Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 4

Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 4
4 B SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sýndarveru- leikinn Hvar er þessi einlægni og auðmýkt, sem viðurkennir breiskleikann og harminn og vanmáttinn? spyr Ellert B. Schram. Hvar er sannleikurinn og lífið eins og það kemur fyrir sjónir, þegar ytra prjálið hverfur? ÉG man eftir því þegar ég var lítill snáði og lenti í þeirri lífs- reynslu að verða sjálfhelda í klettabjargi. Komst hvorki aftur á bak né áfram. Ég hef sjaldan orðið eins máttvana af skelflngu og í þessari mannraun. Með aðstoð nærstaddra varð mér þó bjargað niður á jafnsléttu og þegar heim kom var spurt, hvort ég hefði ekki orð- ið hræddur. Hræddur? Ég hræddur? Ég hélt nú ekki. Þetta atvik var sennilega það fyrsta, sem ég man eftir, þar sem ég laug gegn betri vit- und. Laug upp á mig hetjudáðinni og ótta- leysinu og það án þess að hafa fengið neinar slíkar leiðbeiningar í uppeldinu. En snemma beygist krókurinn og svo komu unglingsárin og þá var um að gera að bera sig mannalega frammi fyrir stelpunum, enda þó innst inni hafi ég verið fullur af minnimáttarkennd og vanmætti gagnvart hinu kyninu. Seinna komu lygarnar um það að maður óttaðist ekki prófin eða kappleikina eða kosningarn- ar, enda þótt maður hafi skolfið af tauga- veiklun og seinna þegar árin færðust yfir og maður varð að vera maður með mönnum, kom hræsnin og sýndarmennskan og öll til- gerðin. Sýnast meira en maður var. Það hefur aldrei þótt til eftirbreytni að sýna sinn innri mann. Ekki gráta, ekki segja það sem manni finnst, ekki tala af sér, ekki láta kusk falla á hvíta flibbann. Kiæða sig eftir tískunni, vera töff eins og hinir, ekki játa á sig mistök, sýna betri hliðina og segja jafnvel sem minnst. Framinn í pólitíkinni var undir því kominn að segja sem minnst, helst ekki neitt, en humma og jánka síðasta ræðumanni. Hróður þinn eykst og mann- virðingin hækkar við hvert fótmál meðal- göngunnar. Og þagnarinnar. Brosa, kinka kolli, þykjast vita betur, þykjast vera sammála. Þykjast, það er málið. Þessi þykjustuleikur er því miður útbreiddur lífsmáti. Hvað hefur ekki margur maðurinn reist sér hurð- arás um öxl með því einu að vilja berast á, vera jafnoki nágrannanna og kunningjanna? Slegið lán, keypt sér hús, keypt sér velvild og náð í augum samferðarmannanna, lifað í sýndarmennsku og tilbúinni velsæld af því að hann hélt að það væri lykillinn að ham- ingjunni. Og hver þekkir ekki hjónin sem sýna sig á almannafæri og í fjölskyldusamkvæmunum sem lukkulegt par og sóma ættarinnar og ganga um skartklædd og brosandi, en talast ekki við þegar heim kemur? Eða frændann fína, sem öllum á óvörum var kominn á hausinn? Eða sætu bömin fullkomnu, sem sóttu jólaboðin hér um árið og voru allt íeinu komin á meðferðarheimili? Hver þekkir ekki söguna um svarta sauð- inn í fjölskyldunni, sem hafði þótt svo efni- legur í æsku, stolt foreldra sinna, laukur ættar sinnar? Hvað hafði komið fyrir bless- aðan unglinginn? Nei, það hafði ekkert annað komið fyrir þann ættarlauk, annað en það sem fyrir lá heima, en var leyndarmál út á við, af því að ekki mátti segja frá sannleikanum. Það mátti ekki segja eins og var, um alla erfið- leikana og andvökurnar, af því að þykjustu- leikurinn varð að vera sléttur og felldur. Og svo sjáum við fólkið í móttökunum og kokteilveislunum og menningarhátíðunum, prúðbúið og glæsilegt og allt er í lukkunnar velstandi og við sjáum myndir af fræga fólk- inu, sem brosir út í eitt og við sjáum viðtöl við gúrúana á fjármálamarkaðnum og unga HUGSAÐ UPPHÁTT Það er með hreinum ólíkindum hvað lífið getur verið tvöfalt í þeim sýndarveruleika, sem blasir við. Og sem allt þetta fðlk vill vera láta. Út á við. Þetta heitir að hafa front, skrifar Ellert. Myndin er frá hinni margrómuðu sýningu tékkneska þjóðarbrúðuleikhússins á Don Giovanni þar sem ekki skorti frontana þó með öðrum hætti sé en í hinu daglega lifi. fólkið sem er á uppleið og smjörið drýpur þar af hverju strái og allir eru í þessum sama yndislega þykjustuleik, að dusta burtu kuskið af flibbanum og eiga sér glæsilega framtíð. Eða fortíð. Það er með hreinum ólíkindum hvað lífið getur verið tvöfalt í þeim sýndarveruleika sem blasir við. Og sem allt þetta fólk vill vera láta. Út á við. Þetta heitir að hafa „front“. Maður verður að hafa front. Guð minn góður, hvað maður hefur lagt á sig til að hafa front! Og allir hinir!! Hvar er hamingjan á bak við frosna bros- ið og innantóma hjalið? Er hún ekki í því fólgin að vera maður sjálfur? Jafnvel þó að maður sé ekki það sem maður vill sýnast. Jafnvel þótt maður sé ekki alltaf maður með mönnum eða tilbúinn til að brosa framan í veislugesti. Hvað gerir það í rauninni til að vera ekki alltaf í stuði, að vera ekki alltaf upp á punt, að vera ekki alltaf öðruvísi en manni líður? Lifum við fyrir hina eða fyrir okkur sjálf? í ævintýri H.C. Andersen lét keisarinn þau boð út ganga að hann hygðist sýna sig í nýjum fötum. Og allir horfðu á keisarann og lýðurinn hrópaði upp yfir sig af hrifningu og það var ekki íyrr en litli drengurinn kvað upp úr með það að keisarinn væri nakinn, sem þegnar keisarans þorðu að viðurkenna hvers kyns var. Sagan segir okkur frá keisaranum sem taldi sig geta storkað þegnunum með fötum sem ekki voru til og hún segir einnig frá undirsátunum, samfélaginu, sem sá ekki nektina og napran sannleikann af því að sýndarmennskan byrgði því sýn. Þangað til einn lítill drengur, sem var nógu saklaus, svipti hulunni af blekkingunni. Nei, ég er var ekki hræddur, sagði ég í æsku. Ekki feiminn, ekki „nervös“, ekki óöruggur, viss í minni sök. Endalaust kepp- ist maður við að vera meiri en maður er, öðruvísi en maður er, skelfiskur að utan, harður nagli, úthverfur og áferðarfallegur. Til að sýnast, til að sýndarveruleikinn hafi sína lýtalausu ásýnd. I nýju fötunum keisar- ans. Hvenær skyldi einhver vera nógu hreinskilinn og segja framan í opið geðið á okkur: „Þið eruð nakin, það sést hver þið er- uð.“ Og hvenær skyldi einhver okkar játa það líka fyrir sjálfum sér? Auglýsendur! Netið er sérblað sem fylgir Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag. í Netinu er að finna fullt af fréttum, greinum, viðtölum og fróðleik um Netið. |---------------------\ Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 16 mið. 14. júní - ; __________________* AUGtÝSINGADEILD Sími: 569 1111- Bréfnsírni: 569 1110- Netfang: augl@mbl.is SÖFNUNARSJDÐUR UFEYRISRETTINDA Vanskil? Gerðu viðvart fýrir 12. júlí í maí s.l. sendi Söfnunarsjóður lífeyrisrét±inda öllum |reim sem gfreitt köfðu til sjóðsins árið 1999 yfirlit Jaess árs. Þeir sem ekki fengu yfirlit en telja sig kafa greitt iðgjöld til sjóðsins árið 1999, k er að gera sjóðnum viðvart án tafar um ætluð vanskil. Atkugasemdir, staðfestar með launaseðlum, jaurfa að kerast Söfnunarsjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins, eða eigi síðar en 12. júlí 2000. Að öðrum kosti getur glatast mikilvægur lífeyrisréttur sjóðfélaga. SDFNUNARSJÓÐUR LÍFEYRISRÉTTINDA Skúlagötu IV, 1 □ 1 Reykjavík • Sími 51 Q 74DD íþróttir á Netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.