Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 6
6 E FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Einmanaleiki er ástand sem skipar stóran sess í lífi margra ungmenna. Kristín Elfa Guðna- dóttir athugaði ýmsa fleti á einsemdinni, góða og slæma. „EINHVER mesta vá sem steðjar að heilsu fólks í dag er einmana- leiki. Einmanaleikinn birtist í kvíða, áhyggjum, örvæntingu og alls konar neikvæðri hegðun." Þetta voru opnunarorð dr. Lisbet Lindholm í fyrirlestri um ein- manaleika ungs fólks á aldrinum 13-20 ára, sem hún flutti á fjöl- þjóðlegri ráðstefnu hjúkrunar- fræðinga í Háskólabíói 25. maí sl. Rannsókn Lisbet, sem liggur fyrirlestrinum til grundvallar, byggist á djúpviðtölum um ein- manaleika við tuttugu og eina manneskju á aldrinum 13-20 ára. Einsemd hefur ávallt verið fylgi- fiskur manneskjunnar en hún er sérstaklega fyrirferðarmikil í lífí ungs fólks og í vissum skilningi liður í þroskaferlinu. A þessum árum er leitað svara við stórum spurningum á borð við „hver er ég?“, „hvað er réttlæti?“, „hvert verður mitt framlag?" o.s.frv. Lis- bet bendir á að einmanaleiki er ekki jafneinfalt hugtak og kann að virðast við fyrstu sýn og viðbrögð- in við honum ekki heldur. Góður og slæmur einmanaleiki Á íslensku eigum við fjölmörg orð yfír þetta ástand; einmana- kennd, einsemd og einmanaleiki eru þeirra algengust. í Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason er minnst á ein- manatign, sem bei.iir huganum að því hvort ef til vill kunni að leynast eitthvað fallegt og upp- byggilegt í einmanaleikanum. Rannsókn Lisbet leiddi í ljós að einmanaleikinn getur verið bæði góður og slæmur og viðbrögð við honum ýmist virk eða óvirk. Góð- ur einmanaleiki er þegar fólk kýs að draga sig í hlé, annaðhvort vegna þess að því finnst það ekki geta lifað „þarna úti“ í samræmi við sannfæringu sína eða vegna þess að það hefur þörf fyrir að kafa í sjálft sig, kynnast sér betur og finna sinn innri styrk. Að mati Lisbet er einvera af þessu tæi í eðli sínu jákvæð, nærandi og hvíl- andi þótt henni fylgi einhver ein- manaleiki, jafnvel sár. Stundum verður útkoman hins vegar sú að fólk treystir sér ekki aftur út úr þessu ástandi vegna þess að því fínnst að enginn skilji það og elski og það sé öðruvísi og utangátta. Of mikil sjálfsskoðun getur orsak- að að fólki finnst sem allir hafí yf- irgefið það og einmanaleikinn verður yfirþyrmandi og þjáning- arfullur. Morgunblaðið/Jim Smart Góður einmanaleiki gefur orku og eykur lífsvilja en sá slæmi veldur þjáningu og stefnir heils- unni í voða. Ef um góðan ein- manaleika er að ræða hefur fólk sjálft valið sér einveruna en slæm- ur einmanaleiki orsakast bæði af umhverfinu og eigin skapgerð og persónuleika. Honum fylgir von- Íeysi og höfnunartilfinning. Bilið á milli góðs og slæms ein- manaleika er stutt og annað af- brigðið getur auðveldlega breyst í hitt á hvorn veginn sem er. „Besta leiðin til að styðja ungling sem er einmana felst í að veita honum óskilyrta ást og gefa þannig til kynna að hann sé viðurkenndur og samþykktur nákvæmlega eins og hann er,“ sagði Lisbet í erindi sínu. Hlutdeild einmanaleika í sjálfsvígum unglinga er óumdeild. Meðal annars þess vegna er þetta ástand sem ber að taka alvarlega og gera allt sem unnt er til að tryggja að unglingurinn upplifi að hann sé elskaður og virtur. Þegar einmana- leikinn fer út yfir eðlileg mörk Morgunblaðið/Ásdís Að sögn Bjarneyjar Krisljánsdóttur er skortur á góðum tengslum fýrstu ár ævinnar algeng orsök erfiðleika síðar meir. afneiti vandanum. Þeir óttast að eitthvað sé að og vita það innst inni en hleypa því ekki út. Þetta er ekki gott vegna þess að ef bam er kvíðið þarf að taka á því strax. Böm verða að upplifa ör- yggi og við fiillorðna fólkið verðum sífellt að vera vakandi gagn- vart því að halda boð- leiðinni við bamið op- inni. I því sambandi er gott að hafa í huga að böm byrja oft á því að yppa öxlum og segja „ég veit það ekki“ og eitthvað í þeim dúr þegar þau era spurð um líðan sína, en ef þau fá góð- an tíma gefa þau oft ótrúlega góðar upplýsingar um upp- Reiði og einmana- J leiki BARNI er vísað af leikvelli vegna þess að það virðir ekki reglur. Bam- ið bregst ókvæða við og tvinnar sam- an blótsyrði, ræðst þvínæst á kenn- ara og sparkar í hann. Þetta atvik er eitt fjölmargra sem gerast á hverjum degi í íslensku hversdagslífi. Sögum af viðlíka at- vikum fylgja gjarnan ummæli um að krakkar séu upp til hópa óalandi og óferjandi, að ástandið versni ár frá ári og að vel upp alin börn séu orðin eins og sjaldséðir hvítir hrafnar. En hvers vegna er kveikiþráðurinn í krökkum svona stuttur? í greininni „Rug Rat Rage“ eftir Miriam Karm- el Feldman sem birtist í bandaríska tímaritinu Utne Reader, er sálfræð- ingurinn Ron Taffel spurður að þessu. Hann tók viðtöl við 150 böm í fyrstu bekkjum grannskóla og fann mikla reiði á meðal þeirra: „Nútíma- börn em reið vegna þess að þeim finnst eins og þau séu ósýnileg og hunsuð af foreldmm sem hvorki sjá þau né heyra.“ Fyrir vikið er þol- þröskuldurinn lágur og börn verða fljótt ergileg ef þau ráða ekki við eitthvað. „Foreldrar verða að taka sér tíma til að kynnast barninu sínu,“ segir Jan Dmcker í sömu grein, en '’hún er formaður barnasálarfræði- stofnunarinnar við Sarah Lawrence College. „Þeir geta kennt baminu að takast á við verkefnin eitt og eitt í einu og hrósað því fyrir árangurinn, hversu Iítill sem hann er.“ Gæðastundir Ef til vill er umræða um tímaskort á íslenskum heimilum, vinnuálag og meðfylgjandi afskiptaleysi gagnvart bömunum orðin að klisju. Eins og aðrar klisjur fer hún inn um annað eyrað og út um hitt. Þá gleymist að leiða hugann að vemleikanum að baki klisjunnar. I greininni „Rug Rat Rage“ bendir höfundur á að til þess að fólk geti tengst hvert öðra þarf langar samfelldar samveru- stundir. Ekki er nóg að koma hlaup- andi inn úr vinnunni, kalla á krakk- ann, skipa honum að setjast og segja „nú ætlum við að eiga góða stund saman“. Umræðan um gæðastundir er fyrst og fremst til þess fallin að slá á samviskubit foreldra sem em allt of mikið fjarverandi frá börnum sín- um, að sögn greinarhöfundar. Til þess að ala upp böm þarf tíma. Þetta er mjög einföld staðreynd sem fólk horfir fram hjá vegna þess að það getur ekki sinnt henni. Mörg böm ‘ era afskipt, einmana og njóta ekki eðlilegrar leiðsagnar fullorðinna. Þau sitja framan við tölvuna eða sjónvarpið og hvað skyldu þau læra þar um góð og falleg samskipti? Höfum ekki tíma til að slæpast Á ensku er til orðatiltækið „hang- ing out“ sem er notað um þá athöfn að vera með öðmm án þess svo sem að vera að gera eitthvað sérstakt. Á íslensku er þetta kallað að slæpast eða drolla og þykir ekki merkilegt athæfi, aðallega eitthvað sem ungl- ingar fást við sem hafa ekkert betra fyrir stafni. „Við lifum svo annasömu lífi að við höfum ekki tíma til að slæp- ’■ ast,“ segir Jan Dracker, „og því fylg- ir streita, svekkelsi og reiði." Böm em fljót að skynja ef þau em fyrir og fólk mmpar af samskiptunum við þau til þess að geta snúið sér að ein- hverju „merkilegra". Þau skynja að hversdagslífið er farið úr böndunum og foreldrar þeirra eiga erfitt með að sætta allar andstæður lífsins. „For- eldrar em famir að tapa áttum sið- ferðilega," segir Ron Taffel í grein- inni. „Þeim er mikið í mun að gera rétt án þess að vera of harðir við bömin sín og verða stundum hálf- _ lamaðir. Þeir forðast að ráðleggja ^börnunum sínum skýrt og hiklaust og án þess að ritskoða ráðin fyrir- fram.“ Margir foreldrar hrifsa tíl sín staðlaðar uppeldiskenningar til að ráða bót á vandanum „en uppeldi í neytendaumbúðum virkar ekki,“ segir Ron, „þar sem hvert barn er einstakt." FLEST böm og unglingar upplifa einhvem tíma að vera einmana," segir Bjamey Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi á Bama- og unglinga- geðdeild. „En einmanaleiki getur far- ið út yfir eðlileg mörk. Þá finnst krökkum að þeir tilheyri ekki neinum hópi, jafnvel ekki sinni eigin fjöl- skyldu. Um ástæðuna er erfitt að segja. Við vitum þó að böm sem hafa verið vanrækt fyrstu ár ævinnar sýna það mjög oft þegar þau nálgast ungl- ingsárin með sérkennilegum félags- legum viðbrögðum. Orsakir geta líka verið einhverjir meðfæddir erfiðleik- ar sem valda því að sjálfsmynd ungl- ingsins er mjög brotin og hann dregur sig sífellt í hlé.“ Allar fjölskyldur hafa sinar sterku hliðar Að sögn Bjameyjar geta böm orðið tvíbent í afstöðu sinni til annarra, þau þyrstir í tengsl en hafna þeim um leið. „Við þetta myndast vítahringur: Ef bömin hafa orðið fyrir höihun þá hafna þau öðmm strax í upphafi kynna, til þess að koma í veg fyrir að verða sjálf fyrir höfnun einu sinni enn. í dag sjáum við mörg böm og ungl- inga sem þjást af þunglyndi og kvíða og sjálfsvígshugsanir em jafnvel fyrir hendi. Til að geta hjálpað baminu er mikilvægt að fá fjölskylduna til sam- starfs. Að sjálfsögðu hefur fjölskyld- an verið að reyna að gera sitt besta en stundum festast samskiptin í nei- kvæðni sem erfitt er að komast út úr nema með utanaðkomandi aðstoð. Iðulega kemur fram ný og gagnlegri leið til að leysa málin þegar fólk sest niður og ræðir málin. Við leggjum áherslu á að finna sterku hliðamar í hverri fjölskyldu og umorða hlutina jákvætt. Unglingur getur svo dæmi sé tekið orðið fastur í einhverri nei- kvæðri skoðun á foreldmm sínum og þá þarf að hjálpa honum að sjá málin frá öðra sjónarhomi." Foreldrar óöruggir Að mati Bjameyjar fer óöryggi for- eldra gagnvart bömum vaxandi. „Fólk veit ekki hvemig það á að taka á málunum. „Eigum við að vera ströng eða eftirgefanleg?" er algeng spuming. Ég held að ástæðan sé með- al annars aukin umræða um neyslu fíkniefna, einelti og önnur vandamál. Fólk verður óömggt við að heyra um öll þessi vandamál en um leið em meiri líkur á að leitað sé hjálpar. Böm em mismunandi og nánast ómögulegt fyrir skólann að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Mörg böm þrífast ekki innan þess ramma sem skólinn er. Agaleysi í skólum er miklu meira hér en víðast hvar er- lendis og meiri losarabragur á öllu. Fólk vinnur mildð og tímamir hafa breyst. Ég var eitt sinn á fundi með ráðamönnum til að knýja á um stofn- un heimilis fyrir krakka sem foreldr- amir réðu ekki við. Einn íundar- manna sagðist ekkert skilja í að þörf væri fyrir svonalagað. Þegar hann var imgur vom svona krakkar sendir í sveit til afa og ömmu og komu svo fín- ir til baka. Þá sagði sálfræðingur sem var líka á fundinum: „Ég var að tala við bam í morgun sem sagði mér að amma og afi væm skilin og amma væri komin á Vog.“ Blessaður ráða- maðurinn sá greinilega ömmu fyrir sér prjónandi sokka og afa að ganga til verka með drengnum sínum. En reyndar er það svo að þegar vel tekst til og krakkar em sendir í sveit á góð- an stað þar sem þeim er sinnt mikið, þá ber oft minna á ofvirkninni sem þau em greind með. Tími er allt sem þarf Margir foreldrar á íslandi þurfa að vinna myrkranna á milli til að láta enda ná saman. Um leið þarf að gera miklar kröfur til bamanna um sjálf- stæði og allt veldur þetta mikilli spennu í heimilislífinu. Böm þurfa á því að halda að vera í tengslum og upplifa að þau hafi stuðning foreldra sinna og geti talað við þá. Ein stund sem hægt er að nýta í þessu skyni er háttatíminn. Þegar líður að háttatíma og húsverkum er lokið em böm oft mjög upplögð og vijja spjalla. Þá er gott að vera ekki allt of stífur á hátta- tímanum heldur gefa sér tíma til að ræða saman. Bamið nýtur þess að sitja eitt að foreldri sínu og spjalla í rólegheitunum." Að sögn Bjameyjar em krakkar oft að leita að einhveiju sem þau vita ekki einu sinni hvað er. „Ef þau fá reglur og ramma róast þau, en ró er forsenda þess að geta haldið áfram að þroskast. Ef bami fer að líða illa er það því miður of algengt að foreldrar lifanir sínar.“ Vantar aðgengileg úrræði „Tilboð um fjölskyldumeðferð þurfa að vera opnari og betur kynnt en nú er,“ segir Bjamey. „Drögin að góðri geðheilsu síðar á ævinni era lögð strax í fmmbemsku og því miður er félagslegur stuðningur við fjöl- skyldur engan veginn nægjanlegur hér á landi. Það er ekki hægt að gefa það sem maður á ekki og foreldrar sem hafa sjálfir verið aldir upp við ástleysi og afskiptaleysi eiga miklu erfiðara uppdráttar en aðrir foreldrar þegar kemur að uppeldinu. Það er mjög mikilvægt að ná til þessa fólks og hjálpa því með kennslu og annars konar stuðningi. Hjá Félagsþjónust- unni er ýmislegt í boði en fólk leitar ekki þangað fyrr en allt er komið í kalda kol. Við þyrftum að nýta betur úrræði á borð við Ungbamavemdina, en þar er einblínt um of á líkamlega vellíðan. Þetta er sá vettvangur þar sem auðveldast er að ná til fólks fyrstu þijú til fjögur árin af lífi barns- ins. Starfsmenn þyrftu að fá þjálfun í að skoða tengsl og gera það mark- visst.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.