Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ versLaou á vísíjs íi BunDinn an auan HesTaterair os griu ■ vísir.is LISTIR Whitney Museum of American Art Innsetning Söruh Sze í glugga Whitney-safnsins. Whitney tví- ærinffur víkk- ar sjónmálið Myndlistatvíæringur Whitney-safnsins í New York stendur nú yfír, ári seinna en ella. Þetta er í fyrsta sinn sem utanaðkom- andi sýningarstjórar eru fengnir til verks- ins og aldrei hefur kynjahlutfall í hópi sýn- enda verið svo jafnt. Hulda Stefánsdóttir segir frá tvíæringnum sem reyndi að verða umdeildur og ögrandi en ákvað svo að vera léttur og leikandi. Morgunblaðið. New York. EITT má vera ljóst og það er að úr- eltar þjóðemisskilgreiningar hafa endanlega runnið sitt skeið á enda þe'gar safn sem kennir sig við banda- ríska myndlist og hafði það lengi fyr- ir reglu að bjóða einungis bomum og bamfæddum bandaríkjamönnum til þátttöku teflir nú fram verkum 97 listamanna frá 21 landi. Allir eiga listamennirnir það þó að sjálfsögðu sameiginlegt að hafa búið og starfað að list sinni í Bandaríkjunum til lengri eða skemmri tíma. Er það ennfremur til marks um menningarpólitíska réttlætiskennd nýja safnstjórins, Maxwell L. Anderson, að hann réði til sín 6 sýningarstjóra að tvíæringnum sem komu hvaðanæva að í Bandaríkjun- um, frá söfnum og listaháskólum allt frá Boston, um Chicago og Texas til San Diego í Kaliforníu á vestur- ströndinni. Sexmenningarnir völdu síðan listamenn alls staðar að af landinu, á öllum aldri og í nánast jöfnum hlutföllum kynja. Aðferð sem ekki hefur áður verið beitt í söfnum myndlistarstórborgarinnar, og er hrósverð í sjálfu sér. Allan undirbún- ing þurfti að vinna með miklum hraði eftir uppnám innan safnsins sem varð eftir að Anderson kom til starfa á síðasta ári. Umskipti þau gengu ekki erfíðleikalaust fyrir sig og skipulagning tvíæringsins, sem hefði með réttu átt að halda á síðasta ári, var unnin fyrir gýg þegar yfirsýn- ingarstjóri samtímamyndlistar Whitney-safnsins gekk út og skellti á eftir sér. Samkeppni um nýjustu nýju straumana Tæpum mánuði fyrir opnun tvíær- ingsins spiluðu Nútímalistasafnið, MoMA, og listamiðstöðin P.S. 1 fram sínu fyrsta samstarfsverkefni, stórri samsýningu á verkum lítt eða óþekktra ungra listamanna sem starfa í New York borg. Á sýning- unni, Greater New York, sem er ný- lokið, voru verk yfir 140 ungra lista- manna í þéttskipuðum sölum gamallar skólabyggingar í Long Is- land City í Queens. Sýningarstjór- arnir þar voru ekki 6 heldur 15 tals- ins og virðist það hafa gefið heildstæðari og sannari mynd en tvíæringurinn af því sem nú ber hæst. Hefur umfjöllun um tvíæring- inn verið lituð samanburði við „hina“ stóru samtímalistasýninguna í borg- inni og óhætt að segja að slegið hafi af ferskleikablæ nýlistar Whitney- safnsins. Whitney Museum of American Art Hurðum skellt smekklega í Bim Bam eftir Döru Friedman. Whitney Museum of American Art Sönn ljóska heima hjá sér eftir Lisu Yuskavage. Tilraun til að hneyksla Eins og nærri má geta er Whitney - tvíæringurinn ein af þessum sýn- ingum sem fólk elskar að hata. Og hatar að elska. Þetta kann safnið að notfæra sér og tilraun var gerð til þess að hamra heitt járn ögrandi lista eftir „Sensation" sýninguna bresku í listasafninu í Brooklyn sl. haust.Viku fyrir opnun sýningarinn- ar spurðust út fregnir af pólítísku ádeiluverki hugmyndalistamannsins Hans Haacke, verkinu „Sanitation“. I litlu dimmu hliðarherbergi á bak við svart tjald má líta tilvitnanir í borgarstjórann Giuliani og aðra og öfgafyllri hægrimenn, þá Pat Buchanan og Pat Robertson. Letur- gerðin er sú sama og Hitler kaus á sín áróðursplögg. Fyrir framan vegginn standa svartar ruslafötur, ýmist hálf- eða galopnar, og þaðan berst dynjandi fótatak marserandi hermanna. Vart þarf að taka fram að herbergisins er vel gætt af vökulum augum öryggisvarða. Fæstir hafa þó kippt sér upp við þessa gagnrýni listamannsins. Gerðist það þó að einn stjórnarmeðlimm- safnsins, frú Marylou Whitney, sá sig tilneydda til að segja sig úr stjórn safnsins. Listgagnrýnendur hafa hins vegar sneitt hjá því að ræða verkið í um; fjöllunum sínum um sýninguna. í leiðara The New York Times segir um verkið að það sé of einfeldings- legt í pólítískri gagnrýni sinni til að hitta í mark. Tími sé kominn á frum- legri efnistök en ögrunina eina sam- an. „Þegar hneyksluninni sleppir tekur leikurinn við og þá verða göm- ul bannorð, hvort sem þau eru kyn- ferðisleg, pólitísk eða of hefðbundin, gömul eða ný, einungis sem kald- hæðnar glósur". Innsetning Söruh Sze er af mörg- um talið eitt best heppnaða verkið á sýningunni. Óreiðukenndan strúkt- úr sinn reisir hún sem auga fellibyls sem brýst upp frá einu helsta ein- kenni þunglamalegrar safnbygging- arinnar, glugganum stóra á 4. hæð safnsins. Gluggans vísar hún til í titli verks- ins, Strange Attractor, sem þess sem laðar til sín það sérkennilega. Inn- setningum hennar hefur verið lýst sem þessu ósýnilega dóti sem verður eftir í hornum og afkimum íbúðar- innar þegar fólk flytur. Búflutningar eru samlíking sem listamaðurinn notar sjálf og segir að þegar hún komi á nýjan stað til að setja upp verk þá flytji hún inn í tiltekið rými rétt eins og hún væri að flytja inn á nýtt heimili. Eyrnapinnum, plast- röri, fjöðrum, spegilbroti, litlum pottaplöntum, glerkrukkum, plast- filmu og umbúðum hvers konar er raðað saman í duttlungafullan mek- anisma sem fetar um rýmið. Stöku hlutir bifast í vindi frá litlum plast- viftum, en aðrir standa í stað. Ein- hvern veginn tekst henni að sann- færa mann um að þetta séu hin einu réttu not fyrir þessa nauðaómerki- legu hluti. Áð þetta sé þeirra líf. Tilraunir með form kvikra mynda Listamenn alnetsins eru með á tvíæringnum í fyrsta sinn. Þá eru sérstakir sýningartímar fyrir lengri kvikmyndaverk sem valin voru til þátttöku. Myndbandsinnsetningar og hvers kyns myndbands- og kvik- myndaverk eru það sem stendur upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.