Morgunblaðið - 10.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2000, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 F MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 Gefum ekkert upp um klæðnaðinn Hvernig veröið þið til fara á svið- inu? Telma: „Ragna Fróða hannaði búninginn minn í samráöi við Dýr- leifu og Möggu í Dýrinu sem saum- uðu hann einnig. Þetta eru kjóll og buxur en meira mð ég ekki gefa upp því það verður eitthvað að fá aö komaá óvart.“ EinarÁgúst: „Hanzí Kringlunni sá algjörlega um minn fatnað en það á annars þaö sama við hjá mér, hver hann verður mun ekki koma i Ijós fyrr en i keppninni sjálfri. Við megum heldur ekki við því núna réttfyrirkeppni þegar spennan er sem mest aö heyra rímsferð í ísrael einmitt þegar keppnin var haldin í fyrra en horfði bara á hana uppi á hótelherbergi með vini mínum. Hann varsvo æst- ur yfir keppninni að ég gerði það að gamni mínu að halda ekki með ís- landi, svonatil að stríða honum. Hann var svo brjálaður út í mig að hann sagöi: „Bíddu bara. Þérá eftir að hefnastfyrir þetta.“ Ári stöarer égsíðan á leiðinu út.“ Telma: „Þetta var kannski draumur hjá mér þegar ég var lítil en ég hafði ekkert gaumgætt þaö undanfarin ár." Hvaða markmið hafið þið sett ykkur? Telma: „Markmiðið er að gera vel.“ EinarÁgúst: „Tónlistarmenn dagskra Hvað um allan þennan meinta kiíkuskaþ og þjóðernisþólitík; er það ekkert letjandi? Einar Ágúst: „Nei, þvt ég hef trú á að því allt slíkt sé á undanhaldi meðtilkomu símakosningarinnar." Hafið þið fylgst með keþþninni í gegnum árin? Telma: „Já, éghef setið stjörfyfir henni á hverju einasta ári." EinarÁgúst: „Nú, alvegeins og níutíu ogfimm prósent íslensku þjóðarinnar." Hafið þið heyrt hin lögin? Telma: „Ég hef heyrt þýska lag- ið.“ Já, þú meinar Sþice Girls-lagið sem þýsk sjónvarþsstjarna raþþar Morgunblaóið/Kristinn endalausar skoðanir á búningun- um. Það ereitthvað sem við höfum ekki þörffyrirað velta okkurupp úr.“ Lagið hefur tekið talsverðum breytingum síðan í forkeþþninni? Einar Ágúst: „Já. Það var sjálfur Jón Ólafsson sem útsetti það upp á nýtt. Dró aöeins úr sveiflunni en bætti við meira „bítli" sem gerir það bæði ferskara og kröftugra. Norðmenn telja sig greina talvert „bítl“ í laginu en þó að viðbættum nýjum blæ sem geri það svo ferskt ogviðeigandiídag." Eru þið orðin eitthvað stressuð? Telma: „Ég held ég sé stressaðri yfir öllu umstanginu í kringum keppnina, blaðamannafundunum ogþess konar." Einar Ágúst: „Ég lenti í óþarfa stressi vegna þess aö ég hef ekki getaö æft sönginn sem skyldi vegna veikinda. Skítamórall spilaði sex kvöld í röð í kringum páskana og líkaminn einfaldlega gaf sig eftir þá törn og ég er bara nýbúinn að ná méralmennilega." Hafði ykkur dreymt um að taka þáttíEvróvisjón? ’ EinarÁgúst: „Eiginlega ekki því þetta er svo fjarri manni. Ég vart.d. spurður nokkrum dögum fyrirfor- keppnina hvort ég ætlaði ekki að senda lag en það hafði bara ekki hvarflað af mér. Ég varí pílag- geta ekki hugsaö of mikið um aö þeir séu að keppa því þá eru þeir á rangri braut. Metnaðurinn liggurf að gera sitt besta. Keppnin gengur líka ekki einasta út á frammistööu okkar á sviðinu heldur er hún hafin nokkru áður með kynningu á laginu sjálfu og öllu fjölmiðlaumstanginu síðustu dagana fyrir keppnina." Telma: „Þannigeruflestirt.d. búnir að mynda sér skoðun áður en sjálf keppnin hefst." Alltaf setið stjörf yfir keppninni Litið þið á þátttökuna sem stökk- þall fyrirykkur? Telma: „Éggeri það hiklaust því það vita fæstir hér heima hver ég er." Einar Ágúst: „Þetta er vissulega stórt tækifæri. Sjáðu bara hvað Selmu hefur vegnað vel." Hvað ætlarðu aðgera Einar Ágúst efkallið kemur að utan þú veröur að vera þar í sumar; skarast það ekki á við skyldustörfin í Skíta- móral? Einar Ágúst: „Ég er ekkert að hugsa út í slfk á þessu stigi og jafn- vel þótt kallið kæmi þá efast ég um aö það myndi bitna á sumarvertíð- inni því svona hlutireru svo lengi að fara í gang. Allar slíkar ákvaröanir yrðu líka teknar með fullu samráði við mína góðu félaga í sveitinni." afmiklum eldmóð (lagið er vægast sagt keimlíkt lagi þeirra „Say You’ll Be There"). EinarÁgúst: „Það átti að banna það en veit ekki hvað varö úr." Hvert ereftirlætis Evróvisjónlag- iðykkar? Einar Ágúst: „Cliff Richard var trausturmeö „Congratulation"." Telma: „Celine Dion var æöisleg. Já, og svo hún litla belgíska Sandra Kim." Einar Ágúst: „Svo náttúrlega ísraelska „Hubba Hulle", eöa hvað það nú hét." En hvað um þau íslensku? EinarÁgúst: „Björgvin Hall- dórsson átti röð af perlum fyrstu ár- in eftir aö við fórum að taka þátt í keppninni. Lög sem öll hefðu náð inn átopptfu." Telma: „Ég var rosalega svekkt þegar „Sóley, Sóley" með Björgvini og Kötlu Maríu komst ekki í aðal- keppnina. Mérfannst það alveg ekta laglyrirþessa keppni." Að lokum. Á að fela tattóið eða skarta því í þessari íhaldssömu keppni, EinarÁgúst? Einar Ágúst: „Því verður skart- aö!“ Telma: „Ég er nú líka með tattó og ætla ekki verða neinn eftirbátur Einars Ágústs í þeim efnum!" Tattóunum veröur skartað í Stokkhólmi. L. Bráóavaktin áfram á skjánum J Reui Leikararnir úr Bráðavaktinni samankomnir. BÚIÐ er að tryggja það að læknar og annað starfsfólk Bráðavaktar- innar verði áfram á skjánum allt til ársins 2004. Það er sjónvar- psstöðin NBC sem hefur gengið frá slíkum samningi við framleið- endur þáttanna sem fá nokkrar milljónir fyrir vikið. Þættirnireru dýrustu dramaþættir sem sýndir hafa verið í sjónvarpi og kemst víst enginn þáttur með tæmar þar sem Bráðavaktin hefur hælana. Samningurinn felur þó ekki í sér að leikarahópurinn sem nú starfar á Bráðavaktinni fylgi með í pakk- anum. Þó er það nokkuð öruggt að Anthony Edwards og Eriq La Salle haldi áfram, a.m.k. í tvö ár í viðbót. Steve Martin í sjónvarpið GRINARINN Steve Martin er að fara að gera þætti fyrir sjón- varp en hann var framleiðandi þátt- anna Leo & Uz in Beverly Hills sem sýndir voru við fitlar vinsældir árið 1986. Þekktustu þættir hans hétu The Smothers Brothers Comedy Hour og voru sýndir f sjónvarpl á sjöunda áratugnum. Hann hefur nú stofnað í félagi við Joan Stein framleiðslufyrir- tæki sem mun á næst- unni táka að sér ýmis verkefni fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónv- arp. Fyrirtækið hefur gert samning við fyrir- tækið Carsey-Werner sem á heiðurinn af þáttum á borð við That 70’s Shows og Þriðji steinn frá sólu. „Ég er mjög spenntur yfir því að vinna með Carsey-Wemer en ég er jafnvel enn spenntari yfir að vera ekki dauður,“ sagði hinn spaugsami Martin. Reuters Strandveróirtíu ára AÐSTANDENDUR þáttanna Strand- verðir fögnuðu á dögunum tíu ára afmæli þáttanna sem hafa allt frá því þeir fóru fyrst í loftið notið mik- illa vinsælda um allan heim. David Hasselhoff hefur frá upphafi verið aðalsprautan í þáttunum en hefur nú horfið til annarra starfa. Þá stóð til að hann myndi leika í nýjum þáttum um einkaspæjara i Los Angeles en nýverið var sú hug- mynd blásin af svo framtíð leikar- ans sprettharða og sundglaða er óráðin. Hann hefur í gegnum árin gefið út nokkrar plötur og þykir ágætis söngvari, í það minnsta seljast plötur hans grimmt í Þýska- landi, sem er heimaland kappans. Leikari hlaðinn persónutöfrum HINN knái og barnslegi leik- ari Michael J. Fox skaust upp á stjörnuhimin- inn sem tán- ingur á tíma- flakki í mynd- unum Afturtil framtíöar eða Back to the Future. Síðan þá hefur hann leikiöí nokkrurnvínsælum myndum en oftast hefur hann þó veriö í smáum hlutverkum, nú síð- ast sem rödd músarinnar Stúart. Undanfarin fjögur ár hefur hann átt mikilli velgengni að fagna í sjðn- varpi f þáttunum Spin City eða 0, ráóhús! sem sýndir eru á Stöð 2. Þar leikur hann aðstoðarmann borgarstjóra New York-borgar sem verður oft ásamt öðrum starfs- mönnum ráðhússins að bjarga yfir- manni sínum frá synd og skömm. Vinsældir þáttanna hafa aukist ár frá ári og hafa þeir hlotiö fjölda verðlauna, t.d. hefur Michael J. Fox þrisvar sinnum verið verðlaunaður sem besti ieíkari ígamanþátt- um á Golden Globe-verðlaunahá- tíðinni. Safnar fé til rannsókna En í byrjun þessa árs tilkynnti Fox að hann væri hættur að leíka í þáttunum og ástæðan væri sú að hann ætlar að einbeita sér að því að safna fé til rann- sókna á parkinson sjúkdómnum sem hann þjáist sjálfur af. „Núna finnst mér vera kominn rétji tíminn til að einbeita mér að fjÖISkyidU minni og að að- stoða við leitina að lækningu park- insonsjúkdómsins," sagði Fox að því tilefni. Hann ítrekaði að ástæð- an væri ekki heilsufarsleg; honum hefði ekki hrakað en að hann vildi ekki blekkja sjálfan sig, það kæmi Framtíð Spin City órádin Reuters Michael J. Fox ásamt eigin- konunni TracyPollan á Golden Globe verðlaunahátíðinni íjanúar. að því að hann yrði alvarlega veik- ur. „Það er ekki eins og ég sé kom- inn út í horn og geti ekki hugsaö mér að leika lenguríþáttunum. Ég veitvel að þetta erSJÚkdÓmUT sem versnar sffellt, mér mun ekki heilsast betur en mér líöur vel núna og hef krafta til að sinna hversdagslegum störfum. En ég er í þeirri aðstöðu að ég get látiö til mín taka og það ætla ég að gera," sagði hann. Eiginkona FÖX heitirTracy Poll- an og er leikkona. Saman eiga þau tvö börn sem Fox hyggst nú ein- beita sérmeira að. Aöstandendur Spin City segja mikiaeftírsjá að Fox. „Þáttur- inn stendurnú átímamótum," seg- ir Michael Boatman, sem leikur einnigíþáttunum. „Viðvorumöll eyöilögö er við heyrðum fréttirnar ogfengumtár í augun. Það skipti miklu máli fyrir hann að vinna Gold- en Globe-verðlaun í ár, augnablikið vartilfinningaþrungið og hann var fullur þakklætis." Barry Bostwick úr leikarahópn- um sagði; „Við erum ekki viss um hvað kemurtil með að gerast næst. Fox var sá sem dró áhorf- endurað skjánum, hann hafði persónutöfrana oghaefi- leíkana. En allir eru sammála um að kröftum Fox sé betur varið til góð- gerðarmála og heima í faðmi fjöl- skyldunnar. Þegar hefurstuðning- ur hans skipt miklu máli og aukið fjármagn hefurrunniðtil rann- sókna á sjúkdómnum. „Fox er mikill baráttumaður, hann vildi ekki yfirgefa þættina fyrr vegna þess að honum þykirvænt um okkur. Enginn geturfHÓt- mælt ákvörðun hans en við komum til með að sakna hans mik- iö,“ sagði Bostwick.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.