Morgunblaðið - 31.05.2000, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
. Rannsóknir
á snusi
, SIÐUSTU skrif dr.
Ásgeirs R. Helgasonar
um sænskt snus komu
mér verulega á óvart,
þar sem hann virðist
draga í efa allar þær
rannsóknir sem gerðar
.^hafa verið um efnið,
auk þess sem hann
virðist vilja persónu-
gera umræðuna á
fremur hrokafullan
hátt. Þar sem ég hef
engan áhuga á því að
munnhöggvast við fólk
í fjölmiðlum verður
þetta mitt síðasta svar
vegna skrifa Asgeirs í
bili. Þeim sem vilja fræðast meira
um þetta mál er velkomið að hafa
samband við mig á netfang mitt,
sem er í símaskránni.
Rannsóknir og tími
Vissulega er snusnotkun ekki eins
.mikið rannsökuð og reykingar. Hins
vegar ber að gæta að því að allar
rannsóknir hingað til sýna fram á að
Snus
Greinarhöfundur mælir
engan veginn með notk-
un sænsks munntóbaks,
segir Víðir Ragnarsson,
við þá sem ekki eru þeg-
ar háðir nikótíni.
munntóbaksneysla er miklum mun
hættuminni en reykingar og enginn
hefur hrakið það. Sýnt hefur verið
fram á krabbameinshættu við notk-
un amerísks skros (spit tobacco) og
indverskrar tuggu (betel), en ekki á
sænsku snusi, sem þó er mjög lík-
lega mun meira rannsakað. Skro er
selt á Islandi en ekki snus.
Snus og matur
Vissulega eru krabbameinsvald-
andi efni miklu meiri í snusi en í mat
og ekki bara grillmat. Ég snusa
^.nokkur grömm á dag og ét ekki
Snusið þótt vissulega fari alltaf örlít-
ið magn niður með munnvatni.
Móðgun við
vísindamann (-menn?)
Dr. Bolinder er félagi í samtökun-
um „Læknar gegn tóbaki" og hefur
oft orðið til svars þegar rætt hefur
verið um snus í Svíþjóð. Hún hefur
beitt sömu tækni í röksemdafærslu
sinni og dr. Ásgeir gerir og virðist
deila hans viðhorfl, nefnilega því að
sænskt snus sé sjálfur
Óvinurinn. Doktorsrit-
gerð hennar byggðist
á neysluvenjum 135
þús. iðnaðarmanna á
árunum 1971-1974. Á
þeim tíma var sænska
snusið gerjað og inni-
hélt mun meira af
krabbameinsvaldandi
efnum en það gerir í
dag. Athyglisvert er
þó, að þrátt fyrir að dr.
Ásgeir dragi í efa nið-
urstöður dr. Boliders
um krabbamein er
hann reiðubúinn að
trúa niðurstöðum
hennar um hjartasjúkdóma. Það er
ekki ætlan mín að móðga neinn eins
og dr. Ásgeir vill vera láta, en
hvernig er það með alla þá vísinda-
menn sem hafa rannsakað snus
hingað til? Dr. Ásgeir forkastar öll-
um þeirra niðurstöðum. Er það ekki
argasta móðgun við fjölda virtra vís-
indamanna?
Kaffí hvað?
Samlíking mín á kaffí og munn-
tóbaki er ekki frá mér komin heldur
prófessor Brad Rodu og verður því
dr. Ásgeir að eiga það við hann.
Skoðanabræður?
Ég tel mig hafa áttað mig vel á
samlíkingunni við reykingasinna.
Þess vegna var ég ósáttur. Dr. Ás-
geir ætti að líta sér nær, því nú er
það hann sem telur niðurstöður
rannsókna ekki marktækar. Ég sem
leikmaður treysti því að aðferða-
fræðum hafi farið fram síðan um
miðja öldina, auk þess sem söguleg
skráning krabbameina er sennilega
hvergi betri en í Svíþjóð. Mér fínnst
það ábyrgðarleysi af dr. Ásgeiri sem
lærðum manni að rökfæra mál sitt á
þennan hátt í umræðu sem snertir
tóbaksneyslu, þar sem milljónir
manna um allan heim eyðileggja líf
sitt með reykingum. Nær væri að
fagna þessum valkosti sem er miklu
hættuminni.
Gagnrýni
dr. Asgeirs
Það er gott að dr. Ásgeir skuli
vera vel upplýstur um þær rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
snusnotkun. Þó er öllu verra að
hann skuli ekki taka mark á neinni
þeirra. Ég lifí ekki í heimi sjálfs-
blekkingar eins og dr. Ásgeir heldur
fram, heldur vitna ég í rannsóknir
virtra vísindamanna undanfarin 20
ár, rannsóknir sem enginn hefur
hrakið hingað til. Gagnrýni dr. Ás-
geirs á rannsóknarniðurstöður dr.
Freddi Lewin er verulega einkenni-
Víðir Ragnarsson
snran
m SPARISJÓBUK RCYKJAV,
RCYKJA VlKUR OB NÁGRCNNIS
Tilkynning um skráningu bankavíxla
á Verðbréfaþingi íslands
krónur 18.000.000.000
krónur átján milljarðar 00/100
Útgáfudagur: Fyrirhugað er að gefa út 18 flokka af bankavíxlum sem
hver um sig verður að hámarki kr.1.000.000.000 og með gjalddaga á
um það bil 30 daga fresti (í kringum 20. hvers mánaðar).
Sölutímabil: Sölutímabil hvers flokks takmarkast af gjalddaga
hvers flokks.
Einingar víxla: Krónur 5.000.000, krónur 10.000.000
og krónur 50.000.000.
Fjöldi flokka: 18flokkar.
Fjárhæð flokks: kr. 0-1.000.000.000
Skráning: Verðbréfaþing (slands hefur samþykkt aö skrá bankavixla
SPRON við útgáfu hvers flokks, enda uppfylli þeir þá skilyrði
skráningar. Tllkynnt verður til Verðbréfaþings íslands um útgáfu
hvers flokks og hann skráður í kjölfar þess.
Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um SPRON,
sem vitnað ertil I skráningarlýsingu þessari, liggja frammi hjá
Viðskiptastofu SPRON, Skólavörðustíg 11, Reykjavík.
Umsjón með útgáfu: Viðskiptastofa SPRON, Skólavörðustig 11,
101 Reykjavlk.
Þjáist rit-
sljóriaf hug-
myndaskorti?
leg þar sem hann nefnir einhverja
aðila innan Karolinska sér til stuðn-
ings. Fróðlegt væri að fá að vita
hverjir það eru og hvað þeir gagn-
rýna, því dr. Lewin er ekki kunnugt
um það. Rannsókn dr. Lewins er
sérlega vel unnin og hefur verið birt
í helstu vísindatímaritum heims.
Meðal þeirra sem hann rannsakaði
voru fjölmargir sem notað hafa snus
í 40 ár og þar með sett undir vörina
allt að fjórðung úr tonni (250 kg) af
snusi um ævina. Þessi rannsókn
staðfesti enn frekar það sem allar
rannsóknir hingað til hafa leitt í ljós.
Gagnrýni dr. Ásgeirs á rannsóknar-
niðurstöður dr. Huhtasaaris eru
ekki heldur málefnalegar, þar sem í
þeim (British Medical Journal 1992
og Circulation 1999) kemst dr.
Huhtasaari að sömu niðurstöðu í
tveimur óháðum rannsóknum. Þar
var notuð sama aðferðafræði og
þegar áhrif reykinga eru kannaðar,
án viðlíka gagnrýni. Mér finnst því
dr. Ásgeir taka fremur stórt upp í
sig með því að telja dr. Huhtasaari
fara offari í ályktunum. Hvað varðar
spurningalista dr. Ásgeirs er það of
langt mál til að rekja á síðum dag-
blaða. Ég er ekki vísindamaður í
heilbrigðismálum, en ég er samt vel
læs þótt mér gangi ekki vel við að
lesa á milli línanna að mati dr. Ás-
geirs. Ég er ekki einn um þessa
skoðun, því sama sinnis er einnig
fjöldi vísindamanna og geta má þess
að umræður á sænska þinginu,
byggðar á niðurstöðum eldri og um-
ræddra rannsókna, leiddu til að
þess var farið á leit við ES að
krabbameinsviðvörunum á sænsk-
um snusdósum yrði sleppt. Einnig
hefur verið mælt með því við heilsu-
ráð WHO að sænskt snus yrði viður-
kennt sem hættuminni valkostur við
reykingar.
Efþað skyldi -
ef það inundi
Svo virðist sem grundvallarskoð-
anir dr. Ásgeirs byggist á því að
snus eigi eftir að sannast hættulegt
einhvern tíma í framtíðinni. Þar sem
magn krabbameinsvaldandi efna í
snusi hefur minnkað verulega und-
anfarin 20 ár verður að teljast ólík-
legt að niðurstöður nýrra rann-
sókna leiði annað í ljós en þær hafa
gert hingað til, svo enn dregur úr
virkni tímasprengjunnar.
Dr. Ásgeir ætti að söðla um,
keyra sporann í síðu viljans og ráð-
leggja reykingafólki að breyta
tóbaksneyslu sinni yfir í sænskt
snus ef það getur ekki eða vill ekki
hætta með óvanann. Það kæmi sér
vel fyrir þjóðarheilsu hér eins og
það hefur gert í Svíþjóð, því eins og
dr. Ásgeir örugglega veit hafa Svíar
slegið heimsmet og náð hlutfalli
reykingafólks niður fyi'ir 20% miðað
við fólksfjölda.
Greinarhöfundur mælir engan
veginn með notkun sænsks munn-
tóbaks við þá sem ekki eru þegar
háðir nikótíni. Viljirðu hins vegar
hætta að reykja er þetta tilvalin leið
til þess að minnka hættuna við tób-
aksneyslu um að minnsta kosti 98%.
Höfundur er grnfískur hönnuður.
VEGNA fréttar sem birtist í
Dagblaðinu 27. maí síðastliðinn vil
ég að eftirfarandi komi fram.
Fyrir u.þ.b. fjórum árum auglýsti
Nelly’s kaffi eftir lista-
mönnum til að vera
með uppákomur og
kom ég með þá tillögu
að birtast sem brúður
sem týnt hefði brúð-
gumanum. Þessari
hugmynd var afskap-
lega vel tekið og
þróaði ég fljótlega
hugmyndina frekar
þar til komin var grind
að leikriti sem mig
langaði að setja upp í
leikhúsi þar sem oft
væru haldnar brúð-
kaupsveislur og hafði
þá sérstakan augastað
á Iðnó. Þá vildi ég
setja það upp að
sumri, þar sem þá gifta sig flestir.
Verkið gekk út á það að nýbökuð
brúður verður viðskila við eigin-
mann sinn, sem þurfti af einhverj-
Leikritun
Það er ótrúlegt að nokk-
ur fullorðin manneskja
skuli leyfa sér annan
eins stuld á verki, segir
Bergljót Arnalds, og
sorglegt þegar um er að
ræða fólk, sem titlar sig
rithöfunda að ég tali nú
ekki um ritstjóra.
um sökum að sinna fínu drossíunni
sem þau höfðu ekið í. Hún fer í
veisluna til að sinna veislugestum.
Þar kannast hún við fáa og heldur
að þetta séu aðeins skyldmenni
makans og hennar fólk sé svona
seint fyrir. Henni finnst sér samt
bera skylda til að halda uppi fjörinu
og fer að segja frá ýmsum þáttum í
lífi sínu, svo sem hvernig þau hjóna-
kornin kynntust, hver var aðdrag-
andinn að því að ákvörðunin var
tekin, öllum undirbúningi fyrir
brúðkaupið, þeim seremóníum sem
því fylgja og loks ástinni. - Það sem
ég hafði áhuga á var gildi hjóna-
bandsins í nútímasamfélagi, ástin á
tímum kapphlaups og skilnaða og
staða konunnar og hvað hún leggur
á sig til að líta vel út þennan dag og
af hverju dagurinn er svo sérstak-
ur. I lok verksins, þegar hún er búin
að segja frá fortíð sinni og afhjúpa
sig á vissan hátt, upp-
götvar hún að hún hef-
ur farið í vitlausan sal
og lent í vitlausri
veislu. Þess vegna
kannaðist hún við svo
fáa í upphafi.
Vegna mikilla anna
fékk ég Gerði Krist-
nýju Guðjónsdóttur,
ritstjóra Mannlífs, til
að skrifa verkið og
þegar það var tilbúið
til æfinga vildi ég
fresta uppsetningu. Til
þess lágu ýmsar
ástæður, t.d. var leik-
stjórinn sem ég hafði
talað við kominn á þing
og sú sem kom næst til
greina var orðin barnshafandi. Þá
langaði mig til að búa verkinu
glæsilegri umgjörð, en ég sjálf hafði
mikið að gera enda komin með
sjónvarpsþátt á herðarnar auk ann-
arra starfa. Því vildi ég fresta
frumsýningu svo ég gæti einbeitt
mér að uppsetningunni þegar þar
að kæmi. Undanfarið hef ég verið
stödd í París við upptökur. Þegar ég
kem svo heim sé ég mér til mikillar
furðu að Gerður Kristný er að
frumsýna verkið í dag. Þetta gerir
hún án míns samþykkis og talar um
„leikritið sitt“ í fjölmiðlum án þess
svo mikið sem nefna mig á nafn. Það
er ótrúlegt að nokkur fullorðin
manneskja skuli leyfa sér annan
eins stuld á verki og sorglegt þegar
um er að ræða fólk sem titlar sig rit-
höfunda að ég tali ekki um ritstjóra.
Ég er ekki bara sár vegna þess að
verkið er tekið svona frá mér heldur
er ég afskaplega leið yfir því að
uppgötva að fólk getur brugðist
trausti manns á þennan hátt. Ef
Gerði lá svona á að frumsýna leikrit,
því frumsýnir hún ekki verk sem er
alfarið hennar eigin hugarsmíð?
Nóg er nú af hugmyndum í heimin-
um og varla þjáist hún af hug-
myndaskorti. Það hlægilegasta af
öllu er að ég réð hana í vinnu til að
vinna verkið með mér, átti sjálf
hugmyndina og greiddi henni meira
að segja fyrstu greiðslu. Síðan fer
hún með verkið eitthvað annað og
skammast sín ekki einu sinni fyrir
að segja opinberlega að þetta sé al-
farið hennar ritsmíð.
Höfundur er rithöfundur
og leikkon a.
Bergljót
Arnalds
é/SCHWAB
Eldtraustir
öryggisskápar
Fornsgla Fornleifs — aðeins ó vefnum
Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499
Vef f angrwww.simnet.is/antique