Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 8
 Ptgg" 1 flto*$tssil»ltafrífr Einar Öm Birgisson hyggst stefna KR EINAR Örn Birgisson, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá KR, hyggststefna félaginu fyrir riftun þess á samningi við sig í vor. Einar Örn gekk til liðs við KR í fyrra og gerði þá samning til þriggja ára, þ.e. til ársloka 2001. Lék hann með félaginu í efstu deild sl. og hélt sínu striki sl. vetur og lék með félaginu í deilda- bikarkeppninni í vetur og vor. í byrjun apríl kom upp ósamkomu- lag milli hans og Péturs Péturssonar þjálfara KR. Nokkru síðar sagði KR upp samningi sínum við Einar. Stefna Einars verður þingfest strax að loknu réttarhlé Hér- aðsdóms Reykjavíkur síðar í sum- ar. Fari svo mun málið ekki eiga sér hliðstæðu í samskiptum knatt- spyrnumanna og félaga hér á landi. „Samningur Einars við KR gilti til ársloka 2001 og honum rifti KR með bréfí 15. maí,“ sagði Atli Helgason, lögfræðingur Einars Arnar í gær. „Astæða riftunarinnar er sögð sú að það hafi kastast í kekki milli Einars og þjálfara KR fyrir utan það að sagt er að Einar hafí ekki mætt á æfingar," sagði Atli ennfremur. Atli segir að sökum uppsagnar- innar sé Ijóst að skjólstæðingur sinn verði af tekjum og þær ætla þeir sér að sækja. „KR-ingar hafa boðist til þess að ljúka málinu með greiðslu til Einars en hún kemur ekki í stað þess sem hann tapar við riftun samningsins. Þetta er tímabundinn samningur sem er ekkert annað en vinnusamn- ingur og við teljum að honum sé rift eða sagt upp með ólögmætum hætti sem þýðir að Einar Örn á rétt á skaðabótum. Þar af leiðandi hljóta skaðabæturnar að nema því sem eftir er af samningnum svo framar- lega sem hann fari ekki að leika með öðru félagi og fái tekjur hjá því. Það er því ekki óeðlilegt að KR greiði Einari Emi þau tæpu tvö ár sem hann átti eftir af samningnum þegar honum var rift.“ Atli segist ekki vita til þess að mál sem þetta hafi áður farið fyrir héraðsdóm, en nokkur hafi lent í gerðardómi KSI. „Knattspymufé- lög hafa reynt að koma málum sem þessum í gerðardóm og ég reikna með að KR reyni það. Þessi samningur er hins vegar þess eðlis að reglugerð KSÍ tekur ekki yfir hann og í þokkabót þá tel ég að gerðardómur KSÍ geti ekki fjallað um skaðabætur sem þessar. Hann getur fjallað um efni samn- ingsins og efni KSÍ-samningsins, honum er hins vegar ómögulegt að taka íyrir skaðabæturnar. Krafa okkar snýst ekki um efni samnings- ins, hún er um skaðabótakröfu sem stofnast við ólöglega uppsögn," sagði Atli Helgason. Guðmundur Pétursson, lögfræð- ingur og formaður rekstrarfélags KR vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið í gær. Johansson velur lands- liðið í golfi fyrirNM LANDSLIÐ íslands í golfí, sem verður í hlutverki gestgjafa á Norðurlandamóti landsliða í Vest- mannaeyjum 28. og 29. júlí nk., hefur verið valið af Staffan Johansson, sænskum landsliðs- þjálfara Islendinga, sem er stadd- ur hér á landi um þessar mundir. Lið íslands eru þannig skipuð: Karlar: Björgvin Sigurbergsson, Keili Örn Ævar Hjartarson, GS Ómar Halldórsson, GA Ólafur Már Sigurðsson, Keili Þorsteinn Hallgrímsson, GR Ottó Sigurðsson, GKG Konur: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR Ólöf María Jónsdóttir, Keili Herborg Amarsdóttir, GR Kristín Elsa Erlendsdóttir, Keili Landsliðsfólkið er í æfingabúð- um í Vestmannaeyjum, verður þar í dag, mánudag, og á morgun. Þar æfir liðið og býr sig undir Norður- landamótið undir handleiðslu Staffans, sem fylgdist með gangi mála í Islandsmótinu í holukeppni um liðna helgi auk þess sem hann var viðstaddur stigamót unglinga á Vífílsstaðavelli í Garðabæ í gær, sunnudag. Auk æfinga fyrir Norð- urlandamótið tekur landsliðið þátt í golfævintýri í Vestmannaeyjum, en þann árlega viðburð sækja fjöl- mörg böm. Ragnhildur og Björg vin fögnuðu á Hellu ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni í golfi var haldið á Strandarvelli á Hellu um helgina. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Björgvin Sigurbergsson, GK, fögnuðu þar sigri. Leiknar voru 36 holur með högg- leiksfyrirkomulagi á föstudeg- inum og komust sextán efstu áfram í fyrstu umferð holukeppninnar. Þrátt fyrir að aðeins tólf konur hafi tekið þátt í höggleiknum þykir það góð þátttaka og því sátu fjórar efstu yfir í íyrstu umferð holukeppninnar. Karl- arnir voru mun fleiri og reyndi 81 kylfingur að komast áfram í aðal- keppnina. Nokkur þekkt nöfn helt- ust úr lestinni og má þar nefna Þor- stein Hallgímsson GR og Sigurpál Sveinsson GA. Fimmti sigur Ragnhildar Sigurðardóttur Ragnhildur Sigurðardóttir GR varð Islandsmeistari í kvennaflokki er hún vann Kristínu Elsu Erlends- dóttur GK í úrslitaleik mótsins. Ragnhildur hafði lagt Ólöfu Maríu Jónsdóttur GK í undanúrslitunum og Kristín Elsa vann Þórdísi Geirs- dóttur GK. Karen Sævarsdóttir GS var ekki á meðal þátttakenda og mun hún hafa verið of sein að skrá sig til keppni. Vallarstjórinn stal senunni Ólafur Þór Ágústsson GK sem er betur þekktur sem vallar- stjóri Hvaleyi’arvallar í Hafnarfirði kom verulega á óvart er hann lagði Helga Birki Þórisson GS í 16 manna úrslitum og Ólafur Þór fékk meðal annars 7 fugla í leiknum gegn Helga. Ólaftu’ Már Sigurðsson GK og Öm Ævar Hjartarson GS urðu næstir á vegi Ólafs Þórs sem sigraði þá báða og lék því til úrslita gegn Björgvin Sigurbergssyni GK. Á leið sinni í úrslita- leikinn vann Björgvin þá Tómas Salmon GR, Ottó Sigurðsson GKG og Heiðar Davíð Bragason GKJ. Úr- slitaleikurinn var æsipenn- andi og Ólafur Þór var með yfirhöndina er leiknar höfðu verið níu holur. Björgvin tryggði sér síðan sigur er hann gerði út um leikinn á 17. holu og er því íslandsmeistari í holu- keppni þetta árið. Mótið þykir erfitt að því leyti að þeir keppendur sem komast í úr- slitaleikina leika rúmlega 100 holur á þremur dögum en til samanburðar eru leiknar 72 holur á fjórum dögum á landsmótinu í höggleik. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Björgvin horfir á eftir kúlunni. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Ragnhildur Sigurðardóttir slær upp úr glompu. Guðmundur vann skólamót GUÐMUNDUR E. Stephen- sen sigraði Mark Owen frá írlandi, 21:7 og 21:8, í úr- slitaleik á alþjúðlegu skóla- móti, Schools International, sem haldið var á bresku eyj- unni Mön um helgina. Kepp- endur á mótinu voru 18 ára og yngri og komu frá Eng- landi, írlandi, Wales, Skot- landi, Mön og íslandi. Pétur og Ámi Gautur í hópi efstu manna w Islendingarnir í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu létu lítið að sér kveða um helgina er boltinn rúllaði að nýju eftir langt hlé. Árni Gautur Arason stóð í marki Rosen- borg og stóð sig vel á heimavelli er liðið lagði Válerenga að velli með tveimur mörkum gegn einu. Árni Gautur er ásamt Pétri Mar- teinssyni í hópi efstu manna í ein- kunnagjöf Verdens Gang að ellefu umferðum loknum. Pétur, sem leik- ur með Stabæk, er í fjórða sæti með 5,6 í einkunn að meðaltali og Árni Gautur fylgir fast á eftir í því fimmta með 5,56. Stabæk lék ekki um helgina gegn Lilleström þar sem liðið tekur þátt í Inter-Toto-keppninni. Tryggvi Guðmundsson fékk möguleika til að tryggja Tromsö sigurinn á útivelli gegn botnliðinu Start frá Kristjánssandi, en Tryggvi brenndi af úr góðu færi á lokamínút- um leiksins og liðin skildu jöfn, 1:1. Viking frá Stafangri vann auð- veldan 3:0-sigur á heimavelli gegn grönnum sínum frá Bryne. Ríkharð- ur Daðason lék sinn besta leik í sumar að mati Verdens Gang en tókst ekki að skora, Auðun Helga- son lék að venju í vörn Viking-liðs- ins. Teitur Þórðarson hefur náð að stappa stálinu í sína menn hjá Brann eftir 7:l-tapið gegn Stabæk í síðustu umferð, sem leikin var í lok maí. Brann sigraði Haugesund á úti- velli, 4:2, og er í öðru sæti deildar- innar, á eftir Rosenborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.