Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBIAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjölbreytt háskólanám í viðskipta- og rekstrarfræðum í boði HASKOLUMN \ rc REYKJAtflR: UNiv Háskóli íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samvinnuskólinn á Bifröst og Tækniskóli íslands bjóða allir upp á viðskiptatengt nám á háskólastigi. Fjórðungsuppgjör Microsoft Mikill hagnaður af fjárfestingum Washington.AFP. Seattle.AP. HAGNAÐUR Microsoft á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 2,41 milljörðum dala eða 191 milljarði ís- lenskra króna og er þetta 9,4% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Avöxtun á hvert hlutabréf í Microsoft var 44 sent á móti 40 sentum í fyrra en helstu verðbréfasérfræð- ingar höfðu spáð 40 senta ávöxt- un á bréf. Sölutekjurnar jukust lítillega milli tímabila. John Connors, fjármálastjóri Micro- soft, sagði reksturinn hafa geng- ið einkar vel og því megi að miklu leyti þakka skynsamlegri fjárfestingarstefnu og auknum vexti markaðanna í Asíu; hátt í helmingur af hagnaði Microsoft var ávöxtun af fjárfestingum fé- lagsins. „Enda þótt við bú- umst ekki við miklum vexti í sölu á einmenn- ingstölvum í náinni framtíð þá eru góð tækifæri í sölu á Wind- ows 2000-notendakerf- um, þ.m.t. Windows 2000 stýrikerfið auk SQL Server 2000 og Exchange Server 2000 sem koma á markað innan skamms," sagði Connors. I fréttatilkynningu Microsoft var ekkert minnst á þau mála- ferli sem Microsoft stendur í eft- ir að alríkisdómstóll kvað upp þann úrskurð að fyrirtækið hafi brotið samkeppnisreglur og skipta beri því upp. Gengi hluta- bréfa Microsoft hækkuðu um hálft prósent eftir að afkomutöl- ur höfðu verið birtar. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. 507 milljóna hagnaður ÍSLENSKI hlutabréfasjóðurinn hf. skilaði 507 milljóna króna hagnaði á síðasta reikningsári, 1. maí 1999 til 30. apríl 2000, samanborið við 116 milljónir króna árið á undan, sam- kvæmt upplýsingum frá Landsbréf- um hf., en þau sjá um daglegan rekstur sjóðsins. Hlutafé var 1.135 milljónir króna í lok reikningsársins og heildareignir námu 4.033 milljón- um króna. 56% af heildarverðbréfaeign sjóðsins er í innlendum hlutabréf- um, 21% í erlendum verðbréfum og 23% í innlendum skuldabréfum. 30. apríl síðastliðinn átti sjóður- inn hluti í 27 innlendum félögum og voru tíu stærstu hlutimir í Islands- banka (333 m.kr.), Landsbanka ís- lands (318 m.kr.), DeCode (188 m.kr.), Eimskipafélagi íslands (184 m.kr.), Opnum kerfum (143 m.kr.), FBA (133 m.kr.), Nýherja (112 m.kr.), Þormóði ramma - Sæbergi (98 m.kr.), Granda (88 m.kr.) og Hampiðjunni (88 m.kr.). Hluthafar voru á sama tima tæplega 7.300. Nafnávöxtun fyrir síðasta reikn- ingsár var 26,2% þegar litið hefur verið til arðgreiðslna. Hreinar fjár- munatekjur námu 750 milljónum króna og rekstrargjöld 53 milljón- um króna, sem þýðir að rekstrar- gjöld voru 7% af hreinum tekjum. Aðalfundur íslenska hlutabréfa- sjóðsins verður haldinn 25. júlí. Um 1.500 manns í við- skiptanámi MIKILL fjöldi er í ýmiss konar viðskiptafræðinámi hér á landi og er framboðið sömuleiðis orðið mikið og fjölbreytt. Á skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands fengust þær upplýsingar að rúmlega 300 ný- nemar væru innritaðir í við- skiptafræði og rúmlega 40 í hag- fræði eða tæplega 350 alls í deildina. Heildarfjöldi nemenda á öllum árum í deildinni er tæp- lega 1.100, sem mun vera svipað og í fyrra. Á fyrsta ári eru um 500 nemendur á nokkrum stór- um námskeiðum og er salur eitt í Háskólabíói eini salurinn sem skólinn getur notað undir þau námskeið. Hagnýtt framhaldsnám í viðskiptafræði Viðskipta- og hagfræðideild býður í samvinnu við Endur- menntunardeild háskólans í fyrsta sinn upp á svokallað MBA-nám, sem er meistaranám í viðskiptafræði (e. Master of Business Administration). Á heimasíðu deildarinnar kemur fram að „MBA er ekki rannsókn- artengt framhaldsnám eins og MS-námið [í viðskiptafræði] heldur nám sem einkum er ætlað að efla starfshæfni og tekju- möguleika þeirra sem fara í gegnum námið“. Til marks um þennan mun megi hafa að ekki sé unnin stór rannsóknarritgerð í lok námsins heldur sé lögð áhersla á hagnýt verkefni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Endur- menntunarstofnun sóttust rúm- lega 70 manns eftir því að komast í námið og voru 55 teknir inn. Ekki mun þó útséð með hversu margir hefja nám, því hugsanlegt er að einhverjir helt- ist úr lestinni. 230 í viðskiptafræðinámi í Háskólanum í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík býður meðal annars upp á þriggja ára bs-nám í viðskiptafræði. Nýnem- ar næsta haust verða um 90 og samtals verða um 230 manns í námi til bs-gráðu í viðskipta- fræði við skólann. Frá næstu áramótum hyggst skólinn einnig bjóða upp á MBA- nám og í samtali við Agnar Hansson, deildarforseta við- skiptadeildar, kom fram að mikið hefði verið af fyrirspurnum um námið en skráning væri ekki haf- in svo óvíst væri með fjölda. Þó væri gert ráð fyrir að 20-30 manns yrðu í náminu. I Samvinnuskólanum á Bifröst er boðið upp á þriggja ára bs- nám í viðskipta- og rekstrar- fræðum og eru alls um 125 nem- endur í fullu námi á staðnum auk um 30 nemenda sem eru á hálf- um hraða í fjarnámi. Þá býður Tækniskóli íslands einnig upp á nám í iðnrekstrar- fræði, sem er tveggja ára hagnýtt rekstrarnám á háskóla- stigi. Samkvæmt þessu stunda um 1.500 manns hér á landi nám í einhvers konar viðskiptafræði sem lýkur með bs- eða hærri gráðu. STUTTFRÉTTIR Debenhams opnar ellefu nýjar verslanir Lundúnir. AFP. • STJÓRNENDUR Debenhams-verslunar- keðjunnar hafa tilkynnt að þeir stefni að því að opna ellefu nýjarverslanir á Bretlandi á næstu fjórum árum ogertalið aö um fjögur þúsund ný störf skapist á tímabilinu. Þessi ákvöröun kemur í kjölfar aukinnar sölu á fatn- aði hjá Debenhams en salan jókst um 6,6% á síðustu tíu vikum. Tilkynning Debenhams kom nokkuð á óvart því margir af keppinaut- um Debenhams hafa verið aö loka verslun- um vegna minnkandi hagnaðar. Hagnaður Marks & Spencer dróst verulega saman í fyrra og forsvarsmenn C&A hafa tilkynnt að þeir hyggist hætta allri starfsemi á Bretlandi og segja upp um 4.8000 starfsmönnum. Debensham er þriðja stærsta verslunar- keðja á Bretlandi, aðeins John Lewis og Marks & Spencereru stærri. Sérfræðingar segja ástæðuna fyrir aukinni sölu á fatnaði hjá Debenhams vera sú að sumariö hafi ver- ið sérstaklega rigninga- og vindasamt en fjár- málastjóri Debenhams segir að söluaukning- in sé til kominn vegna mikillar sölu á eigin merkjavöru auk þess sem mun meira hafi verið auglýst en áður. Mikil söluaukning hjá Intel Santa Clara. AFP. San Francisco.AP. • TALSMENN Intel hafa kynnt hagnaö fé- lagsins á öðrum fjórðungi ársins og nemur hann 3,5 milljöröum dala eða liðlega 277 milljörðum íslenskra króna þegar frá hefur verið dreginn kostnaður vegna yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Þetta er um 98% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Sölu- tekjur Intel á tímabilinu námu 8,3 milljörö- um dala og jókst saian um 23% á milli ára. Ávöxtun á hvert hlutabréf í Intel var 50 sent sem er hátt í helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaöur Intel samkvæmt viðteknum reikningsskilavenjum - kostnaöur vegna yfirtöku á öðrum fyritækjum tekinn með - var 3,1 milljaröur dala sem er 79% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Craig Barrett, forstjóri Intel, segir að eftirspurn eftir afurðum félagsins hafi verið mjög góð og að afkoman f framleiðslunni hafi verið betri en menn áttu von á. Þá segist Barr- ett búast við að eftirspurn haldist mikil á sfðara hluta ársins en nú styttist í að hinn nýji Itanium örgjörvi Intel komi á markað. NI0UR'*' HLUTABRÉFAVIÐSKf PTI/SlÐASTA VIKA • Heildarviðskipti á Veröbréfaþingi ís- lands I seinustu viku voru 559 milljónir króna í 356 vióskiptum. Gengi hlutabréfa f 13 félögum á VÞÍ hækkaði en lækkaöi í 18 félögum. Gengi hlutabréfa 16 félaga stóð í staö, en þaraf voru engin viðskipti með 12 félög. Afkomuviðvörun frá SÍF Erfiður rekstur í Frakklandi REKSTUR SÍF-samstæðunnar hefur ekki gengið í samræmi við rekstraráætlun samstæð- unnar fyrir fyrri helming ársins og verður tap á rekstri samstæðunnar á því tímabili. Ein helsta ástæðan fyrir verri afkomu en spáð var er sú að rekstur dótturfélags SIF í Frakklandi hefur ver- ið afar erfiður. Önnur starfsemi heima og erlend- is er að mestu í takt við þær áætlanir sem liggja fyrir um árið. í afkomuviðvörun til Verðbréfaþings Islands kemur fram að meginástæður tapreksturs á fyrri helmingi ársins 2000 megi rekja til mikils taps á rekstri laxareykingarverksmiðju SIF France, þar sem hráefnisverð á laxi hefur frá því um áramót hækkað um allt að 40%. „Hækkunum á hráefnisverði hefur ekki verið hægt að koma út í verðlagið fyrr en í júní sl., þar sem félagið er bundið í samningum frá þremur og upp í sex mánuði við sína viðskiptaaðila. Hráefnisverð á Mikið tap hefur verið á rekstri laxareykingar- verksmiðju SIF France. laxi hefur farið lækkandi undanfamar vikur frá því að það náði hámarki í byrjun júní sl. Þróun Bandaríkjadollars gagnvart evru hef- ur einnig verið starfsemi SIF France mjög óhagstæð á fyrri helmingi ársins 2000. Gengis- þróun þessi hefur valdið því að framlegð á ýms- um framleiðsluvörum félagsins hefur verið mjög lág á þessu tímabili. Þróun íslensku krón- unnar gagnvart evru og þróun evrunnar hefur einnig verið samstæðunni óhagstæð í heild á þessu rekstrartímabili. Þá hefur kostnaður við samruna SIF og IS orðið heldur hærri en gert var ráð fyrir í upphafi og má rekja það m.a. til hærri kostnaðar vegna starfslokasamninga og annarra ófyrirséða þátta,“ að því er fram kem- ur í afkomuviðvöruninni. Vinna við samruna SÍF og ÍS hefur gengið mjög vel og í fullu samræmi við þær verkáætl- anir sem unnið hefur verið eftir. Árshlutauppgjör samstæðunnar verður birt 30. ágúst. Eydrtmkl Hæsta/lsgsta Vlðsk.vlk. FJöWI. Bfeythifi verð (þú*. kr) vlðtk. ísl.járnblendifél. 1,90/1,90 133 1 11,8% Olíuverzlun fslands 9.50/9,50 950 1 6.1% Landsbanki islands 4.70/4,20 22,510 32 4,5% FytWakl Hærta/læesta Vlðrt.vlk. FJðWI Bfeytln* verð (þús. ki) vM»k. Sjóvá-Almennar 40,00/40,00 200 1 -7,0% Vínnslustööin 2,90/2,80 2.291 4 -6.7% Kögun 41,50/40,00 3.695 6 -5,9% itiðwr GENGIGJALDMIÐLA 12.07JOOO 19.07.2000 ♦/•% Kanadadalur 52,09 53,94 +3,55 Bandaríkjadalur 77,04 79,55 +3,26 Japansktjen 0,7157 0,7354 +2,75 Bkí Englnn af helstu gjaldmiðlum lækkaði gagnvart Is- lensku krónunni á tímabilinu 12. -19. þessa mánaöar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.