Morgunblaðið - 25.07.2000, Side 12

Morgunblaðið - 25.07.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Laugavegssamtökin um lokun Laugavegar Amælisverð vinnubrögð Miðborg Morgunblaðið/Ami Sæberg Lögreglan hefur lokað Laugaveginum um helgar í sumar. LAUGAVEGSSAMTOKIN, samtök kaupmanna og rekstraraðila við Laugaveg, hafa sent borgarstjóra og miðborgarstjórn harðorð mótmæli vegna vinnubragða Kristínar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra miðborg- arinnar, við framkvæmd lok- ana fyrir bílaumferð um mið- borgina á laugardögum í sumar. í mótmælaplaggi kaupmannanna er Kristín sökuð um gerræðisleg vinnu- brögð. I mótmælabréfi samtak- anna kemur fram að þegar Kristín hafi kynnt málið á stjórnarfundi Þróunarfélags miðborgarinnar, sem eru hagsmunasamtök allra í mið- borginni, hafi það verið kom- ið af hugmyndastigi og á framkvæmdastig. Það er, að hún hafi verið búin að sækja um heimild til borgarráðs og hafið tæknilegan undirbún- ing áður en að málið hafi ver- ið kynnt Þróunarfélaginu. Lokanir verða að taka mið af hagsmunum kaupmanna í bréfinu segir að stjórn Þróunarfélagsins hefði átt að fá tíma til að kynna málið fyrir kaupmönnum. „Þrátt fyrir að stjórnar- mönnum Þróunarfélags mið- borgarinnar fyndust hug- myndimar að mörgu leyti góðar var tekið fram við Kristínu að kaupmenn á Laugavegi væru ekki einhuga og það þyrfti að kynna málið, sem var og gert nokkrum dögum síðar,“ segir í bréfinu. „Þrátt fyrir þessa andstöðu heldur Kristín áfram í fram- kvæmdavinnu og frétta Laugavegssamtökin helst af þeim í gegnum fjölmiðla. Það er loks á fundi vegna óska Laugavegssamtakanna sem haldinn var 11. júlí sl. að Kristín kynnir þessa lokuðu laugardaga fyrir kaupmönn- um. Á þeim fundi beitti Kristín þeim rökum að Þró- unarfélag miðborgarinnar væri regnhlífarsamtök, sem hún hefði ráðfært sig við og er það rétt en „regnhlífar- samtök“ hljóta að vera það skjól sem hagsmunasamtök eins og Laugavegssamtökin geta leitað í og komið með at- hugasemdir og hugmyndir vegna framkvæmda og ákvarðana borgarinnar. I svona stóru og mikilvægu máli er ekki óeðlilegt að leita álits stærstu hagsmunaaðila á svæðinu sem eru kaup- menn á Laugavegi og kalla sig Laugavegssamtök. Vilja geta lokað með stuttum fyrirvara Það sorglega við þennan farsa allan er að margir kaupmenn eru hlynntir tíma- bundinni takmörkun á bfla- umferð en hún hlýtur og verður að taka mið af hags- munum þeirra kaupmanna sem enn starfa 1 miðbænum." í mótmælabréfinu kemur einnig fram að undanfarin ár hafi kaupmenn stöku sinnum, á góðviðrisdögum, staðið fyr; ir laugardagslokunum. í bréfinu segir að þeir hafi ítrekað farið fram á það við borgaryfirvöld að settar yrðu slár við gatnamót á nokkrum stöðum á Laugaveginum, þannig að hægt væri að loka þeim með stuttum fyrirvara í samráði við lögregluna, en að borgaryfirvöld hafi ekki orð- ið við þeim óskum. Var að framfylgja sam- þykktum borgarráðs Kristín sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún hefði í raun ekki verið að gera ann- að en að framfylgja sam- þykktum borgarráðs og mið- borgarstjórnar. Hún sagði að auðvitað ætti að ræða svona mál við sem flesta og að hún hefði talið sig vera að gera það með samvinnu sinni og fundum með Þróunarfélagi miðborg- arinnar. Hún benti á að tveir úr stjórn Laugavegssamtak- anna ættu einnig sæti í stjórn Þróun arfélagsins. „Það er auðvitað ekki auð- velt að sitja undir ásökunum um það að ég hafi beitt ger- ræðislegum vinnubrögðum og ég get ekki fallist á það,“ sagði Kristín. „Eg vona bara að þetta þurfi ekki að koma í veg fyrir gott samstarf allra í miðborginni en það er megin- markmið miðborgarstjórnar að efla miðborgina fyrir alla og við vorum að vona að þetta væri einn liðurinn í því.“ Hlutafé í Jarðlind ehf. aukið um 150 milljónir Hafnarfjörður og Kópavogur nýta forkaupsrétt sinn Höfuðborgarsvæðið BÆJARYFIRVÖLD í Hafn- arfirði og Kópavogi hafa ákveðið að nýta að fullu forkaupsrétt sinn til aukn- ingar hlutafjár í fyrirtækinu Jarðlind ehf., sem hefur það að markmiði að rannsaka og nýta jarðhita í Trölladyngju. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sem einnig á hlut í Jarðlind, sagði að vonir stæðu til þess að Trölladyngjusvæðið væri ekki síðra jarðhitasvæði en Svartsengi. Júlíus sagði að verið væri að auka hlutafé í Jarðlind um 150 milljónir króna og að hlutaféð yrði nýtt til að fjármagna boranir og rann- sóknir á Trölladyngjusvæð- inu. Miklar vonir bundnar við fyrirtækið Hafnarfjarðarbær á um 30% í fyrirtækinu og þarf því að greiða um 45 milljónir króna en Kópavogsbær á að- eins tæplega 7% og greiðir því um 10 milljónir. Garða- bær og Bessastaðahreppur, sem báðir eiga tæplega 7% hlut hafa ekki tekið ákvörð- un um það hvort þeir hygg- ist nýta forkaupsréttinn. Auk bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sunnan Reykjavíkur á Hitaveita Suðurnesja um 40% hlut í fyrirtækinu og Jarðboranir um 10% hlut. Júlíus sagði að Hitaveitan hygðist nýta forkaupsrétt sinn og að hún myndi auka hlutafé sitt ef aðrir myndu ekki nýta sinn forkaupsrétt. Að sögn Júlíusar binda menn miklar vonir við Jarð- lind, sem var stofnuð í lok árs 1998, og rannsóknir hennar í Trölladyngju. Um- fangsmiklar yfirborðsrann- sóknir hafa þegar átt sér stað á svæðinu og sagði Júl- íus að nú væru menn að fara að bora og að þá myndi koma í ljós hvort á svæðinu væri að finna vatn að jarðsjó til að flytja varmann í nægj- anlegum mæli. Byrjað að bora seint í haust Að sögn Júlíusar verður líklega byrjað að bora seint í haust og sagði hann að framhaldið myndi ráðast eft- ir það. Hann sagði of snemmt að svara því hvort þarna myndi rísa virkjun í náinni framtíð, þar sem eftir ætti að rannsaka svæðið betur. Þá sagði hann að ef reisa ætti virkjun þyrfti að tryggja ýmis leyfi og að slíkt ferli væri ekki farið af stað. Líklega myndi virkjun því ekki rísa á staðnum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár ef allt gengi að óskum. Aukin orkuframleiðsla Síðastliðinn vetur tók Hitaveita Suðurnesja í gagnið nýja orkuveitu við Svartsengi. Nýja vélasam- stæðan framleiðir 30 Mw. Fyrir voru framleidd 16,5 Mw af raforku á svæðinu en um leið og nýja samstæðan var tekin í notkun var fram- leiðslu hætt í tveimur 1 Mw vélum. Raforkuframleiðslan á Svartsengi er því um 45 Mw. Morgunblaðið/Jim Smart Fleiri bílastæði við Háskólann í Reykjavík Reykjavík FRAMKVÆMDIR standa yf- ir við Háskólann í Reykjavík. Þar fer nú fram undirbún- ings- og jarðvegsvinna að sögn IIöllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Símenn- tar við Háskólann í Reykja- vik. Til stendur að fjölga bfl- astæðum fyrir nemendur. Einnig hefur verið sótt um leyfi til að byggja annan áf- anga Háskólans í Reykjavík á lóðinni við Ofanleiti 2. Hús- ið verður sex hæða. Á fimm hæðum verða fyrirlestrasal- ir, kennslustofur og fylg- irými en tæknirými á þeirri sjöttu. Framkvæmdum við nýja stúdentagarða lýkur árið 2003 130 námsmannaíbúð- ir í nýrri byggingu Morgunblaðið/Jim Smart Um 700 einstaklingar búa nú á Stúdentagörðunum. Vesturbær TIL stendur að hefjast handa við að reisa byggingu undir námsmannaíbúðir, Stúdenta- garða, á síðustu lóðinni sem Félagsstofnun stúdenta hef- ur til umráða. Eiríkur Jóns- son, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, býst við að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna að húsnæð- inu í upphafi næsta árs. Stofnstyrkir nauðsynlegir Eiríkur telur erfitt að segja nákvæmlega til um hve- nær framkvæmdum muni ljúka. Stefnt sé þó að því að hluti byggingarinnar verði tekinn í notkun árið 2002 en húsið verði allt komið í gagnið árið 2003. Hraða byggingafram- kvæmdanna segir Eiríkur þó ráðast af þeim aðstæðum sem ríki og sveitarfélög skapi Fé- lagsstofnun stúdenta. Vextir af breytilegum lánum hafi hækkað töluvert, eru nú 3,9%, og fyrirséð sé að þeir muni hækka enn frekar. Þetta gerir framkvæmdir erf- iðari, segir Eiríkur. Eiríkur segir nauðsynlegt að ríkið taki upp svonefnda stofnstyrki til félagslegra byggingaraðila sem vægju að einhverju leyti upp á móti þeim vaxtahækkunum sem riðið hafa yfir. Einnig sé æskilegt að sveitarfélög hjálpi til. Að öðrum kosti muni hægja verulega á upp- byggingu Félagsstofnunar stúdenta. Á stúdentaráðsfundi hinn 19. júlí síðastliðinn var sam- þykkt ályktun þar sem skor- að var á félagsmálaráðherra og Alþingi að taka upp stofn- styrki til félagslegra bygg- ingaraðila eins og Félags- stofnunar stúdenta. Jafnframt er skorað á Reykjavíkurborg að veita byggingarstyrki til áfram- haldandi uppbyggingar Stúd- entagarða. Eins og fram hefur komið verður byggingin reist á einu ónýttu lóð Félagsstofnunar stúdenta. Eiríkur segir að fulltrúar Stúdentaráðs muni því taka upp viðræður við Há- skóla Islands um að Félags- stofnunin fái fleiri lóðum út- hlutað til að uppbygging geti haldið áfram. 130 nýjar íbúðir Áætlað er að nýja bygging- in rúmi 130 einstaklingsíbúð- ir og verði þar með sú stærsta sem hingað til hefur verið reist af Félagsstofnun stúdenta. Aðeins var hægt að úthluta 60% þeirra sem sóttu um vist á Stúdentagörðunum plássi í ár. Engir nýnemar komust að. Eiríkur segir þetta til marks um þörfina á Stúdentagörðum, enda sé ástandið á almennum leigum- arkaði afar slæmt. í ár verða gerðir 511 leigu- samningar við stúdenta sem þýðir að u.þ.b. 700 manns búa á Stúdentagörðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.