Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNB LAÐIÐ
Fjármálaráðherra kynnir bætta markaðsmyndun á skuldabréfamarkaði
Lánasýsla ríkisins
býður út viðskiptavakt
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem tilkynnt
var um hvernig rfldssjóður hyggst bæta markaðsmyndun með skuldabréf ríkissjóðs og húsbréf.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H.
Haarde, hefur falið Lánasýslu ríkis-
ins að bjóða út viðskiptavakt með
þrjá flokka spariskírteina og einn
flokk ríkisbréfa í því skyni að bæta
markaðsmyndun ríkisbréfa á eftir-
markaði.
Gert er ráð fyrir að útboðið verði
auglýst í dag og tilboð opnuð mánu-
daginn 5. júní. Gildistími samnings
verður 1 ár eða til loka maí 2001.
í fréttatilkynningu frá Lánasýslu
ríkisins segir að þeir flokkar sem
boðnir verða út verði hinir eiginlegu
markflokkar á íslenskum skulda-
bréfamarkaði þar sem þeir hafi til
að bera þá dýpt og seljanleika sem
nauðsynlegur sé til að markaðs-
myndun verði virk á hverjum tíma
og myndi þannig grunnvexti fyrir
aðra útgefendur skuldabréfa. í við-
ræðum fulltrúa fjármálastofnana og
stjórnvalda um stöðuna á skulda-
bréfamarkaði að undanfömu hafa
fulltrúar fjármálastofnana einmitt
lagt áherslu á nauðsyn þess að á
markaðinum séu ríkisskuldabréf
sem myndi grunn til vaxtamyndun-
ar á skuldabréfamarkaði.
Þeir hafa sagt að uppkaup ríkis-
sjóðs á spariskírteinum hafi verið
að kippa fótunum undan markaðn-
um.
Fjármálaráðherra sagði á blaða-
mannafundi í gær að þær fullyrð-
ingar ættu ekki við rök styðjast.
„Það er langt frá því að ekki sé nóg
til af bréfum. Nú er verið að taka af
öll tvímæli um að fjórir stórir mark-
flokkar verða eftir á markaðinum
sem við munum ekki kaupa úr. Þeir
mynda grunninn fyrir önnur
skuldabréf, fyrir vaxtamyndun og
fleira. Menn eru ekki vanir því að
ríkið sé að greiða niður skuldir, en
það er langt í frá svo að við séum
komnir það langt í því að vandamál
skapist. Hins vegar kemur hugsan-
lega einhvern tímann að því að við
þurfum að gera upp við okkur hvort
við ætlum að greiða allt upp eða
halda áfram að sinna þjónustuhlut-
verki á markaðinum."
Geir sagði að hann gerði ráð fyrir
því að útboðið á viðskiptavaktinni
fengi góðar mótttökur úti á markað-
inum og þar með yrði komin á
skipuleg viðskiptavakt á fljótlega.
„Síðan erum við með í undirbúningi
svokallað aðalmiðlarakerfi að því er
varðar ríkisvíxla," sagði hann jafn-
framt.
Fjármálaráðherra fundar með
fulltrúum fjármálastofnana
Fjármálaráðherra átti í gær fund
með fulltrúum fjármálastofnana þar
sem hann kynnti stöðu ríkissjóðs og
áform um lántökur og afborganir á
þessu ári. Ráðherrann kynnti helstu
aðgerðir í lánsfjármálum fram til
næstu áramóta, en fundurinn var
liður í því að bæta upplýsingagjöf af
hálfu stjórnvalda í framhaldi af at-
hugasemdum sem fjármálastofnan-
ir gerðu í tengslum við ríkisskulda-
bréfamarkaðinn. Bætt upplýsinga-
gjöf var meðal þess sem fjár-
málastofnanir hafa bent á að þyrfti
að laga til að þær geti sinnt við-
skiptavakt með ríkisskuldabréf.
I fréttatilkynningu sem gefin var
út í gær segir að lánsfjárafgangur
ríkissjóðs muni nema 28 milljörðum
króna á þessu ári og að áformað sé
að verja um 22 milljörðum til að
greiða niður innlendar skuldir og
greiða 5 milljarða til Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins. Þá kemur
fram að erlendar skuldir verði
greiddar niður eftir því sem svig-
rúm leyfi. Lækkun innlendra skulda
um 22 milljarða króna skiptist
þannig að á gjalddaga eru 14 millj-
arðar auk vaxta og er áætlað að for-
innleysa ríkisverðbréf fyrir 14 millj-
arða nettó. Á móti koma áform um 6
milljarða króna sölu ríkisvíxla um-
fram innlausn.
Þá kemur fram í fréttatilkynning-
unni að ekki sé fyrirhugað að selja
ný spariskírteini á árinu nema í
áskrift og við skiptiinnlausn. Gefin
verða út ríkisverðbréf að fjárhæð
allt að 3 milljarðar króna og verða
þau boðin út í mánaðarlegum út-
boðum í skiptum fyrir þá flokka
sem nú eru til forinnlausnar auk
nýsölu.
Algjört gagnsæi hvað varðar
upplýsingar frá ríkissjóði
Greiðsluafkoma rekstrar ríkis-
sjóðs á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs var 5 milljörðum króna betri en
áætlanir gerðu ráð fyrir þó óvíst sé
talið að hvaða marki það muni skila
sér í bættri afkomu á árinu. Þá nam
forinnlausn ríkisverðbréfa 6 millj-
örðum króna. Gert er ráð fyrir jöfn-
uði í lánsfjármálum á öðrum árs-
fjórðungi í heild.
Enginn ríkisverðbréfaflokkur er
á gjalddaga á þessu tímabili en
áformað er að forinnleysa 2 millj-
arða króna nettó í útboði sem haldið
verður í júní og 1 milljarð króna
nettó á mánuði í útboðum í júlí og
ágúst. Þá er áætlað að selja 7 millj-
arða í ríkisvíxlum umfram innlausn.
Á þriðja ársfjórðungi er ætlunin að
forinnleysa 4 milljarða króna nettó
með mánaðrlegum uppboðum. í
fréttatilkynningunni frá fjármála-
ráðuneytinu segir að kaup á ríkis-
bréfum á eftirmarkaði muni heyra
til undantekninga og eingöngu bein-
ast að smærri upphæðum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Lánasýslu ríkisins mun hún stór-
auka upplýsingagjöf sína á næst-
unni. Helst ber að nefna mánaðar-
lega útgáfu markaðsupplýsinga þar
sem verður að finna mikilvægar
upplýsingar fyrir fagfjárfesta. Þá
verður gefið út ársyfirlit með upp-
lýsingum um helstu áform ríkis-
sjóðs á markaðnum á yfirstandandi
ári.
Fjármálaráðherra sagði í gær að
hann teldi að með birtingu upplýs-
inganna hefði verið komið mjög til
móts við óskir markaðarins um
meiri upplýsingar um áform ríkisins
á lánamarkaðinum. „Þarna verður
algjört gagnsæi hvað varðar upp-
lýsingar frá ríkissjóði," sagði Geir.
Viðskiptavakt mað
húsbréf boðin út
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, kynnti einnig nokkrar breyt-
ingar er lúta að starfsemi íbúða-
lánasjóðs og húsbréfakerfinu á
fundinum með fulltrúum fjármála-
stofnana í gær.
„Yið höfum talið að betra sam-
ræmi þyrfti að nást í meðhöndlun
húsbréfa. Upplýsingagjöf íbúða-
lánasjóðs til verðbréfamarkaðsins
verður aukin veralega. Jafnframt
hefur verið ákveðið að segja upp
samningum Ibúðalánasjóðs við Is-
landsbanka og Kaupþing, um við-
skiptavakt með húsbréf, með mán-
aðarfyrirvara. Sú viðskiptavakt
verður boðin út,“ sagði Páll á blaða-
mannafundi í gær.
Skýrsla Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu um efnahagsmál á Islandi
Hætta á harka-
legri lendingu
„HÆTTA hefur aukist á að skyndi-
lega muni þurfa að dragast saman í
efnahagslífinu til að minnka verð-
bólgu og ná henni niður á sama stig
og er erlendis. Nýlegir launasamn-
ingar era hærri en svo að þeir sam-
ræmist stöðugu verðlagi og hætta er
á launaskriði. Auk þess er mikil
aukning í útlánum banka og þar með
aukast líkur á harkalegri lendingu ef
vextir eru hækkaðir.“
Framanritað er úr nýrri skýrslu
Efnahagssamvinnu- og þróunar-
stofnunarinnar (OECD) og má segja
að í skýrslunni sé dregin upp nokkuð
dökk mynd af útlitinu í efnahagsmál-
um hér á landi. Sagt er að ofþensla
sé enn vandamál og að bregðast
þurfi við verðbólguþrýstingnum með
stefnumótandi ákvörðunum.
í þessu sambandi nefnir OECD
tvennt. Annars vegar að vextir verði
að hækka og hins vegar að ríkið
verði að auka aðhald í eigin fjármál-
um. OECD spáir því að stýrivextir
hafi um mitt næsta ár hækkað í 12%
úr 10,1% nú. OECD segir ríkisút-
gjöld hafa ýtt undir eftirspum á síð-
asta ári en vegna afar ríflegra skatt-
tekna hafi afgangur af rekstri
ríkissjóðs þó aukist. Á þessu ári telur
OECD að útgjöld hins opinbera ættu
að verða hlutlausari og að það hafi í
för með sér að enn dragi úr skuldum
ríkisins.
Samkvæmt skýrslunni er pen-
ingamagnið enn að aukast mikið, eða
um rúmlega 17%, og mikill vöxtur er
á útlánum banka vegna aukinnar
lántöku bankageirans erlendis.
Gert er ráð fyrir að á þessu ári
dragi úr efnahagsstarfseminni og að
hagvöxtur verði innan við 4% miðað
við 5% að meðaltali á síðustu árum. Á
næsta ári er gert ráð fyrir enn minni
hagvéxti, eða innan við 3%. Áfram er
búist við litlu atvinnuleysi, lítilli
verðbólgu og miklum viðskiptahalla.
Fjármálaráðherra
sáttur við skýrsluna
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
var inntur álits á skýrslunni í gær.
Hann sagðist ekki telja að hún væri
dökk.
„Hún staðfestir í aðalatriðum allt
sem við höfum þegar sagt og gefur
til kynna að hagvöxtur verði meiri en
Þjóðhagsstofnun sagði til um.“
Geir vildi ekkert segja um spá
OECD um vaxtahækkanir.
„Seðlabankinn verður að svara
því. Hann tekur sínar eigin ákvarð-
anir þótt þær séu í samráði við ríkis-
stjómina. En ég tel að kjarninn í
OECD-skýrslunni sé sá að efna-
hagsástandið á íslandi sé gott. Þarna
era þó ákveðin viðvöranarorð sem
við tökum að sjálfsögðu alvarlega,"
segir fjármálaráðherra.
Urvals-
vísitalan
hækkar
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær
námu alls um 206 milljónum króna,
þar af með hlutabréf fyrir um 97
milljónir króna og húsbréf fyrir um
109 milljónir króna.
Mest viðskipti með hlutabréf vora
með hlutabréf Nýherja fyrir um 16
milljónir króna (+2,0%), með hluta-
bréf Marels fyrir um 14 milljónir
króna (+4,1%), með hlutabréf Op-
inna kerfa fyrir tæpar 14 milljónir
króna (+4,3%) og með hlutabréf
Eimskipafélagsins fyrir rúmar 9
milljónir króna (+1,0%). Úrvalsvísi-
talan hækkaði í gær um 1,16% og er
nú 1.563 stig.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2 var
í gær 5,70 og hækkaði um 0,05, og
ávöxtunarkrafa húsbréfa 96/2 var
6,25 og breyttist ekki frá deginum
áður.
-------------
Plexos Ltd.
stofnað í London
Veitir þjón-
ustu við rekst-
ur tölvukerfa
STOFNAÐ hefur verið í London
tölvuþjónustu- og ráðgjafarfyrir-
tækið Plexos Ltd. og er markmið
fyrirtækisins að veita íslenskum sem
og breskum fyrirtækjum þjónustu
við rekstur tölvukerfa í Bretlandi.
Plexos Ltd. mun einnig bjóða ís-
lenskum tæknifyrirtækjum aðstoð
við tæknilegar kynningar og þjón-
ustu við vörur þeirra.
I rekstri fyrirtækisins er lögð
áhersla á að veita heildarþjónustu
við uppsetningu og rekstur netkerfa
og kennslu starfsfólks auk þess að
bjóða íslenskum fyrirtækjum aðstoð
við útvegun húsnæðis og aðfanga til
skrifstofureksturs.
Stofnandi Plexos Ltd. er Guð-
mundur Þór Reynisson, sem starfað
hefur hjá Thomson Financial Serv-
ices í London síðastliðin þrjú ár sem
tæknilegur tengiliður og ráðgjafi
fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í
Evrópu. Segir hann að með stofnun
Plexos Ltd. sé vonast til að hægt
verði að leggja íslenskum fyrirtækj-
um lið við tæknilega uppbyggingu
þeirra á Bretlandseyjum.
------*-4-4-----
Reglur um
stjórnskipan
fyrirtækja
STJÓRNSKIPAN fyrirtækja nefn-
ast reglur sem Landssamtök lífeyr-
issjóða hafa látið þýða. Reglurnar
era samdar af Efnahags- og fram-
farastofnuninni (OECD) og nefnast
á ensku „corporate governance“.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landssamtökum lífeyrissjóða felst
stjómskipan fyrirtækja í því kerfi
sem notað er til að stýra og fylgjast
með rekstri atvinnufyrirtækja og þá
sérstaklega með því að skilgreina
réttindi og skyldur þeirra aðila sem
koma að viðkomandi fyrirtæki, sér-
staklega þó stjórnar, stjórnenda og
hluthafa.
Að sögn er með góðri stjórnskipan
af því tagi hægt að gera hvort
tveggja, byggja upp traust á verð-
bréfamarkaðinum og auka trúverð-
ugleika og arðsemi fyrirtækja.
Reglurnar fjalla um fimm megin-
atriði, sem era réttindi hluthafa,
jafnræði hluthafa, hlutverk hags-
munaaðila, upplýsingar og gagnsæi
og skyldur stjórnar. Öllum þessum
meginþáttum eru gerð skil í reglu-
num, auk þess sem bent er á ýmsa
kosti og dæmi sem að gagni kunna
að koma við framkvæmd reglnanna.