Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 30.06.2000, Síða 8
8 E FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN Á BRÁÐAKEISARAFÆÐINGUM n Keisarafæðingum fer fjölffandi á íslandi. Ríflega helmingur þeirra eru bráðakeisara- fæðingar, en þá er gripið til skurðarhnífsins með litlum fyrirvara. Fjórir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar gerðu í lokaverkefni sínu rannsókn á reynslu kvenna af _____slíkum fæðingum. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvær úr hópnum og forvitnaðist um málið. HELGA Atladóttir, Hildur Björk Rúnars- dóttir, Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Sig- ríður Erla Sigurðar- dóttir eru allar komnar á fullt í vinnu í»á Landspítalanum, enda skortur á hjúkiunarfræðingum. En hvers vegna heitir keisaraskurður þessu nafni? Ingibjörg og Sigríður Erla urðu fyrir svörum. „Margir halda að ástæðuna fyrir því að slík aðgerð sé kennd við keisara megi rekja til þess að Júlíus Sesar hafí fæðst með þeim hætti. Sú staðreynd að móðir Sesars lifði í mörg ár eftir fæðingu hans, af- sannar þá kenningu að hann hafí fæðst í keisarafæðingu, því á þessum tímum létust allar konur við eða eftir slíka aðgerð. Miklu líklegra er að að- gerðin dragi nafn sitt af fomum lög- um Rómaborgar sem hétu Lex Caes- area og kváðu á um að þegar þunguð kona léti lífið skyldi fjarlægja bamið úr líkama hennar og jarða það aðskil- * ið frá móðurinni. Auk þess er sögnin að skera á latínu ‘caedare’.“ A fyrri tímum vom konur, sem komu bömum ekki frá sér í fæðingu um fæðingarveg, ekki öíúndsverðar - þær létu iðulega lífið af barnsföram og þær tilraunir sem gerðar voru til HELOSAN HÚÐKREMIÐ Í SÓI.ARFRÍIÐi Taktu eina rauða með í sumarleyfiðí Skðlavðrftustíg. Kringlunnl og Smöratorgi að ná bami út með skurði, höfðu jafn- an í for með sér dauða móður og bams. Að sögn hjúkranarfræðinganna var fyrsta keisaraaðgerðin á íslandi, sem vitað er til að bæði móðir og bam lifðu af, gerð á Landakoti árið 1910. „Tíðni slíkra aðgerða hefur hækkað ár frá ári. Arið 1985 var tíðni keisara- fæðinga á Landspítalanum 14,2% en var komin upp í 17,6% árið 1999,“ seg- ir Sigríður Erla. En hver er munur- inn á keisarafæðingu og bráðakeis- arafæðingu? „Munurinn liggur fyrst og fremst í því að þegar kona fer í fyrirfram ákveðinn keisara, þá er fæðing ekki farin af stað og konan er undirbúin og upplýst um gang mála. í bráðakeisara er konan oftast komin af stað í fæð- ingu, og gripið er inn í ferlið með skömmum fyrirvara. Konan fer yfir- leitt í aðgerðina mjög þreytt og full vonleysis og eins hefur hún áhyggjur af eigin ástandi og barnsins. Par sem aðgerðin gerist hratt er lítill tími til útskýringa og undirbúnings." Hræðsla eða kvíði eykur líkurnar á bráðakeisarafæðingu Helstu vandamál sem koma upp í fæðingu, sem verða til þess að gripið er til bráðakeisara, segja þær stöllur vera langdregna fæðingu, súrefnis- skort hjá bami og hægan hjartslátt. „Ef bamið snýr ekki rétt og ef mis- ræmi er milli stærðar barns og mjað- magrindar móður, þarf einnig að grípa til slikrar aðgerðar. Eins ef fylgjan er fyrirsæt. Athyglisvert er einnig að hræðsla eða kvíði iyrir fæð- ingu getur aukið líkur á bráðakeisara- fæðingu." Erlendar rannsóknir sýna að reynsla kvenna, sem eignast hafa böm sín með bráðakeisarafæðingu, er neikvæðari en þeirra sem fæða böm sín um fæðingarveg eða með fyr- irfram ákveðinni keisarafæðingu. Þær stöllur era íyrstar til að gera rannsókn á þessu sviði hérlendis og hvemig skyldi rannsóknin hafa farið fram? „Þetta var eigindleg rannsókn sem við gerðum undir leiðsögn Helgu Gottfreðsdóttur Ijósmóður. Við tók- um viðtöl við fjórar frambyijur, þ.e.a.s konur sem vora að eignast bam í fyrsta skipti á aldrinum 21 til 28 ára og fæddu með bráðakeisarafæð- ingu. Þrjár þeirra vora mænudeyfðar fyrir aðgerðina en ein þeirra þurfti að fara í svæfingu. Viðtölin vora tekin frá sex til átta vikum eftir fæðingu." Og hver var reynsla kvennanna í ykkar rannsókn af því að fæða með Morgunblaðið/í>orkeU Sigríður, Hildur, Ingibjörg og Helga, brugðu á leik, klæddu sig upp í gamla hjúkkubúninga og stilltu sér upp við Landspítalann, Hringbraut. bráðakeisarafæðingu? „Þær töluðu mikið um þessa neikvæðu tilfinningu sem íylgir því að missa tökin á að- stæðum, ráða ekki lengur neinu um það hvað er gert eða hvemig fæðingin fer fram. Þær voru allar að eignast sitt fyrsta bam og höfðu haft miklar væntingar um þessa stóra stund sem fæðing oftast er. Þær vora búnar að hlakka til þess augnabliks þegar bamið kemur í heiminn, pabbinn klippir á naflastrenginn, fá bamið í fangið og að hafa það hjá sér í róleg- heitum eftir fæðinguna. Öllu þessu misstu konumar af og urðu fyrir von- brigðum af þeim sökum.“ Ingibjörg og Sigríður Þóra taka þó skýrt fram að konumar vora mjög þakklátar fyi-ir að hægt var að bregð- ast við aðstæðum og bjarga bömun- um úr hættu. „Þær gerðu sér einnig grein fyrir eftir á að þetta var það eina rétta í stöðunni og að öllu skipti að bamið kæmist óskaddað í gegnum fæðing- una. Ein þeirra talaði sérstaklega um hversu mikill léttir það hafi verið að losna undan verkjum og sjá fyrir end- ann á langri og erfiðri fæðingu. Helsti neikvæði þátturinn í reynslu hennar var að henni fannst ekki gripið nógu íljótt inn í fæðinguna. Henni fannst hún hafa verið látin ganga allt of lengi í gegnum miklar þjáningar áður en ákvörðun um bráðakeisara var tekin." Framandi aðgerð, erfitt að ná tengslum Keisarafæðing er mikil skurðað- gerð og framandi fyrir þær sem aldrei hafa áður lent á skurðarborði, sér- staklega þegar enginn tími vinnst til að upplýsa sjúklinginn um hvað hann er að fara ganga í gegnum, að sögn Ingibjargar og Sigríðar Erlu. „Margt starfsfólk kemim að að- gerðinni og allir era eins klæddir, með grímu fyrir andlitinu. Ein konan talaði sérstaklega um að hún hefði ekki náð neinum tengslum við starfs- fólkið í kringum sig á skurðstofunni, henni fannst þetta vera ókunnugt fólk 99 Rannsóknir sýna að konur sem eignast börn með bráðakeisarafæð- ingu upplifa fæð- inguna á neikvæð- ari hátt en þær sem fæða börn sin um fæðingar- veg eða með fyrir- fram ákveðinni keisarafæðingu sem hún sá aðeins í augun á. Hún þekkti engin af þessum fjölmörgu augum allt í kringum sig, nema augu mannsins síns, segir Ingibjörg. „Önn- ur talaði um hversu hraðinn hefði gert hana ringlaða," segir Sigríður Erla, „allt í einu kom fólk og fór að velta henni til og frá, mænudeyfa hana, tengja hana við allskonar tæki og svo var hnífurinn á lofti. Hún var óöragg og hrædd og fannst vanta mikið upp á að hún væri sjálf upplýst um gang mála.“ Áríðandi er að mati hjúkrunar- fræðinganna, að konur sem fæða með bráðakeisarafæðingu, fái að einhverju leyti að vera þátttakendur í ákvörð- uninni um aðgerðina og eins að þær séu upplýstar um ástæðuna fyrir því að grípa þarf inn í fæðinguna með þessum hætti. „Stundum eiga þær erfitt með að meðtaka upplýsingarn- ar vegna uppnáms og verkja og þess vegna er áríðandi að makar þeirra séu í það minnsta vel upplýstir, því þeir ná oft betra sambandi við konuna en starfsfólkið.“ Að lokinni aðgerð fær konan að sjá bamið í augnablik, en síð- an er það flutt á sængur- kvennagang til eftirlits þar sem það er haft í hitakassa í tvær klukkustundir, að sögn Ingibjargar. „Feð- umir dvelja oft hjá barn- inu þessar tvær stundir en mæðumar era einar á fæð- ingarstofunni eða á vökn- un til eftirlits. Einnig þarf að sauma þau sjö lög sem skorið er í gegnum og þeim finnst þær einar og yfir- gefnar í þessa tvo tíma. Þessi langa bið eftir bam- inu fannst þeim mjög erfið og okkur finnst ástæða til að reyna að bæta úr því. Ef allt er eðlilegt, hlýtrn- að vera æskilegra að bamið sé í hitakassanum á sömu stofu og konan liggur á og þá hefur hún föðurinn einnig hjá sér, sem veitir ekkert af eftir allt sem á undan er gengið. Það hlýt- ur að draga úr neikvæðri reynslu kvennanna að vera ekki skildar svona einar eftir.“ Sigríður Erla og Ingi- björg telja að hægt sé að bæta fæðingarreynslu kvenna með auknum stuðningi og umhyggju starfsfólks. „Það á ekld bara við fyr- ir og í aðgerð, heldur ekki síður eftir aðgerðina. Kon- umar vora oft í einskonar áfalli fyrst á eftir og fannst þær fá takmarkaðan and- legan stuðning, allir vora alltaf að spyrja um hvemig þær hefðu það í skurðinum og fleira í þeim dúr. Eins vora þær í svo miklu upp- námi rétt fyrir og í aðgerð að þær vissu ekki almenni- lega hvað fór fram. Þær þyrftu að fá aðstoð við að atburðarásina eftir á og reynslunni." Hjúkrunai-- fræðingar og Ijósmæður era í lykilað- stöðu til að draga úr hræðslu og óör- yggi með nærvera sinni og stuðningi í fæðingarferlinu, að mati þeirra. „Mikilvægt er að kona fari aldrei ein í fæðingu því fagfólk getur aldrei komið í stað einhvers sem konan þekkir vel og treystir. Nærvera föður eða einhvers annars skiptir miklu máli, það kom skýrt fram. Imyndin um konuna og móðurina hefur einnig áhrif á reynslu þessara kvenna því það kom fram í rannsókn- inni að konunum fannst þær ekki eins góðar mæður og þær sem fæddu um fæðingarveg," segir Sigríður Erla. Ingibjörg bætir við að því miður virðist vera ríkjandi viðhorf í þjóðfé- laginu, að allar konur eigi að geta átt böm sín um fæðingarveg. „Með til- komu heimafæðinga og vatnsfæðinga er þetta viðhorf orðið enn algengara. Þeim konum sem gengur vel í fæð- ingu er hampað af samfélaginu og lýst sem hetjum. Þetta veldur því að kon- um, sem lenda í að fæða með aðstoð, svo sem með keisarafæðingu, töng- um, sogklukku o.fl., ftnnst þær oft vera misheppnaðar. Annað viðhorf er einnig ríkjandi í samfélaginu, að það sé lítið mál að fæða með keisarafæð- ingu. Það vill oft gleymast að keisara- fæðingu fylgja oft neikvæðii- fylgi- kvillar, bæði líkamlegir og andlegir, sem konumar geta átt erfitt með að vinna úr.“ Önnurrannsókn á döfinni Fjórmenningamir hafa hug á að gera enn frekari rannsókn tengda reynslu kvenna sem fara í bráðakeis- arafæðingu, þar sem úrtakið verður stærra og rannsóknin viðameiri. „Það er full ástæða til að gera eitthvað í þessum málum, og niðurstöðumar era vísbendingar um þá þætti sem betur mættu fara í hjúkrunarmeðferð þeirra kvenna sem fæða með þessum hætti og þannig getum við stutt við gæðastarf Kvennadeildar.“ fara yfir vinna úr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.