Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 47
vanda en einkum er vonast til að
aldraðir og fjölskyldur þeirra fjöl-
menni í guðsþjónustuna.
Fella- og Hólakirkja.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Vorferð kirkju-
starfs aldraðra í Borgarfjörð.
Brottför kl. 10. Heimkoma áætluð
kl. 18.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og
íyrirbænir kl. 18. Jesúbæn fimmtu-
dag kl. 20. Taizé-messa fimmtudag
kl. 21. Fyrirbæn með handaryfir-
lagningu og smurningu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.05.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Breiðhoitskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur málsverður í safn-
aðarheimilinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund
í Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
17.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk-
um, allir velkomnir. Léttur kvöld-
verður að stund lokinni. Tekið á
móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og
í síma 567 0110.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Hugleiðing, altaris-
ganga, fyrirbænir, léttur málsverð-
ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi,
kl. 13.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM
& K húsinu. Skapti Örn og Óli Jói
búnir í prófum og léttir í bragði.
Akraneskirkja. Unglingakórinn.
Söngæfing í Safnaðarheimilinu
Vinaminni kl. 17.30.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Fíladelfía. Sjónvarpsupptaka kl.
16 vegna samkoma sem verður
send út í ríkissjónvarpinu á hvíta-
sunnudag. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20
verður þriðji og síðasti fyrirlestur-
inn að þessu sinni í þáttaröðinni
Biblían boðar. Fyrirlestrarnir eru í
beinni útsendingu á sjónvarpsstöð-
inni Omega. Leiðbeinandi er dr.
Steinþór Pórðarson prestur Boðun-
arkirkjunnar. Efni kvöldsins er:
Frá ranglæti til réttlætis. Allir vel-
komnir í Omega. Ath. þátturinn er
endursýndur utan auglýstrar dag-
skrár. Næstá haust, strax í sept-
ember, hefst biblíurannsókn aftur
með nýrri þáttaröð sem nefnist Líf
og starf Jesú Krists. Þáttaröðin er
í umsjá dr. Steinþórs Þórðarsonar.
Fylgist með.
Dagur aldraðra.
Uppstigningardagur.
ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðs-
þjónusta kl. 14. Eldri borgurum
boðiö t samsæti í safnaðarheimil-
inu eftir messu. Drengjakór Kárs-
nesskóla syngur. Stjórnandi Þór-
unn Björnsdóttir. Einnig leikur
Gunnlaugur Páll Ingólfsson og
syngur gamalkunn lög. Kirkjubíllinn
ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 á kirkjudegi aldraöra. Kirkju-
kór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sameiginlegur
málsverður á hóflegu verði að lok-
inni guösþjónustu. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðar
messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson prédikar og þjónar ásamt
sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur
úr Mótettukór syngur. Organisti
Hörður Áskelsson. Eftir messu
verður opnuð sýning á verkum
Karólínu Lárusdóttur. Síðdegis-
guðsþjónusta með Bach-mótettu
kl. 17. Flytjendur Mótettukór Hall-
grímskirkju ásamt hljóðfæraleikur-
um. Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Kirkjudagur aldr-
aðra. Messa kl. 14. Organisti
Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas
Sveinsson.
LAUGARNESKIRKJA: Dagur aldr-
aðra. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Bjarni Karlsson.
NESKIRKJA: Messa kl. 11.
Sænskur barnakór, Brunnsbo mus-
ikklassekör, og kór eldri borgara í
Neskirkju syngja. Organisti Reynir
Jónasson. Veitingar í boði sóknar-
nefndar að lokinni messu. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson héraðs-
prestur prédikar. Sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari.
Organisti Sigrún Steingrímsdóttir.
Hádegisverður í boði sóknarnefnd-
ar eftir messu þar sem aldraöir
veröa sérstaklega boðnir velkomn-
ir, tónlist og almennur söngur.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guös-
þjónusta kl. 11. Organisti Kári
Þormar. Kyrröarstundir í kapellunni
í hádeginu á miðvikudögum. Súpa
og brauö á eftir. Allir hjartanlega
velkomnir. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
SAFNKIRKJAN í Árbæ: Messa upp-
stigningardag kl. 13.30. Kristinn
Friðfinnsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Dagur aldraðra
í söfnuðinum. Guðsþjónusta ki.
14. Ath. breyttan messutíma.
Benedikt Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, flyt-
ur stólræðu, en prestar Árbæjar-
safnaðar þjóna fyrir altari. Kirkju-
kór Árbæjarkirkju syngur. Ilka
Petrova leikur á flautu. Öllu eldra
fólki í söfnuðinum sérstaklega boð-
ið til guösþjónustunnar. Samvera
eldra fólks í safnaöarheimili
kirkjunnar eftir guðsþjónustuna.
Veislukaffi í boði kvenna í Soropt-
imistaklúbbi Árbæjar, hljóðfæra-
leikur - almennur söngur. Sýning á
handavinnu eldri borgara frá „Opna
húsinu" á miövikudögum á liðnum
vetri í kirkjunni. Prestarnir.
DIGRANESKIRKJA: Kirkjudagur
aldraöra. Sameiginleg messa Digr-
anes- og Hjallasókna í Hjallakirkju
kl. 14.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Kirkjudagur aldr-
aöra. Prestur: Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Djákni: Lilja G. Hall-
grímsdóttir. Sr. Bragi Friðriksson,
fyrrv. prófastur í Kjalarnesprófast-
sdæmi, prédikar. Geröubergskór-
inn syngur undir stjórn Kára Frið-
rikssonar. Ritningarlestrar:
Valdimar Ólafsson meðhjálpari og
Sigurborg Skúladóttir. Meöhjálp-
arabæn: Ingibjörg Ingólfsdóttir.
Kaffiveitingar eftir guðsþjónustu í
boði sóknarnefnda.
GRAFARVOGSKIRKJA: Útvarps-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór
Árnason og sr. Anna Sigríóur Páls-
dóttir þjóna fyrir altari. Hr. Ólafur
Skúlason prédikar. Kór Grafarvog-
skirkju syngur. Einsöngvari: Guð-
mundur Jónsson. Organisti: Hörður
Bragason. Básúna: Einar Jónsson.
Sóknarnefnd og prestar.
HJALLAKIRKJA: Guösþjónusta kl.
14. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar
og sr. Gunnar Sigurjónsson prédik-
ar. Kór aldraðra í Kópavogi syngur
og leiðir safnaöarsöng. Organisti
er Jón Ólafur Sigurösson. Kirkjuk-
affi að guðsþjónustu lokinni í safn-
aðarheimilinu. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag
kl.18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 14. Á kirkjudegi aldraðra. Kór
Kópavogskirkju leiðir söng undir
stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kaffi og samvera í safnaðarheimil-
inu Borgum. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
SELJAKIRKJA: Guösþjónusta kl.
14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik-
ar. Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur
einsöng. Organisti er Gróa Hreins-
dóttir. Kirkjukaffi eftir guðsþjón-
ustu. Eidri borgurum sóknarinnar
sérstaklega boðið til guðsþjónust-
unnar.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldr-
aðra. Fólk úr Félagi eldri borgara
les lestra og bænir. Kaffiveitingar í
safnaöarheimilinu á eftir í boði
Kvenfélags Landakirkju.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma.
Öldruöum sérstaklega boðiö til
kirkju og kaffisamsætis f Hásölum
Strandbergs. Prestur sr. Þórhildur
Ólafs. Organisti Örn Falkner. Félag-
ar úr Kór Hafnarfjaröarkirkju
syngja.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðar
messa kl. 14. Biskup íslands,
herra Karl Sigurbjörnsson, vígir
Kapellu vonarinnar og biessar
Kirkjulund, nýtt safnaðarheimili
Keflavíkurkirkju. Prestar kirkjunnar
sr. Sigfús Baldvin Ingvason og sr.
Ólafur Oddur Jónsson þjóna fyrir
altari ásamt sr. Birni Jónssyni, fýrr-
um sóknarpresti f Keflavík og sr.
Láru G. Oddsdóttur, sóknarpresti á
Valþjófsstaö. Safnaðarfulltrúi,
sóknarnefndarfóik og starfsfólk
www.exo.is
kirkjunnar aöstoöar. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur og flytur Kantötu, kór-
verk Eiríks Árna Sigtryggssonar,
ásamt hljómsveit. Organisti cAv
söngstjóri Einar Örn Einarsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa
kl. 11. Orgeltónleikar og orgel-
vfgsla kl. 20.30. Orgeliö tekið
formlega í notkun eftir viðgerð og
stækkun. Haukur Guölaugsson,
söngmálastjóri, og Hilmar Örn Agn-
arsson, organisti kirkjunnar, leika
á orgelið. Sr. Egill Hallgrímsson.
REYKHOLTSPRESTAKALL: Messa
á Hvanneyri kl. 14.
NORÐFJARÐARKIRKJA: Ferming
kl. 14. Fermd verða:
Elvar Daði Guðjónsson,
Barmahlíð 20, Rvík.
Guðmundur Þór Jónsson,
Hlíðargötu 13.
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir,
Blómsturvöllum 48.
Kolbrún Gísladóttir,
Hlíðargötu 12.
Ólafur Fannar Jónsson,
Gilsbakka 8.
Pálína Fanney Guðmundsdóttir,
Nesgötu 38.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
Vfðimýri 17.
Skðlavörðustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík
Þú átt þérdraum...
>1- að kúra áfram í rúminu
að fá kampavín í morgunmat...
<3 að þurfa ekki að fara í vinnuna...
(4 að eyða öllum morgninum í að hugsa
um sjálfa þig...
>Si að aðrir eldi góðan mat fyrir þig...
6 að þurfa ekki að vaska upp...
að leggja þig eftir matinn...
8 að upplifa hveitibrauðsdagana aftur... ^
9. að vera prinssessa í einn dag...
10 að öllum líði vel...
[ ' ■ ■ . - hann rætist hjá okkur
ICELANDAIR. HÖTELS
Hótel Esja
Reykjavík
Hótel Loftleifiir
Reykjavík
Flughótel
Keftavík
Hótel Flúfiir Hótel Kirkjubæjarklaustur
Fiúðum Kirkjubæjarkiaustri
Hótel Höfn
Höfn í Hornafirði
Hótel Héraó
Egilsstöðum
Upplýsingar og bókanir i sfma 50 50 910 • www.icehotei.is • lcchotollsMcehotel is
Suðurnesiamenn - Ráðgjöf frá ki„ 14-17 í dag
yega
Vega kemur þér beint að efninu!
(Vega fæðubótarefnum er hvorki
matarlím (gelatína) nétilbúin
aukefni, litarefni, bragðefni eða
rotvarnarefni. Ennfremur
innihalda þau ekki korn, hveiti,
giúten, sykur, sterkju, sait, ger eða
mjólkurafurðir.
ciiildiuin's
l’HE-NATAI
7*»iWí
SllMMIV.
mmi*
Mll K ■ wm>„
’.í„'U I filTDOIMIIllh
CHAMPIGNON
Ótvíræður kostur þegar
draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá,
vinnur gegn andremmu,
svitalykt og ólykt vegna vindgangs
kemur lagi á meltinguna.
UIAMPIGNON
US fOS, CHIORULA AN
SflRUUNA
Barnavítamín Þaratöflur FjÖlvítamln með Minnkar sykurþörf Timburmenn Þegar meltingin er undir álagi vegna
tuggutöflur líkamsþyngd fólínsýru dregur úr Huð ferðalaga, mataræðis eða lyfjatöku,
3 bragðtegundir steinefni minna A og D hungurtilfiinningu kemur acidophilus að góðum notum
vítamin hitaeiningar
APOTEK
SUÐURNESJA
HRINGBRAUT 99
Sími:421 6565 Fax: 421 6567 *
...... ........y