Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 61
BRIDS
Hmsjón UuOmiiiiiliir
l'áll Ariiiirson
ÁTTLITIR sjást alltaf ann-
að veifið við spilaborðið, en
áttlitur vesturs er svolítið
óvenjulegur, því þar trónir
nían á toppnum! Spilið er frá
Vormóti BSÍ um síðustu
helgi:
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
+ G
v G98765
♦ 85
+ D754
Vestur Austur
+98765432 +D
*- VÁD1042
♦ KG7 +42
+93 +ÁKG106
Suður
+ÁK10
»K3
♦ ÁD10963
+82
Þar sem dálkahöfundur
sá til, vakti Magnús Magn-
ússon í norður á veikum
tveimur í hjarta. Aðalsteinn
Jörgensen var í austur og
passaði vongóður, því það
var alltaf til í dæminu að
Sverrir Ái’mannsson í aust-
ur ætti fyrir úttektardobli í
fjórðu hendinni. Félagi
Magnúsar, Þröstur Ingi-
tnarsson, átti hins vegar eft-
h' að tjá sig á suðurspilin.
Með 16 HP og Kx í hjarta
kom til greina að reyna við
geim, en Þröstur passaði á
þeirri forsendu að Magnús
væri í góðri stöðu til að
hindra - í fyrstu hendi, utan
hættu gegn á hættu - og
ætti þvi ekki að eiga „góða“
hindrun. Sverrir var svolítið
undrandi á þessari þróun
roála, en gat sér réttilega til
um að makker væri með
hjartastöppu fyrir aftan
opnarann og valdi að passa.
Þetta er sennilega í fyrsta
sinn sem Sverrir hefur pass-
a_ð með áttlit. Tvö hjörtu
fóru hægt og hljótt einn nið-
ur. Sem var viðunandi nið-
urstaða íyrir bæði pör, því
það vinnast ekki nema þrír
spaðar í AV.
I B-riðh gerðust undur
fnikil á einu borðinu. Þar
vakti norður á Multi tveimur
tíglum, sem er hindrun í öðr-
um hvorum háiitnum. Aust-
ur fann nú mjög frumlega
sögn og árangursríka - fjög-
ur hjörtu á fimmlitinn!! Og
hvað átti suður að halda? Að
sjálfsögðu dró suður þá
ályktun að litur makkers
væri spaði og sagði fjóra
spaða!!! Hafi Sverrir verið
undrandi á þróun sagna við
sitt borð, var það ekkert á
við undrun vesturs hér. Þeg-
ar vestur fékk fyrst að
blanda sér í sagnir stóðu
roálin þannig að andstæð-
ingarnir vildu ólmir spila
fjóra spaða í áttlitnum hans!
Það gat ekki verið ástæða til
að skipta sér af því og vestur
passaði og það gerðu líka all-
ir aðrir við borðið.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Arnaó heilla
n fT ÁRA afmæli. Á
I Omorgun, fimmtu-
daginn 1. júní verður sjö-
tíu og fimm ára Lilja
Sveinsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, fyrrverandi
kennari og organisti,
Gröf, Mið-Dölum, Dala-
sýslu. Eiginmaður hennar
er Hjörtur Einarsson,
bóndi. Þau taka á móti
gestum á afmælisdaginn í
Félagsheimilinu Árbliki í
Mið-Dölum, frá kl. 16.
f? A ÁRA afmæli. í dag,
\J miðvikudaginn 31.
maí, verður sextug Ingi-
björg Guðjónsdóttir,
Þórufelli 12, Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum
laugardaginn 4. júní kl. 15
í Félagsmiðstöðinni Afla-
granda 40.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Mosfellsskirkju 20.
apríl sl. af sr. Jóni Þor-
steinssyni Jóhanna Guð-
mundsdóttir og Steingrím-
ur Bjarnason. Heimili
þeiira er í Veghúsum 21.
daginn 1. júní (uppstign-
ingardag) verður sjötíu og
fimm ára Ambjörn Krist-
insson, bókaútgefandi í
Setbergi. Eiginkona hans
er Ragnhildur Björnsson,
flugfreyja og snyrtifræð-
ingur. Þau hjónin dveljast
nú í Madrid.
Ljósmynd: Nýja Myndastofan
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 22. apríl sl. af sr. Sig-
urði Jónssyni, Odda Rang
ái’vöhum, Asta M. Sigurðar-
dóttir og Lárus Þorsteins-
son. Heimili þeirra er að
Litlagerði 11, Hvolsvelli.
Ljósmyndastofan Grafarvogi
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Seljakirkju af sr.
Valgeir Ástráðssyni Bjarn-
ey Ólafsdóttir og Daníel
Thor Helgason. Heimili
þeirra er í Jóruseli 21.
LJOÐABROT
MIÐVIKUDAGUR
Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það.
Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt,
því svona hefir það verið og þannig er það.
Þér gangið hér um með sama svip og í gær,
þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.
I morgun var haldið uppboð á eignum manns,
sem átti ekki nóg fyrir skuldum. - Þannig er lífið.
Og mennirnir græða og mennimir tapa á víxl,
og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.
Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,
og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi.
Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.
Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,
í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.
Steinn Steinarr.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Urake
TVÍBURAR
Það er svo sem í lagi að
hugsa um sjálfan sigog
reyndar nauðsynlegt en um
leið þarf maður líka að þurfa
að taka tillit til annarra þeg-
ar þess þarf.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Til þín er horft um lausn á
ákveðnum vanda. Þetta set-
ur þig í klemmu en ekki verri
en svo að þú átt að ráða auð-
veldlega við málið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Heppnin virðist vera með
þér núna og þú munt áður en
íangt um líður uppskera laun
erfiðis þíns. Mundu bara að
þú ert ekki einn að verki.
Tvíburar . ^
(21. maí-20. júní) nA
Þú þarft að læra að sætta þig
við vald þeirra sem yfir þig
eru settir. Það þýðir þó ekld
að þú eigir að láta allt við-
gangast.
Krabbi _
(21. júní-22. júh)
Magn og gæði fara ekki allt-
af saman svo það er ekki
einsýnt að þinn hlutur sé
mestm- þótt fyrirferðarmik-
ill sé. Leyfðu öðmm að njóta
sannmæhs.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Allt samstarf byggist á sam-
komulagi og málamiðlunum.
Leggðu þig fram um að sýna
sjónarmiðum annarra þá
virðingu sem þú vilt þér til
handa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (DSL
Oft er flagð undir fögm
skinni svo þér er vissast að
fara varlega í nýjum kynn-
um. Gefðu sannleikanum
tíma til að koma í Ijós.
Vog
(23.sept.-22.okt.)
Gáfur þínar nýtast þér vel
bæði í starfi og einkalífi.
Farðu vel með þær og þá
munu þær hjálpa þér í gegn-
um allt lífið.
Sporðdreki ^
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er vandratað meðalhófið
og þú verður að hafa þig all-
an við svo þér verði ekki
fótaskortur. Gerðu glöggan
greinarmun á raunveruleika
og hugmyndaheimi.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ACr
Þú ert einum of ánægður
með sjálfan þig og hefðir
gott af því að sýna meiri auð-
mýkt gagnvart öðram og
umhverfi þínu.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar) w
Það þýðir lítið að stinga við
fótum þegar allt er á fleygi-
ferð í kringum þig. Vertu
sveigjanlegur því á þann veg
muntu ná mestum árangri.
Vatnsberi T .
(20. jan. -18. febr.) CJ®
Varastu að láta tilfinning-
amar hlaupa með þig í gön-
ur. Það er sjálfsagt að fara
eftir þeim þegar við á en
fleira þarf til að koma svo allt
sé í fullkomnu jafnvægi.
Fiskar imt
(19. feb. - 20. mars) >W>
Fuhkomnunaráráttan er að
fara með þig í sambandi við
verkefni sem þú nú vinnur
að. Það er í lagi að njóta út-
sýnis velgengninnar ef þú
varast allan ofmetnað.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRVÍK
ARMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
i C.UMARC).
á Stendhai snyrtivörum í dag og
? föstudaginn 2.júní
frá kl. 14-18
Apótek Hringbrautar- Sími 511 5070
Teg. 53813
Stærðir: 40-46
Litur: Svurtur
00MUS MEDICA
«18 Snorrabraut - Reykjavflr
Slml 551 8519
STEINAR WAAGE
KRINSUN
Kringiunni 8-12 - Reyk)a»flr
Slmi 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Teg. 53819
Stærðir: 40-46
Litur: Svurtur