Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 15
fyrsta skrefið hljóti að vera að þær
verði öllum aðgengilegar, ekki ein-
göngu texti þeirra heldur myndh’ af
handritunum sjálfum. Þetta skipti
ekki síst máli fyrir skóla og textann
þurfi að vera hægt að nálgast á auð-
veldan hátt, til dæmis geta leitað í
honum að ákveðnum köflum eða orð-
um.
Margaret bendir á að nú þegar sé
hægt að finna margar þýðingar ís-
lendingasagna á Netinu og sumar séu
fjarri því að vera til fyrirmyndar.
„Stundum eru þetta mjög gamlar
þýðingar sem fólk notar til að komast
fram hjá höfundarrétti. Nemendur
mínir hafa stundum komist í þessar
þýðingar og þær skjóta upp kollinum í
ritgerðum án þess að þeir átti sig á því
hversu lélegar þær eru. Það er því
mjög mikilvægt að vönduð, opinber
útgáfa komist á Netið.“
Jón Karl segist hafa lesið um rann-
sóknir prófessors við MIT háskólann,
sem fjölluðu um gagnvirka tölvunotk-
un. „Þessi höfundur bendir á, að nú er
ný tækni að ryðja sér til rúms, sem
mun þróast hratt. Aður ræddi fólk at-
burði í Islendingasögunum og hvem-
ig söguhetjumar bragðust við, en
framtíðin verður sú að lesendur geta
sjálfir, í gagnvirku forriti, svarað
þeim siðferðilegu álitamálum sem
upp koma og í raun sett sig í spor
sögupersónanna."
Jesse Byock spyr hversu vinsælar
elstu þýðingar Islendingasagnanna
hafi verið. Jón Karl segir erfitt að
segja til um það, en þó sé hægt að sjá
að þær hafi haft töluverð áhrif á bók-
menntir annarra þjóða. „Styttri út-
gáfur af sögunum komu fram í öðmm
löndum auk sagnaljóða og leikrita.
Sögumar náðu því að fanga huga
margra sem komu þeim svo á fram-
færi á eigin hátt.“
Margaret víkur frá íslendingasög-
unum um stund og nefnir norræna
goðafræði, en sjálf gaf hún út bók um
hana árið 1994. „Nú á tímum er miidll
áhugi um allan heim á goðafræðinni
og fólk sem aðhyllist svokallaða ný-
aldarspeki aðhyllist hana. Flestar
upplýsinganna sem við höfum um
goðafræðina em beint eða óbeint úr
íslenskum ritum. í Ástrah'u er áhugi á
goðafræðinni áberandi, þótt margir
átti sig ekki á því hvaðan fræðin em
komin. Islenska hefðin er mikilvæg að
þessu leyti, nú þegar margir em að
snúa til heiðni, ef svo má að orði kom-
ast. Sögur goðafræðinnar era einfald-
ari en Islendingasögumar."
Jesse Byock segir engan vafa leika
á að sögur goðafræðinnar hafi víða
smitast inn í aðra menningarheima.
Þungur róður
ef stöður tapast
Jón Karl segir að fáir fræðimenn
utan íslands hafi lagt stund á íslensk
fræði, en þeir hafi verið með ólíkind-
um öflugir og haft mikil áhrif. „Stund-
um em þessir fræðimenn eins og heil
stofnun. Þetta em ýmist útlendingar
eða Islendingar sem starfa erlendis
og það hefur verið gæfa þjóðarinnar
að hafa svo öflugan hóp að baki sér.
Nú em sumir þcirra að láta af störf-
um. Lars Lönnroth, prófessor við
Gautaborgarháskóla, er einn þessara
manna og alls óvíst að við starfi hans
taki maður með sérþekkingu á ís-
lenskum fræðum. Ef það gerist, bæði
í hans tilviki og margra annarra, mun
róðurinn verða þungur."
Yésteinn Ólason tekur undir þetta
og segir íslendinga of bjartsýna á
þróun íslenskra fræða erlendis meðal
háskóla og stofnana. „Þróunin hefur
verið sú að prófessorar hafa legið
undir þrýstingi að draga úr áherslum
á íslensk fræði. Við þurfum að standa
vörð um hverja stöðu eins og þá við
Gautaborgarháskóla. I eina tíð var rík
áhersla á íslensk fræði í Svíþjóð, en
Lars Lönnroth hefur nánast verið sá
eini þar um langa hríð og við vitum
ekki hvort yngra fólk mun halda
merkinu á lofti. Ég held að íslenskir
stjómmálamenn fái ranga mynd af
stöðunni. Þeir telja að íslendingasög-
urnar séu mun vinsælli en raunin er
en þær hverfa í gleymsku og dá ef
„Nú á tímum er
mikill áhugi um
allan heim á
goðafræðinni og
fólk sem aðhyll-
ist hana. Flestar
upplýsinganna
sem við höfum
um goðafræðina
eru beint eða
óbeint úr ís-
lenskum ritum."
ekki er unnið að akademískum rann-
sóknum á þeim.“
Margaret Clunies Ross er þessu
sammála. „Enginn mun taka Islend-
ingasögumar alvarlega nema fræði-
menn vinni að framgangi þeirra. Það
er erfitt að halda miðaldafræðum á
lofti og enn erfiðara þegar um smá-
þjóð eins og Islendinga er að ræða.
Meira að segja á málþingum mið-
aldafræðinga eigum við undir högg að
sækja. Háskólar um allan heim leggja
kalt mat á fræðin. Þeir líta margir
eingöngu til þess hversu margh- nem-
endur stunda nám á þessu tiltekna
sviði og ef þeir telja hópinn of lítinn
vilja þeir einfaldlega fella námið nið-
ur. Fólk eins og við þurfum sífellt að
standa í stappi við að verja stöðu okk-
ar.“
Einar spyr hvað h'ði tímaritum sem
fjalli um miðaldafræði. Jesse Byock
segir að þau standi nokkuð vel að vígi,
enda hafi þau notið þess að prent-
kostnaður hafi sífellt farið lækkandi á
undanförnum áram og tölvuvinnsla
hafi einnig dregið úr kostnaðinum við
útgáfuna.
Þrengt að sendikennurum
Fræðimennimir fimm hafa allir
áhyggjur af stöðu íslenskra sendi-
kennara við háskóla erlendis. „Er-
lendir háskólar sem greiða laun
sendikennai-anna em að draga saman
seglin á því sviði,“ segir Einar. Vé-
steinn segir að önnur Norðurlönd hafi
þann háttinn á að greiða sjálf laun
sendikennara sinna. „Þetta em ekki
háar fjárhæðir og aðeins brot af þeim
upphæðum sem nú er varið til að
kynna landafundi og Islendingasög-
urnar,“ segir hann. „Islendingai- ættu
því hæglega að geta greitt 7-10 sendi-
kennumm laun árlega, ef erlendir há-
skólar vilja ekki gera það lengur.“
Jesse Byock segir að afstaða er-
lendra háskóla sé skiljanleg. „Þegar
prófessorar þar fara fram á fjárfram-
lög til að standa straum af kennslu í
íslensku er auðvitað bent á að nær-
tækara sé að kenna önnur tungumál,
til dæmis ldnversku, indónesísku eða
mállýskur indíána, sem mun fleiri
nemendur hafa áhuga á. Islensk
stjómvöld ættu hins vegar að styðja
við bakið á þessu starfi."
Jón Karl segir kennslu í íslensku og
íslenskum bókmenntum mikið land-
kynningarstarf. „Þeir nemendur sem
hafa lagt stund á slíkt nám em óopin-
berir sendiherrar okkar erlendis. Ut-
breiðsla íslenskra nútímabókmennta
á Norðurlöndunum er gott dæmi um
þetta. Hún byggir fyrst og fremst á
starfi fárra þýðenda, sem hafa tekið
bókmenntimar upp á arma sína. An
þeirra þekktu fáir til bókmennta okk-
ar.“ Jesse tekur undir þetta og segir
að kennsla í íslenskum fræðum veki
menn ekki eingöngu til umhugsunar
um fornar bókmenntir, heldur sé ekki
síður til þess fallin að vekja athygli á
nútfrnaþjóðfélaginu á íslandi.
Einar er sammála mikilvægi þýð-
enda og Jesse segir engan vafa leika á
að nú sé fjölda fólks að finna um allan
heim, sem tali ágæta íslensku, hafi
komið til Islands og þekki þjóðfélagið
og bókmenntir þess nokkuð vel. Vé-
steinn segir það vissulega rétt, en þeir
séu þó fáir sem bæði kunni góða
íslensku og séu færir um að þýða yfir
á vandaðan texta á eigin tungumáli.
Vésteinn segir mikilvægt fyiTr ís-
lenska fræðimennsku að menn geti
breytt um umhverfi og farið til starfa
hjá erlendum háskólum um tíma. „Við
fáum allt aðra sýn á fræðin þegar við
kynnumst viðhorfi annarra. Háskól-
inn á íslandi hefrn- miklu betri tengsl
við erlenda háskóla vegna sendikenn-
ara sem farið hafa utan en mögulegt
hefði verið án slíkra samskipta.“
Jón Karl segir auðvitað mikilvægt
íyrir íslendinga að aðrar þjóðir þekki
til þeirra, hvort sem það sé vegna
fisksölu eða menningarsamskipta.
Reyndar hljóti að vera einstakt að
jafnfámenn þjóð standi eins myndar-
lega að kynningu á menningararfleifð
sinni um allan heim. „En við getum
ekki ætlast til að aðrar þjóðir líti
menningararf okkar og sögu sömu
augum og við geram.“
Ársfundur
Séreignalífeyrissjóðsins
Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins boðar til ársfundar
Séreignalífeyrissjóðsins 20. júní 2000 kl. 16:30.
Fundurinn verður haldinn í Búnaðarbanka (slands að
Hafnarstræti 5, 4. hæð.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningur fyrir liðið starfsár lagður fram.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Fjárfestingarstefna sjóðsins.
6. Önnur mál.
7. Erindi: „íslenska lífeyriskerfið"
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabanka íslands.
Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins vill hvetja sjóðfélaga til
að mæta á fundinn.
BU NAÐARBAN Ki N N
VERÐBRÉF
WTOJr-rJpJ
ROBEX 55-3
Kraftmikil 58 ha
YANMAR vél
5,4 tonn
fjölhæf
og lipur
Einn allra
besti
kosturinn
í dag
Stuttur
afgreiðslutími
Frábærl
verð!
ifiat
þér með ungmennum frá Albaníu, Úsbekistan, Danmörku,
Þýskalandi og Lesótó í vestfirskri náttúru eins og hún gerist fegurst?
Komdu þá á alþjóðlegt mót Ungmennahreyfingar Rauða krossins
í Önundarfirði 5.-12. júli.
Við skemmtum hvert öðru með leiklist, dans og söng og vinnum
skapandi verkefni i alþjóðlegu umhverfi í tengslum við náttúruna
og umhverfið á Vestfjörðum.
Verð fyrir heila viku er aðeins 8.500 kr. (6.500 fyrir 5 daga),
matur og ferðir innifalið.
Athugið að boðið er upp á aukaferð til Reykjavíkur
sunnudaginn 9. júlí fyrir þá sem kjósa styttri dvöl.
Allir þátttakendur fá merkta boli og
viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Missið ekki af þessu einstæða tækifæri.
Upplýsingar og skráning í síma 570 4000
eða á vefnum www.redcross.is/urki
! Rauðl kross islands
Rauði krossinn er hluti af Alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans
sem er stærsta mannúðarhreyfing í heimi.