Morgunblaðið - 31.05.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 31.05.2000, Síða 72
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 14. júni HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Valur og Fjölnir Viljayfír- lýsing um sameiningu ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Valur og Fjölnir í Reykjavík hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um að stofna til fonnlegra viðræðna um sameiningu. í yfírlýsingunni kemur m.a. fram að meistaraflokkar félagsins muni keppa í boltagreinum í Grafarvogi á næsta ári undir nafni Vals og í bún- ingum Vals. Formenn félaganna segja hugsan- lega sameiningu styrkja þau bæði og flýta uppbyggingu íþróttasvæða og mannvirkja í Grafarvogi. Þá segja þeir að sameinað íþróttafélag muni t '-<*#ækjast eftir því að fá að reka vænt- anlegt knattspymuhús við Víkurveg. ■ Vilja reka/16 SlpllSíi Morgunblaðið/Margit Elva Lánsfjárafgangur ríkissjóðs stefnir í 28 milljarða í ár Aðgerðir til að bæta stöðu ríkisbréfa FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur falið Lánasýslu ríkisins að bjóða út viðskiptavakt með þrjá flokka spari- skírteina og einn flokk ríkisbréfa. Er það gert í því skyni að bæta markaðsmyndun ríkisbréfa á eftir- markaði. Þá hefur félagsmálaráð- herra ákveðið að segja upp samning- um íbúðalánasjóðs við íslandsbanka og Kaupþing um viðskiptavakt með húsbréf og bjóða hana út. Gert er ráð fyrir að lánsfjár- afgangur ríkissjóðs nemi 28 millj- -airðum króna á þessu ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fjár- málaráðherra. Áformað er að verja um 22 milljörðum til að greiða niður innlendar skuldir og greiða 5 millj- arða til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þá verða erlendar skuldir greiddar niður eftir því sem svigrúm leyfir. Til móts við óskir markaðarins Þeir flokkar spariskírteina og rík- isvíxla sem falla undir viðskiptavakt- ina verða hinir eiginlegu markflokk- ar á íslenskum skuldabréfamarkaði, að því er fram kemur hjá Lánasýslu ríkisins. Þeir munu hafa til að bera þá dýpt og seljanleika sem nauðsyn- legur er til að markaðsmyndun verði virk á hverjum tíma og mynda þann- ig grunnvexti fyrir aðra útgefendur skuldabréfa. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að hann gerði ráð fyrir því að útboði viðskiptavaktarinnar yrði vel tekið á markaðnum og að skipulegri viðskiptavakt yrði fljótlega komið á. Fulltrúar stjórnvalda og fjármála- stofnana hafa að undanförnu rætt saman um stöðuna á skuldabréfa- markaði. Fram kom í gær, að Lána- sýslan mun auka verulega upplýs- ingagjöf, meðal annars með mán- aðarlegri útgáfu markaðsupplýsinga og ársyfírliti með upplýsingum um helstu áform ríkissjóðs á markaðn- um. Fjármálaráðherra sagðist telja að með því hefði verið komið mjög til móts við óskir markaðarins. ■ Lánasýsla ríkisins býður/20 Sauðburður aldrei geng- ið jafnvel í Grímsey SAUÐBURÐUR hefur gengið með eindæmum vel hjá þeim hjónum Þorláki Sigurðssyni, oddvita Grímseyjarhrepps og útvegs- bónda og Huldu Reykjalín. Þau eru með 19 kindur á fóðr- um og þar af eru 17 ær. Þær báru allar í ár og fengu 38 lömb, þar af voru sjö þrílembdar. Að sögn Huldu hefur sauðburðurinn aldrei gengið eins vel, allt var búið um miðjan mánuðinn og öll lömbin lifa. Þetta gerist þrátt fyrir að vorið hafi verið í svalara lagi. Á myndinni eru Hulda og tvö af barnabörnum hennar, þeir Kristó- fer Reykjalín Þorláksson og Sig- urður Sean Sigurðsson, að gefa fénu brauð. Jafnréttisstofa tekur til starfa úti á landi SKRIFSTOFA jafnréttismála verð- ur lögð niður og komið á fót Jafn- réttisstofu, sem hafa mun aðsetur á landsbyggðinni. Páll Pétursson fé- Jagsmálaráðherra segir að ekki hafi verið gengið endanlega frá því hvai- á landsbyggðinni Jafnréttisstofa verði. Það verði þó gert á næstunni. „Hugmyndin er að hún taki til starfa af fullum krafti ekki seinna en 1. september,“ segir hann. Starfsmenn á skrifstofu jafnrétt- ismála eru sex talsins og var þeim kynnt breytingin á síðasta fundi jafnréttisráðs sem haldínn var í fyrradag. Tveir þeirra hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytja með Jafnréttisstofu út á land. Aðspurður segir ráðherra að ekki liggi endanlega fyrir hvort karla- nefnd jafnréttisráðs verði lögð nið- ur. ÆÐARVARP við bæinn Húsavík á Ströndum er orðið tómlegt eftir að hópur hrafna hefur valdið miklum skaða og eyðilagt mikinn fjölda hreiðra undanfarna daga. Matthías Lýðsson bóndi segir að innan við hundrað æðarkollur Iiggi á eggjum eftir atganginn en í fyrra voru þær vel á fjórða hundrað. Hann segir að eina ráðið til að verja varpið sé að skjóta hrafninn og tekur ekki vel í hug- myndir um að friða hann. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra segist hafa efasemdir um að nauðsynlegt sé að friða hrafninn, en hún bíður þess nú að Náttúrufræðistofnun íslands ljúki vinnu við gerð válista yfír fugla í sérstakri hættu. ■ Umhverfisráðherra/6 London á von á gestum! Farðu öt fyrir 6.900 kr.* (Auk flugvðUaskatta kr.) y . Ma I aaÉMÍaHBÍMMÍMMÍIÍIniíÍÉMMNM *verð fyrir Mia áskrifendur Morgunblaðið/RAX Tómlegt æðarvarp á Ströndum Sjúkra- liðar fá kjarabætur SAMKOMULAG hefur náðst milli sjúkraliða og stjórnenda Landspítal- ans - háskólasjúkrahúss um endur- röðun sjúkraliða í launaflokka, innan gildandi kjarasamninga, og fást með því nokkrar kjarabætur fyrir þá, sem taka gildi frá og með morgun- deginum. Erna Einarsdóttir, yfirmaður starfsmannamála hjá Landspítalan- um - háskólasjúkrahúsi, segir breyt- ingar þessar eingöngu vera útfærslu á gildandi kjarasamningi. Sam- komulag hafi náðst um túlkun samn- ingsins, sem feli í sér ákveðnar kjarabætur, en nánari útfærsla breytinganna fari meðal annars eftir starfsreynslu. Kjarasamningar sjúkraliða renna út í lok október og segir Erna þessar breytingar ekki tengjast þeim samn- ingaviðræðum sem fram undan eru. „Það er bara verið að túlka þenn- an kjarasamning sem þeir hafa í dag svolítið öðruvísi, í ljósi þess að það vantar mjög mikið af sjúkraliðum og það er mikið álag á þeim. Með því er stofnunin að viðurkenna þá erfiðu stöðu sem er vegna skorts á fólki í þessi störf, “ segir Erna. --------------- Kvótaskerð- ing lfkleg NORSK-íslenski síldarstofninn er á niðurleið og talið er líklegt að kvóta- skerðing muni eiga sér stað fyrir næsta fiskveiðiár. Heildarkvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári er 1.240.000 tonn, sem er 50.000 tonna samdráttur frá liðnu ári, en hlutur íslendinga er 194.230 tonn. Nýlokið er mælingu þriggja hafrannsóknaskipa á norsk-íslenska sfldai’stofninum og það fjórða lýkur leiðangri sínum í næstu viku en gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir eftir nokkrar vikur. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, var leið- angursstjóri á gamla Árna Friðriks- syni í verkefninu. Hann segir að stofninn sé á niðurleið og líklegt að kvótaskerðing verði á næsta fisk- veiðiári. ■ Niðurskurður/B2 ------FH--------- Lakasta vertíð í 30 ár GERT er ráð fyrir að grásleppuveið- in á vertíðinni verði um 5.500 tunnur og þarf að fara aftur til ársins 1966 til að finna færri uppsaltaðar tunnur að aflokinni vertíð. Heildarveiðin nú er um 3.600 tunnur en þó þrjár vikur til tveir mánuðir séu eftir af vertíðinni eru margir veiðimenn hættir, einkum á Norður- og Austurlandi. Heildarveiðin í fyrra var 6.817 tunnur, 6.570 tunnur 1998 og 13.400 tunnur 1997 en að meðaltali hefur fjöldi uppsaltaðra tunna verið um 10.000 tunnur á ári undanfarin 10 ár. Minni veiði í ár má rekja til þess að minna er af grásleppu en áður, lítill áhugi er á veiðunum vegna lágs verðs og tíðafarið hefur verið erfitt, einkum í apríl, sem er venjulega besti veiðitíminn á norðausturhorn- inu. ■ Grásleppuveiðin/Bl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.