Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Haraldur Pétursson leggur út í vatnstorfæru á Mussónum og komst klakklaust yfir. Gunnar Gunnarsson vippar Trúðnum gegnum dekkjahlið á brekkukambi. Tryllitæki torfæru- 1 víkinganna skelfdu Breta og skemmtu Kampavíni sprautað á verðlaunapalli en frá vinstri eru Gunnar Egils- son, Ásgeir Jamil Allansson og Gunnar Ásgeirsson. ✓ Islenskir torfærukappar höfðu eríndi sem erfíði þegar þeir kepptu í Swindon í Bretlandi um síðustu helgi. Ágúst Asgeirsson slóst í för með þeim og fylgdist með frammistöðunni. ISLENSKIR torfærukappar komust að því er þeir kepptu í Bretlandi um síðustu helgi að þar gilda önnur viðmið gagn- vart umhverfinu en hérlendis. Var þeim frjálst að spæna upp grasi grónar brekkur á allt að þúsund hestafla bflum sínum og sjálfsagt þótti að saga niður tré sem ella yrðu á vegi þeirra í gilinu í Refabrekkum við borgina Swindon. Stranglega var hins vegar tekið fyrir að spjöll yrðu þar unnin á keppnisbrautum fyrir mótorkross sem voru úr möl og leir. I Refabrekkum háðu 14 íslenskir öku- þórar, tveir sænskir og einn norskur keppni á opna breska torfærumeist- aramótinu sem var liður í tilraunum til þess að flytja íslensku torfæru- íþróttina út og gera hana að alþjóð- legri keppnisgrein. Bretar gerðu sérstakar undan- tekningar svo keppa mætti í íslenskri torfæru á enskri grundu. Þar sem torfærukapparnir brúka flugvéla- bensín á mótora sína, sem ekki við- gengst í Bretlandi, varð að fá sér- staka undanþágu þar að lútandi, bæði hjá yfirvöldum og hjá breska i akstursíþróttasambandinu. Þá skylda umhverfisverndarreglur breska utanvegarakstursíþrótta- menn til að brúka hljóðkúta í bflum sínum. Þeir eru til óþurftar í torfæru- bílunum og þar sem hljóðin frá þeim eru langt yfir leyfilegum mörkum varð sömuleiðis að fá undanþágur þess vegna. Fyrirmenni sem hugðust koma til mótsins í þyrlum fengu hins vegar ekki jafn vinsamlega fyrirgreiðslu og íslensku torfærukappamú. Nokkrir af boðsgestum Goodyear-dekkjafyr- irtækisins, aðalstyrktaraðila móts- * ins, vildu fá að lenda þyrlum sínum á keppnissvæðinu en sakir þrengsla og væntanlegs áhorfendafjölda fengu þeir ekki leyfi til þess. Utanvegarformúlan var torfæru- keppnin nefnd en hún hlaut óvenju- mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Kom það forsvarsmönnum Móton's, fyrir- tækis Aflvaka, Nýsköpunarsjóðs og nokkurra einstaklinga er vinna að út- rás torfærunnar, þægilega á óvart. Gengu sumir meira svo langt að segja að hér væri komin fram keppn- isgrein sem hefði meira skemmtana- gildi en Formúla-1. Undir fyrirsögn- inni „Hverjir þurfa brýr“, sem greypt var í stóra mynd af torfærubfl þjótandi yfir íslenska bergvatnsá í blaðinu The Daily Express, sagði að íslendingar væru búnir að finna upp afbrigði mótoríþrótta sem sé svo undarlegt, svo skelfilegt en þó svo hrífandi að Formúla-1 væri barna- skapur í samanburði. Swindon og Mónakó Hápunkti náði umfjöllunin í hinu virta alþjóðlega akstursíþróttariti Autosport sem út kom í vikunni fyrir mótið í Swindon. Varði það þremur síðum í umfjöllun um íslenska tor- færu með fjölda Ijósmynda af tUþrif- um ökuþóra í malargryfjum og ám. Var það annað aðalumfjöllunarefni blaðsins. Hitt var Mónakókappakst- urinn. „Síðast komu víkingarnir á lang- skipum hingað til lands. Nú eru far- artæki þeirra mun skelfilegri,“ sagði útvarpsþulur sem lýsti frá keppninni. Mikil eftirvænting ríkti með viðtökur og áhuga því það var talið geta ráðið úrslitum um hvort íslenska torfær- uíþróttin verði útflutningsgrein. Mótið tókst vonum framar en eftir er að koma í ljós hvort það marki upp- haf útrásar torfæruíþróttarinnar. Altént lýstu styrktaraðilar sig án- ægða með hvemig til tókst og helstu fjölmiðlar flykktust á vettvang. Tók torfæruna fram yflr Formúlu-1 Til marks um viðbúnaðinn skráðu yfir 70 blaða-, útvarps- og sjónvarps- menn sigtil leiks í Swindon, en þar voru að störfum upptökulið m.a. frá BBC, Sky Sport, ITV og Meridian- stöðvunum og frá ungverska sjón- varpinu. Um 5.000 áhorfendur göptu hvað eftir annað af undrun yfir getu bflanna og færni ökuþóranna og Gunnar Ásgeirsson veltir Erninum með tilþrifum í Refabrekkum Swindon. Sjúkraflutningamenn búa Benedikt Ásgeirsson undir flutning á sjúkra- hús eftir svakalega flugbyltu Gösla. fögnuðu tflþrifum þeirra í þverhnípt- um þrautaþrautum í Refabrekkum. Keppt var samkvæmt forsendum íslensku torfærunnar en við breskar aðstæður sem voru gjörólíkar malar- og hraungryfjunum sem keppt er í á íslandi. I grónum Refabrekkunum var gripfesta bflanna mikil en er oft- ast af skomum skammti heima. Þulur mótsins var kunnur breskur sjónvarpsmaður, Steve Slater, og at- hyglisvert að hann kaus heldur að sitja í skúr eða ofan á Landrover- jeppa í Swindon og lýsa torfærunni fremur en fara niður til Mónakó og lýsa frá Formúlu-1 í sjónvarpi. „Mér fannst þetta meira spennandi og tók mér því frí til að vera við torfæru- keppnina," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Slater hefur að jafn- aði þann starfa að lýsa Formúlu-1 fyrir ESPN-sjónvarpsstöðina sem sendir út á heimsvísu. Lýsir í útsend- ingum á ensku til Asíu og Persaflóa en eftir að hafa heimsótt ísland og fylgst með torfærumóti ákvað hann að taka Swindon fram yfir Mónakó. Lifði sig inn í hlutverkið og var greinilega vel undirbúinn, þekkti nöfn og bíla allra ökuþóranna, fyrri afrek þeirra og störf, innvols bílanna og smíði, o.s.frv. Gunnar Egilsson, skipstjórinn frá Selfossi, kom, sá og sigraði í Swin- don. Fór fremstur íslensku torfæru- víkinganna sem komnir voru til að gera strandhögg í Bretlandi og reyna ná fótfestu fyrir íþrótt sína þar. Tók forystu strax í fyrstu þraut af átta og hélt henni út í gegn. Sýndi mikið ör- yggi sem endurspeglast í því að hann hlaut 2170 stig af 2400 mögulegum en það telst mjög góður árangur. Framan af fékk hann mesta keppni frá Ragnari Róbertssyni og Sigurði Þór Jónssyni en í tveimur síðustu og jafnframt erfiðustu þrautunum mátti Ragnar sín ekki mikils, enda á kraft- minnsta bflnum, og seig niður á við stigatöfluna; vann þó á endanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.