Morgunblaðið - 06.05.2000, Side 2

Morgunblaðið - 06.05.2000, Side 2
2 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Sókn er besta Reuters Maðurinn á bak við stórveldið: Sir Aiex Ferguson. vömin Manchester United er E nglandsmeistari í knattspyrnu í sjötta sinn á átta árum. Yfírburðir liðsins á leiktíðinni hafa verið algjörir og met ýmist fallin eða í uppnámi. Grunnurinn að glæstum sigri flotans hans Fergusons er sóknarleikur, einn sá óvægn- asti sem sögur fara af á Englandi. Engum er hlíft. Orri Páll Ormarsson lætur sig berast með blæstrinum og veltir fyrir sér hvort í uppsiglingu sé einokunarskeið í úrvalsdeildinni. Hægri, vinstri, upp miðjuna. Mennimir koma úr öllum átt- um. Svartir, hvítir, loðnir og hár- lausir. Svei mér ef þeir falla ekki af himnum líka. Oft hefur það flögrað að manni að þeir séu innundir hjá al- mættinu, þó það skjóti auðvitað skökku við, Rauðu djöflarnir. Slík er stríðsgæfan. En hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið og annar eins sóknarkraftur er sjaldséður. Aumingja andstæðingarnir geta í verstu hrotunum aðeins beðið bæn- irnar sínar, vonað hið besta, þegar sóknirnar skella á þeim eins og brim á barnsrassi. Pað heldur enginn mannlegur máttur þessum þunga. Meistarar Manehester United leiktíðina 1999-2000 eru mesta sóknarlið síðustu ára í ensku knatt- spyrnunni. 93 mörk hafa þeir þegar gert í úrvalsdeildinni, sem er met, og enn eru tveir leikir eftir. Hundrað marka múrinn verður hugsanlega rofinn. Flæðið í liðinu er frábært. Þar liggur styrkurinn fyrst og síð- ast. Það getur ráðist til atlögu úr öll- um áttum. Beckham, Giggs, Scholes, Keane, Cole og Yorke, allir geta þessir menn látið til skarar skríða, með eða án fyrirvara, að ekki sé tal- að um Ole Gunnar Solskjær, sem endrum og eins er skipt inná til há- tiðarbrigða. Slakur varnarleikur Helsta skýringin á þessum hetju- dáðum er geta. Af henni eiga leik- menn Manchester United nóg. Og til hvers að spara hana? Önnur skýring á markaveislunni er sú að vörn meistaranna er ekki upp á marga fiska. 44 tuðrum hefur hún lekið í 36 leikjum, talsvert meira en marki í leik, sem er alls ekki gott. Fyrir vik- ið hafa framherjarnir beinlínis þurft að vinna í akkorði. Út á það gengur líka leikurinn, að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Það skilja menn á Old Trafford. A 1:0 (Cantona)-tímanum, um miðjan tíunda áratuginn, var þessu raunar öfugt farið. Franski furðu- fuglinn dró þá eina og eina kanínu upp úr hatti sínum og þar við sat. Steve Bruce, belgmikill og blásandi, og hinn bakveiki Gary Pallister, eins ótraustvekjandi og það nú hljómar, héldu sóknarmönnum andstæðing- anna í skefjum, án teljandi vand- ræða. Eru af mörgum taldir besta miðvarðapar United fyrr og síðar. Skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. Hollendingurinn Jaap Stam og Frakkinn Mickael Silvestre hafa staðið vaktina lengstum í vetur en virðast ekki ná almennilega saman. Stam er auðvitað stórkostlegur varnarmaður, sollinn af holdlegu at- gervi, en styrkur hans felst í návígj- um - menn fara einfaldlega ekki framhjá honum - fremur en leik- lestri og samþættingu varnarinnar. Silvestre er betri bakvörður en mið- vörður. Henning Berg er prýðilegur leikmaður en skortir þéttleika. Að vísu á United kjörinn félaga fyrir Stam, Ronny Johnsen. Hann hefur á hinn bóginn verið frá vegna meiðsla í svo til allan vetur og þar getur skýringin á lekanum legið að hluta. Þá hefur hinn bráðefnilegi Wes Brown einnig verið fjarri góðu gamni. Þessir menn munu styrkja liðið næsta vetur. Síðan er vitaskuld enginn Peter Schmeichel í markinu lengur. Mark Bosnich passar ekki í hanskana hans. Athygli vekur aftur á móti að tvö síðustu meistaraliðin sem skört- uðu Schmeichel, 1996-97 og 1998- 99, fengu á sig 44 og 37 mörk. Vand- inn liggur því með öðrum orðum ekki í markvörslunni. Framherjar á förum? Eftir stórskotahríð, eins og verið hefur í boði á leiktíðinni, myndi margur ætla að staða framherjanna TITILLINN í ár er sjötti meistara- titill Manchester United á átta ár- um. Það er með því besta sem sög- ur fara af á Englandi en Iið reyndu þar fyrst með sér í deildarkeppni veturinn 1888-89. Eina félagið sem skákar sigurgöngu United er Liverpool sem varð sjö sinnum meistari á ni'u árum, frá 1976-84. Raunar var einokunarskeið Rauða hersins lengra, því félagið vann alls tíu meistaratitla á fímmtán ár- um frá 1976-90 og missti aldrei nema eitt ár úr í senn. Á þessum tíma varð Liverpool einnig Evróp- umeistari meistaraliða í fjórgang, þannig að hið frækna lið Fergu- sons stendur því ekki enn á sporði. AIls hefur Liverpool átján sinnum orðið Englandsmeistari en United þrettán sinnum. í þriðja sæti er Arsenal með ellefu titla. Þá Ever- ton með níu. Fyrstu meistaramir á Englandi voru Preston North End en fyrsta félagið til að deila og drottna þar um sldðir var Aston Villa sem bar fímm sinnum sigur úr býtum á sjö árum, frá 1894-1900. Valdajafn- vægi var við lýði fram á þriðja áratuginn, að Huddersfíeld Town varð hlutskarpast þijú ár í röð, fyrst félaga, 1924, ’25 og '26. Þetta em raunar einu meistaratitlar þess fornfræga félags. Knatt- spymustjóri Huddersfíeld tvö fyrmefndu árin var Herbert Chapman sem fáum ámm síðar lagði drög að öðm stdrveldi, Ar- senal. Skyttumar bám ægishjálm yfír væri trygg. Svo er ekki. í það minnsta var Sir Alex Ferguson reiðubúinn að bæta hollenska markahróknum Ruud van Nistel- rooy í hópinn um páskana. Nítján milljónir sterlingspunda átti hann að kosta í híalíni og á takkaskóm. Dáða- drengur þessi gekk raunar úr skaft- inu vegna hnémeiðsla en skilaboðin til hinna fjögurra fræknu, Yorkes, Coles, Solskjærs og Teddys Sher- inghams, eru skýr - veldi ykkar er ógnað. Nú tala menn um Francesco Toldo hjá Roma, Tore Andre Flo hjá Chelsea og David Trezeguet hjá Mónakó. Það er stórmerkilegt að Ferguson skuli vera tilbúinn að borga nítján milljónir punda fyrir sóknarmann. Væri þessu fé ekki betur varið til kaupa á varnarmanni, til dæmis Sol Campbell? Hugsanlega. Reynslan hefur þó kennt manni að draga ekki dómgreind Fergusons í efa. Stjórn- kænska hans er oft og tíðum snilld- arleg. Eitt sumarið seldi hann Paul Ince, Andrei Kanchelskis og Mark Hughes á einu bretti, fyllti liðið í þeirra stað af bólugröfnum ungling- um, og stóð uppi með tvennuna, sig- ur í deild og bikar, um vorið. Af- brigðilegt. Van Nistelrooy er út úr myndinni, í bili að minnsta kosti, og það væri önnur lið á fjdrða áratugnum, hömpuðu meistarabikarnum fimm sinnum á átta árum, frá 1931-38. Chapman andaðist raunar árið 1934 en fyllir án efa flokk farsæl- ustu og áhrifamestu knattspyrnu- stjóra Englandssögunnar ásamt Bill Shankly og Bob Paisley hjá Liverpool og United-mönnunum Matt Busby og Alex Ferguson. Heimsstyrjöldin síðari rauf sig- urgöngu Arsenal og ýmis nöfn voru letruð á bikarinn fyrstu árin eftir að friður komst á að nýju, meðal annars Manchester United í þrígang á sjötta áratugnum, 1952, ’56 og ’57. Þetta voru „The Busby Babes“, eitt nafntogaðasta lið all- ra tíma, sem fdrst svo gott sem á einu bretti á köldu febrúarkvöldi í Múnchen 1958. Ekkert lið vann oftar en tvisvar á sjöunda áratugnum en Liverpool hafði tögl og hagldir bæði á þeim áttunda og þeim níunda, svo sem lýst hefur verið. Þrisvar sinnum hefur Manchest- er United unnið meistaratitilinn tvisvar í röð á síðasta áratug og alls leikið þann leik Ijdrum sinn- um. Félagið hefur á hinn bdginn aldrei lyft bikamum þijú ár í röð. Það hefur raunar staðið í liðum gegnum tiðina, aðeins þijú hafa náð þeim árangri: Huddersfield 1924, ’25 og ’26, Arsenal 1933, ’34 og '35 og Liverpool 1982, ’83 og ’84. Kemur röðin að Manchester Un- ited á næsta ári? svo sem eftir öðru að Ferguson léti þar við sitja, hætti við kaup á fram- herja. Hann hefur þó opinberað vilja sinn og fyrir vikið hætt við að rót komist á fjórmenningana fræknu. Dwight Yorke er traustur í sessi. Hann er óumdeilanlega helsti fram- herji liðsins, frábær leikmaður í blóma ferilsins, þótt ekki hafi hann leikið jafn vel á þessari leiktíð og þeirri síðustu. Framtíð hinna þriggja er óljósari. Líklegt er að Teddy Sheringham rói á önnur mið í sumar. Hans hlut- verki virðist lokið á Old Trafford. Það lá svo sem fyrir áður en kaupin á Van Nistelrooy komu til tals. Andy Cole hefur leikið vel í vetur og samvinna hans og Yorkes er róm- uð. Eigi að síður er hann nú orðaður við hin og þessi lið, innanlands og ut- an. Ævintýralegar afbrennslur loða við hann og sumir segja að Ferguson hafi fengið sig fullsaddan. Það mætti þó segja manni að Cole hafi gi’átið hrakfarir van Nistelrooys þurrum tárum. Þá er það Ole Gunnar Solskjær. Framtíð hans er óræð. Norðmaður- inn hefur lítið fengið að leika, alltof lítið segja sumir, en stendur sig jafn- an með sóma þegar á reynir. Hann virðist fastur í hlutverki varaskeif- unnar. Það getur verið þakklátt hlutskipti, rétt eins og úrslitaleikur- inn í meistaradeildinni í fyrra gefur til kynna, en líka þreytandi. Það er erfitt fyrir atvinnumann á besta aldri að leika ekki heilan leik nema endrum og sinnum. Solskjær er alltaf sama sólskins- brosið í fjölmiðlum. Segist ánægður með sinn hlut. Því hefur þó verið haldið fram að þannig sé þetta ekki undir niðri, þolinmæði hans sé á þrotum. Solskjær gæti verið á þröm þessa að knýja dyra hjá Ferguson. „Nú spila ég meira eða fer,“ gæti orðið kjarninn í máli hans. Fjölmörg Reuters Andy Cole hefur verið iðinn við kolann í vetur. Sigursælustu liðin Ole Gunnar Solskjær, Dwi< Leiðtof Val á knattspyrnumanni ársins á Englandi hef- ur ekki verið jafn auðvelt í langan tíma - Roy Keane fyrirliði Manchester United hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í úrvals- deildinni. Um það eru leik- menn og sparkskýrendur sammála. Leita verður aftur til tímabilsins 1987-88, að John Barnes hjá Liverpool varð fyrir valinu, eftir jafn friðsælu kjöri. Keane kom raunar til álita í fyrra, eins og félagi hans Dwight Yorke, en þá birtist Frans- maðurinn fótafimi hjá Tott- enham Hotspur, David Gin- ola, eins og skrattinn úr sauðarleggnum með flaks- andi lokka og hirti bikarinn við nefbroddinn á þeim. Ætli Sir Alex Ferguson hafi ekki hreinlega gleypt tyggi- gúmmíið við það tækifæri? I ár varð aftur á móti ekki fram hjá Keane gengið. Menn ganga yfirleitt ekki framhjá honum tvisvar. Veturinn, sem sumir óttuðust að yrði sá síðasti sem Keane klæddist búningi meistaranna, snerist upp í allsherjar yfirráð fyrirliðans. Hann er ekki aðeins besti leikmaðurinn í ensku knattspyi-nunni, heldur jafn- framt sá launahæsti. Stjórn United beygði sig sællar minningar fyrir launakröfum kappans á liðnu hausti, létu eftir honum hátt á sjöttu milljón króna - á viku. Hið fræga launaþak félagsins var sprengt í loft upp. Millj- ón krónur hirðir kappinn á dag, ef við gefum okkur að hann hvíli lúin bein einn dag í viku. Ekki amalegt. Tveggj Holdgervingur baráttu En margur verður af aurum api og Keane hefur gætt þess af kostgæfni að gefa ekki höggstað á sér, hefur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.