Morgunblaðið - 31.05.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 31.05.2000, Síða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 37 ..... 4■ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJÓÐFÉLAG ÁN VANDAMÁLA STUNDUM hefur verið haft á orði, að þjóðfélag okkar íslendinga og nokkurra annarra þjóða í okkar heims- hluta væru þjóðfélög, þar sem ekki væri við nein vandamál að stríða í samanburði við þann vanda, sem flestar þjóðir heims standa frammi fyrir. Þessi staðhæfing hefur aldrei átt betur við en nú. Þau vandamál, sem við er að etja í þjóðlífi okkar eru smámunir í samanburði við það, sem aðrir þurfa að fást við. A fyrstu árum lýðveldisins var ísland ekki ríkt land. Skjöl sem gerð hafa verið opinber á síðustu árum sýna, að eitt helzta umræðuefni íslenzkra ráðamanna við erlenda sendimenn á þeim árum var beiðni um fjárhagslega aðstoð af einhverju tagi. Nú sýna alþjóðlegar skýrslur, að Islendingar eru meðal ríkustu þjóða heims. Skuldir ríkisins greiðast svo hratt nið- ur að það veldur vandamálum á innlendum fjármálamark- aði. Oðaverðbólga var eitt mesta meinið í efnahagslífi okkar í áratugi og leiddi til mikillar eignatilfærslu. Eignir sumra brunnu upp á báli verðbólgunnar á meðan eignir annarra jukust í skjóli verðbólgunnar auk þess, sem hún hafði al- mennt truflandi áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf. Verðbólgu- vandinn heyrir sögunni til. Þær áhyggjur, sem við höfum nú af verðbólgustiginu eru smámunir miðað við það, þegar vísitalan hækkaði um 80% á tólf mánuðum. Við stofnun lýðveldisins náði lögsaga okkar þrjár sjómíl- ur út frá ströndum landsins. Nú nær hún 200 mílur út og at- hyglin beinist að frekari landvinningum utan lögsögunnar. I fjóra áratugi var þjóðin klofin vegna meiri háttar átaka um utanríkisstefnuna, aðild að Atlantshafsbandalaginu og vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Þær deilur eru úr sögunni. í jafnlangan tíma skiptust menn í fylkingar vegna kalda stríðsins, sem mótaði afstöðu til manna og málefna ekki sízt í menningariífinu. Efnislegt mat á verk- um listamanna vék fyrir pólitísku mati. Sá tími er liðinn og kemur vonandi aldrei aftur. I áratugi var Island nánast eins og lokað land þegar um viðskipti við aðrar þjóðir var að ræða. Innflutningur byggðist á skömmtunarkerfi, landsmenn máttu ekki eiga peninga í öðrum löndum og opinber forsjá réði ríkjum í við- skiptum við önnur lönd í mjög ríkum mæli. Nú er allt frjálst nema innflutningur á landbúnaðarafurðum. Það er ekki lengur lögbrot að eiga bankareikning í öðru landi. Frá því snemma á öldinni og fram á árið 1990 einkennd- ust samskipti aðila á vinnumarkaði af hatrömmum deilum og reglulegum verkföllum, sem kostuðu þjóðarbúið, fyrir- tæki og einstaklinga mikla fjármuni. Sá tími er liðinn. Frá því seint á níunda áratugnum hafa harðar deilur staðið um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ymislejgt bendir til að tími friðar á þeim vígstöðvum sé í nánd. A síðustu árum hafa sprottið upp harðar deilur um virkjanir og umhverfis- mál. Þær eru nú komnar í þann farveg, að nýjar virkjanir fara í umhverfismat. Byggðavandinn snýst ekki um það, hvort leggja eigi áherzlu á að halda landinu öllu í byggð, heldur hvernig eigi að gera það. Það er athyglisvert að öll hin stóru vandamál, sem þjóðin hefur þurft að takast á við frá lýðveldisstofnun, hafa verið að leysast á tiltölulega skömmum tíma frá því seint á síð- asta áratug og fram eftir þessum ýmist vegna alþjóðlegrar þróunar eða vegna aðgerða okkar sjálfra hér heima fyrir. Þetta er mikill árangur á ekki lengri tíma og skapar okk- ur sterka stöðu til þess að byggja hér upp þjóðfélag í fremstu röð á nýrri öld. Við erum komin á svipað stig og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa verið á um skeið, það liggur við að það sé skortur á ágreiningsefnum. Þessi veruleiki endurspegl- ast í erfiðleikum stjórnarandstöðu við að skapa sér mál- efnalega sérstöðu gagnvart ríkisstjórnarflokkum. Frá sjónarhóli þeirra, sem upplifðu hörð átök fyrstu fimmtíu ára lýðveldisins er þessi þróun ekki harmsefni. Þvert á móti. Sú mikla orka, sem fór í þessi átök beinist nú í nýjan og uppbyggilegri farveg. Unga kynslóðin, sem er bezt menntaða kynslóðin í sögu Islands, leitar í atvinnulífið og í nýjar greinar atvinnu- lífsins. Hún fellst ekki á það sjónarmið, að Island sé fyrst og fremst verstöð norður í hafi. Þau vandamál, sem við erum að kljást við frá degi til dags, eru minni háttar. Öll rök hníga að því að fram undan sé betri tími en íslenzka þjóðin hefur nokkru sinni lifað. Birna Júlmsdóttir slapp ósködduð ásamt syni sínum frá sprengingunni í Enschede en missti aleiguna Mun líta öðrum aug- um á lifið Birna Júlíusdóttir var ásamt fjögurra mán- aða gömlum syni sínum stödd steinsnar frá flugeldageymslunni í Enschede í Hollandi þegar hún sprakk 13. maí. Hún missti al- eiguna og má í raun teljast ótrúlega lánsöm að hafa sloppið ómeidd. Hún sagði frá reynslu sinni í samtali við Karl Blöndal. Reuters Slökkviliðsmaður skoðar eyðilegginguna í Enschede daginn eftir að mikl- ar sprengingar urðu í flugeldageymslu í miðju íbúðahverfi. BIRNA Júlíusdóttir mynd- listamaður mun seint gleyma laugardeginum 13. maí, þegar Mekkelholt, kyrrlátt hverfi hennar í borginni En- schede í Hollandi, breyttist í vígvöll við það að flugeldageymsla sprakk í loft upp og svartir reykjabólstrar skyggðu skyndilega á sólina þannig að myrkur varð um miðjan dag. „Ég var að sinna syni mínum þeg- ar fyrri sprengingin varð,“ sagði Birna. „Þetta var eins og maður ímyndar sér öflugan jarðskjálfta. Það titraði allt alveg svakalega. Rúð- urnar sprungu og það hrundi úr veggjunum." Hús Birnu var 50 til 100 metra frá flugeldageymslunni og hún var ásamt syni sínum, Darra, sem er. fjögurra mánaða, í herbergi sem sneri að geymslunni, þegar spreng- ingin varð. „Ég hljóp inn í bakherbergi, fann sæng stráksins og vafði henni utan um hann,“ sagði hún og bætti við að hann hefði rekið upp skaðræðisöskur en eftir það hefði varla heyrst hljóð úr honum. „Síðan fór ég að rifja upp hvernig maður á að haga sér í jarð- skjálfta." Hún sagði að næstu augnablik hefði hún snúist í kringum sjálfa sig og verið tvístígandi á milli herbergja í íbúð sinni á efri hæð hússins. „Ég reyndi að finna mér öruggan stað,“ sagði hún. „Ég þorði ekki að fara niður og fór með strákinn inn í bakherbergið aftur og vafði hann enn þá meira inn.“ Framhliðin hrundi af húsinu Þá kom seinni sprengingin, sem var mun öflugri en sú fyrri. „Þá fór allt sem eftir var,“ sagði hún. „Framhliðin hrundi af húsinu og í herberginu sem ég var í sprungu veggir. Gluggarnir voru þegar farnir. Það sprakk meira og nötraði enn þá meira en í fyrri sprengingunni. Þessu fylgdu svo svakalegar jarðhræringar. Stuttu seinna kemur sambýlismaður minn heim. Hann kemur að framhlið húss- ins og sér að veggurinn er farinn, hleypur aftur fyrir húsið og þar gat ég látið hann vita af okkur.“ Hún gat fengið hann inn í það sem eftir var af íbúðinni og látið hann finna sér skó til að komast yfir gler- brotin sem þöktu gólfin. „Við komumst niður og út í bak- garð,“ sagði hún. „Þar voru tveir strákar úr næsta húsi. Enn vorum við vantrúuð á hvað hefði gerst, þótt við vissum að húsið væri meira og minna ónýtt - reyndar handónýtt.“ Þau biðu í garðinum án þess að vita í raun eftir hverju. Brutu sér leið út á götu „Það var líka erfitt að komast í burtu í öruggt skjól,“ sagði hún. „Við gátum ekki farið út á götu því að það var í áttina að látunum, en það var ögreiðfært í hina áttina þar sem höggnir trjábolir lágu í stöílum. Það endaði með því að við brutum niður Birna Júlíusdóttir ásamt Darra, syni sínum. girðingu yfir til nágrannanna, klifr- uðum yfir vegg og þar komumst við í gegnum húsasund og út á götuna." Þar rann upp fyrir þeim hvað eyðileggingin var almenn og víðtæk. „Einhvern veginn hélt maður kannski að þetta væri bara húsið okkar sem hefði verið svona veik- byggt,“ sagði Birna. „En úti á göt- unni var stríðsástand, algert umsát- ursástand - fólk á hlaupum að leita að vinum og ættingjum, fólk í losti, allir að reyna að hringja og tiltölu- lega lítið komið af lögreglu.“ Birna kvaðst halda að um fimmtán mínútur hefðu liðið frá því að seinni sprengingin varð þar til hún var komin út á götu. Á meðan þau voru í garðinum byrjaði eldurinn að breið- ast út. Það er glampandi sól og allt í einu brestur á kolsvartamyrkur „Við vorum lengi að melta þetta, en það sem varð til þess að við forð- uðum okkur úr garðinum var að reykurinn varð alltaf svartari og svartari," sagði hún. „Það hafði verið glampandi sólskin og maður var varla klæddur, en svo var eins og kæmi myrkur. Þetta var eins og maður ímyndar sér gífurlegt öskufall frá eldgosi. Mér duttu í hug móðu- harðindin: það er glampandi sól og allt í einu brestur á kolsvartamyrk- ur.“ Birna og Darri sluppu algerlega ómeidd úr þessum hildarleik og fékk hvorugt þeirra skrámu. „Það var ótrúlegt að við skyldum sleppa,“ sagði hún. „Næstu daga á eftir sá maður hvað þetta var víð- tækt og hvað við höfðum verið ná- lægt sprengingunni og áttaði sig á því hvað við höfðum verið heppin og hvað það var ótrúlegt að við skyldum sleppa þarna út.“ Þegar hún hugsaði til baka til þess Söfnun vegna hörm- unganna í Enschede Sprengingin í Enschede, laugar- daginn 13. maí síðastliðinn, leiddi til þess að tvær íslensk-hollenzk- ar fjölskyldur misstu allar eigur sínar, hús, innbú og annað það sem manninum fylgir. Vegna þessara hörmulegu atburða hafa aðstandendur sett á fót söfnun til styrktar Bjarna Ketilssyni og Birnu Margréti Júlíusdóttur og fjölskyldum þeirra. Opnaður hef- ur verið reikningur í Lands- banka íslands 0111-05-268600 fyrir þá, sem vilja sýna þessum fjölskyldum stuðning í erfiðleik- um þeirra. Þórunn Oskarsdóttir er meðal aðstandenda að söfnun- inni. Hún sagði í gær að söfnunin gengi ágætlega og munaði um hvert framlag. hvernig hún brást við gat hún ekki sagt að eitthvað eitt hefði skipt sköpum og gaf til kynna að örlögin hefðu jafnvel ekki verið í hennar höndum. „Verndarenglar," var það fyrsta, sem hún nefndi. „Ég heyri að flestir búast við því að maður hafi hlaupið út en ég bara þorði það ekki. Ég hefði þurft að fara í gegnum húsið og það hefði getað verið hættulegra ef ég hefði verið á leiðinni út þegar seinni sprengingin varð og húsið hrunið yfir mig eða úti á götu þar sem rigndi yfir grjóti og heilu steypuhlunkunum. En ég veit ekki hvað ég var að hugsa á meðan. Ég var hrædd, gífurlega hrædd.“ Hvorki Birna né Darri þurftu að leita læknis eftir sprengingarnar og sagði hún að á sjúkrahúsum hefðu menn haft í nógu öðru að snúast. Það eru orð að sönnu því að átján manns létu lífið og 947 slösuðust i sprengingunum og hlutu margir al- varleg sár. Þriggja er enn saknað og telur lögregla ólíklegt að jarðneskar leifar þeirra finnist úr þessu. Um 500 heimili eyðilögðust. „Mér fannst líka gott að geta farið til vina og þurfa ekki að fara í flótta- mannabúðirnar, sem settar voru upp,“ sagði hún. „Þar var fólk í alls konar ástandi og ég held að það hefði verið frekar óskemmtileg lífs- reynsla." Það fór allt Eldurinn barst í hús Birnu og það brann til grunna. Nú er búið að hreinsa brunarústii'nar í burtu og eftir er flöt jörð. „Það fór allt,“ sagði hún. „Allar mínar eigur voru þarna inni. Það er eiginlega súrrealískt að koma þarna núna því að bruninn náði ekki nema rétt inn í bakgarðinn. Þar stóð allt eins og það var, hengirúmið hékk uppi og barnavagninn vai- á sínum stað í grænu grasinu fyrir framan rústirnar. Maður var að vona að maður fyndi eitthvað af eigum sínum í rústunum, einhvern smáhlut, sem ekki hefði brunnið, en það var ekk- ert.“ íbúum húsa, sem eyðilögðust, var bannað að fara á eigin spýtur og leita í rústunum en í síðstu viku var þeim boðið að koma í skipulagða ferð. Um 1100 manns notuðu tæki- færið. „Það voru allir klæddir í asbest- varnargalla og þurftu að fara eftir ströngum varúðarreglum,“ sagði Birna. „Þarna voru samankomnir nágrannarnir en aðstæðurnar voru mjög óraunverulegar.“ Langur tími leið frá því eldurinn kviknaði þar til sprengingarnar urðu. Birna sagði að í um klukku- tíma áður en hörmungarnar dundu yfir hefðu flugeldar verið að springa, margir í einu. Hins vegar hefði eng- inn áttað sig á því hve alvarlegt ástandið var. „Það gerði sér enginn grein fyrir því hvað þetta var hættulegt," sagði hún. „Ef svo hefði verið hefði fólk ekki verið þarna í rólegheitum að skoða og fylgjast með. Þess vegna varð fólk líka ofsalega reitt á eftir, vegna þess að við vissum ekki hver hættan var. Það segir manni ekki mikið í sjálfu sér að þarna var flug- eldaverksmiðja eða flugeldageymsla því að þarna var svo ofboðslegt magn.“ Birna hafði búið í húsinu í tvö og hálft ár. Hún kom til Hollands fyrir þremur og hálfu ári í myndlistar- nám. Hún er nú útskrifuð og hefur verið að vinna að list sinni. Hún var ekki með vinnuaðstöðu heima hjá sér en mikið af verkum eftir hana voru í húsinu og eru ónýt. Vinnustofan er reyndar einnig inni á svæðinu og kvaðst hún ekki vita hvernig aðstæð- ur væru þar. 100 tonn af sprengiefni Hún sagði að það virtist nú vera sannað að í geymslunni hefði verið mun meira af sprengiefni en þar hefði mátt geyma. Eigendur verk- smiðjunnar, Ruud Bakker og Wil- helm Pater, eru grunaðir um að hafa brotið lög og hafa verið yfirheyrðir. Þeir hafa ekki verið kærðir fyrir morð en gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Talið er að í það minnsta um 100 tonn af sprengiefni hafi verið í húsinu. Birna sagði að nú bæri minna á umræðu um slysið og það væri ekki jafnáberandi í frétt- um. „Ég held að nú sé fólk að bíða og sjá hvað komi út úr þessu og hver beri ábyrgðina," sagði hún. „Eg veit ekki hvort við munum búa hérna áfram og það er enn óleyst hvort verði byggt á þessu svæði aftur. Tryggingafélögin greiða til dæmis ekki út bætur fyrr en borgin hefur gefið út hvað gera eigi við svæðið og því eru mjög margir í biðstöðu um óákveðinn tíma. Nú sér maður einnig vangaveltur um það hvort þarna hafi verið geymdir ólöglegir flugeldar eða ólögleg efni. Þeir sem þekkja tilsegja að venjulegir flugeld- ar eigi ekki að geta valdið slíkum sprengingum. I þessum efnum sér maður hins vegar eitt í dag í fréttum og annað á morgun. Fólk er hins vegar enn viti sínu fjær af reiði yfir því að þetta skuli geta átt sér stað og það skuli þurfa að verða stórslys áður en farið er að huga betur að málum.“ Birna sagði að hún hlakkaði mikið til að koma heim til Islands og vildi koma á framfæri þökkum til þeirra sem hefðu hugsað hlýtt til sín heima. Hún hefði fundið mikinn stuðning frá fólki, margir hefðu hringt og sent kveðjur og það væri yndislegt. Hún þurfti að hugsa sig um þegar hún var spurð hvernig það væri að standa allt í einu með tvær hendur tómar og vera ekki aðeins búin að glata verðmætum heldur einnig persónulegum munum. Það var kannski sú tilfinning sem gerði vart við sig þegar hún reyndi að finna einhvern persónulegan mun í bruna- rústum heimilis síns. Ekki mikil efnishyggju- manneskja „Það vill mér kannski til happs að ég hef aldrei verið mikil efnishyggju- manneskja," sagði hún og bætti við að hins vegar gerði það kannski að verkum að það væri erfitt að rífa sig upp til að byrja upp á nýtt. „Ég hef ekki enn áttað mig á því að hitt og þetta sem ég á er ekki þarna lengur og verður ekki. Það versta er auð- vitað persónulegir munir sem eru horfnir. En það er svo stórkostlegt að vera á lífi og þetta kennir manni kannski að njóta núsins. Ég ætla að vona það. Ég held ég muni líta öðrum augum á lífið - ég held það geti ekki verið öðru vísi. Hvort maður lifir eftir því veit ég ekki.“ Aðstoðarsaksóknari ICTY í Haag Reuters Alþj'dðlegur hðpur réttarlækna kannar Qöldagröf nálægt Srebrenica í Bosniu árið 1996. Mikilvægt að fólk skilji hvað við erum að gera Graham T. Blewitt er að- stoðarsaksóknari Al- þjóðlega stríðsglæpa- dómstólsins fyrir lönd fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY)íHaag. Hann sagði í samtali við Óla Jón Jónsson að dómstóll- inn hafí m.a. gegnt því hlutverki að skýra og skilgreina hugtök al- þjóðlegs refsiréttar. VENÆR oghvemigverður, að þínu áliti, hlutverki dóm- stólsins lokið? „Samkvæmt áætlunum okkar, að því gefnu að ekki blossi upp átök að nýju á Balkanskaga, mun það að líkindum taka okkur tímann fram til ársins 2004 að ljúka öllum rannsóknum okkar. Þetta eru m.a.rannsóknir vegna ásakana á hendur háttsettum yfir- mönnum hers og lögreglu, auk póli- tískra leiðtoga. Við gerum ráð fyrir að rannsókn málanna muni leiða til 28 nýn-a ákæra og að með því verði rann- sóknarhlutanum lokið. Þá er seinni hlutinn eftú, sem felst í því að sak- sækja hina ákærðu fyrir dómi en sá hluti gæti tekið mun lengri tíma en sá fyrri. Það er erfitt að meta hversu lang- an tíma það mun taka en það gæti tek- ið, allt eftir því hversu margir sakbom- ingar nást og hvenær tekst að hafa upp á þeim, u.þ.b. fimm ár til viðbótar. Allt í allt má því a.m.k. reikna með að líða muni 10 ár áður en dómstóllinn lýkur starfsemi sinni. í húsakynnum dóm- stólsins eru þrír dómsalir og líklega mætti Jjúka tveimur málum í hverjum þeirra á ári. Það þýðir að í heild er hægt að ljúka réttarhöldum í 6 málum áári.“ Hvaða tæki hefur saksóknari dóm- stólsins til að rannsaka mál og safna sönnunargögnum ogþarfhann aðreiða sig á aðstoð stjórnvalda í því samhandi? , Að mínu mati höfum við yfir að ráða þeim meðulum sem til þarf til að geta sinnt rannsóknum og gagnaöflun í tengslum við mál. Tímaáætlunin sem ég nefndi er byggð á þeim tækjum sem við höfum nú þegar yfir að ráða í þessu skyni. Ég held ekki að aukinn mannafli myndi flýta fyrir okkur hvað þetta varðar. Hins vegar eru möguleikar okkar á greiningu og meðhöndlun sönnunargagna takmarkaðir. Okkur berast sífellt fleiri slqöl frá fyrrverandi Júgóslavíu og þau þarf að þýða og skýra þarf innihald þeirra. Það er e.t.v. á þessu sviði sem úrbóta er þörf. Við höfum nú þegar lokið að mestu við að safna saman framburði vitna í þeim málum sem til okkar kasta koma. Við höfum verið að afla opinberra skjala í Bosníu og nú eftir stjórnar- skiptin í Ki'óatíu verður auðveldara fyrir okkur að fá gögn þaðan. Eftir því sem rannsóknum málamiðar áfram og að því kemur að sýna fram á tengsl æðstu yfirmanna við glæpi, vex þörf okkar fyrir að fá vitni sem hafa verið framar- lega í goggunarröðinni. Það er skiljanlega ákveðnum erfíðleikum bundið að fá aðgang að þeim sem hafa staðið ná- lægt þeim mönnum sem tóku ákvarðanir um glæpina. Vinna okkar við gagnaöflun um þessar mundir felst m.a. annars í því að fá þessa menn til að tala. Dómstóllinn er að nokkru leyti háður því að fá aðstoð frá ríkisstjórn- um sem tengjast málum með einhverjum hætti, við höfum t.d. notið aðstoðar ríkis- stjórna á Balkanskaga. Samstarf dóm- stólsins við stjómvöld hefur verið með ágætum og mjög mörg ríki hafa sýnt áhuga á að leggja dómstólnum lið. Við rannsóknir á fjöldagröfum í Kosovo á síðasta ári nutum við aðstoðar 14 ríkja, þeiiTa á meðal Islands.“ Rætt er um að dómstóllinn hafi lagt ýmislegt af mörkum við þróun þjóða- réttar og alþjóðlegs refsiréttar. í hverju felst þetta? „I staifi dómstólsins er sífellt verið að skilgreina jjæpi og ákvarða hvað í þeim felist. Astæðan er sú að mörg þeirra brota sem dómstóllinn hefur til meðferðar hafa ekki áður verið fjallað um fyrir rétti. Segja má að grundvöllur starfsemi okkar hafi að nokkru leyti verið lagður í Numberg- og Tokyo- réttarhöldunum eftir seinni heims- stytjöldina. En síðan þá hafa þjóðrétt- arfræðingar verið að velta fyrir sér ýmsum möguleikum í sambandi við hvernig alþjóðlegur refsiréttur ætti að þróast. Starf þeirra var lengst af ein- ungis fræðilegt því ekki vom fyrir hendi þau tæki sem til þurfti til að hægt væri að reyna á kenningar þeirra í raunverulegum dómsmálum. Én eftir að alþjóðlegu stríðsglæpadómstólarnir komu til sögunnar hefur þetta breyst. Dómstólarnir hafa gefið saksóknumm tækifæri til að kanna hversu langt megi ganga í túlkun á hugtökum þjóðarétt- arins, verjendur þjóna því hlutverki að „bremsa“ þá af, og dómararnir, sem margir em mjög reyndir þjóðréttar- fræðingai', kveða loks upp úr með það hver sé merking glæpanna sem um ræðir. Ég tel ekki að dómstóllinn hafi breytt nokkru um eðli réttarins en frekar skýrt og skilgreint inntak hans.“ Getur þú nefnt dæmi? „Nauðgun hefur ekki verið álitin stríðsglæpur fram til þessa. Ég tel hins vegar að margii' hefðu viljað að svo væri. Að áliti saksóknara ICTY ber í ýmsum tilvikum að flokka nauðgun sem stríðsglæp og þessu höfum við haldið fram í nokkmm málum sem hafa verið tekin til meðferðar hjá dómstóln- um. Um var að ræða tilvik þar sem fjöldanauðganir höfðu átt sér stað eða þar sem sýnt þótti að nauðganir hefðu farið fram á kerfisbundinn hátt. Rök okkar vora þau að tilgangur nauðgan- anna hefði verið sá að skapa ótta og skelfingu í hugum fólks svo það neydd- ist til að flýja heimili sín. Dómaramir féllust á þessi rök. I öðmm tilvikum höf- um við haldið því fram að nauðgun ætti að flokka sem pyntingar. Komið hafa upp nauðgunarmál þar sem við höfum ákært hinn seka fyrir pyntingar. Ástæðan er sú að í „stig- veldi“ alþjóðlegra glæpa, ef svo má segja, era pynt- ingar álitnar alvarlegrá brot en nauðgun. Með því að skilgreina nauðgun sem pyntingar er unnt að fara fram á þyngri refs- ingu fyrir hinn seka.“ Umfjöllun fjölmiðla mikilvæg Hvenær má búast við því að mái vegna glæpa sem framdh■ voru í Kos- ovo munikoma til kasta dómstólsins? „Við höfum þegar gefið út ákærur á hendur Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, og fjóram öðram. Við væntum þess að þegar rannsóknum réttarlækna á fjöldagröfum verði lokið, muni verða hægt að gefa út fleiri ákær- ur. Ég vona að þetta muni gerast á þessu ári.“ Hvað finnst þér um það þegar ríkis- stjórnir leggja fé til höfuðs stríðs- glæpamönnum, líkt ogBandaríkin hafa gert?Hjálpar það dómstólnum í starfí hans? „Ég held að þeim, sem slíkar aðgerð- ir beinast gegn, sé gert sálrænt erfið- ara fyrir með þessu móti. Það gæti einnig valdið því að einhver sem stend- ur nærri þessari persónu segi til henn- ar og auðveldi þar með handtöku. Við hefðum að sjálfsögðu ekkert á móti því ef það gerðist.“ Hvað fínnst þér um umfjöllun fjöl- miðla um Alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólinn? „Ég er almennt mjög ánægðui' með hana. Umfjöllunin hefur verið jákvæð þótt gagnrýni á störf dómstólsins hafi einnig heyrst frá fjölmiðlum. Fréttir og umfjallanú' hafa verið heiðarlegar og sanngjamar. Við höfum lagt áherslu á að viðhalda góðum tengslum við fjöl- miðlana því við teljum að fjölmiðlar hafi stóra hlutverki að gegna í störfum dómstólsins. Markmið dómstólsins er að stöðva hringrás ofbeldisins í löndum fyrrverandi Júgóslavíu þannig að hægt sé að skapa varanlegan frið. Eina leiðin til að þetta markmið náist er að fólk skifji hvað það er sem fer fram innan veggja dómstólsins. Ef fólk áttar sig á því að dómstóllinn er raunveralega at? framfylgja réttlætinu, minnkai' hættan á því að íbúar á svæðinu taki réttlætið í sínar hendur og viðhaldi þar með hringrásinni. Til þess að þetta megi gerast verða bæði íbúar i ríkjum fyrr- verandi Júgóslavíu og í ríkjum þar sem flóttamenn era að geta lesið um dóm- stólinn í frjálsum og opnum fjölmiðl- um.“ + Graham T. Blewitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.