Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
Guðsþjón- I
ustur á
uppstign-
ingardag
GUÐSÞJÓNUSTA í kirkjunni kl. 14
á morgun, uppstigningardag, degi
aldraðra. Sr. Birgir Snæbjörnsson J
messar. Kór aldraðra syngur. Org- fa
anisti Guðjón Pálsson. Kaffiveitingar p
íyrir eldri borgara í Safnaðarheimil-
inu eftir guðsþjónustu. Kyrrðar-
stundin í hádeginu fellur niður.
GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 14 á
morgun, uppstigningardag, dagur
aldraðra. Sigurður Guðmundsson
biskup predikar. Kaffiveitingar í
safnaðarsal að athöfn lokinni í boði
Kvenfélagsins Baldursbrár. Karla-
kór Amarneshrepps syngur þar
nokkur lög. Eldri borgarar eru sér- |v
staklega boðnir velkomnir í messu |í
þennan dag.
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Grenilundi á morgun, upp-
stigningardag, og hefst hún kl. 16.
Guðsþjónusta verður við Grenivíkur-
höfn á sjómannadaginn, 4. júní, kl.
11. Helgistund við minnismerki um
látna sjómenn að lokinni messu.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í L
dag, miðvikudag, kl. 18 og á morgun,
uppstigningardag, kl. 11.
----------------
Fundur
um krækl-
ingarækt
KYNNINGARFUNDUR um krækl- L
ingarækt verður haldinn á Akureyri
fóstudaginn 2. júní nk. Að fundinum L
standa Atvinnuþróunarfélag Eyja- ||
fjarðar, Hafrannsóknarstofnun og
V eiðimálastofnun.
A fundinum, sem stendur frá kl. 11-
16, verður fjallað um líffræði krækl-
ings, staðarval, ræktunartækni,
vinnslu, markaðsmál og arðsemi. Á
undanförnum árum hefur áhugi
landsmanna á möguleikum kræki-
ingaræktar hérlendis farið vaxandi. Á
síðasta ári var samþykkt þingsálykt- l
unartillaga um stuðning ríkisins við K
verðandi ræktendur, þar sem byggð |í
skyldi upp sérfræðiþekking og þjón-
usta á viðeigandi rannsóknarstofnun-
um til leiðbeiningar og eftirlits.
Þátttaka á kynningarfundinn til-
kynnist til Benedikts Guðmundsson-
ar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyja-
fjarðar fyrir miðvikudaginn 31. maí.
-----------UH--------
Safnasafnið
á Svalbarðs- I
strönd
LAUGARDAGINN 3. júní kl.14
verða opnaðar tvær nýjar sýningar á
Safnasafninu á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði. I Homstofu verður Svava
Björnsdóttir, myndhöggvari í
Reykjavík, með einkasýningu á nýj-
um skúlptúrum úr pappír og nem-
endur Myndlistarskólans á Akureyri
halda útisýningu á hreyfi- og hljóð-
verkum.
Fyi’ir eru sex sýningar sem standa
gestum til boða í allt sumar.
Safnasafnið er opið daglega frá kl.
10-18, til 29. ágúst.
Hægt er að taka á móti hópum á
öðmm tímum með stuttum fyrir-
vara. Almennur aðgangseyrir er 300
krónur. Ókeypis sýningarskrá.
----------------
Einsöngs-
tónleikar
SIGURBJÖRG Gestsdóttir heldur
einsöngstónleika á sal Tónlistarskól-
ans á Akureyri föstudaginn 2. júní kl.
17.
Tónleikarnir em liður í lokaáfanga
6. stigs sem Sigurbjörg lauk nú í vor |
frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Undirleikari er Agnieszka Chelk- |
owska og er aðgangur ókeypis.
AKUREYRI
Utanríkisráðherra opnar ljósmyndasýningu á Amtsbókasafninu
Þróun íslenskrar utan-
ríkisþjónustu í 60 ár
Itarleg úttekt á möguleikum Eyjafjarðar í fjar- og gagnavinnslu
Álitlegir kostir
eru á heil-
brigðissviðinu
STYRKUR Eyjafjarðarsvæðisins
hvað varðar möguleika á fjar- og
gagnavinnslu felst í almennt góðri
þekkingu fólks á tölvunotkun, sem
er grundvallaratriði gagnvart
möguleikum til uppbyggingar fjar-
og gagnavinnslu í framtíðinni.
Eyjafjarðarsvæðið er sterkast í
þáttum eins og samgöngum, samfé-
lagslegri þjónustu og framboði á
húsnæði.
Eyjafjarðarsvæðið er aftur á
móti tiltölulega veikt hvað varðar
sérfræðiþekkingu, ekki síst sér-
fræðilega tungumálaþekkingu.
Tæknilegir þættir sem snúa að
gagnaflutningum eru svæðinu einn-
ig fjötur um fót en þar er um að
ræða háa verðlagningu þessarar
þjónustu almennt á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í ítarlegri
skýrslu sem Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar hefur gefið út og ber
yfirskriftina „Úttekt á möguleikum
Eyjafjarðar í fjar- og gagna-
vinnslu“. Höfundar skýrslunnar eru
Bjarni Þór Þórólfsson forstöðumað-
ur nýsköpunar- og markaðssviðs
AFE og Einar Áskelsson ráðgjafi
hjá Rekstri og Ráðgjöf Norður-
landi. Þeir kynntu skýrsluna á
fundi á Akureyri en fyrsta eintakið
var afhent Valgerði Sverrisdóttur
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Skýrslunni er ætlað að vera vegvís-
ir að árangursríkri uppbyggingu
starfa á svæðinu sem tengjast nýj-
um og sívaxandi möguleikum sem
upplýsingatæknin býður upp á.
Þetta er fyrsta atvinnusvæðið á
landsbyggðinni til að ráðast í gerð
heildstæðrar skýrslu um þessi mál.
Fram kemur í skýrslunni að ekki
sé nýtt af nálinni að horft sé til
möguleika í fjarvinnslu í Eyjafirði
en ljóst að tæknilegar og þekking-
arlegar forsendur fyrir atvinnu-
möguleikum í Eyjafirði á þessum
sviðum hafa margfaldast á allra
síðustu árum. Tölvueign á heimil-
unum er hraðvaxandi, sem og notk-
un almenns hugbúnaðar og við-
skiptahugbúnaðar. Tilkoma Há-
skólans á Akureyri hefur einnig
aukið sérfræðilega þekkingu á
svæðinu og sama er að segja um
tilurð fyrirtækja sem sérhæfa sig í
tölvu- og hugbúnaðarþjónustu.
Rannsóknarverkefni að baki
skýrslunni skilaði banka af verk-
efnahugmyndum sem mögulegt er
að vinna frekar með og fram-
kvæma í framtíðinni, sum í allra
nánustu framtíð. Þannig geta
áhugasamir einstaklingar og fyrir-
tæki notað skýrsluna við val á
verkefnum sem áhugi kynni að
vera á að takast á við. Alls er um að
ræða 45 verkefni en 16 þeirra eru
talin koma best út. Þau verkefni
sem álitlegust þykja eru í heil-
brigðisgeiranum.
Verðlagning gagna-
flutninga flöskuháisinn
Fram kemur í skýrslunni að allt
tal um mikilvægi upplýsingatækni
fyrir byggðaþróun sé til lítils ef
jafnræðis við verðlagningu á gjöld-
um fyrir not á tækninni er ekki
Morgunblaðið/Margrét
Valgerður Sverrisdðttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur við
skýrslu um fjar- og gagnavinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu úr hendi Bjarna
Þórs Þórólfssonar, annars tveggja höfunda skýrslunnar.
gætt. Þannig er verðmunur á 2Mb/s
sýndarrás 135.900 krónur milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur annars
vegar og milli fyrirtækja innan
Reykjavíkur hins vegar. Einnig er
mikill verðmunur á leigulínum,
bæði hvað varðar stofngjöld og
mánaðargjöld hvað varðar aðila á
höfuðborgarsvæðinu annars vegar,
og hins vegar milli Akureyrar og
Reykjavíkur, og munar samtals um
360 þúsund krónum. „Hér er því
um umtalsverðan mismun að ræða
sem hýtur að skipta máli hvað varð-
ar rekstrarlega og samkeppnislega
stöðu fyrirtækja sem eru að keppa
á sama markaði," segir í skýrslunni
og ennfremur að ljóst sé að óheppi-
leg verðlagning Landssíma íslands
á gagnaflutningaþjónustu fyrir
landsbyggðina sé flöskuháls fyrir
þróun fjar- og gagnavinnslu á
landsbyggðinni. „Ef þessu verður
ekki breytt verður gífurlega erfitt
fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni að
standast samkeppni við sambærileg
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
nema ríkið geri þeim það fjárhags-
lega kleift í formi peningalegra
byggðaaðgerða,“ segir í skýrslunni.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra opnaði í vikunni Ijós-
myndasýningu um sögu utanríkis-
þjónustunnar í Amtsbókasafninu á
Akureyri. Við sama tækifæri hélt
utanríkisráðherra fyrirlestur um
utanríkisþjónustuna og utanríkis-
mál íslands og kom þar víða við.
Ljósmyndasýningin, sem ber yf-
irskriftina „Yfirlit yfir þróun ís-
lenskrar utanríkisþjónustu“, er
sett upp í tilefni af sextíu ára af-
mæli utanríkisþjónustunnar og
stendur til loka júnímánaðar. Sýn-
ingin var fyrst opnuð í Þjóðarbók-
hlöðunni á afmælisdegi utanríkis-
þjónustunnar þann 10. apríl sl.
í máli utanríkisráðherra við opn-
un sýningar kom fram að með sýn-
ingunni væri reynt að draga fram
helstu viðburði í sögu utanríkis-
þjónustunnar á seinni hluta 20. ald-
ar og hins vegar væri reynt að gefa
hugmynd um dagleg störf starfs-
manna hennar. Ráðherra sagði
jafnframt mikilvægt að fá tækifæri
til að kynna utanríkisþjónustuna,
sem hefur það hlutverk að gæta
hagsmuna Islands á erlendum vett-
vangi.
„Þau mál sem við fjöllum um eru
pftar en ekki mikilvægustu málefni
fslands og því jafnframt innan-
landsmál. Mörkin milli innanlands-
mála og utanríkismála verða sífellt
óljósari. Lykillinn að velgengi ís-
lendinga í framtíðinni felst ekki
síst í því hvernig til tekst í utanrík-
ismálum á næstu árum. Það á ekki
síður við um þetta landssvæði en
Morgunblaðið/Kristján
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skoða myndir á ljós-
myndasýningunni um sögu utanríkisþjónustunnar í Amtsbókasafninu.
önnur í landinu," sagði utanríkis-
ráðherra.
í tengslum við ferð sína til Akur-
eyrar tók Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra þátt í kynningu á
starfsemi Viðskiptaþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins á meðal fyrir-
tækja á Akureyri og af Eyjafjarð-
arsvæðinu.
Viðskiptaþjónustan, sem settvar
á stofn fyrir þremur árum, er með
viðskiptafulltrúa í okkar helstu við-
skiptalöndum og er ætlað að efla
þjónustu við íslensk fyrirtæki,
bæði stór og smá.