Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tregiog
hljóðlát gleði
TQ]\LIST
II ó l c 1 í s I a n il
CESARIA EVORA
Tónleikar Cesariu Evoru og tíu
manna hljdmsveitar hennar á Hdt-
el Islandi sl. mánudagskvöld.
Áhorfendur um 800.
CESARIA Evora er einstakur
listamaður eins og þeir þekkja sem
heyrt hafa plötur hennar og séð
hana á tónleikum. Vinsældir hennar
hér á landi hafa aukist jafnt og þétt
á undanförnum árum, enda má
segja að allir sem heyra í henni á
annað borð hrífíst af og leiti eftir
meií'u. Líkastil hafa stjómendur
Listahátíðar í Reykjavík ekki áttað
sig á vinsældum Cesariu, enda kom
snemma í ljós að fyrirhugaður tón-
leikastaður var of lítill til að taka við
þeim fjölda sem vildi sjá hana. Við-
bótartónleikar gerðu lítið til að
draga úr eftirspuminni og líklega
hefði þurft tvenna tónleika til til að
þeir sem vildu kæmust að. Vel var
þó leyst úr málum á tónleikastað og
til mikilla bóta að haga málum svo
að koma fyrir stólaröðum í stað
borðanna; fyrir vikið sáu mun fleiri
og heyrðu betur það sem fram fór.
I tónlist Cesariu rennur saman
gamall tími og nýr, momasöngvar
sem eiga rætur langt aftur í tímann
með afrískri hrynskipan og portú-
gölskum trega. Rödd Cesariu er
þmngin trega, en ekki örvæntingu,
því hún getur líka glaðst, hljóðlátri
gleði. Þegar mæðan nær tökum á
henni og hún syngur um hlutskipti
þess sem aldrei mun líta ættjörð
sína og fjölskyldu aftur er sorgin
svo tær að íslenskir áheyrendur tár-
ast og langar ekki meira en líta
strendur Grænhöfðaeyja þótt þeir
skilji ekki textann, sönginn þarf
ekki að túlka.
I tíu manna hljómsveit Cesariu
var valinn maður í hverju rúmi og
reyndar era þeir allir snillingar
hver á sínu sviði. Mikið mæddi á
framúrskarandi gítarleikara og
píanóleikara sem var með skemmti-
lega hvellan og syngjandi hljóm, en
mögnuðustu taktana sýndu samt
aðalfiðluleikari sveitarinnar og
saxófónleikarinn. Fiðluleikarinn,
Kúbverji, fór á kostum hvort sem
var í tregahljómum, eða glaðværð
og fjöri, með boga eða fingraplokki.
Saxófónleikarinn fór fimum höldum
um altsaxófóninnn, en hann var
ekki síður sleipur á tenórinn með
dæmigerðan Afríkuhljóm, feitan og
safaríkan. Það var þó söngkonan
sem lagði ísland að fótum sér, æsti
áheyrendur án þess að vera með
hamagang og kom þeim til að rísa á
fætur, hrópa og kalia og kiappa sem
mest þeir máttu.
Eftir að hljómsveitin kynnti sig
með stuttu fjöragu lagi kom Ces-
aria á svið, lágvaxin og kubbsleg,
pollróleg. Það er alltaf jafn sérk-
ennilegt að heyra hversu þróttmikil
og tær rödd þerst úr þessari lág-
vöxnu konu sem lætur svo lítið yfir
sér og frá því hún byrjaði söng sinni
sátu áheyrendur dolfallnir.
Upphafslagið Sodade er eitt eftir-
minnilegasta lagið af plötunni Miss
Perfumado, plötunni sem gerði
hana að alþjóðlegri stjörnu á sínum
tíma, og gaf tóninn fyrir það sem á
eftir kom, uppfull með trega og eft-
irsjá; bein tilvísun í portúgalska
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
menningu og fado-söngva. Þá komu
lög af nýju plötunni Café Atlantico,
Flor Di Nha Esperanca, Vaquinha
Mansa, Nho Antone Escaderode,
þá Cabo Verde Terra Estimada af
Mar Azul, en síðan aftur út í
Atlantshaf með Maria Elena og svo
Sangue de Beirona, blóð Beironas,
af Cabo Verde, sem kom út 1998,
Angola af Café Atlantico, Mar Azul
af samnefndri skífu, frábærlega
sungið, svo aftur lög af Café Atlant-
ico, Amor Di Mundo, Perseguida og
Terezinha, áður en Cesaria tók sér
reykhlé, settist við borð á sviðinu og
kveikti sér í sígarettu á meðan
hljómsveitin brá á leik.
Eftir reykpásuna söng hún titil-
lag Miss Perfumado, þá kom Luiza,
lag af fyrstu eiginlegu breiðskífu
hennar, La Diva Aux Pied Nus, ber-
fætta söngdrottningin, og síðan vai-
aftur tekið til við lög af síðustu
plötu, Cabo Verde Manda Mant-
enha, Sorte og síðan lokalag eigin-
legra tónleika, Camaval De Sao
Vincente, geysifjöragt og skemmti-
legt lag. Það eina sem maður sakn-
aði af Café Atlantico var Roma
Criola, óðurinn til Mindelo, Rómar-
borgar kreólanna, sem er mærð af
svo mikilli list.
Þótt áheyrendur væra búnir að
sitja heillaðir hálfan annan tíma og
fá að launum nítján lög vildu þeir
meira, miklu meira. Eftir öflugt
uppklapp og hróp sneri Cesaria aft-
ur á svið með hljómsveitinni og lét á
sér skilja að hún ætti þetta klapp
varla skilið, en söng síðan það lag
sem flestir þekktu eflaust, Besame
Mucho úr kvikmyndinni Great
Expectations, sem var ekki síst
skemmtilegt fyrir það hve hún
syngur það á lágum nótum og gaf
góða mynd af því hvað hún er frá-
bær söngkona. Lokalag tónleikanna
var síðan Nho Antone Escaderode
endurtekið með magnaðri keyrslu
hljómsveitar og söngkonu; frábær
endapunktur á eftirminnilega vel
heppnuðum tónleikum, eða eins og
einn í röðinni á leiðinni út sagði; öld-
ungis afbragð.
Árni Matthíasson
10. bekkingar
fá bókagjöf
ALLIR 10. bekkingar fá bókagjöf
frá Félagi íslenskra bókaútgefenda
og Prentsmiðjunni Odda í tilefni út-
skriftarinnar. Að þessu sinni fá
nemendur bókina Leifur heppni og
Vínland hið góða, sem Jón Daníels-
son tók saman og endursagði úr
Eiríks sögu rauða og Grænlendinga
sögu en Erla Sigurðardóttir teikn-
aði myndir og kort.
Fremst í bókinni er ávarp til
nemenda frá Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra. Utgefandi er
bókaútgáfan Muninn. Fyrsta útgáf-
an er eingöngu handa útskriftarárg-
angnum en síðar á árinu verður
bókin fáanleg á almennum markaði.
Þetta er í ijórða sinn sem bókaút-
gefendur og prentsmiðjan Oddi
verðlauna útskriftarárganga grann-
skólans og er bókin valin með hlið-
sjón af þúsund ára afmæli landa-
fundanna.
Gefendur taka undir óskir
menntamálaráðherra til nemenda
um að áræði og þrautseigja þeirra,
sem tengdu saman Evrópu og
Norður-Ameríku fyrir 1000 árum,
verði þeim leiðaríjós við upphaf
nýrrar aldar, þegar menntun og
meiri menntun verður eitt mikil-
vægasta veganestið inn í framtíðina.
www.mbl.is
Sýning
framlengd
Þjóðarbókhlaðan
Gestasýning frá Bremen í Þjóðar-
bókhlöðu verður framlengd til
sunnudagsins 4. júní i tilefni sjó-
mannadagsins.
Sýningin ber yfirskriftina Klerkar
- kaupmenn - karfamið: Islandsferð-
ir Brimara í 1000 ár. Sýningin er á
vegum yfirvalda í sambandsríkinu
Bremen og á að endurspegla tengsl
borgarinnar við ísland bæði að fornu
og að nýju. Hún byggist á gögnum
og munum m.a. frá dómkirkjusafn-
inu, ríkisskjalasafninu og þýska sjó-
ferðasafninu í Bremen.
Safnið er opið föstudaginn 2. júní
kl. 9-17, laugardaginn 3. júní kl. 10-
14 og sunnudaginn 4. júní kl. 13-17.
V orkliður
TOIYLIST
Glerárkirkja
KARLAKÓR
AKUREYRAR-GEYSIR
í kórnum eru 45 söngmenn og tveir
félagar sungu einsöng með kórn-
um, þeir Magnús Friðriksson tenór
og Steinþór Þráinsson barítón.
Einnig söng kvartett, úr röðum kór-
manna, skipaður þeim Birni Jósef
Arnviðarsyni, Eggert Jónssyni,
Guðmundi Þorsteinssyni og Magn-
úsi Friðrikssyni, með í hinum vin-
sæla söng Jóns frá Hvanná, Capri-
Katarina, í útsetningu Carls Billich.
Roar Kvam stjórnaði af öryggi og
festu en við píanóið var Áladár
Rácz. Ég saknaði upplýsinga um
Aladár í prentaðri efnisskrá, en
hann skilaði sínu hlutverki prýði-
lega. Sunnudaginn 28. maí.
KÓRINN hefur á síðustu áram
efnt til vortónleika undir heitinu
Vorkliður og búið þannig til hjá
gestum sínum vissar væntingar um
vor- og sumarstemmningu fyrir
tónleikana. Strax í fyrsta söngnum
kom vorið í varpa með hinu sígilda
lagi Sigvalda Kaldalóns, Vorvindin-
um, sem flutt var í útsetningu fyrir
kór og píanó gerðri af stjórnandan-
um. A söngskránni skiptust á vor-
og sumarlög, hefðbundin karlakór-
slög og þjóðlög, bæði innlend og
erlend, sum þeirra hafa ekki heyrst
áður. Kórinn er vel þjálfaður og
söng af innlifun og gleði. Best
fannst mér takast til í veika og
mjúka söngnum og birtist þessi
ágæta hlið kórsins hvað best í
Kveldkyrrð, söng Sigfúsar Einars-
sonai'. Síður tókst til á kraftmestu
stöðunum þar sem dramatíkin náði
hámarki, því þá var stundum farið
yfii' í kraftasöng á kostnað söng-
gæða og var það m.a. áberandi hjá
bössunum.
Túlkun á söngvunum var yfirleitt
góð og miklar breytingar í styrk-
leika og hraða einkenndu flutning-
inn. Sérstaklega vil ég nefna tvö
lög sem mér fannst einstaklega
áhrifamikil, en það var negrasálm-
urinn Steel away og hinn vand-
sungni söngur Hugo Alfvén, Gryn-
ing ved havet. I seinna laginu náði
Roar fram miklum styrkleikabreyt-
ingum og andstæðum og sönggæð-
um sem unun var á að hlýða. Tvær
sígildar og skemmtilegar útsetn-
ingar Jóns Ásgeirssonar á íslensk-
um þjóðlögum fyrir kór og píanó, Á
Sprengisandi og Vorið langt,
hljómuðu vel, þó var kraftasöngur
bassanna í seinna laginu dálítið yf-
irdrifinn að mínu mati. Tvö lög eft-
ir Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Dettifoss, við ljóð Kristjáns „fjalla-
skálds", og Sumarkveðja, við ljóð
Páls ÓÍafssonar, voru flutt. Þessi
lög heyrast sjaldan og eru eins og
sagt var áður mikil lög. Sá tónbún-
ingur sem tónskáldið valdi hinu
kynngimagnaða kvæði Dettifossi
vel og í því lagi söng Magnús Frið-
riksson einsöng. En hið ljúfa sum-
arkvæði Páls Ólafssonar fannst
mér týnast í viðamiklum tónavef
Sveinbjörns. Kórinn var heldur
ekki nógu sannfærandi í flutningi
þess lags.
Einsöngvarar kórsins voru eins
og fyrr sagði Magnús Friðriksson,
tenór, og Steinþór Þráinsson, barít-
ón. Magnús söng einsöng í tveimur
lögum, Dettifossi eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og Lindinni eftir
Eþór Stefánsson. Magnús hefur
ljóðræna rödd, sem féll ekki nógu
vel að kröfum lagsins Dettifoss,
það er fyrir „hetjutenór", en hann
komst betur frá Lindinni. Sérstak-
lega lét söngur hans þægilega í
eyram í endurtekningu í tónleika-
lok, en þá söng kórinn mýkra á bak
við. Steinþór er með stóra rödd og
er mikill söngmaður. Röddin hefur
mjög persónulegan blæ með sér-
stakri blöndu af tenór- og bassa-
hljómi. Hann skilaði einsöngshlut-
verkinu í Hraustir menn með
prýði. Síðar á dagskránni var hann
í enn kröfuharðara hlutverki og
söng einsöng í hinni hádramatísku
Konungsdrápu eftir Grieg um Sig-
urð Jórsalafara. Þar fannst mér í
of mikið ráðist og hæðin reyndist
og pressuð, en flutningurinn í heild
var þó áhrifamikill.
Karlakórshefðin á Akureyri nær
yfir 100 ár, fyrst með karlakórnum
Heklu, sem fór í fyrstu utanför ís-
lenskra kóra árið 1905. Bráðum
verður svo tími til að fagna því
að80 ár verði liðin frá stofnun
karlakórsins Geysis, og ekki löngu
síðar Karlakórs Akureyrar. Karla-
kórarnir tveir sameinuðust fyrir
nokkrum árum og hafa sýnt það
með starfi sínu að undanförnu að
hér er hægt að reka góðan karla-
kór. Ég vií óska þess kórnum til
handa að ungum mönnum fjölgi í
öllum röddum, því karlakórasöngur
hefur um hríð átt vaxandi vinsæld-
um að fagna. Að mínu mati þyrfti
einnig að bæta á fjölbreytni í verk-
efnavali karlakóranna, því mikið er
til af góðum tónverkum fyrir þetta
hljóðfæri, sem alltof sjaldan heyr-
ast.
Jón Hlöðver Áskelsson