimmtudaginn 8. júní, þar sem Sinfóníu- hljómsveit íslands og fjórir heimsþekktir íslenskir ein- söngvararflytja óperu- perlur SÖNGVARARNIR eru Kristinn Sig- mundsson, Kristján Jóhannsson, Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir söngvarar koma fram saman á tónleikum. Sinfóníuhljómsveit íslands, sem með öflugum hætti hefur tekið þátt í starfi Listahátíðar frá upphafi, leikur á tónleikunum undir stjórn hins heimsþekkta ítalska hljómsveitar- stjóra Giorgio Croci. Einsöngvarar með hljómsveitinni er úrvalslið okkar þekktustu söngvara og á efnisskránni verða aríur, dúettar og forleikir úr ítölskum og frönskum óperum; sum verkin eru alkunn og vinsæl en önnur minna þekkt. Meðal annars verða fluttar aríur úr Madame Butterfly, La Damnation de Faust, Rigoletto, Lucia di Lammermoor, Don Carlos, Samson et Delilah og La Traviata. Listahátíð og Menningarborgin standa sameiginlega að tónleikunum en íslandsbanki er sérstakur kost- unaraðili þeirra. STÓRSÖNGVARARNIR SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR, RANNVEIG FRÍÐA BRAGADÓTTIR, KRISTINN SIGMUNDSSON OG KRISTJÁN JÓHANNSSON. SAGA/ MENNINGARARFUR LEIKLIST 07.05 Perlur og skínandi gull Leikhópurinn Perlan, sem skipaður er fullorðnu þroska- heftu fólki, frumsýnir þrjá leik- þætti í Iðnó. Leikritið Midas konungur, látbragðsleikinn í dag og leikgerð byggða á ævin- týri um sólina og vindinn. Leik- stjóri er Sigríður Eyþórsdóttir og danshöfundur Lára Stefáns- dóttir. Sýningin hefst kl. 15:00. 25.05 Einhver í dyrunum Forsýning á nýju verki eftir Sigurð Pálsson á litla sviði Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu. Verkið fjallar um stór- leikkonu (leikin af Kristbjörgu Kjeld) sem hefur lokað sig inni á heimili sínu og neitar að fara út. Verkið verður tekið til almennra sýninga í haust en forsýningar 25., 27. og 28. maí eru hluti af dagskrá Listahátíðar. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. 26.05. - 28.05. Svanavatnið Einn virtasti ballettflokkur heimsins, San Francisco Ballet, sýnir Svanavatnið undir stjórn Helga Tómassonar. Fimm sýn- ingar verða í Borgarleikhúsinu og er uppselt á þær allar. Koma San Francisco-ballettsins er samstarfsverkefni Menningar- borgar og Listahátíðar í Reykjavík. Heilundar, holund- ar og mergundar Lækningaaöferöirtil forna, hverjir stunduöu þær og átrúnaöur af ýmsu tagi tengdur lækningum er viðfangsefni heilbrigóissýningar sem Landspítali-Háskólasjúkra- hús og fleiri aöilar standa aö SÝNINGIN verður opnuð 9. maí í anddyri Land- spítalans og er sett upp í samvinnu Nesstofusafns, Landspítalans-Háskólasjúkrahúss og Menningar- borgarinnar. Efni sýningarinnar er sótt í bók Sig- urðar Samúelssonar læknis: Sjúkdómar og dánar- mein íslenskra fornmanna. I bókinni er greint frá lýsingum af áverkum og sjúkdómum og þeim lækn- ingaraðferðum sem beitt var gegn þeim úr Islend- ingasögum, biskupasögum, Sturlungu, riddarasög- um, fornaldarsögum, Eddukvæðum, Heimskringlu og öðrum ritum. I bókinni reynir Sigurður, út frá lýsingunum, að greina sjúkdómana með aðferðum nútíma læknisfræði. „Maðr... hafði meinsemi þá, at allr líkamr hans þrútnaði, bæði höfuð hans ok búkr, hendr ok fætr... Hrafn brenndi hann marga díla, bæði í kross fyrír brjósti ok í höfði ok ímeðal herða. En hálfum mán- aði síðar var allrþroti ór hans hörundi, svá at hann varð alheill." „Kona sú kom á fund Hrafns, er mikit hugarvál- að hafði. Hon grét löngum ok var svá brjóstþungt, at nær helt henni til örvinglunar. Hrafn tók henni æðablóð íhendi íæðiþehi, erhann kallaði þjótandi. En þegar eftir þat varð hon heil. “ Auk þess sem að ofan er talið verður einnig fjall- að um fornlagaákvæði er tengjast heilbrigðismál- um. í Grágás var t.d. þetta ákvæði: Ef maður vegur mann, og varðar það skóggang. Sá maður er óæll (óalandi) til dóms er hann vegur mann eða veitir hin mehi sár. En þau eru hin meiri sár, heilund og holund og mergund. Það er heilund er rauf er á hausi til heila, hvort sem hann er höggvinn eða rifn- aður eða brotinn. En þá er holund ef blóð má falla á hol úr sárí. En þá er mergund ef bein er í sundur til mergjar, það sem mcrgur er í, hvort sem það er höggvið eða brotið. I fornum lögum má einnig finna ákvæði um framfærslu veikra hjúa, ákvæði um undanþágu frá fostuhaldi fyrir sjúka menn, gamla, böm og þung- aðar konur og mæður með börn á brjósti. Sýnd verða gömul lækningaáhöld eins og blóðtökuhnífar og brennslujárn og munir úr kumlum, sem varð- veittir em á Þjóðminjasafni íslands. Prófessor Jón Steffensen setti fram þá kenningu að munir í kuml- um tengdust margir lækningum. Sem dæmi má nefna náttúrusteina sem hann taldi geta hafa tengst átrúnaði á steina „til heilindis sér, t.d. dropa- steinn, Ijósgrár og hálfglær, einkennilega líkw mannshendi í laginu úr konukumli hjá Ketilsstöð- um og tveir einkennilegir steinar, annar egglaga, dökkgrár, hinn hvítur með dökkum blettum, líkur tréskó í laginu úr konukumli á Hafurbjarnarstöð- um ofI.“ Jón minntist einnig á að hringaprjóna hefði mátt nota sem sárakanna eða kera, sem vom nauðsynleg tæki til að meta hvort sár vom heilund- ar, holundar eða mergundar. Slíkir prjónar fundust FÆÐINGARTÆKI FRÁ1804 ER VORU f EIGU THOMAS KLOG LANDLÆKNIS. TVÍBUGA FÆÐINGARKRÓKUR, HOFUÐBOR OG FÆÐINGARTÖNG. m.a. í konukumli á Hafurbjarnarstöðum, í kumli á Þjóðljótsstöðum og i kumli karls á Tindum í Svína- vatnshreppi. Smátangir (pincets) sem fundist hafa í tveimur kumlum taldi Jón vera læknistæki, notuð til að taka í sárbarma og til að tína beinflísar og smá-aðskotahluti úr sári. Loks nefndi Jón að hnífa sem fundist hafa í kumlum hafi mátt nota til blóð- töku, t.d. hnífa úr kumlum á Grásíðu og Sílastöðum. Sýningin stendur til 30. júní en fyrirhugað er að setja hana upp á sjúkrahúsum og byggðasöfnum víða um landið. manna Heilbrigðissýningin verður opnuð kl. 16:00 í K-byggingu Landsspítalans. Á sýningunni er fjallað um lækningaaðferð- ir til forna, sýnd gömul lækn- ingaáhöld, gerð grein fyrir átrúnaði og hjátrú o.fl. Sýn- ingin verður síðan sett upp í tengslum við heilsugæslu víðsvegar um landið. 01.06-31.08 Kristnitaka og Vínlandsferðir Handritasýning á elstu heimildum um þessa merku viðburði hefst í Stofnun Árna Magnússonar. Sýningin er opin alla daga frá 13:00-17:00. www.hi.is/HI/RANNS/SAM 01.06 Saga byggingar- tækninnar Sýning Menntafélags bygg- ingariðnaðarins í Ullarhúsinu, einu elsta húsi Árbæjarsafns. Lokið verður við endurbygg- ingu hússins og sýning höfð á gömlum verkfærum og hand- verki byggingaiðngreina. 03.06-31.08 Reykjavík í bréfum og dagbókum Nýstárleg sýning á bréfum og dagbókum sem varðveitt eru á handritadeild Lands- bókasafns íslands - Háskóla- bókasafns. Sérstök áhersla verður lögð á líf alþýðufólks og alþýðukvenna í Reykjavík á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar og leitast við að nálgast viðfangsefnið út frá persónu- legri reynslu einstaklingsins á hverjum tíma. www.bok.- hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.