Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Lófatölvur hafa
notið meiri athygii síö-
ustu misseri en áður,
enda hefurnotagildi
slíkra tækja ITiarg-
faldast frá því fyrir
nokkrum árum að lófa-
tölva var lítió annað en
fínt orð yfir síma-
númerabók. Gísli Árna-
son kynnti sér hvað
framtíðin berí
skauti sér.
netið
REUTERS
Fá því snemma á
tíunda áratugnum
hafa margir spáð
frama smátölva og
hafaýmsirgerttil-
raunirmeðslíkar
tölvur, nægir að
nefna Newton-
tölvuna frá Apple sem var að mörgu
leyti á undan sinni samtíð en stóðst
ekki væntingar kaupenda og er enn
aðhlátursefni. Vegur lófatölvanna
hefurekki orðið jafnmikill og ein-
hverjir spáðu fyrir áratug en engu
að síður hefur útbreiðsla þeirra auk-
ist jafnt og þétt, einkum upp á síðk-
astið eftir því sem tölvumar verða
nettengdar, öflugri og ódýrari.
Palm Pilot vinsælastar
Langvinsælustu smátölvumar á
markaðnum í dag munu vera Pilot
tölvumarfrá Palm, þær hafa ráðið
langstærstum hluta markaðarins
frá því fyrsta Palm-tölvan kom út og
hefur um 80% hlutdeild um þessar
mundir. Vélamar hafa lítið breyst
síðstu árog þykja einkarvel heppn-
aðar, helstu kostirþeirra ereinfalt
og auðskiljanlegt Palm OS stýri-
kerfið, snertiskjár, þekkihugbúnað-
urfyrir handskrift, langur líftími
rafhlaða og auðveldar nettengingar.
Tryggð Palm-eigenda minnir enda á
trúarbrögð, miklar umræður hafa
t.a.m. skapast um ákvörðun Palm
um að gefa út Palm Pilot-tölvu með
litaskjá fyrir nokkru. Margirvoru
hræddir um aö litaskjárinn kostaöi
rafhlöðuendingu ogvasapláss.
Meiri ókostir sagðir við Pocket PC
Helstu keppinautarPalm, Psion
og Microsoft, hafa átt, þrátt fyrir
mikla vinnu, undir högg að sækja
Pilot-lófatölvurnar frá Palm
eru vinsælustu tækin.
Psion ereinn helsti keppinautur
Palm-fyrirtækisins á lófatölvu-
markaónum.
og hefur hlutdeild Pilot-tölvanna
aukist, ef eitthvað er, aö undan-
förnu. Viö fyrstu sýn er erfitt að
koma auga á ástæður þess. Psion
vélum fylgir auk snertiskjás lykla-
borð og skrifstofubúnaður sam-
hæfður Office-hugbúnaðinum frá
Microsoft. Kostir véla búnum
Windows CE eöa Pocket PC stýri-
kerfinu frá Microsoft eru og fjöl-
margir. Restar eru vélarnar búnar
litaskjám, búayfirmiklum marg-
miðlunarmöguleikum og fýrir þær er
til smáútgáfa af Office- hugbúnað-
inum. Pocket PC stýrikerfið byggir á
og er afaniíkt Windows stýrikerfinu
svo einhvörjum ætti að þykja þægi-
legt að sl'fjast niður með slíka vél
hvar ekkert nýtt þarf að læra.
Ókostimir við Pocket PC tölvur
Fleiri hafa þó komiö auga á þá
möguleika sem lófatölvumarkaöur-
inn býður upp á, ekki sfst í kjölfar
farsímabyltingarinnar sem orðið
hefur nýlega. Psion hefur ásamt
farsímaframleiðendunum Ericsson,
Motorola ogfleirum unniö undir
hattinum Symbian að gerð stýrikerf-
is fyrir smátæki, byggðu á EPOC
stýrikerfi Psion-tölvanna. Symbian
er ætlað að sameina síma og lófa-
tölvurog sjá til þess að eigendur
þess þurfi aldrei aö vera án Nets-
ins. Örgjörvaframleiöandinn Trans-
meta hefur og unnið aö Mobile-
Linuxfyrir smátölvur og hefur
Samsung þegar gefið út fyrstu lófa-
tölvuna búnu því stýrikerfi. Ljóst er
að öll áhersla verður í náinni fram-
tíð lögð á nettengingar og marg-
miölunarmöguleika. Palm hefur
þegargefið út Palm VII vélina sem
er sítengd Netinu í vissum borgum
Bandaríkjanna og er því framarlega
á því sviði en einnig ertiltölulega
auðvelt aö nettengja aðrar Pilot-
tölvur meö hefðbundnum mótöld-
um.
Stafræn myndavél bætist í hópinn
Þrátt fýrir þetta er Ijóst að enn er
talsvert í að stafræna myndavélin,
síminn, lófatölvan ogglymskrattinn
verði eitt og sama tækið. Symbian
stýrikerfiö erenn ekki tilbúið, Mob-
ileLinux er sagt þurfa miklar breyt-
ingar og Pocket PC stýrikerfiö hefur
fengið misjafnar móttökur. Micro-
soft og Psion auk annarra keppi-
nauta munu eflaust halda áfram að
reyna að ná markaðshlutdeild af
Palm með nýjungum. En á meðan
tilraunirt.d. Microsofttilaðgæða
smátölvur margmiðlunarmöguleik-
um gefa af sér stórar, dýrar og
orkufrekartölvur mun Palm
að öllum líkindum nægja
að gefa út lítið breyttar
Palm tölvur, smáar,
hentugar og á lágu
verði.
þykja þó margir og e.t.v. fleiri en
kostimir. Pocket PC stýrikerfið þykir
þungt í vöfum og orkufrekt, meöal
líftími rafhlaöna er svipaður og á
ferðatölvu eða örfáir klukkutímar
enda þurfa þær að kljást við liti og f
sumum tilvikum hljóö. Einnig hefur
því verið haldið fram að Pocket PC
hafi fengiö í arf galla og hrungimi
Windows auk eiginleikanna. Psion
tölvur þykja dýrar og helsti kostur
þeirra, lyklaborðið, ertalið einn
helsti löstur þeirra jafnframt. Lykla-
borðið þykir lítið og óhentugttil mik-
illa skrifta. Vegna þessa heldur
Palm enn forystunni með yfir-
burðum þrátt fyrir að ekki sé fyrir-
tækið í fararbroddi hvað nýjungar
varðar.
Með
heiminn í
hendi sér
Nýir og
nýlegir
vefir
www.alHaf.is
Vefur um tónlist, kvikmyndir, tísku
ognæturlíf.
www.sjonvarp.is
Hér getur að líta dagskrá sjónvarps-
stöövanna eftir tímaás, en einnig
getur síðan flokkað efni eftir
ákveðnum áhugamálum, svo sem
bamaefni, kvikmyndum, fréttum og
menningu.
www.boHinn.is
Upplýsinga- og fréttavefur um knatt-
spyrnu. Fréttir af gangi mála f deild-
um í Evrópu og Evrópukeppninni.
Aukinheldur upplýsingar um úrslit,
stöðu og markahæstu menn í
stærstu deildum Evrópu.
www.extra.is
Auglýsingavefur þar sem hægt er að
leita eftir atvinnu, upplýsingum um
ferðalög, tómstundir, farartæki og
raftæki.
www.nykaup.is
Matvöruverslunin Nýkaup hefur
opnaö vef, en þar er að finna upp-
skriftir og einnig upplýsingar um
verslanir Nýkaups. Líka er hægt að
panta brauö frá veisluþjónustu
verslunarinnar.
www.nulieinn.is
Nýlegur vefur um tónlist, fréttir,
tækni og uppákomur. Þá er þar að
finna spjallsíðu um margsvfslega
hluti.
www.hugi.is
Síminn Internet hefur opnaö áhuga-
málavef um fjölbreytt málefni. Not-
endur fá sína eigin heimasíöu og
geta unnið við hana frá gmnni og
spjallaö við aðra um áhugamál sín.
www.or.is
Orkuvef Orkuveitu Reykjavfkur hefur
veriö hleypt af stokkunum. Þar er að
finna fréttir, fróðleik og sögu fyrir-
tækisins og upplýsingar er tengist
orkumálum.
flugur.is
Vefur fýrir fluguveiðiáhugamenn:
greinar, fróöleikur og upplýsingar
umfluguveiði.
www.karahnukar.is
Landsvirkjun hefur opnað vef um
Kárahnúkavirkjun og er þar hægt að
fylgjast með vinnu við mat á um-
hverfisáhrifum og koma með at-
hugasemdir og fyrirspumir.
httpy/Ustahatid.is/ij'odavef-
ur/flash/ptakathtm
Ljóðavefurinn er einn þáttur sýning-
arinnar íslands 1000 Ijóð, sem er á
vegum Listahátíðar í Reykjavík, en
sýningunni lauk 8. júní. Þarna er
engu að sfður að finna urmul af Ijóð-
um.
www.teijari.is
Teljari.is er íslenskur teljari fyrir
heimasíður. Segir á sfðunni að
markmiö með hönnun teljarans séu
einkum tvenns konar: annars vegar
hraóvirkni og hins vegar einfaldleiki
og notendavænt umhverfi.
www.geysisstofa.is
Nýlega var opnað fræðasetur við
Geysi í Haukadal. Er Geysisstofa
vettvangur til að kynna jaröfræði ís-
lands og umhverfi landsins.
www.isfba.is
Vefur er hannaður var í kjölfar sam-
einingar íslandsbanka og Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins. Þar er að
finna upplýsingar um bankastofnan-
irnar, fréttir og hvaða þjónusta er í
boói.
www.ergo.ts
Jafnframt opnaði Íslandsbanki-FBA
verðbréfavef með margvíslegum
möguleikum fyrir þá sem fýlgjast
með viðskiptum á markaði. Vefurinn
gefur kost á leit eftir félagi, grein-
ingu og upplýsingar um hlutabréf.
Upplýsingar um nýja vefi er hægt
að senda á netid@mbl.is