Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 4
4' ALÞÝÐUBL AÐÍÐ Vegna viðgerðar á ofni, getum við ekki út þennan mánuð tekið kökur til bök- unar af háttvirtum viðskiftamönnum eins og við áður höfum gert og mun- um gera þegar viðgerðinni er lokið. Kj ósendafundur verður haldinn í Bárubúð miðvikud.kvöld 12. þ. m. (í kvöld), og hefsl kl. 8 7?. — Þangað eru einkum boðaðir stuðningsmenn Ð-listans. Reykjavík, 10. janúar 1921. þórður Sveinsson, þórður J. Thoroddsen, Þórður Sveinsson. Mikil verðlækkun byrjaði í gær og stendur um óákveðinn tíma í verzlun Jóhönnu Olgeirsson, Laugav. 1.8. Verkamannafélagið Dagsbrún heldur aðalfund í G.-T.-húsinu fimtudaginn 13. þ. m. kl. 71/* sd. Á fundinum verða lagðir fram til samþyktar reikningar fé- lagsins fyrir siðasl. ár. — Ííosin stjórn fyrir félagið. — Rædd félagsmál og önnnur mál. Menn eru beðnir að fjölmenna á fundinn. Félagsstjórnin. ^^ógar andinn. Amerisk /andnemasaga. (Framh.) eg mig, og hugsaði ráð mitt. Alt í einu datt viðarbútur niður í öskuna og loginn blossaði upp; eg sá tvo af rauðskinnunum liggja við hlið þér og með höf- uðin svo fast saman, að þau virt- ust á einum hálsi. Eg veit ekki hvernig það atvikaðist — hvort það var að kenna nokkurskonar krampa í fingrunum eða hreinni tilviijun — í stuttu máli, skotið hljóp úr byssu minni, eins og af sjálfu sér og sendi þrjótana báða i einu inn i eilífðina. Það hefði verið hin mesta heimska eftir þetta, að láta þriðja fjand- mann þinn komast lífs af. Eg hljóp til og veitti honum axar- högg, en hann flýði. En eg elti hann og drap hann Ifka, því ann- ars hefði hann kannske komið aftur og drepið þig áður en eg gat bjargað þér. Af þessu sérðu á hve illar götur umhyggjan fyrir þér hefir leitt migl" »Og þó þú hefðir drepið tutt- ugu slfka fanta", hrópaði Roland, um leið og hann þrýsti hendi Nathans f þakkarskyni, „þá mundi eg telja það hið mesta gæfuverk, sem þú nokkurntíman hefðir unnið!" Þegar búið var að þvo sár Ro- lands, styrktist hann mikið, og gat loksins staðið á fætur. Aftur bað hann Nathaa að bjarga syst- ur sinni úr klóm rauðskinnanna. „Kallaðu á landnemana, vini mína, íylgdu þeim á vfgvöllinn, og þegar eg er kominn á hest- bak, geturðu reitt þig á, að eg skal berjast fyrir systur mfna". „Ef það er alvara þín að bjarga stúlkunni", sagði Nathan. „Eg skal bjarga henni eða deyja!" greip Roland fram í. „Æ, bara að þú hefðir heldur rakið spor Edithar en spor mín, og hefðir gert henni það, sem þú nú hefir gett mér!" „Þú talar, eins og það væri eins auðvelt að berjast við tíu menn og þrjá", svaraði Nathan. „Vertu nú rólegur litla stund, og segðu mér hvað á daga þfna hefir drifið. Roland sagði Nathan alt af létta, frá því hann fór frá þeim í rústunum, og hann gieymdi ekki að segja frá þvf, sem farið hafði á milii Telie Doe og föður hennar. „Þar sem Abel Doe kemur við sögu", sagði Nathan, „þar eru líka fantabrögð á ferðinni. Sástu ekki annan hvítan mann meðal rauðskinnanna?" „Nei", svaraði Roland, „nema cf hvítur maður hefir dulist undir skikkjunni og rauða vefjarhettin- um, sem einn af þorpurunum var í“. „Virtist hann vera foringi flokksins?" spurði Nathan, Alþbl. er hiað allrar aiþýðu! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.