Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðbrögð stjórnenda f]ármálafyrirtækja við drögum Fjármálaeftirlitsins að verklagsreglum Of langt gengið á sumum sviðum fyrirtækjanna virðast almennt fagna birtingu draga Fjármálaeftirlits- ins að leiðbeiningum um verklagsreglur fyrir- tækjanna. Skiptar skoð- anir eru hins vegar með- al þeirra um innihaldið. Nokkur fyrirtækjanna gera ráð fyrir að endur- bættar verklagsreglur liggi fyrir í haust. Fjármálafyrirtækin hafa frest fram til 8. september til að koma sjónarmiðum sínum varðandi drög að verklagsreglum á framfæri við Fjármálaeftirlitið. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, segist vera þeirr- ar skoðunar að bann við viðskiptum starfsmanna fjármálafyr- irtækja með óskráð bréf, líkt og Fjár- málaeftirlitið leggur til, sé full íþyngj- andi. Hann telur að ef eignarhaldstími þeirra bréfa yrði gerður nægilega langur, eins og t.d. eitt ár, mæli ekkert gegn því að starfsmenn fjármálafyrirtækja eigi viðskipti með þess háttar bréf jafnvel þótt skráning bréfanna sé einhvem tímann fyrirhuguð, en þó ekki ákveð- in nákvæmlega, því þar væri um lang- tímafjárfestingu að ræða. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hefur Fjármálaeftirlitið (FME) birt drög að leiðbeiningum um verklagsreglur sem fjármálafyrir- tæki skulu setja sér. Er fyrirtækjun- um, sem og öllum öðrum, gefinn kost- ur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við eftirlitið fyrir 8. septem- ber nk. Halldór segist telja að skýrsla Fjármálaeftirlitsins sé vönduð að öðru leyti en því að frekari saman- burð hefði mátt gera á tillögunum og framkvæmdinni í nágrannalöndun- um. „Það heíur verið almenn stefna bæði hjá Landsbankanum og bönk- unum sameiginlega að forðast allar sérreglur um verðbréfaviðskipti hér- lendis ásamt því að samræma fram- kvæmdina eins og frekast er kostur að því sem gengur og gerist á þeim stóru mörkuðum sem við tengjumst. Æskilegt væri að slíkur samanburður væri gerður í drögum eftirlitsins og tillögumar rökstuddar í meira mæli með tilvísun til framkvæmda á þróaðri mörkuðum sem við berum okkur samanvið." Starfsskilyrði smærri fyrirtækja þrengd óeðlilega? Mjög brýnt er að hafa einn reglu- vörð fyrir heildarsamstæðu, að sögn Halldórs. Hjá Landsbankanum ligg- ur nú þegar fyrir að innri endurskoð- andi muni sinna því starfi. Hins vegar mun eftirlitið innan hverrar deildar verða hjá viðkomandi forstöðumanni. „Hvað svonefnda Kínamúra varðar er ýóst að í stærri fyrirtækjunum hef- ur þessi aðskilnaður tíðkast um ára- bil. Það kann aftur á móti að vera erf- iðara fyrir smærri fjármálafyrirtækin að uppfylla þau skilyrði. Því finnst mér vert að skoða hvort ekki sé verið að þrengja óeðlilega starfsskilyrði þeirra. Menn mega ekki ganga of langt í þessum efnum,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann að gera megi ráð fyrir að nýjar verklagsreglur Landsbankasamstæðunnar verði til- búnar síðla hausts. Munu sömu reglur gilda um starfsmenn bankans og Landsbréfa. Halldór var staddur úti á landi í sumarleyfi þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hann lagði áherslu á að honum hefði ekki unnist tími til að lesa drögin yfir í heild sinni eða ræða efni hennar innan Lands- bankans eða við bankaráðið. Því mætti ekki líta á svör hans nú sem formleg viðbrögð Landsbankans við drögum FME. Óþarfi að tilkynna fyrirfram Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, sagðist einungis hafa náð að kynna sér frétt Morgunblaðs- ins á laugardag en telur mikilvægt að verklagsreglur af þessum toga séu í gildi. Aðilar að verðbréfamarkaðinum þurfi að setjast niður og koma sér saman um þær. Ailir á markaðinum hafi hag af því að skýrar reglur gildi um með hvaða hætti viðskipti starfs- manna fyrirtækjanna fara fram. Ríkj- andi traust þurfi að vera á milli allra aðila sem þama komi að málum. Hins vegar þuríi slíkar reglur að vera skynsamlegar, á þann hátt að þær hamli því ekki að eðlileg viðskipti fari fram. Einnig megi ekki gera hlutina ógerlega eða of snúna. „Það eru ýmsir þættir í þessum drögum sem mér finnst ganga of langt og gera hlutina óþarílega snúna. Mér sýnist að bæði sé slegið úr og í með sjálfstæði deilda. Sem dæmi get ég nefnt að ekki er gengið út frá því að sjálfstæði greiningadeilda sé hið sama og annarra deilda. Starfs- menn greiningadeilda þurfa að þekkja stöðutökur fyrirtækjanna og geta gert grein fyrir þeim um leið og þeir veita ráð. Þetta er að mínu mati óskynsamlegt vegna þess að ef byggja á á sjálfstæði deilda, sem allir eru sammáia um að verði að vera fyrir hendi, þá verða þessir starfsmenn að UCRETE Hita-og efnaþolnu gólfefnin Nú fáanleg ip Gólflaenir I Ð N A e * R Q Ó L f 4L7 Smlíjuvogur 72,200 Kðpavogur Sfml: 5641740, Fa«: 554 175» Eimskip hækkar ílutning’sgjöld um 4,9% EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur ákveðið að hækka innflutningsgjöld um 4,9%, að sögn Þórðar Sverrisson- ar, framkvæmdastjóra flutninga- sviðs félagsins. Hann segir ástæðuna vera hækkanir á olíuverði og ýmsum erlendum kostnaði, eins og skipa- og gámakostnaði. „Þetta er einnig í samræmi við verðlagsþróunina frá því í fyrra. Við greindum frá því fyrir nokkrum vik- um að afkoma félagsins yrði ekki í samræmi við áætlanir. Því er verið að grípa nú til aðgerða til að bregð- ast við þeirri stöðu með því að hækka flutningsgjöld í takt við verðlagsþró- un. Einnig er nú unnið að kostnaðar- lækkun hjá félaginu,“ segir Þórður. www.mbl.is Samskip útiloka ekkl hækkanir í haust Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segist ekki útiloka hækkanir á flutningsgjöldum hjá félaginu. „Þau hafa hins vegar verið að lækka sam- fellt í allt að eitt ár.“ Kostnaðarhækkanir hafa verið umtalsverðar, að sögn Ólafs. Sér í lagi miklar olíuverðshækkanir á þessu ári og því síðasta, auk þess sem launakostnaður hefur vaxið í kjölfar nýrra kjarasamninga. „Geng- isþróun hefur verið félaginu óhag- stæð. Tekjumar hafa lækkað, en stór hluti þeirra er bundinn í erlend- um myntum.“ Ólafur segir að farið verði yfir málin á haustmánuðum og væntan- lega komi í ljós þá hvort gripið verði til hækkana á flutningsgjöldunum. geta skrifað greiningar eftir sinni bestu vitund án þess að það hafi áhrif á þá að aðrir starfsmenn innan sama fyrirtækis séu að taka stöður í sömu félögum. Þetta, ásamt ýmsu fleiru, verður að skoða betur,“ segir Guð- mundur. Af öðru sem fram kemur í drögun- um segist hann telja að óþarflega langt sé gengið með þeim ákvæðum að tilkynna þurfi regluverði fyrirfram um viðskipti. Þau komi hvort eð er til skoðunar hjá regluverðinum eftir á og það eigi að duga. „Mestu máli skiptir að rækta vitund starfsmannanna með þeim hætti að þeir skynji siðferðis- reglumar. Það er nú einu sinni svo að ekki er hægt að setja reglur um alla ófyrirséða hluti,“ segir Guðmundur. Óvissu eytt Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, hafði lítillega kynnt sér drögin þegar Morgunblaðið leit- aði álits hans. Hann segir að málin verði skoðuð innan bankans og vafa- laust hafi banldnn einhverjar athuga- semdir fram að færa. „Það er hins vegar of snemmt að segja nokkuð til um þetta núna. En þessari vinnu verður hraðað eins og hægt er,“ segir Sólon. Aðalsteinn Jónasson, forstöðumað- ur lögfræðideildar FBA, segir það fagnaðarefni að búið sé að birta drög- in að leiðbeiningunum. „Við höfum beðið eftir þessu í þó nokkum tíma og ýmsar getgátur hafa verið uppi um að reglumar yrðu strangar. Því er nú nokkuri óvissu eytt.“ Mikilvægt er að sátt náist um verk- lagsreglunar bæði milli fjármálafyrir- tækjanna og Fjármálaeftirlitsins, að sögn Aðalsteins, ekki síst til þess að auka trúverðugleika fyrirtækjanna út á við og traust á markaðinum. Aftur á móti verði að varast að ganga of langt í setningu og beitingu reglnanna. Að þær dragi ekki úr skilvirkni markað- arins og geri það fráhrindandi að starfa á fjármálamarkaðinum. Meðal- veginn þurfi að finna í þessu. Aðalsteinn segir að nú sé unnið að því að yfirfara drögin innan FBA lið fyrir lið og telur hann því ekki tíma- bært nú að bankinn tjái sig um ein- staka þætti þeirra. FBA mun leitast við að skila FME athugasemdum sín- um fyrir ágústlok. „Mér finnst jákvætt að umræða skapist um þessi mál og að Fjármála- eftirlitið skuli gefa öllum kost á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi,“ segir Aðalsteinn. Lágmarks eignarhaldstími verði lengdur í hálft ár Sævar Helgason, framkvæmda- stjóri íslenskra verðbréfa á Akureyri, segir drögin vera í meginatriðum eðli- leg og í samræmi við það sem hann bjóst við að sjá frá Fjármálaeftirlit- inu. „Það eru þó nokkur atriði sem við teljum að þurfi nánari skoðun, eins og það að mæla fyrir um að þátttaka starfsmanna í fjárfestingarfélögum sé óheimil. Þama finnst mér nokkuð langt gengið. Hægt væri að útfæra þessi ákvæði þannig að þátttakan væri heimil, en eftirlitið miðaðist við að félögin færu eftir settum reglum," segir Sævar. Varðandi lágmarks eignarhalds- tíma starfsmanna á verðbréfum seg- ist hann vera þeirrar skoðunar að lengja megi þann tíma í hálft ár í stað þriggja mánaða. Þá setur Sævar spumingamerki við bannið á viðskiptum með óskráð bréf. „Unnt væri einnig að tilgreina tiltekinn lágmarks eignarhaldstíma á þeim, hugsanlega lengri og þá í allt að eitt ár írá kaupum. Regluvörður hefði samt eftirlit með því að ekld yrði um óeðlileg viðskipti að ræða. Þau yrðu að grundvallast á réttu markaðsverði og réttum upplýsingum." Aðspurður segir Sævar að hann búist við að nýjar verklagsreglur hjá Islenskum verðbréfum liggi fyrir upp úr miðjum ágúst. Hann bætir því við að hann telji að ámóta reglur þurfi að setja um aðra hópa sem aðgang hafi að trúnaðarupplýsingum og nefnir sérstaklega fréttamenn. FME gerði athugasemdir við heimilaðar undanþágur í jEmúarmánuði kom fram að sex fjármálafyrirtæki hefðu gerst brotleg við ákvæði verklagsreglna sinna sem banna viðskipti starfsmanna með óskráð hlutabréf. Fjármálaeftirlitið beindi í kjölfarið athugasemdum til stjóma viðkom- andi fyrirtækja, sem voru Búnaðar- bankinn, Islandsbanki, VIB, Lands- bréf, Verðbréfastofan og Bumhams Intemational á íslandi, og óskaði eftir sjónarmiðum og skýringum stjóm- anna vegna málsins. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, segir drög FME vera viðamikil og fela í sér skýrar og afdráttarlausar reglur. Það sé gott fyrir markaðinn. „Sjálf eram við hjá Verðbréfastof- unni í ákveðnum vandræðum, því fyr- irtækið er óskráð félag. Starfsmenn okkar eiga því erfitt með að eiga við- skipti með þau bréf,“ segir Jafet. Hann segir að nú sé unnið að því innan Verðbréfastofunnar að yfirfara drögin, en nýjar verklagsreglur verði settar eins fljótt og unnt sé. Jafet segir aðspurður um athuga- semdir Fjármálaeftirlitsins í janúar- mánuði að þar hafi eftirlitið sett m.a. út á sölu til starfsmanna á hlutabréf- um í Verðbréfastofunni, eftir að hafa áður samþykkt þær undanþágur. Aukinn kostnaður Þóroddur Þóroddsson, forstjóri Bumhams Intemational á Islandi, segir að drög Fjármálaeftirlitsins hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er meira og minna það sem ég átti von á, fyrir utan einstaka áherslur. Þama era viðskipti með óskráð bréf óheimil, en við áttum von á því að þessi þáttur yrði skilgreindur nánar.“ Þóroddur segir að það sé afar slæmt fyrir starfsfólk Bumhams að þurfa að starfa í óvissu. Leiðbeiningar FME séu skýrar og eftir verklags- reglunum verði farið. „Þessar breyttu reglur hafa í íor með sér aukinn kostnað fyrir Bum- ham, t.d. með tilkomu svonefnds regluvarðar. Auðvitað er maður ekk- ert of ánægður með það, en að sama skapi skil ég að tryggja verður við- skiptamönnum okkar ákveðinn laga- ramma, sem þeir geta verið vissir um að við séum að vinna innan,“ segir Þóroddur. Hann býst við að breyta þurfi skipulagi innan Bumham í kjölfar nýrra verklagsreglna. Sigurður B. Stefánsson, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar íslands- banka, segir það fagnaðarefni að drög að nýjum verklagsreglum séu að líta dagsins ljós. Hann vill ekki tímasetja nákvæmlega hvenær reglum VIB verður breytt, en segir að þeirri vinnu verði hraðað eins og frekast er kost- ur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.