Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ BLAD Rúnar fer til Lokeren RÚNAR Kristinsson landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem leikur með norska úrvalsdeildar- liðinu Lilleström, hefur ákveðið að taka tilboði frá belgíska félaginu Lokeren. Hann heldur til Belgíu við fyrsta tækifæri þar sem hann gengst undir læknisskoðun og eftir það skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið. Rúnar er samningsbundinn Lilleström út þetta ár svo ætli Lokeren að fá hann strax þurfa félögin að kom- ast að samkomulagi um kaupverð en að öðrum kosti gengur hann til liðs við Lokeren eftir að t ímabilinu lýkur í Noregi í október. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum var Rúnar með tilboð frá austurríska liðinu Grazer AK en hann ákvað eftir góða umhugsun að taka tilboði Belganna. „Þetta var erfið ákvörðun enda tveir jafngóð- ir möguleikar í boði og tilboðin mjög svipuð. Það réð samt nyög miklu að það eru íslendingar fyrir hjá Lokeren. Það auðveldar mér að kom- ast inn í umhverfíð og inn í klúbbinn og ekki skemmir félagsskapurinn fyrir,“ sagði Rúnar Kristinsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Rúnar hefúr verið atvinnumaður í knatt- spymu frá árinu 1995. Hann lék fyrst með sænska liðinu Örgryte frá 1995-1997 og þaðan lá leiðin til Lilleström þar sem hann hefur leikið undanfarin þijú ár. Hann verður Qórði íslendingurinn í herbúð- um Lokeren. Amar Þór Viðarsson hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú ár og fyrr í sumar gengu Auðun Helgason og Arnar Grétarsson frá samningi við félagið. Þórður samdi við Las Palmas út er ég vongóður um að þetta mál fái farsæla lausn,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður gengst undir læknisskoð- un í dag og skoðar aðstöðu félags- ins betur en hann segir að mikill hugur sé í liðinu fyrir tímabilið. Hann segir að stemmningin í kring- um liðið sé mjög góð og á leikjum liðsins í 2. deildinni á síðasta tíma- bili hafi undantekningalaust verið fullur völlur, eða um 25.000 manns. Forráðamenn Genk eru greini- lega ekki ánægðir með þessa þróun mála, enda eru þeir að missa frá sér lykilmann á erfiðum tíma. „Við neyðumst sennilega til að ganga að þessu en gerum það þó ekki þegj- andi og hljóðalaust," sagði fram- kvæmdastjóri Genk við Het Laaste Nieuws í gær, og gaf í skyn að ein- hverjir eftirmálar yrðu að brott- hvarfi Þórðar frá félaginu. Keppnistímabilið í spænsku 1. deildinni hefst síðari hluta ágúst- mánaðar. Tvöfaldir meistarar ÞÓRÐUR Guðjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Genk í Belgíu skrifaði í gær undir þriggja ára samning við spænska knatt- spyrnuliðið Las Palmas. Undir- skriftin var gerð með fyrirvara þar sem félögin eiga eftir að ná samningum um félagaskiptin. órður Guðjónsson landsliðs- maður í knattspyrnu og leik- maður Genk í Belgíu skrifaði í gær undir þriggja ára samning við spænska knattspymuliðið Las Palmas. Undirskriftin var gerð með fyrirvara þar sem félögin eiga eftir að ná samningum um félagaskiptin. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir helgina þá meinaði Genk Þórði að fara til Kanaríeyja til að ganga frá sínum málum við félagið en eftir fund Þórðar með forráðamönnum Genk í Belgíu á laugardaginn sam- þykktu þeir að leyfa að honum að halda utan. I dag eru svo menn frá Genk væntanlegir til Kanaríeyja til viðræðna við kollega sína hjá Las Palmas þar sem gengið verður til samninga um félagaskiptin. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Genk vilja fá 85.000 belgíska franka fyrir Þórð, sem er nálægt 170 milljónum króna. „Þetta er allt á réttri leið mín megin og vonandi ganga félögin formlega frá þessu sín á milli í vik- unni. Eg var harður á þessum fundi mínum með Genk og ég ítrekaði þar að ég ætlaði mér í burtu frá liðinu. Fyrst þeir samþykktu að leyfa mér að fara og ætla svo að koma sjálfir FRAKKAR náðu að endurtaka af- rek Þjóðveija, þegar þeir urðu Evrópumeistarar í Rotterdam. Frakkar eru einnig handhafar heimsmeistaratitilsins, sem þeir tryggðu sér i Frakklandi 1998. Þjóðveijar urðu Evrópumeistarar í Brussel 1972 með því að leggja So- vétmenn að velli, 3:0. Þá tók Frans Beckenbauer á móti Evrópubikar- num. Hann tók síðan á móti heims- meistarastyttunniíMunchen 1974 þegar Þjóðveijar lögðu Hollend- inga í úrslitaleik, 2:1. Didier Des- champs, fyrirliði Frakka, hefúr því staðið í sömu sporum og Becken- bauer að taka á móti tveimur glæsilegum verðlaunagripum með tveggja ára millibili. Frakkar urðu Evrópumeistarar sem heimsmeist- arar, en Þjóðveijar heimsmeistar- ar sem Evrópumeistarar. Á myndinni fyrir ofan lyftir Des- champs, fyrirliði Frakka, Evrópu- bikamum. Við hlið hans em Zined- ine Zidane, Marcel Desailly og Thierry Henry. EINAR ÖRN BIRGISSON HYGGST STEFNA KR/B8 INTER' Adidas Boston. Dömust. 3.5-8. Herrast. 6-12. Kr. 6.790,- VINTERSPORT Nike Air lurbo 5t. 8 12. kr. 8.880,- VINTERSPORT VINTERSPORT ■agsf-. s < New Balance 828 St. 7.5-11. kr. 8.960,- VINTERSPORT AsicGel Summit. Dömust. 5.5- 9.5. Herrast.7-13. Kr. 7.390,- VINTERSPORT j? ■ VI Þ i n f r í s t ii m d - O k k n r fag Bildshöfða • 110 Reykjavik ■ 510 8020 • www.intersport.is 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.