Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2000, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Valsmenn semja við Alomerovic VALSMENN hafa ákveðið að semja við Fikret Alom- erovic, knattspymumann- inn frá Makedóníu, sem hef- ur dvalið hjá þeim að undanfömu. Hann hefur skrifað undir félagaskiptin en Nova Gorica, félagið í Slóveníu sem hann lék með í vetur, hefur ekki viljað stað- festa þau og fer fram á greiðslu. Málið er í höndum KSI og að sögn Harðar Hilmarssonar hjá Val vonast Valsmenn eftir því að fá leikheimild i vikunni svo hann geti spilað með þeim gegn KA í 1. deildinni um næstu helgi. Ljóst er að hann verður ekki löglegur fyrir bikarleik gegn Víkingi í kvöld. Alomerovic er 29 ára varnarmaður og hefur leikið með Vardar Skopje og Sloga Jugomagnat í Mak- edóníu og með Torpedo Moskva í Rússlandi. Ert þú að spá í golfferð í haust eða vetur? Frábaert úrval af spennandi áfanga- stöðum og margir brottfarardagar í boöi. Kynntu þér málið strax því sumar ferðir eru nú þegar að fyilast. Athugiö Golfdeild Úrvals-Útsýnar er flutt að Hlíðasmára 15, Kópavogi. Sími 585 4100 • Fax 585 4110 Allar upplýsingar varðandi golfferðirnar er að finna á: www.urvalutsyn.is Met slegin hjá Emi og Eydísi í Helsinki EYDÍS Konráðsdóttir, Keflavík, og Örn Arnarson, SH, settu fs- landsmet í 400 m skriðsundi og 50 m flugsundi á fyrsta keppnis- degi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Helsinki í gær. Eydís synti á 28,25 sekúndum og bætti eigið íslandsmet um 39/100 úr sek- úndu. Eydís keppti síðan í undanúrsiitum síðar í gær og synti þá á 28,37 og varð í 16. sæti. Engum íslensku sundmannanna fjögurra er gerðu atlögu að ólympíulágmarki lánaðist að ná takmarki sínu en það er síður en svo að öll nótt séu úti hjá þeim enn. Orn bætti 5 ára gamalt íslands- met frænda síns Arnars Freys Ólafssonar í 400 m skriðsundi um nærri fímm sekúndur er hann kom í mark á 3.57,80 mínútum og hafnaði í 14. sæti. Gamla metið sem var 4.02,51 setti Amar Freyr á Smá- þjóðaleikunum í Lúxemborg 1995. „Þessi árangur fór fram úr björtustu vonum okkar,“ sagði Brian Marshall, þjálfari Arnar, eftir sundið í gær. „Órn hefur verið í mjög þungum æf- ingum og fékk aðeins þriggja daga hvíld fyrir mótið þannig að við reikn- uðum frekar með því að hann myndi synda nærri metinu heldur en að stórbæta það þrátt fyrir að ég sé viss um að Örn hefur aldrei á ferlinum verið í betri æfingu,“ sagði Brian enn fremur. Hann sagði að Örn legði ekki ríka áherslu á mótið og myndi t.d. ekki synda sérgreinar sínar, 100 og 200 m baksund. Þess í stað myndi hann synda 200 m skriðsund, 400 m fjórsund og 50 m baksund enda þeg- ar búinn að tryggja sér farmiða á Ólympíuleikana í Sydney. „Þátttak- an er hluti af æfingaáætlun okkar fyrir Ólympíuleikana og aðalmálið að Örn njóti þess sem hann er að gera,“ sagði Brian. Eydís Konráðsdóttir bætti eigið íslandsmet í 50 m flugsundi í undan- rásum, synti á 28,25 sekúndum, en gamla metið setti hún í lok janúar, 28,64. Tryggði hún sér um leið þátt- tökurétt í undanúrslitum. Þá var hún aðeins 1/100 úr sekúndu frá eigin ís- landsmeti í 100 m flugsundi er hún syndi fyrsta hlutann í 400 m fjór- sundi. Arangurinn nægði henni til að ná ólympíulágmarkinu í 100 m flug- sundi, það er 1.02,33. í fjórsundinu fékk Eydís lakasta tímann af 19 keppendum, 5.39,37. „Eydís synti mjög vel og ég er bjartsýnn fyrir hennar hönd,“ sagði Brian, en Eydís syndir 100 m flug- sund á fimmtudag. Það er sú grein sem hún leggur áherslu á og freistar þess að ná ólympíulágmarkinu í. Hjalta Guðmundssyni, SH, tókst ekki að tryggja sér farmiða á Olymp- íuleikana er hann kom 31. í mark af 42 keppendum á 1.04,88, en ólympíu- lágmarkið er 1.04,07. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, varð í 33. sæti í 100 m bringusundi á 1.05,07. Hjalti fær annað tækifæri í 200 m bringusund- inu á morgun. Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, bætti sinn fyrri árangur í 50 m flugsundi er hann kom í mark á 25,51 og var sundið góð upphitun fyrir hann því á fostudaginn ætlar Ríkarður að freista þess að ná ólympíulágmark- inu í 100 m flugsundi. Til þess þarf hann að synda á 55,25 og bæta eigið íslandsmet um rúmlega eina sek- úndu. Elín Sigurðardóttir, SH, varð í 22. sæti í 50 m flugsundi á 29,18 sek. Öm Arnarson setti íslandsmet í 400 m skriðsundi. Heimsmet hjá Hattestad TRINE Hattestad, Noregi, setti á föstudagskvöldið heimsmet í spjótkasti kvenna er hún kastaði 68,22 metra á gullméti Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins í Róma- borg. Gamla metið átti Grikkinn Mirela Tzelil, 67,09, sett í fyrra. Hattestad fékk að launum 1,8 milljónir fyrir metið. Árangurinn nú bætir upp von- brigði Hattestad frá því í fyrra. Þá kastaði hún 68,19 metra en metið fékkst aldrei staðfest sökum þess að hún var aldrei kölluð í lylja- próf, en met fást ekki staðfest nema það sé tekið strax eftir keppni, sem í það skipti fór fram í smábænum Fana í Finnlandi. Litlir möguleik- ar hjá Lerftrí MÖGULEIKAR Leifturs á að komast í 3. umferð Intertoto-keppn- innar í knattspyrnu eru litlir eftir 3:0 ósigur gegn Sedan í Frakk- landi á laugardagskvöldið. Seinni leikur liðanna fer fram á Ólafs- firði á laugardaginn kemur. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir frammistöðuna í Sedan. Franska liðið var nokkuð sterkara en Luzern frá Sviss, sem við slógum út í 1. umferð, en mun- urinn á liðinum var ekki eins mikill og ætla mætti miðað við að Sedan er í 7. sæti í deild Evrópu- og heimsmeistaranna. Við hefðum kannski sloppið betur með því að spila 100 prósent varnarleik, en við lögðum upp með það að koma fram- ar á völlinn og halda boltanum. Það var ákveðin áhætta en gekk að mörgu leyti ágætlega, enda er ekki eins erfitt að spila þannig fótbolta og að liggja stöðugt í vörn með stanslausa pressu á sér,“ sagði Þor- valdur Jónsson, varamarkvörður og forráðamaður Leifturs, við Morg- unblaðið. Leiftur byrjaði leikinn vel og fékk dauðafæri strax í byrjun. Al- exandre Santos fékk boltann á markteig eftir langt innkast Páls V. Gíslasonar en var of seinn að skjóta Opið 10 - 18, laugardaga 10 - 16. og markvörðurinn náði að verja. Það voru hinsvegar Frakkarnir sem réðu ferðinni og Cédric Mionn- et kom Sedan yfir með hörkuskoti eftir fimmtán mínútna leik Hann var aftur á ferð nokkrum sekúndum áður en flautað var til leikhlés þeg- ar hann þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu frá Madjid Adjaoud. Ólafsfirðingar hófu seinni hálf- leikinn með látum og voru tvívegis hársbreidd frá því að skora á fyrstu þremur mínútunum. Fyrst fékk Páll V. Gíslason sendingu frá John Petersen og skaut úr dauðafæri á markteig en Nicholas Sachy, mark- vörður Sedan, varði með fótunum. Síðan átti Hlynur Birgisson þrumu- skot innan vítateigs, boltinn stefndi í markvinkilinn en Sachy sýndi ótrúleg tilþrif og varði. Sedan inn- siglaði sigur sinn á 63. mínútu með glæsilegu marki frá Kamerúnbúan- um Pius N’Diefi en hann tók bolt- ann viðstöðulaust á lofti eftir fyrir- gjöf frá Olivier Quint. Það var síðan Jens Martin Knudsen, markvörður Leifturs, sem forðaði liði sínu frá stærra tapi með góðri markvörslu á lokakafla leiksins. Það bendir því flest til þess að Sedan fari áfram og mæti Wolfs- burg frá Þýskalandi í þriðju umferð keppninnar. Vala bætir sig um 5 cm VALA Flosadóttir, IR, bætti sinn fyrri árangur utanhúss á árinu um 5 cm á móti í Gautaborg á sunnudaginn, stökk 4,30 metra. Þetta er 6 cm frá íslands- og Norðurlanda- meti hennar frá því í hitt- eðfyrra. Að sögn Vésteins Haf- steinssonar, verkefnis- stjóra Frjálsíþróttasam- bandsins, þá var Vala ánægð með árangurinn á sunnudaginn og ljóst að meira býr í henni, en hún hefur í tvígang í sumar reynt að bæta Islandsmet sitt en vantað herslumun- inn upp á. Vala stökk 4,10 metra á sama velli, nýja Ullevi-leikvanginum, á föstudag við slæmar að- stæður. Þórey Edda meidd Þórey Edda Elísdóttir, FH, er meidd í hásinum og er hér heima á íslandi nú um stundir til þess að leita sér meðferðar. Varð hún að sleppa þátttöku á tveim- ur mótum f siðustu viku vegna meiðslanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.