Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 1

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA lW$rr|pínM$r&i®r c 2000 FIMMTUDAGUR 22. JUNI BLAO Shearer hættur ALAN Shearer fyrirliði Englendinga tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Hinn 29 ára fram- heiji - hefur leikið 63 leiki og skorað 30 mörk, lék sinn síðasta leik gegn Rúmeníu, sem Eng- lendingar töpuðu á EM, 3:2. „Eg er endanlega hættur og byrja ekki aft- ur með landsliðinu. Ég vil einbeita mér að því að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og að standa mig vel hjá Newcastle. Ég tel að ég hafi hætt af réttum ástæðum og er mjög stoltur af landsliðsferli mmum,“ sagði Shearer, sem var þ<5 svekktur að enda á tapi. „Vandræðin lágu ekki í lélegum anda eða neitt slíkt. Leikmenn- imir lögðu sig hundrað prósent fram en það var ekki nóg. Við ieikmennirnir verðum að taka ábyrgðina á lélegu gengi,“ sagði Shearer. Ragnheið- ur samdi við Bryne RAGNHEIÐUR Stephensen, landsliðskona í handknattleik og leikmaður Stjörnunnar til margra ára, skrifaði í vikunni undir eins árs samning við norska handknattleiksliðið Bryne. Ragnheiður kom heim frá Nor- egi í fyrradag eftir vikudvöl en forráðamenn félagsins vildu sjá hana á æfingum áður en þeir skrif- uðu undir samninginn. „Mér leist vel á félagið og ég held að það sé ekki spurning að það er þess virði að prófa þetta. Mér fannst vera kominn tími til að breyta og ég er auðvitað spennt að takast á við þetta verkefni,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgun- blaðið í gær en hún heldur alfarið utan þann 8. ágúst. Ragnheiður hefur um árabil verið ein besta handknattleikskona landsins en hún hefur leikið allan sinn feril með Stjörnunni. Bryne vann sér sæti í úrvals- deildinni á næstu leiktíð en liðið sigraði í 1. deildinni í vetur. Islend- ingar hafa komið við sögu hjá liðinu áður. Selfyssingurinn Einar Guð- mundsson þjálfaði Bryne í nokkur ár og þær Helga Torfadóttir, mark- vörður Víkings, og Hrafnhildur Skúladóttir, skytta úr FH, léku með liðinu undir stjóm Einars. Judit Esztergal til FH JUDIT Rán Esztergal handknattleikskona er gengin til liðs við FH. Jafnhliða því að leikameð FH-liðinu hefur hún verið ráðin aðstoð- arþjálfari félagsins. Á síðustu leiktíð þjálfaði hún lið Hauka ásamt Svövu Ýri Baldvinsdóttur, en þær létu af störfum hjá félaginu þeg- ar Iangt var liðið á deildarkeppnina. Þórdís og Prífa fara til Sola órdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúladóttir, tveir af bestu leikmönnunum í handknattleiksliði FH, munu ganga til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Sola á næstunni. „Samningurinn er nánast klár og bíður aðeins undirskriftar. Ég veit að félögin eiga eftir að gera upp sín á milli en ef allt gengur upp reikna ég með að við förum út í byrjun ágúst,“ sagði Þórdís í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sola á eftir að ganga frá samn- ingum við FH en þær Þórdís og Drífa eru samningsbundnar Hafn- arfjarðarliðinu. Nýlega birtist í fréttum í norsk- um dagblöðum að fjárhagsstaða Sola væri mjög veik og svo gæti farið að liðið yrði dæmt gjaldþrota. Á síðustu stundu tókst forráða- mönnum félagsins að finna stuð- ningsaðila og því horfir betur við í fjármálum félagsins. Sola varð í 9. sæti af 12 liðum í úrvalsdeildinni og nýlega var Kjetil Ellertsen ráð- inn þjálfari félagsins, en hann varð sem kunnugt er íslandsmeistari með Haukum í vor. Ellertsen er ætlað að byggja upp nýtt lið og er stefna félagsins að komast í fremstu röð eftir fjögur ár. Hrafnhildur í barnseignarfrí Ljóst er að FH-liðið verður fyrir meiri blóðtöku fyrir næstu leiktíð því Hrafnhildur Skúladóttir, aðal- skytta liðsins og eldri systir Drífu, verður ekkert með fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Ástæðan er sú að hún gengur með barn og á von á sér í desember. Pétur þjálfar lið Vals/Fjölnis Pétur Guðmundsson, einn þekkt- asti körfuknattleiksmaður landsins, hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildai’liðs Vals/Fjölnis í körfuknattleik. Eins og fram hefur komið hafa staðið yfir samningavið- ræður á milli Vals og Fjölnis um sameiningu félaganna og hefur verið ákveðið að þau sendi sameinað lið til leiks í úrvalsdeildinni á næsta tíma- bili þar sem leikið verður undir merkjum Vals. „Það er bara mjög gaman að vera kominn aftur inn í körfuboltann hér heima. Það er spennandi tími fram- undan hjá Val og Fjölni og menn eru búnir að vinna vel að þessari samein- ingu. Það er góður stuðningur sem Valur fær frá Fjölni og þetta gerir okkur kleift að byggja upp gott lið og virkja yngri leikmenn félaganna. Valur er að koma upp að nýju í úr- valsdeildina svo fyrsta árið verður aðalmálið að halda liðinu í deildinni,“ sagði Pétur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Pétur er 41 árs gamall og aðspurður hvort hann ætlaði að spila með lærisveinum sínum sagðist hann ekki hafa liðamót 1 það lengur. Pétur er eini íslendingurinn sem leikið hefur í NBA-deildinni - lék með Portland og nýkrýndum meist- urum Los Angles Lakers á árum áð- ur. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum meira og minna síð- ustu 25 ár. Hann lék síðast hér með Breiðabliki tímabilið 1992-93 og var spilandi þjálfari ÍR veturinn 1983-84. ÞÝSK KNATTSPYRNA GETUR EKKISOKKIÐ DÝPRA/C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.