Morgunblaðið - 25.07.2000, Page 22

Morgunblaðið - 25.07.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Ciarðar F. Vignisson Aron Ómarsson með einn á og að sjálfsögðu í vesti eins og allir almennilegir bryggjuveiðimenn. Mokveiða ufsann Grindavik - Það er ekki slæmt í lok kvdtaársins að standa í mokveiði en það gera Grindavíkurpeyjar þessa dagana. Aflinner ufsatittir og mikið af þeim. Aron Ómarsson og Kjartan Sigurðsson voru að veiða saman og komnir í tæpa tvö hundruð ufsa á sjö tímum. Metið er þó sennilega hjá einum manni tvö hundruð á ein- um degi að sögn þeirra félaga. Krókabátum vísað til hafnar Tilkynntu si g ekki í símakrók ÓÐINN, varðskip Landhelgisgæsl- unnar, hafði afskipti af þremur handfærabátum sem voru að veiðum norður af Hornbjargi í fyrrakvöld. Bátamir, sem skráðir eru í svokall- að sóknardagakerfi, eru grunaðir um að hafa ekki tilkynnt sig í síma- krók Fiskistofu. Bátarnir munu ekki hafa haft mikinn afla innanborðs. Þeim var vísað til hafnar á ísafirði þar sem skipstjórar þeirra verða yf- irheyrðir og verður málið þaðan sent sýslumanninum á Isafirði til meðferðar. Símakrókur er sjálfvirkt síma- kerfi sem hotað er til að tilkynna um sóknardaga og veiðarfæri hjá krókabátum. Bátum í sóknardaga- kerfi er skylt að tilkynna í símakrók þegar látið er úr höfn í upphafí veiðiferðar og eins þegar komið er til hafnar frá veiðum. Einn sóknar- dagur telur 24 klukkustundir frá því að látið er úr höfn. Sigurjón Aðalsteinsson, forstöðu- maður landeftirlits Fiskistofu, segir Fiskistofu hafa fengið vísbendingar um að menn hafi misnotað tilkynn- ingaskyldukerfið og dregið að hringja í símakrók eftir að veiðiferð hefst. Þannig hafi áður komið upp mál þar sem tilkynningaskylda í símakrók hafi ekki verið uppfyllt. Hann segir erfitt að halda uppi eft- irliti með því hvernig sóknardaga- bátar hlíti reglum um tilkynningar, þar sem nú þurfi hvorki að tilgreina frá hvaða höfn bátarnir hefja veiði- ferð, né í hvaða höfn þeir komi að veiðiferð lokinni. Sú breyting verði hins vegar á frá og með næstu fisk- veiðiáramótum að sóknardagabátar þurfa að tilkynna úr hvaða höfn þeir þeir láta og í hvaða höfn þeir koma. Viðurlög við vanrækslu við til- kynningar í símakrók er veiðileyfis- svipting í allt að 2 vikur við fyrsta brot. Sé málið kært þá varðar fyrsta brot fjársektum að minnsta kosti 400 þúsund krónum. Vill breytingar á fiskveiðistjórn NYVERIÐ birtist grein eftir Garðar Björgvinsson í tímaritinu Seawind, en það er málgagn kanadísku um- hverfisverndarsamtakanna Rödd hafsins. I grein sinni, sem nefnist Framtíð íslands: Sjálfbærar veiðar í 1.100 ár, fjallar Garðar um fiskveiðar íslendinga, áhrif þeirra á umhverfið, kvótakerfið og félagasamtökin Framtíð íslands. Hann segir í grein sinni að togveiðar við strendur ís- lands séu að eyðileggja fiskistofna sem og umhverfið. Hann lýsir einnig þeirri skoðun sinni að kvótakerfið sé slæmt fyrir fiskistofnana sem og byggð í landinu. Garðar segir að aðdragandinn að skrifum sínum sé sá að honum er umhugað um íslenskan sjávarútveg og ætlar hann sér að segja fiskveiði- stjórnun og togveiðum hér við land stríð á hendur. Garðar segir að ís- lendingar hafi rétt til að nýta haf- svæðið innan 200 mílna en við höfum hins vegar ekki leyfi til að skemma það. „Það verður að stöðva notkun dreginna veiðarfæra þvi þau eru að eyðileggja botninn. Eins verður að leggja af kvótakerfið þar sem það er ekki hannað fyrir fiskinn í sjónum heldur eingöngu af gróðasjónarmið- um. Við megum ekki haga okkur eins og svín bara fyrir örfáa menn. Það verður að nota lýðræðislegar aðferðir til að laga sjávarútvegsmál- in en það er erfitt því það er peninga- valdið sem ræður.“ I framhaldi af grein Garðars hefur dr. Don McAllister, forseti samtak- anna Rödd hafsins, ritað sjávarút- vegsráðherra bréf þar sem hann óskar íslenskum stjómvöldum til hamingju með ákvörðun þeirra um sjálfbæra þróun veiða úr fiskistofn- um þjóðarinnar og að byggja ákvarð; anir sínar á gögnum vísindamanna. í bréfinu efast hann þó um hvernig stefnunni er framfylgt þar sem hann bendir á að meiri en helmingur fiski- stofnanna hefur minnkað síðan ákvörðunin var tekin. McAllister vekur í bréfinu athygli á áhrifum togveiða á umhverfið og hvaða áhrif slíkar veiðar hafi á haf- svæðið og fiskistofna við Island. Hann lýsir einnig yfir furðu sinni á því að Garðar Björgvinsson hafi ver- ið dæmdur í fangelsi og óskar eftir frekari upplýsingum frá ráðherra hveiju það eigi að sæta. Vonbrigði með niður- stöður G-8 fundarins Nago á Okinawa. AP. FUNDUR G-8 hópsins svonefnda var mest áberandi ráðstefna sem haldin var á árinu, þar sem leiðtogar helstu og efnuðustu ríkja heims komu saman til þess að ræða helstu vandamál heimsbyggðarinnar. En þegar upp var staðið sögðu margir gagnrýnendur að eitt orð dygði til að lýsa ráðstefnunni: Vonbrigði. „Útkoman hefur í gegnum tíðina orðið sífellt minna til gagns,“ sagði Jeffrey Schott, við Alþjóðahagfræð- istofnunina í Washington. Fundur- inn í ár, sem fór fram á japönsku eynni Okinawa, var þar engin und- antekning. Líkt og undanfarið lauk þessari ráðstefnu með því að samið var langt skjal þar sem fjallað var um svo að segja öll hugsanleg má- efni, allt frá efnahagsmálum til menningarlegrar sundurleitni. Mikilvæg heit voru gefin. Leið- togar ríkjanna átta, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Jap- ans, Kanada, Rússlands og Þýska- lands, hétu því að hjálpa fátækum ríkjum að minnka skuldir og bæta stöðuna í menntamálum, heilbrigð- ismálum og tölvutækni. Þá hvöttu leiðtogarnir Heimsviðskiptastofn- unina (WTO) til að efna til annarrar viðræðulotu um afnám viðskipta- hafta á þessu ári þrátt fyrir þau miklu mótmæli er brutust út þegar stofnunin hélt fund í Seattle í Bandaríkjunum í fyrra. Engin þáttaskil En niðurstaðan var víðfeðm og ekki var tekist á við neitt málefni í heild, engin þáttaskil urðu og lítið um fjármagn á bak við hin miklu fyrirheit. Sumir leiðtoganna vísuðu til föðurhúsanna gagnrýni þess efnis að ráðstefnan hefði ekki veitt leið- sögn um það hvernig gengið skuli til verka. Til dæmis hélt Jacques Chir- ac Frakklandsforseti því fram að ráðstefnan hafi engu að síður gildi. „Öruggasta leiðin til að tryggja að ekkert gerist er að tala ekki saman ... að hver sé í sínu homi,“ sagði hann. Hnignandi hlutverk G-8 ráðstefn- unnar kom hvað skýrast í ljós að þessu sinni þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti mætti ekki fyrr en degi of seint og fór aftur nokkr- um klukkustundum fyrr en hinir leiðtogarnir til þess að sinna Mið- austurlandaviðræðunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum og em mun mikilvægari. Óformlegri fundir Gagnrýnendur segja að ráðstefna leiðtoga helstu iðnríkja heims hafi ekki alltaf skipað annað sætið með þessum hætti. Þegar hópurinn hafi fyrst farið að koma saman á áttunda áratugnum hafi fundir þeirra verið óformlegri og ekki einkennst eins mikið og nú af skrifræði og orð- mörgum og fyrirfram tilreiddum yf- irlýsingum. Schott tók þátt í Tókýó- lotu viðræðnanna um GATT, fyrir- rennara WTO, 1973-79, og sagði hann leiðtogaráðstefnuna 1978 hafa skilað raunvemlegum árangri fyrir alheimsviðskipti. Ástæður hnignunarinnar eru margar. Einn vandinn er sá að eftir því sem ráðstefnan hefur orðið meira áberandi hefur skipulagning- in orðið strangari og fátt sem leið- togarnir geta tekist á um. Þá hefur málefnunum á dagskránni fjölgað. í fyrstu kom hópurinn saman til að ræða efnahagsmál, en á Okinawa voru helstu umræðuefnin öryggis- mál á borð við tillögur Bandaríkja- manna um eldflaugavarnakerfi og Norður-Kóreu.„Ef þjóðhöfðingjar veita ekki styrka forystu ... verður niðurstaðan eiginlega óhjákvæm- lega svona langir innkaupalistar yfir aukaatriði," sagði C. Fred Berg- sten, framkvæmdastjóri Alþjóða- hagfræðistofnunarinnar. Þá hefur það enn frekar stuðlað að þessari þróun að Rússar em komnir í hóp- inn en taka ekki fullan þátt í efna- hagsmálaumræðum þótt þeir hafi mikilvægu pólitísku hlutverki að gegna. Þá skiptir máli að heimurinn er ekki lengur eins og hann var á átt- unda áratugnum. Aukin þátttaka Asíuríkja í efnahag heimsins hefur til dæmis leitt til gagnrýni á það stóra hlutverk sem Evrópuríki hafa gegnt á fundunum. Þá hefur hópur- inn átt í erfiðleikum með að fylgja eftir þeim mikilvægu framfara- skrefum sem honum hefur þó tekist að ná. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gagnrýnt hópinn fyrir að standa ekki við loforð frá því í fyrra um að létta á skuldabyrði fátækra ríkja. G-3? Gagnrýnendur segja að leiðtog- arnir eigi að notfæra sér meira þau tækifæri sem þeim gefist til ákveð- inna skoðanaskipta og samninga sem lægra settir embættismenn hafi ekki heimild til að gera. Eitt lykil- atriðið á fundum í framtíðinni gæti verið að takmarka umfang fundanna svo að fundarmenn geti einbeitt sér að og náð árangri í viðræðum um mikilvægustu málefnin. Bergstein segir að til dæmis væri auðveldara að halda G-3 fund - Bandaríkin, Evrópusambandið og Japan. „Það yrði mun árangursrík- ara,“ segir hann. Japanskt par virðir fyrir sér nákvæma eftirlíkingu af æskuheimili Bills Clintons Bandaríkjaforseta sem reist var á eyjunni Okinawa vegna G-8 fundarins um helgina. Fokdýr fundur sætir gagnrýni JAPÖNSK stjómvöld hafa sætt gagnrýni fyrir þann gífurlega kostnað sem fylgdi fundi G-8 hóps- ins sem átti að ræða um það hvem- ig draga megi úr fátækt í hcimin- um. Japanskir fjölmiðlar lýstu því einróma yfir að ekki hefði orðið áþreifanlegur árangur sem myndi beinlínis bæta lífsskilyrði jarð- arbúa. Japönsk stjórnvöld eyddu alls sem svarar um 58 milljörðum króna til fundahaldanna á Okinawa, sem er meira en nokkurt annað ríki hef- ur varið til að halda G-8 fund. Þeg- ar Þjóðveijar héldu fundinn í Köln í fyrra nam kostnaður um 464 millj- ónum og var svipaður þegar Bretar héldu fundinn árið áður. Meðal þess sem Japanir kostuðu til vom nýbyggingar og gífurleg öryggisgæsla. Til dæmis reistu þeir nákvæma eftirmynd æskuheimilis Bills Clintons þar sem hann gæti gist á meðan fundir stæðu. Kostn- aður nam um 58,5 milljónum króna. Um 20 þúsund öryggisverðir, átta herskip, 140 varðskip og 20 flugvél- ar voru notaðar við gæslustörf. Komið var með marga flugvélaf- arma af góðum mat til Okinawa til þess að gera vel við þá fimm þúsund fjölmiölamenn sem sóttu fundinn og 125 kokkar áttu að sjá um að elda um 40 þúsund málsverði. I Nago-borg var byggð ný ráðstefnu- miðstöð með tvö þúsund fermetra samkomusal og nokkrum móttöku- sölum. Hidenao Nakagawa, ráðherra í japönsku ríkisstjóminni, brást við gagnrýni þess efnis að fjármunirnir sem fóru í að halda fundinn hefðu dugað til að afiétta öllum skuldum Gambíu og sagði: „Við höfum unnið brautryðjendastarf og lagt allt í söl- urnar í samstarfi við þjóðir og stofnanir sem málið varðar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.