Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 1
Cahefld tit af ?.lþýanfloblmiiiBL. 1921 Miðvikudaginn 12 janúar. 8 tölubl. JVteira um skomíKsiissi. Landsstjórnin hefir nú gert for- stöðumann seðlaúthlutunarinnar, hr. Matthíás Ólafsson fyrverandi alþingismann, út af örkinni til þess að afsaka landsstjórnina, og telja mönnum trú um að hún hafi lítið slakað til enn. Hefir Matthías ritað grein 1 Mgbl, sem heitir „Bakararnir og seölarnir". Er þar sagt að ekki hafi verið slakað til á hinni ólög- legu reglugerð um hveiti og syk- urúthlutun, nema hvað 4 mánaða skamturinn hafi verið færður nið- ur i 3 mánaða skamt, og að bök- urum hafi verið leyft að selja hart brauð án seðla. Kökur hafi aidrei verið ætlast tii að yrðu seldar gegn seðlum. Hefði það þegar f upphafi verið ætlun stjórn- arinnar, eins og Matthfas heldur fram, að láta selja kökur án seðla, þá mætti sannarlega segja að stjórnin væri sjálfri sér samkvæm. Hún hefir auðvitað gengið út frá þvf, að það væru einkum þeir efnaðri, sem keyptu kökur, og það væri 1 fullu samræmi við þáð að auglýsa skömtunina með 2 mánaða fyrirvara, eins og stjórnin gerði, og láta almennu brauðteg- undirnar, svo sem sigtibrauð, frans- brauð og súrbrauð, vera „á seðl- um", en láta þær tegundirnar sem fremur eru óþarfar vera trjálsar! En svo sem kunnugt er þá var þetta upprunalega ekki meining stjórnarinnar enda er það að vera sjáifri sér samkvæm ekki sterka hlið hennar og að þetta er svona nú, stafar af því, að iandstjórnin varð að láta undan bökurunum Og lofa þeim að baka úr eins mikíu hveiti og þeir vildu, og brúka eins mikið aí sykri til kökugerðar eins og þeir vildu. Og orsökin til þess að seðluuum er haldið við sigtibrauð og súr- brauð, er eingöngu af því að sijórnin vill sýnast. Vill láta líta Út cins og hun hafi ekki látið undan, þó það sé vitanlega hreint og beint hlœgilegt að hafa söl- una frjálsa á snúðum, vfnarbrauð- um, bollum, smjörkökum, jólakök- um, sandkökum, sódakökum, [tert um og smákökum, en skamta úr hnefa þær brauðtegundirnar sem eingöngu er matur, svo sem er um sigtibrauð, fransbrauð og súr- brauð. Hvað lengi landsstjórnin ætlar að reyna að halda skömtunar- nafnina er óvfst, en það er Kka óvíst hvað Reykvíkingar þola þessa vitlausu og ól'óglegu ráð- stöfun stjórnarinnar, enda heyrast margir menn nefna það að menn eigi að taka sig saman um að senda stjóminni aftur alla seðlana og er ekki ósennilegt að það verði niðurstaðan. Jón Þorláksson bannmálaráðherra! Á sunnudaginn var, var dýrasti salur bæjarins — Nýja bio — leigður fyrir Kveldúlfsgull og mönnum boðið þangað skriflega, þar eð álitið var óhugsandi að menn nentu að koma og heyra jóttrað upp fossamálið, nema menn væru sérstaklega hvattir til þess. A þessum fundi stóð upp Sveinn Jónsson tapetsali, og mun hafa ætlað að halda rokna ræðu til meðmæla peningalistanum. En hvort sem hann hefir orðið sleg- inn af sinni samvizku, er hann hafði heyrt frambjóðsndurna tala, eða af hvetju sem það nú var, þá fipaðist honum algerlega, svo lítið kom upp úr honum af viti. Þó mátti skilja á honum, að honum þótti Jón Magnússon algerlega ómögulegur sem ráðherra, þó hann mintist ekki á hann, því hann sagði, að ef hann hefði átt #9 skipa stjóro, þi mundi ha»n hafa valið þá þrjá mena f hana, sem væru á A-iistanum. En það er, svo sem kunnugt er, hinn ný- bakaði bannmaður, Jón Þorláks- son, rithöfundurinn Einar Kvaran og peningadrengurinn Ó'afur Thors Sveinn sagðist vilja breyta nöfn- unum á ráðherrunum og kalla einn þeirra bannmálaráðherra. Já, bannmálaráðherral Það væri ekki Ijótt nafn á Jón Þorlákssoni R. Saga Borgarœttarinnar. Fyrrihluti Borgarættarinnar var sýndur Nýja Bió f fyrsta sinn á laugardagskvöldið. Kvikmynd þessi sem er búin til eftir sðgum Gunnars Gunnars- sonar um Borgarættina, fer að mestu fram á tslandi, og var tekin hér i fyrrasumar, að mestu leyti með fslenzkum leikurum. Þó ýmislegt sé í mynd þessari sem er hlægilegt frá fslenzku sjónarmiði, t. d. að sjávarhamar- inn, sem síra Ketill steypir sér út af, er stapinn f Almannagjá, og að útsýnið frá Reykholti (Borg) er fjallasýnin frá Þingvöllum, þá eru þetta þó smámunir Myndin sem heild (þessi hluti hennar) er ein- hver ásjálegasta myndin sem sýnd hefir verið hér í Reykjavík sök- um náttúrufegurðar, en einnig vegna leiksins, og standa fslenzku leikararnir að engu leyti að baki þeim útlenzku. Guðmundur Thorsteinsson list- málari leikur eitt aðalhlutverkið, Ormar Örlygsson og ieikur það prýðitega. Á fyrstu myndunum, þar sem hann er á rjúpnaveiðum í fjalliau uppaf Borg (myndin tekin f Aimannagjá) hreyfir hann sig of hratt, en slíkt er auðvitað smávægilegt. Leikur Guðmundar hefði þó verið ennþá betri ef hin meðfædda góðmenzka hans hefði ekki eins offc skinið á andlitinu á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.