Morgunblaðið - 31.05.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Veittar 3 milljdnir til rannsdknar á verðmyndun matvöru
Morgunblaðið/Ásdís
Þad var létt yfir ráðherrum í upphafi ríkisstjórnarfundar í gær. Boðið var upp á tertu í tilefni af því að siðastliðinn mánudag, 28. maí, var eitt ár liðið
frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn cndurnýjuðu stjörnarsamstarf sitt og ný ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar tók við
völdum. Davíð hefur setið lengst allra samfellt í embætti forsætisráðherra en hann varð fyrst forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks 30. apríl 1991. í gær hafði Davíð verið í embætti forsætisráðherra samfellt í 3.318 daga. Tveir íslcnskir stjórnmálamenn hafa þó setið leng-
ur samanlagt í stóli forsætisráðherra á ýmsum timaskeiðum, þeir Hermann Jónasson, Framsóknarflokki, sem var forsætisráðherra samanlagt í 3.731
dag, og Ólafur Thors, Sjálfstæðisflokki, sem var forsætisráðherra í litlu styttri tíma samanlagt, eða í 3.650 daga, í fimm ráðuneytum.
Niðurstöður Samkeppnis-
stofnunar liggi fyrir í haust
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær, að tillögu Val-
gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra, að fela Samkeppnisstofnun
að rannsaka verðmyndun á mat-
vörumarkaði. Gert er ráð fyrir að
rannsóknin fari fram á næstu 4-5
mánuðum þannig að niðurstöður
hennar liggi fyrir í haust. Sam-
þykkti ríkisstjórnin jafnframt að
verja þremur milljónum króna til
verkefnisins.
MIKILL skortur er á sjúkraliðum á
landinu ef marka má könnun sem
landlæknisembættið lét fram-
kvæma á síðasta ári. Heildarfjöldi
stöðuheimilda fyrir sjúkraliða á
landinu öllu er 1.364 en könnunin
leiðir í ljós að af þeim sitja sjúkralið-
ar í aðeins 994. Skortur á sjúkralið-
um er því 370 eða um 27% en til að
mæta þessum skorti hefur ófaglært
fólk verið ráðið í stöðuheimildirnar.
í niðurstöðum könnunarinnar
kemur hins vegar einnig fram að
hjúkrunarforstjórar telja að stöðu-
heimildir fyrir sjúkraliða þyrftu í
raun að vera 1.852 miðað við hjúkr-
unarþörf á stofnunum. Ef gengið er
út frá þeim niðurstöðum vantar 860
sjúkraliða til starfa og í prósentum
„Samkeppnisstofnun verður falið
að kanna samkeppnishætti og verð-
þróun sem varðar bæði innflutta
vöru og innlenda framleiðslu," segir
Valgerður Sverrisdóttir.
Talið er að um viðamikið og flókið
verkefni verði að ræða og mun Sam-
keppnisstofnun vinna að þessari
rannsókn með fulltingi fleiri stofn-
ana, s.s. Hagstofu íslands og Þjóð-
hagsstofnunar. Jafnframt mun Sam-
keppnisstofnun væntanlega þurfa
talið er skortur á sjúkraliðum þá
sem svarar 45,9% af stöðugildum.
Sjúkraliðar eru ein af yfír 30 lög-
giltum heilbrigðisstéttum og hlutfall
þeirra af heildarfjölda heilbrigðis-
starfsmanna er um 20%. í ársbyrjun
2000 voru 3.037 einstaklingar skráð-
ir með lögbundin réttindi til að
starfa sem sjúkraliðar en heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra fól hins
vegar landlæknisembættinu í fyrra
að gera könnun á mönnun og skorti
á sjúkraliðum á sjúkrahúsum og
heilbrigðisstofnunum.
Sjúkraliðafélag'ið
lýsir áhyggjum sínum
Eins og áður segir eru niður-
stöðurnar þær að um 370 sjúkraliða
að kaupa þjónustu ráðgjafa eða ann-
arra sérfræðinga til verksins.
Varðar alla neytendur
„Ég bind vonir við að með þessari
könnun geti menn gert sér betur
grein fyrir því hver staðan er á
markaðinum og hvort það er svo,
eins og orðrómur er uppi um, að við-
skiptahættir séu með óeðlilegum
hætti. Þetta er talsvert stórt mál
sem varðar alla neytendur. Miðað
vanti til starfa ef miðað er við stöðu-
gildi en um 860 sé miðað við mat
hjúkrunarforstjóra á heildarþörf.
Skortur á sjúkraliðum er mestur á
dvalar- og hjúkrunarheimilum sam-
kvæmt mati hjúkrunarforstjóra á
heildarþörf, um 610 eða 74% á
landsvísu. Á sjúkrahúsum og
sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana er
skortur á sjúkraliðum um 208 eða
23% á landsvísu. Kemur einnig fram
í könnuninni að hlutfallslega er
skorturinn mestur í Reykjavík og á
Suðurlandi.
við gengisþróunina bendii- margt til
þess að verðþróunin í smásölu hafi
ekki verið eðlileg," segir Valgerður.
Aðspurð hvort gert sé ráð fyrir að
tekin verði upp heildsöluvísitala í
tengslum við þetta verkefni sagði
viðskiptaráðherra að hún hlyti að
koma inn í þetta líka.
,Áður var það heildsalan sem
hafði tök á smásölunni en nú virðist
þróunin hafa orðið sú að þetta hafi
snúist við,“ sagði Valgerður.
í könnun sem Sjúkraliðafélag ís-
lands hefur sjálft unnið kemur auk-
inheldur skýrt fram að nýliðun í
greininni hefur dregist verulega
saman (sjá meðfylgjandi kort). Á
nýlegu fulltrúaþingi félagsins lýstu
menn áhyggjum vegna þessarar
þróunar enda væri stöðug og vax-
andi þörf fyrir fjölgun heilbrigðis-
stétta með tilliti til aldurs þjóðar-
innar, aukins langlífis og áherslu
stjórnvalda á að sjúkir og aldraðir
dveldu í heimahúsum eins lengi og
kostur væri.
1,5 milljónir
í skaðabæt-
ur vegna
gæslu-
varðhalds
KONA, sem sat í gæsluvarðhaldi í
rúman mánuð árið 1989 vegna fíkni-
efnamáls, sem hún var síðar sýknuð
af, hefur gert samkomulag við ríkið
um að hún fái greiddar 1,5 miHjónir
króna í skaðabætur og 1,8 milljónfr í
málskostnað. Auk þess hefur hún
fengið formlega afsökunarbeiðni frá
ríkinu. Konan hafði vísað málinu til
Mannréttindadómstóls Evrópu en
það hefur verið látið niður falla í kjöl-
far samkomulagsins.
Konan og sambýlismaður hennar
voru handtekin í maí 1989. Hann var
einn aðalsakborningurinn í máli sem
varðaði innflutning á tæpu kílói af
kókaíni frá Bandaríkjunum í vara-
dekki bifreiðar. Konan var látin laus
samdægurs en handtekin að nýju 2.
júní og sat í gæsluvarðhaldi til 5. júlí.
Sambýlismaðurinn var dæmdur í
fjöguiTa ára fangelsi í Héraðsdómi
árið 1991. Konan var sökuð um að
hafa látið hann hafa peninga til fíkni-
efnakaupa og íyrir að hafa sjálf neytt
fíkniefna. Hún var sýknuð af ákænin-
um í janúar árið 1993.
í júlí, sama ár höfðaði konan mál
gegn ríkinu og krafðist skaðabóta
vegna ólöglegrar og ónauðsynlegrar
handtöku. Héraðsdómur hafnaði
kröfunni á grundvelli þágildandi laga
og Hæstiréttur staðfesti þá niður-
stöðu tveimur árum síðar. Rökstuðn-
ingurinn var sá að líklegra væri að
konan væri sek heldur en að hún væri
saklaus og því ætti hún ekki rétt á
skaðabótum. Lögum um þessi efni
var breytt árið 1999.
Konan vísaði málinu til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu árið 1996 og
taldi að tvö ákvæða mannréttinda-
sáttmála hefðu verið brotin. í fyrsta
lagi hefði hún verið handtekin án þess
að sterkar grunsemdir væru um aðild
hennar að málinu, í öðru lagi að
skaðabótakröfu hennar hefði verið
hafnað á þeim forsendum að meiri lík-
ur væru á því að hún væri sek en sak-
laus, sem gengi þvert gegn grundvall-
arreglunni að menn væru saklausir
þar til sekt þeirra sannaðist.
Mannréttindadómstóllinn hafði vís-
að iyrri kröfunni fi-á en hugðist taka
hina síðari til meðferðar. Dómstóllinn
lagði þó til að málsaðilar reyndu fyrst
að ná samkomulagi. Það tókst og var
tilkynning þess efnis send dómstóln-
um. Hann tók málið til umfjöllunar
23. maí og komst að þeirri niðurstöðu
að samkomulagið væri fullnægjandi.
-----------------------
Lokasprettur tveggja
N-íshafsleiðangra
Norðmenn-
irnir hafa
forskot
NORÐMENNIRNIR Rune Gjeld-
nes og Torry Larsen, sem keppa að
því að verða fyrstir til að ganga
óstuddir þvert yfir Norður-íshafíð,
meira en tvöfalda þá vegalengd sem
Haraldur Örn Ólafsson pólfari lagði
að baki, eru um 100 km á undan
Frökkunum Rudolf Andre og Arn-
aud Torel, sem keppa að sama
marki. Norðmennirnir eiga rúma
100 km eftir ófarna én Frakkarnir
um 200km. Vistir beggja leiðangra
eru á þrotum að kalla en uppgjöf
virðist þó fjarri.
Norðmennirnir hafa ekki miklar
áhyggjur þótt matarskammtinn
þijóti því þá hyggjast þeir veiða sér
sel til matar. Vonast þeir til að ná til
Ward Hunt eyju í vikunni og ætla að
reyna að vera á ferðinni allan sólar-
hringinn næstu daga.
Frakkarnir búa við nauman mat-
arkost en skammtur hvors þeirra í
þrjú mál daglega er ein skeið af höfr-
um, 1 sykurskeið, 8 hnetur, 4 rúsínur
oghálf komstöng.
Könnun um skort á sjúkraliðum
Vantar um
370 sjúkraliða
á landinu
160
140
120
100
80
60
40
20
Fjöldi útgefinna sjúkraliðaleyfa
árin 1966 til 1999
I
I
I
1966 1970 1975 1980 1985 1990 1995 1999