Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 2
21. JÚNÍ 2000 BLAÐE M NETID@MBL.IS Svikavefur unglingspilts Breskur unglingur hefur veriö sakaður um að stela upplýsingum af um 23 þúsund kreditkortareikningum í átta netbönkum og svíkja út hundruð vara í netverslunum. Er talið að Raphael Gray, sem er 18 ára, hafi svikið út tölvuvörur í fjölmörgum löndnm, eins og Bandaríkjunum, Kanada, Tailandi og Bretlandi. Eru svik hans talin nema um 228 milljónum íslenskra króna, að því er fram kemur í netmiðlinum Register, www.- theregister.co.uk. Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, komst að því hvar drenginn væri að finna, lét bresk lögregluyfirvöld vita og var hann handtekinn. Er málið nú rekið fyrir breskum dómstólum. Barnsfæðing í beinni útsendingu Dönsk hjón ætla að senda C fæöinSu barns síns útí ^-jjT beinni útsendingu á Netinu /Kjr ^ og verður það í fyrsta sinn sem það gerist þarí landi. Konan á von á sérí kringum 2. júlí. Á netslóö- inni www.lklik.dk/netbaby2000 geturfólk kynnt sérfyrirhugaöa fæðingu. Hjónin kynnt- ust á spjallrás á Netinu og þykirtáknrænt framhald að sýna netverjum afrakstur sam- bandsins. Til að tryggja að fólk missi ekki af fæöingunni getur það fengið SMS-skilaboð f gegnum GSM-símann. Minnkandi netuerslun Blikur eru á lofti hvað varðar verslun á Netinu ef marka má könnun sem Greenfield Onllne, www.greenfieldon- line.com, gerði um kauphegðun Banda- rikjamanna á Netinu. Þar kemur fram að miðað við fyrsta ársfjórðung þessa árs hefur verslun dregist saman um 6% en þar kom jafnframt fram að fólk hygð- ist auka notkun sfna á Netinu hvað verslun varðar i framtíðinni. Mest er keypt af bókum á Netinu, þá af geisla- dískum og hugbúnaði, en sala á honum hefur dregist saman um þrjú prósent. Hins vegar hefur sala á vörum er teng- Ist líkamsraekt og heilsu aukist úr 5% í 14% miðað við sama tima í fyrra. NETSTOÐIN ÞEYSIREIÐ Á RALLBÍLUM Nýju lífi blásið í tölvurnar Bensínið stigið í botn UNUX-STÝRIKERFI SETT A SAMSOTAR TÖLVUR TÖLVULEIKUR FYRIR RALLAÐDÁENDUR a Rall-leikir njóta ávallt mik- illa vinsælda. Michelin Rally Masters er nýr PC- tölvuleikur, sem þarf 233 MHz-örgjörva og 32 MB- vinnsluminni, og er ætlaö að keppa við bestu leik- ina á tölvuleikjamarkaðn um. 7 mbl.is Á Netstööinni á Granda fara fram námskeiö þar sem fólki er kennt á Linux-stýrikerfi. Þáfá nemendur kennslu í að taka það sem heillegt er í gömlum tölvum og búa til nýja úr pörtun- um. 3 Alltaf eitthvað nýtt Forskotið tekið á PlayStation 2 rátt fyrir að PlayStation 2 leikjatölvan sé ekki vænt- anleg í sölu hér á landi fyrr en 26. októbergeta áhugamenn um tölvuna þegartekið forskot á sæl- una. Raftækjaverslunin Elko hefur komið fyrir einni vél í verslun sinni og leyft fólki að prófa leiki í henni. Einar Long, verslunar- stjóri hjá Elko, segir að vélin hafi vakió mikla athygli og sífelldur erill væri við hana. „Við höfum orðiö varirvið mikinn áhuga og ákváðum því að fá kynningareintak frá Bandaríkjunum til þess að leyfa fólki aö prófa, en sala á vélinni hefst ekki fýrr en í haust. Fólk ergreinilega farið að bíöa eftir vélinni því við höfum oröiö varir við minni sölu ígömlutölvunni." Skífan á von á sérstökum „debug- vélum“, sem eru vélartil þess að sþila hálf- kláraða leiki, hingað til lands á næstu vik- um. VilbergGestsson hjátölvuleikjadeild Skífunnar segir að fjórar vélar muni að öll- um líkindum berast hingað til lands í júni og í framhaldi verði PlayStation 2 vélin, sem hefuryfirað ráðageislaspilara, DVD-spilara ogtengingu við prentara, kynnt um allt land. Hann segir að mikil eftirspurn sé eftir vél- inni og hann búist við að fyrsta pöntun sem komi til lands í haust seljist upp á skömm- um tíma. Vilberg segir að PlayStation 2, sem hafi komiö á markað í Japan í mars, hafi 32 MB minni og 128 Bit „Emotion Eng- ine“ örgjörva. Vélinni var vel tekið í Japan er hún kom þarfyrstá markað, en um milljón tölvur seldust á fyrstu tveimur klukku- stundunum. Nú er búið að selja yfir 2,5 milljónir eintaka þar í landi. Vilberg segir að gert sé ráð fyriraö um 50 tölvuleikir af ýms- um geröum og fjölbreytileika verði til reiöu þegar vélin komi á markað í Evrópu í haust. NVARP IITOLVUR N E T I Ð [Gísli Þorsteinsson gislith@mbl.is] TÆKNI MSÍMI IISJÓ Þrátt fyrir að íslendingar stæri sig af mikilli far- , slmanotkun og hafi orö I á sérfyrir að vera meðal I tæknivæddustu þjóða í heimi eru þeir aftarlega á merinni hvað stafrænt sjónvarp varðar, ef tekið er miö af þeirri þróun sem átt hefur sér staö I löndunum í kring. Einkum er þessi tækni vel á veg komin í Bretlandi en þar hef- ur sjónvarpsstööin Sky meðal annars beitt þessari tækni; leyft áhorfendum að fylgjast með frammistööu einstakra knattspyrnu- manna á sama tíma og þeir geta fýlgst með leiknum sjálfum I beinum útsendingum. Er búist við að fjöldi þeirra sem eiga sjónvörp, sem geta tekið við stafrænum útsending- um, verði farinn að nálgast 20 milljónirí Bretlandi aðfjórum árum liönum. Með stafrænu sjónvarpi opnast margar nýjar og áður óþekktar leiðir fyrir áhorfend- ur; hægt verður að tengjast tölvupósti, fara á Netiö og velja sér kvikmyndir og sjón- varpsþætti að vild og horfa á þá hvenær sem er, stunda rafræn viðskipti, bankaviö- skipti og fjarkennslu svo dæmi séu tekin. Þá gefur þessi tækni möguleika á að áhorf- endur geta séð fleiri en eitt sjónarhorn, tek- ið þátt í tölvuleikjum eða horft á gagnvirkar Sjonvarpið tekur stakkaskiptum myndir, þar sem hægt er að ráða sögu- þræðinum. Stafrænar útsendingarfela einnig í sér að hægt er að senda út nánast ótakmarkaöan fjölda rása og því þyrfti ekki lengur að styöjast við VHF/UHF-rásir, sem sjónvarpsstöðvar hér á landi gera í dag, sem ertakmörkuö auðlind. Möguleikarstaf- rænu tækninnar viröast óþrjótandi. Flestir halda því eflaustfram að þessi nýjung muni ríða tölvunni og Netinu að fullu er fram líöa stundir, en svo er ekki. Á ráðstefnu um staf- rænt sjónvarp, sem haldin varfyrir skömmu á vegum Gagnvirkrar miðlunar, kom fram að stafrænt sjónvarp og þeir möguleikar sem þareru í boði muni ekki hægja á nýjungun- um í tölvutækninni eða ganga af tölvum og Netinu dauöu. Gert er ráð fyrir að þessir miölar muni starfa hlið við hliö. Þó er líklegt aö stafrænt sjónvarp muni með tíð og tíma taka yfirýmsa þjónustu er nú erfyrirhendi á vefnum, en að neytendur muni sækjast eftir kostum beggja — aö minnsta kosti um sinn. Engin sjónvarpsstöð hér á landi býður upp á möguleika á miðlun á stafrænu sjón- varpsefni en það heyrir brátt sögunni til ef marka má samstarf Gagnvirkrarmiðlunar og breska fyrirtækisins Yes Television, sem hyggjast ríða á vaöið og hefja uppbyggingu og starfrækslu á stafrænu sjónvarpsneti, sem er ætlað að ná til allra heimila á land- inu, en heildarfjárfesting verkefnisins er sögð um 2,6 milljarðar króna. Ergert ráð fyrir að fyrstu heimilin tengist stafræna sjónvarpsnetinu næsta haust og upp- byggingu þess verði lokið innan þriggja ára. Yes Television hefur unnið að margvíslegum verkefnum er snerta uppsetningu á staf- rænu sjónvarpi víða í Bretlandi. Þá hefurís- lenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöö 2, hafið undirbúning að því að senda út efni með stafrænum hætti, en líklegt er aö verk- efnið hefjist næsta haust. Sjónvarpið hefur ekki tilkynnt að það ætli sér að feta í sömu fótspor og fyrrnefndir miölar en ef stafrænt sjónvarp yrði að veruleika að fáeinum árum liðnum yrði draumur þess um aðra sjón- varpsrás loks að veruleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.