Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 7
MORtíÚNIlíÍAÐÍÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 % °7
REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000
List í orkustöðvum
Morgunblaðið/Kristinn
Hjónin Jón Jónsson Borgfirðingur og Anna Guðrún Eiríksdóttir og börn þeirra
eru meðal viðfangsefna sýningarinnar Reykjavík í bréfum og dagbókum.
Reykjavík í bréfum
og dagbókum
Ljósmynd/Marisa Arason
Verk eftir Magdalenu Margréti Kjartansdóttur.
Á sumarsýningu Lands-
bókasafnsins, Reykjavík
í bréfum og dagbókum,
verðurvarpaó Ijósi á líf
alþýóufólks í Reykjavík á
19. öld ogfyrri hluta 20.
aldar
Á SÝNINGUNNI verður lögð sér-
stök áhersla á hlutskipti íslenskra
alþýðukvenna og um leið verða
kynntar á nýstárlegan hátt þær
heimildir sem varðveittar eru á
handritadeild Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns.
Markmið sýningarinnar er að
veita almenningi innsýn í hugar-
heim alþýðu- og yfirstéttarkvenna
í gegnum bréf þeirra og skyggnast
ennfremur í dagbækur alþýðu-
fólks. Sýningin verður að hluta til
sett upp í tvær stofur. Annars veg-
ar stofu alþýðufólks frá síðari hluta
19. aldar og hins vegar stofu yfir-
stéttarfólks frá sama tíma. I báð-
um tilvikum verður gengið út frá
heimili Jóns Borgfirðings og fjöl-
skyldu hans en um það heimili eru
til fjölmargar heimildir. Hugmynd-
in er að leggja sérstaka áherslu á
líf fjögurra kvenna sem allar tengj-
ast ættarböndum (alþýðustofa) og
tveggja karla sem tengjast konun-
um sem bræður og synir (yfirstétt-
arstofa). Konurnar eru: Anna Guð-
rún Eiríksdóttir (f. 1828), kona
Jóns Borgfirðings, dætur þeirra,
Guðrún Borgfjörð Jónsdóttir (f.
1856), Guðný Jónsdóttir (f. 1865)
og Sigurjóna Jónsdóttir (f. 1865)
laundóttir Jóns Borgfirðings og
hálfsystir þeirra Guðrúnar og Guð-
nýjar (alþýðustofa). Karlmennirnir
eru synir Jóns Borgfirðings og
Önnu Guðrúnar, þeir Finnur Jóns-
son prófessor og Klemens Jónsson
landritari og ráðherra (yfirstéttar-
stofa). Dagbækur fimm ólíkra ein-
staklinga í Reykjavík verða dregn-
ar fram og fjallað um þær í máli og
myndum.
Aukinn áhugi ungra fræðimanna
á bréfum og dagbókum sem eru
varðveitt í handritadeild safnsins
er kveikjan að þessari sýningu.
Þessi áhugi hefur tengst breyttum
áherslum innan fræðigreina á borð
við sagnfræði, þjóðfræði, mann-
fræði, bókmennta og íslenskra
fræða, þar sem leitast hefur verið
við að nálgast viðfangsefnið út frá
persónulegri reynsiu einstaklings-
ins á hverjum tíma. Dagbókaritar-
ar eru: Elka Björnsdóttir (1881-
1924) verkakona í Reykjavík.
Tímabil 1915-1920. Magnús Hj.
Magnússon (1873-1916} skáld og
kennari. Tímabil 1911. Ólafur Dav-
íðsson (1862-1903) námsmaður.
Tímabil 1881-1882. Torfhildur Þor-
steindóttir Hólm (1845-1918) rit-
höfundur og kennari. Tímabil
1887-1890. Jón Borgfirðingur
Jónsson (1826-1912) lögreglu- og
fræðimaður. Tímabil 1860-1907.
Auk innanstokksmuna og ljós-
mynda sem verða í sýningarbásum
verður hægt að hlusta á upplestur
úr bréfum og dagbókum með þar
til gerðri tækni, auk þess verður
búin til kynningarmynd um bréf og
dagbækur í eigu Landsbókasafns.
Félag íslenskra mynd-
listarmanna (FÍM) og
Landsvirkjun hafa tekiö
saman höndum og
ákveðið að setja upp
myndlistarsýningar í
stöðvum Landsvirkjunar
við Laxá og Sogið
MANNVIRKI þessara stöðva eru
sérstæð og merkileg út frá verk-
fræði- og byggingarsögulegu sjón-
armiði. Sýningarrýmið að Ljósa-
fossi er m.a. í stöðvarhúsinu, sem
er einstaklega falleg bygging. Þar
eru tveir stórir salir, sem áður
hýstu rafspenna og aflrofa en sal-
irnir munu í framtíðinni hýsa safn
um sögu rafmagnsins og umhverfi
Sogsins. Salirnir eru hráir en
glæsilegir og minna einna helst á
sali nútíma listasafna. Mjög fallegt
útivistarsvæði er í kringum stöðv-
arhúsið, en þess má geta að svæði
þetta verður opnað almenningi
sem lystigarður innan tíðar.
Sýningin fyrir norðan fer fram í
nýjustu stöðinni við Laxá en hún
er í berggöngum inni í gljúfur-
veggjum í farvegi Laxár. Þar eru
stór og mjög tilkomumikil rými
með höggnum klettaveggjum enda
var einungis önnur af tveim véla-
samstæðum, sem stöðin var byggð
fyrir, sett niður. Stöðin stendur í
grónu og fallegu gili og eru marg-
ar gönguleiðir sem liggja þar um.
Listfræðingarnir Aðalsteinn Ing-
ólfsson og Jón Proppé völdu þátt-
takendur úr stórum hópi umsækj-
enda meðlina FÍM, einnig völdu
þeir gesti sýningarinnar.
Þátttakendur sýningarinnar eru
26 talsins; félagar FIM og gestir
þeirra og munu þeir vinna verk sín
sérstaklega inn í rými stöðvanna
og umhverfi þeirra. Starfsfólk leið-
segir gestum um sýningarnar.
Sýningin að Ljósafossi verður opn-
uð 3. júní en í Laxárvirkun 16.
júní.
Opnunartími á báðum stöðum er
Hvít, blá og rauð er yfir-
skriftin á þremur stórum
sýningum sem eru fram-
lag Nýlistasafnsins til
Menningarborgarársins
2000
HVÍT, sú fyrsta, var i mars, önnur,
Blá opnar 21. maí og stendur til 2. júh'
og sú þriðja, Rauð, opnar í október.
Blá er jafnframt framlag Nýlista-
safnsins til Listahátiðar í Reykjavík.
Listamennimir sem sýna á Blá eru
Sarah Lucas, Gillian Wearing,
Michael Landy og Angus Fairhurst.
Þrjú þeirra áttu verk á sýningunni
Sensation sem vakti mikla athygli og
frá kl. 13-17 virka daga en frá kl.
13-18 um helgar. Sýningin stendur
til 15. september árið 2000.
Vönduð sýningarskrá verður
gefin út í tilefni af sýningunni. I
skránni verða ljósmyndir af verk-
um allra þátttakenda ásamt öðrum
upplýsingum.
Listamennirnir sem sýna verk
sín í Laxárvirkjun eru Eggert Ein-
arsson, Guðbjörg Lind Jónsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Guðrún
Rristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirs-
dóttir, Sara Vilbergsdóttir og Sig-
urður Örlygsson. Listamennirnir
sem sýna verk sín að Ljósafossi
eru Anna Jóa, Eyjólfur Einarsson,
Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Guðjón
Bjarnason; Guðrún Gunnarsdóttir,
Gunnar Örn Gunnarsson, Haf-
steinn Austmann, Ilmur María
Stefánsdóttir, Jóhanna Margrét
Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn,
Steinunn Helgadóttir og Sveinn R.
Lúðvíksson, Pjetur Stefánsson,
Valgarður Gunnarsson.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar
hefur að undanförnu verið unnið
að umfangsmiklum endurbótum og
breytingum á aðalhúsi Ljósafoss-
stöðvarinnar við Sogið og hefur
þar verið útbúið glæsilegt rými til
sýningarhalds af ýmsu tagi. „Nátt-
úruleg hringrás vatnsins nýtist í
virkjunum Landsvirkjunar til þess
að sjá samfélaginu fyrir hreinni
orku. Menning og náttúra hafa þvi
fléttast þar saman frá því fyrstu
hverfilhjólin fóru að snúast. Það
þarf því ekki myndlist til þess að
gera stöðvarnar menningarlegar
en á hinn bóginn þykir það vel við
hæfi að styrkja þessa tengingu
enn frekar með myndlistarsýning-
um í stöðvarhúsunum,“ segir Þor-
steinn.
Bti er fersk og framaiidi
umtal í London 1997. Sarah og Gill-
ian eru með athyglisverðustu lista-
mönnum af yngri kynslóðinni i Bret-
landi en Gillian Wearing hlaut
Turner verðlaunin árið 1997. Verk
þessara listamanna eru á mörkum
mannlegra kennda, mjög áreitin og
aðgangshörð sálrænt sem sjónrænt.
Hér er um að ræða stjörnur úr há-
tískuheimi myndlistarinnar. Umsjón
með sýningunni Blá hefur Pétur
Arason. Sýningarnar Hvít, Blá og
Rauð eru hver annarri ólík, sú hvíta
knöpp og ljóðræn, sú bláa fersk og
framandi, sú rauða eldfim og öfga-
kennd. Hver um sig verðugur fulltrúi
nútímalistarinnar. Sem heild gefa
þær innsýn í stefnur og strauma
samtímalistasögunnar. í bígerð er að
fylgja þeim eftir með sýningar-
Verk eftir Sarah Lucas, Bunny Gets
Snookered 1997.
skrám, umræðum og viðburðum af
ýmsu tagi.
Að sögn aðstandenda eru þetta
veglegustu sýningar sem Nýlista-
safnið hefur ráðist í til þessa.
Samspil borgar og
náttúru í byggingarlist
Verkefnió Borg og náttúra hefur verið í
vinnslu í eitt og hálft ár og fjallar það
um samspil skipulags og arkitektúrs í
borginni við náttúruna
AÐALÞÆTTIR verkefnisins eru tveir; útgáfa bókar
og sýning sem opnar á morgun 6. maí í Ráðhúsinu.
Bókin, sem heitir Borg og náttúra ... ekki andstæður
heldur samverkandi eining, er skrifuð af Trausta Vals-
syni arkitekt og skipulagsfræðingi. Hún er nýlega
komin út hjá Háskólaútgáfunni og ensk útgáfa hennar
kemur út í febrúar. í bókinni er útskýrt, að tvenndar-
pör eins og t.d. borg og náttúra og hús og garður, geta
styrkt hvort annað, á hliðstæðan hátt og rautt og
grænt í litafræðinni. Með því verður til samverkandi
heild sem getur lyft skipulagi og arkitektúr borga á
hærra stig. Bókin hefur verið kynnt á ýmsan hátt í vet-
ur en sýningin mun styðja mjög efni hennar og er til-
valið fyrir áhugasama að kynna sér hvorttveggja efni
bókarinnar og sýningarinnar meðan tækifæri gefst.
Sýningin Borg og náttúra verður í opin í Ráðhúsinu
frá 6.-26. maí.
Þá verða stutt námskeið haldin á sýningunni á veg-
um hins Opna háskóla HÍ dagana 8. til 11. maí. Þá
verða einnig skipulagðar ferðir skólabarna á sýning-
una.
MENNING OG NÁTTÚRA
05.06 Menning - náttúrlega
Sýning á verkum leirlistamema
og listamanna frá Listaháskóla ís-
lands sem unnin hafa verið í Dala-
byggð og verður í Stjóm-
sýsluhúsinu á Búðardal. Sýningin
fjallar annars vegar um tengsl
manns og náttúra í viðtækri merk-
ingu og hins vegar tengingu við
ákveðinn stað og staðhætti.
06.05 -29.05 Sýningin Borg
og náttúra
verður opnuð í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Á sýningunni og í sam-
nefndri bók, leitast skipulagsarki-
tektinn Trausti Valsson við að
sýna fram á hvemig borg og nátt-
úra vinna saman. Reykjavík er
skoðuð í nýju Ijósi þar sem virkni
frumkraftanna fjögurra: elds,
vatns, lofts og jarðar í myndun og
mótun borgarsvæðisins er í
brennidepli.
03.06-15.09
List í orkust öðvum
Félag íslenskra myndlistar-
manna og Landsvirkjun standa
fyrir myndlistarsýningum í tveim-
ur af virkjunum Landsvirkjunar -
Ljósafossi við Sogið og Laxár-
virkjun í Aðaldal. Um 30 mynd-
listarmenn vinna verk sérstaklega
inn í hin gríðarstóra rými - en
náttúralegt umhverfi stöðvanna
er einnig notað. Sýningin í Lax-
árvirkjun opnar 16. júnf.www.lv.is.