Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 6

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 B FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 i REYKJAVÍK- MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Garðhúsabær á Kjarvalsstöðum Garöhúsabær - alþjóö- legt verkefni í byggingar- t list-ersameiginlegt framlag Arkitektafélags íslands og Listasafns Reykjavíkurtil dagskrár Menningarborgarinnar GARÐHÚSABÆR - Kolonihaven - er sýning á Kjarvalsstöðum á teikningum og líkönum eftir sautj- án heimsþekkta arkitekta sem fengnir voru til þess að teikna smáhús af því tagi sem fólk reisir í ; garðlöndum. I hópi sýnenda eru m.a. arkitektarnir Mario Botta, Richard Meier, Henning Larsen, Arata Isozaki og Aldo Rossi. í tengslum við sýninguna hefur Arkitektafélag Islands efnt til samkeppni meðal félagsmanna sinna um uppdrátt af garðhúsi sem reist verður í fullri stærð við Kjar- valsstaði. Tillaga arkitektanna Dennis Jóhannessonar og Hjördís- ar Sigurgísladóttur varð hlut- Verðlaunatillaga Hjördísar Sigurgísla- dóttur og Dennis Jóhannessonar. skörpust í samkeppninni. Þau segja hugmynd sýna lýsa „garð- skála sem sem felur í sér and- stæðurnar í íslenskri náttúru og íslenskri þjóð. Neðri helmingurinn er lokað rými sem hægt er að leita skjóls í á myrkum vetrar- dögum. í efri hluta hússins, undir gagnsæju hvolfþaki, er hægt að dást að miðnætursól- inni, stjörnunum eða norðurljós- unum.“ í tengslum við sýninguna verður boðið upp á námskeið og hönnunarverkefni fýrir börn. I athugun er að bjóða arkitektun- um sem verk eiga á sýningunni til samræðu í tengslum við opn- un sýningarinnar helgina 26.- 28. maí. Sýningarstjóri og frumkvöðull Garðhúsabæjarins er arkitekt- inn Kirsten Kiser. Sýningin hóf göngu sína er Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu árið 1996 og sama ár hófst uppbygg- ing sýningarsvæðis í Vallens- bæk þar sem hús arkitektanna eru smám saman að rísa í fullri stærð eftir því sem verkefninu vindur fram. Sýningin Kolonihav- en var veigamikill liður í framlagi Arkitekturmuseet í Stokkhólmi til Menningarborgarverkefnisins árið 1998. MYNDLIST/UÓSMYNDUN 06.05-29.05 Fært úr stað Sýning á verkum hollenskra listakvenna, Elsu Stansfield og Madelon Hooykaas, sem nota ýmsa miðla - hljóðverk, mynd- bönd, geisladiska og CD-rom við listsköpun, í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. 20.05-08.06 Hallgrímur Helgason Sýnir nýleg málverk og teikn- ingar í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti. Kl. 20.05- 25.06 @ Sjö íslenskir listamenn á veg- um samsteypunnar Art.is og færustu tölvusérfræðingar OZ.- COM taka hér höndum saman um að kanna þá möguleika sem tölvu- og nettæknin bíður upp á. @ er sérstakt framlag menning- arborgarinnar til stærri sýning- ar, Nýr heimur - stafrænar sýn- ir, í Listasafni íslands þar sem saga íslenskrar videólistar er rakin og sýndar verða videó- innsetningar eftir íslenska og erlenda listamenn. Sýningin er einnig á dagskrá Listahátíð- ar .www.art.is/ www.listasafn.is 21.05 -02.07Blá Önnur sýning í þríliðu Ný- listasafnsins: Hvít, blá og rauð. Blá er fersk og framandi - þar koma við sögu breskar stjörnur úr hátískuheimi myndlistarinn- ar, þau Sarah Lucas, Gillian Wearing, Michael Landy og Angus Fairhurst. Sýningin er einnig framlag safnsins til Listahátíðar. www.nylo.is 01.06-02-02.07 Tony Cragg Opnun sýningar á verkum hins þekkta breska myndlistar- manns Tonys Craggs í Gallerí i8 við Ingólfsstræti. Sýningin er einnig framlag Gallerí i8 til Listahátíðar .www.i8.is 03.06 -03.07 Af listmálarafjölskyldu Sýning á völdum verkum Louisu Matthíasdóttur og eigin- manns hennar og dóttur, Leland og Temmu Bell. Hafnarborg - menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Ódáinsakrar. Tony Cragg, 1998 i8 sýnir verk Tony Cragg @tt inn í nýjan heim í Gallerí i8 verður opnuö ’ sýning á verkum hins þekkta breska mynd- listarmanns Tony Cragg SÝNINGIN er samstarfsverkefni Listahátíðar og Menningarborgar- innar og verður hún opnuð 1. júní og stendur til 2. júlí. Meðal gesta á Listahátíð árið 2000 verður hinn heimsþekkti breski listamaður Tony Cragg, sem heldur sýn- ingu í Gallerí i8. Tony Cragg fæddist í Liver- pool árið 1949 en hefur verið búsettur í Þýska- landi síðan 1977. Hann nam myndlist við Wimbledon School of Art og við Royal College of Art í London og er í dag prófessor við þá mikilsvirtu stofnun. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og ber þar hæst hin viðurkenndu Tumer- verðlaun, sem hann fékk árið 1988. Tony Cragg er nú einn þekktasti myndlistarmaður Bret- j-lands. Hann vakti fyrst verulega athygli í byrj- un 9. áratugarins fyrir verk sem hann vann úr lituðum plasthlutum, sem hann tíndi gjaman upp af götunni, flokkaði og raðaði saman á mis- , munandi hátt. Verk hans hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, bæði hvað varðar efni og form, en þó má segja að enn sé hann í raun að fást við það sama, þ.e. að skapa heildarmynd úr ótal litlum einingum. Þannig hafa t.d. nýleg verk hans, sem þakin em hundraðum ef ekki þúsundum teninga, vakið mikla athygli. I seinni tíð leitast hann ekki við að forma höggmyndimar þannig að þær hafi beina skírskotun í þekkt form úr hinu daglega lifi, held- ur era form verkanna sjálfstæð og mæta áhorfendum sem slík. Nýr heimur - stafrænar sýnirerheiti yfirgrips- mikillar sýningar í Lista- safni íslands sem verö- uropnuö hinn 20. maí Á SÝNINGUNNI verður mynd- bandalist og veflist í öndvegi, sú grein í listunum sem hvað mest hef- ur fleygt fram á undanförnum miss- eram og tekur örustum breytingum. Menningarborgin stendur að hluta þessarar sýningar sem nefnst @ og er að sögn aðstandenda það ástand eða „at“ sem verður til þegar list og hátækni er @tt saman. Sýningin er jafnframt á dagskrá Listahátíðar. Art.is og oz.com hafa unnið saman að tilraunaverkefni sem fengið hefur nafnið @ en það tákn er eins konar samnefnari yfir allt sem viðkemur tölvuveraleika og netheimum. @ er nýr veraleiki, ný veröld sem sköpuð er í tölvuheimum þar sem listamenn geta valið úr möguleikum sem ekki eiga sér neina hliðstæðu í veraleik- anum. í stað þess að einn Guð skapi heiminn á sjö dögum munu nú sjö listamenn skapa nýjan heim sem opnast þér í einu vetfangi. „Ný ver- öld verður til þar sem sköpunargleð- in og hugmyndaflugið era óheft,“ segir sýningarstjórinn Hannes Sig- urðsson. Ný veröld listar og hátækni Listamennirnir/hóparnir sjö sem skapa heiminn era Ásmundur Ás- mundsson, Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Haraldur Jónsson, MY Studio, Ómar Stefáns- son og Þorvaldur Þorsteinsson. Sýningarstaðurinn er Netið og Að sögn Hannesar Sigurðssonar verður til ný veröld þegar list og hátækni er att saman, atið eða @. „Þú gengur inn í þennan framand- lega heim og verður þátttakandi í því sem þar birtist - tekur jafnvel þátt í sköpun hans. I þessari veröld upp- lifir þú myndir og tónlist og verður iyrir áður óþekktum hughrifum sem era langt umfram það sem venjulegt listasafn eða jafnvel framúrstefnu- legustu tölvuleikir geta boðið. Þér er @ inn í nýjan heim. Listamennirnir taka hér höndum saman við færastu tölvuspekúlant- ana - forritara og hugmyndasmiði OZ - til að þaulkanna þá möguleika sem tölvu- og nettæknin býður. Hér birtist sköpunargáfa framtíðarinnar: Listin og tölvuöldin verða eitt,“ segir Hannes. Viti bornar persónur „Sú tækni sem hér um ræðir er af allt öðrum toga en flestir eiga að venjast. Hér tvinnast ekki aðeins saman myndir og hljóð heldur gerir tæknin okkur kleyft að hreyfast og skynja umhverfið líkt og við séum stödd í raunveralegu rými. Þetta umhverfi er töfrum gætt; í því er hægt að upplifa hluti sem era langt handan við það sem hversdagsleik- inn býður okkur. Meðal annars má taka upp hreyfingar lifandi mann- eskju og varpa þeim yfir á teiknaða tölvumynd og í þessum heimi má sömuleiðis eiga samræður við viti bornar persónur sem aðeins lifa í tölvuheimi; viti borin forrit. Loks geta þeir sem heimsækja þennan heim valið sér þann líkama sem þeir vilja koma fram í - þeir birtast í tölvuveröldinni sem líkamningar eða tölvuteiknaðar verar (avatarar) sem lúta stjórn þeirra í einu og öllu og geta þannig átt samskipti við aðra gesti á netinu. Þessi listviðburður verður því afar ólíkur því sem gerist og gengur á hefðbundnum söfnum. Hér er ekki á ferðinni þögult og líflaust umhverfi heldur á gesturinn í samskiptum við aðra sem honum birtast á Netinu, annaðhvort raunveralega mann- eskju eða tölvuvera. Gestir munu líka geta tekið þátt í mótun verksins á ýmsan hátt og þannig sett mark sitt á þá veröld sem næstu gestir standa frammi fyrir.“ Tæknin býður einnig upp á beinar útsendingar frá ýmsum uppákom- um eins og tónleika, ljóðalestur eða fyrirlestra og munu þeir þá sem fram koma birtast sem tölvuteiknað- ar verar í umhverfinu sem notandinn skoðar á Netinu. Gagnsætt gler. Tony Cragg, 1999. ALÞJOÐLEGIR VIÐBURÐIR 05.05-30.06 Klerkar, kaupmenn og karfamið Gestasýning frá Bremen sem á sínum tíma var svo að segja and- leg höfuðborg íslands. Víða er leitað fanga á sýningunni til að endurspegla tengsl íslands við Bremen og aðrar hafnarborgir þýskar. Sýningin er haldin í Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni. www.bok.hi.is 27.05- 23.07 Garðhúsabærinn Alþjóðlegt verkefni í bygging- arlist þar sem sautján heims- þekktir arkitektar, þein-a á meðal Frank O. Gehry, hafa verið fengn- ir til að teikna smáhús, sem gjam- an eru reist í garðlöndum, og verða teikningar og líkön þeirra sýnd á Kjarvalsstöðum. Hús ís- lensku arkitektanna sem unnu til verðlauna verður reist í fullri stærð við Kjarvalsstaði. Garð- húsabærinn er samvinnuverkefni Arkitektafélags íslands og Lista- safns Reykjavíkur og er einnig á dagskrá Listahátíðar. www.rvk.is/ listasafn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.