Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 9 væri sagt frá því um hvaða fugl hefði verið að ræða.“ Óskar náði að uppfylla skilyrði Vonarsjóðsins og skila inn skýrslu og frumgerð af Islenska fuglaspilinu til að fá greiddan út seinni hluta styrks- ins vorið 1997. Hins vegar hafði enn ekki fundist útgefandi að spilinu. „Ég byrjaði á því að fara til Náms- gagnastofunar og fékk því miður ekkert sérstaklega jákvæð viðbrögð. Að ætla að koma á markað hljóða- bingói virtist talin hálfspaugileg hug- mynd í nútímanum. Með tölvuút- færslu af spilinu hefði ég hugsanlega átt smávon," segir Óskar og gerði til- raun til að ná sambandi við talsmenn almenns útgáfufyrirtækis. „Ég reyndi aftur og aftur og aldrei var neinn við, a.m.k. ekki rétta mann- eskjan." Og hver vikan af annarri leið án þess að Óskari yrði ágengt í tengslum við útgáfuna. Ekkí bara hljóðabingó Óskari var boðið að kynna spilið á Málþingi um nýbreytni í skólastarfi í byijun ágúst árið 1997. „Á málþing- inu komst ég í kynni við Arna Arna- son hjá bókaútgáfunni Æskunni. Bókaútgáfan hafði nýverið verið slit- in frá bindindisfélaginu og metnað- urinn aldrei meiri. Árni lýsti yfir áhuga sínum á að gefa út spilið og hafist var handa við undirbúninginn. Upphaflega stóð til að spilið kæmi út síðasta vor. Utgáfunni var frestað af því Æskan var í öðru stóru verkefni og ákveðið var að bæta nokkrum möguleikum við spilið. Eftir breyt- inguna er spilið ekki aðeins hljóða- bingó þar sem þátttakendumir hlusta á fuglahljóð af geisladiski og geta sér til um fuglinn. Spilið getur verið myndabingó og minnisspil, allt eftir óskum hvers og eins. Þar fyrir utan býður spilið upp á ýmsa aðra möguleika, t.d. með því að búa til spumingar uppúr meðfylgjandi frasðsluefni um fuglana.“ Óskar segir að viðtökur íslenska fuglaspilsins hafi farið fram úr björt- ustu vonum. „Hugmyndinni hefur frá upphafi verið tekið mjög vel. ís- lenskur almenningur ferðast meira og meira um sitt eigið land. Algengt er að fjölskyldur taki sig upp með fellihýsi um hverja einustu helgi á sumrin enda er íslenska sumarið ekki svo langt. Allir vita hvemig fræðsla hefur jákvæð áhrif á nátt- úruskynjun. Eiginlega er sorglegt að blóm skuli ekki gefa frá sér hljóð til að hægt sé að miðla fræðslu um blóm með svipuðum hætti og um fugla. Markmiðið með Islenska fuglaspil- inu er fyrst og fremst að fræða. Hvorki fjárhagslegur gróði né frægð og frami fengu mig til að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. í sjálfu sér vom heldur engar sérstakar vænt- ingar í tengslum við viðtökurnar og já - fyrstu viðbrögðin við spilinu í verslunum hafa verið mjög jákvæð og því farið fram úr allra björtustu vonurn." Þráir skólabekkinn Vel á minnst. Þú hlýtur að vera farinn að leggja drög að næsta verk- efni! Óskar dregur við sig svarið. „Tja, margir hafa komið að máli við mig,“ segir hann, glottir og byijar upp á nýtt. „Svona lagað er auðvitað slagur um frítíma. Ég er svona skóla- týpa og iða allur í skinninu eftir að setjast aftur á skólabekk eftir langt hlé. Draumurinn verður vonandi að veruleika ef ég kemst í nám í viðskipta- og útflutningsfræði á mastersstigi á vegum Endurmennt- unarstofnunar Háskólans í haust. Fyrir utan aðrar skyldur efast ég hreinlega um að hafa tíma til að spá í spilin," segir hann og viðurkennir þó að upp hafi komið hugmynd að nýju spili. Húsdýraspil? „Úff, hvílík fyla,“ annar starfsmað- ur hefur rekið inn nefið og bakkar út. Óskar er inntur frekar eftir hug- myndinni. „Jú, útgefendumfr hafa nefnt við mig húsdýraspil. Ég veit ekki. Þekkja ekki allir húsdýrin?" spyr hann og svarar sjálfum sér, „sumir borgarkrakkar komast nátt- úrlega aðeins í kynni við íslensku húsdýrin í Húsdýragarðinum. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér!“ TIL SOLU Petta 20 feta hjólhýsi, árg. '89 er til sölu. 2ja hásinga, flutt til landsins sumariö ’99. Fullbúið eldhús, 4 hellur, bakaraofn, ísskápur. Fullbúiö baðherb., sturta, vaskur og wc. Heitt og kalt rennandi vatn. Mikiö skápapláss, massífar viðarhuröir. Lokað hitakerfi m. 7 ofnum. 12v og 220w straumur + gas. Upplýsingar í síma 565 7293 og 869 7892. mbl.is \ LLTA/= £!TTH\TAO rj STlGPi SLATTUVELAR Utsölustaðir um allt land Landsþekkt varahlutaþjónusta Notendavænar Morgar gerðir VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 MNGÁRSÁU Verslunin flytur 50% afsláttur af öllu Verslunin opnar í Bæjarlind 14 -16 þann 24. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.