Morgunblaðið - 25.07.2000, Side 32

Morgunblaðið - 25.07.2000, Side 32
32 ÞRIÐ JUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PÚTÍN OG VIÐSKIPTA- JÖFRARNIR Pútín, forseti Rússlands, er enn nokkur ráðgáta í augum Vest- urlandabúa. Er markmið Pút- íns að koma á eðlilegri reglu og viðun- andi stjórnsemi í Rússlandi eftir að þetta volduga ríki hefur tekið fyrstu skrefln í átt til lýðræðislegra stjórnar- hátta? Eða er fyrrverandi foringi í KGB að vinna skipulega að því að koma á einræðiskenndum stjórnar- háttum á nýjan leik? Svarið við þess- um spurningum liggur ekki í augum uppi. Viðskiptajöfrarnir, sem sölsuðu undir sig gríðarleg auðæfí á fyrstu ár- um hins rússneska lýðræðis telja nú að aðgerðir Pútíns gegn þeim séu til marks um að hann vilji innleiða ein- ræði og kúgun á nýjan leik. En er nokkuð óeðlilegt að lýðræðislega kjör- inn forseti Rússlands geri tilraun til að tryggja að lög nái til viðskiptajöfr- anna ekki síður en almennra borgara? Almenningur í Rússlandi hlýtur að fyllast reiði yfír því að fámennur hóp- ur manna hafi náð til sín með pólitísk- um samböndum, lögbrotum og spill- ingu gífurlegum eignum. Og hvað er eðlilegra en að lýðræðislega kjörinn fulltrúi fólksins fylgi umboði sínu frá þjóðinni eftir með því að gera tilraun til að koma böndum á viðskiptajöfr- ana? Rússneski forsetinn er líka að reyna að ná tökum á héraðshöfðingjunum, sem í mörgum tilvikum stjórna á sín- um svæðum eins og einræðisherrar og hafa stefnu og óskir stjórnvalda í Moskvu að engu. Er eitthvað óeðlilegt við það, að lýðræðislega kjörinn for- seti og lýðræðislega kjörið þing vilji hafa stjórn landsins í sínum höndum? Aðgerðir Pútíns gagnvart við- skiptajöfrunum og héraðshöfðingjun- um eru frá almanna sjónarmiði eðli- legar - a.m.k. á yfirborðinu. AUKIN VIÐSKIPTI Um fjörutíu ára skeið hafa Bandaríkjamenn beitt við- skiptabanni á kommúnistastjórn Fidels Kastrós á Kúbu. Árangur við- skiptabannsins hefur ekki verið sá, sem bandarísk stjórnvöld og þing- menn stefndu að, þ.e. að hrekja ein- ræðisstjórn Kastrós frá völdum. Hún hefur verið þeim mikill þyrnir í augum, ekki sízt vegna öryggis Bandaríkjanna. Á ýmsu hefur geng- ið í samskiptum landanna eins og þegar Sovétstjórnin kom upp lang- drægum kjarnorkuflaugum á eynni í upphafi sjöunda áratugarins. Kúbu- deilan, sem fylgdi í kjölfarið, er talin hafa fært stórveldin nær því en á öðrum tíma að grípa til kjarnorku- vopna. Á síðustu stundu tókst þeim John F. Kennedy, Bandaríkjafor- seta, og Nikita Krustjov, leiðtoga Sovétríkjanna, að ná samkomulagi, sem kom í veg fyrir styrjöld. Eld- flaugarnar voru fluttar á brott. Ró hefur smátt og smátt komizt á í sambúð Bandaríkjanna og Kúbu, ekki sízt eftir hrun sovétveldisins, sem hélt stjórn Kastrós á floti með mikilli og víðtækri efnahagsaðstoð. Allt frá valdatöku Kastrós hefur Það er hins vegar bakgrunnur Pút- íns í KGB, sem veldur því, að margir gruna hann um græzku og eiga erfitt með að trúa því, að á bak við herferð hans gegn spilltum viðskiptajöfrum og einræðissinnuðum héraðshöfðingj- um liggi ekki önnur áform, sem miði að því að draga úr lýðræðisþróuninni í Rússlandi. Vesturlönd almennt og Evrópuríkin sérstaklega eiga mikið undir því, að lýðræðið í Rússlandi verði treyst í sessi. Það verður ekki friður í Evrópu nema Rússum vegni vel og að sam- skipti þeirra við nágrannaríkin verði jákvæð. Rússar geta líka lagt mikið af mörkum til þess að tryggja frið í Evrópu. Þannig er ljóst, að Rússar geta haft mikil áhrif á Balkanskagan- um og hafa sennilega átt mikinn þátt í því, að friður komst á í kjölfar loft- árása Atlantshafsbandalagsríkjanna. Það skiptir líka máli, að Rússum sjálfum finnist þeir búa við öryggi. Mörg NATO-ríkjanna hafa áhyggjur af því að aðild Eystrasaltsríkjanna að Atlantshafsbandalaginu leiði til verri samskipta við Rússland. Aðild þess- ara ríkja að NATO mun hins vegar ekki valda Rússum áhyggjum, ef þeir eru sjálfir öruggir um sína stöðu. Ef tortryggni á Vesturlöndum í garð Pútíns fer vaxandi á næstu miss- erum má búast við að hún endurspegl- ist m.a. í ákvörðunum á sviði varnar- og öryggismála. Með sama hætti er líklegt að Rússar tækju slíkt óstinnt upp og það mundi enn auka á tor- tryggni þeirra sjálfra. Þess vegna er fátt mikilvægara á al- þjóðavettvangi um þessar mundir en að samskipti Rússlands og Vestur- landa verði aukin með það að mark- miði að tryggja að tortryggni hvors í garð annars gjósi ekki upp á nýjan leik. LEYFÐ VIÐ KÚBU verið gífurlegur fólksflótti frá Kúbu til Bandaríkjanna og mynda flótta- mennirnir öflugan þrýstihóp í land- inu. Styrkur þeirra kom berlega í ljós nýlega vegna deilunnar um kúbanska flóttadrenginn Elian Gonzales. Þótt mikil fátækt ríki á Kúbu virð- ist ekkert ógna stjórn Kastrós. Deilur hafa verið um það á Banda- ríkjaþingi um árabil, hvort afnema eigi viðskiptabannið á Kúbu eða ekki. Á það hefur m.a. verið bent, að bannið hafi ekki náð tilgangi sínum og bitni aðeins á saklausum almenn- ingi. Nokkuð hefur verið slakað á banninu síðustu árin og nú fyrir helgina samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings með allmiklum mun (232 atkvæðum gegn 186) að af- létta ferðabanni og með enn meiri mun (301 atkvæðum gegn 116) að af- létta höftum á sölu mavæla og lyfja. Þessi samþykkt þingsins er tíma- bær, enda er ekki með neinum rök- um hægt að halda því fram lengur, að Kúba ógni öryggi Bandaríkjanna. Miklu líklegra er, að frjáls viðskipti og heimsóknir ferðamanna flýti fyrir þróun í lýðræðisátt. * ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 33 N orsku konungshj ón- in viðstödd afhend- ingu á Snorrastofu Formleg afhending á Snorrastofu fer fram á Reykholtshátíð um næstu helgi. Norðmenn hafa stutt verkefnið af heilum hug allt frá því Olafur Hákonarson N oregskonungur færði Islendingum þjóðargjöf Norðmanna til Snorrastofu 6. sept- ember 1988. FORMLEG afhending á hús- næði Snorrastofu verður í Reykholtskirkju næst- komandi laugardag að við- stöddum forseta íslands, Ólafí Ragn- ari Grímssyni, Haraldi V. Noregskonungi og Sonju, drottningu Noregs. Afhendingin fer fram á öðr- um degi Reykholtshátíðar sem stendur dagana 28.-30. júlí. Efnt var til blaðamannafundar í Reykholts- kirkju í gær þar sem hátíðardagskrá í tilefni af þessum viðburði var kynnt. Reykholtshátíð hefst að þessu sinni með opnunartónleikum nk. fóstu- dagskvöld kl. 21 og þar leikur Vert- avo strengjakvartettinn kvintett oft- ir Schubert ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Vertavo kvartettinn er einn þekktasti strengjakvartett í Evrópu og hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn. Önnur tónlist- aratriði á Reykholtshátíð verða tón- leikar að kvöldi laugardags þar sem Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanó- leikari flytja nýjar útsetningar á ís- lenskum sönglögum eftir Arna Harð- arson. Lokatónleikar verða á sunnudag kl. 16 þegar Hanna Dóra ásamt strengjakvartett, sem skipað- ur er Grétu Guðnadóttur og Sigur- laugu Eðvaldsdóttur fiðluleikurum, Guðmundi Kristmundssyni lágfiðlu- leikai-a og Bryndísi Björgvinsdóttm- sellóleikara, flytur meðal annars Ijóðaflokk eftir Mendelsohn. List- rænn stjórnandi tónlistarhátíðarinn- ar er Steinunn Bima Ragnarsdóttir. Vísir að bókasafni frá 1930 Formleg afhending á húsnæði Snorrastofu fer fram í Reykholts- kirkju kl. 14 á laugardag. Kirkjukór- inn syngur Heyr himna smiður. Geh- Waage, sóknarprestur í Reykholti, segir að flutningm’ þess sálms hafi fylgt þessu verkefni frá fyrstu tíð. Hann hafi verið sunginn þegar fyrsta skóflustungan var tekin, þegar hom- steinn var lagður að kirkjunni og þegar hún var vígð. Fulltrúi Norð- manna, konsúllinn í Björgvin, mun afhenda bók með nöfnum Norð- manna sem lagt hafa lið söfnun fyrir byggingu Snorrastofu og Björn Bjamason menntamálaráðherra tek- ur á móti bókinni. Að því loknu flytja Hanna Dóra Sturludóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og fleiri nýtt fram- samið verk eftir Þorkel Sigurbjöms- son við texta eftir Snorra Sturluson. Verkið pantaði Reykholtssöfnuður sérstaklega í tilefni af opnun Snorra- stofu. Að lokinni athöfn í Reykholts- kirkju verður gengið að Snorrastofu þar sem forseti íslands og Noregs- konungur afhjúpa áletran yfir dyr- um að Snorrastofu. Þessum þætti dagskrárinnar á að vera lokið um kl. 15.30 og kl. 16 hefst flutningur leik- Nýja kirkjan og Snorrastofa setja sterkan svip á Reykholt. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golii Bjarni Guðráðsson, formaður byggingarnefndar, og séra Geir Waage, sóknarprcstur í Reykholti. gerðar á Kristkonungunum eftir Johannes Heggland, sem fjallar um kristnitökuna í Noregi. Það er ríflega eitt hundrað manna leikflokkur frá eyjunni Mostri sem leikur verkið í Snorragarði í boði Kristnihátíðar- nefndar og Norðmanna. Leikið er undir beram himni og enginn að- gangseyrir er. Leikaramir era allir íbúar eyjarinnar Mostra. Söguleik- urinn hefur verið fluttur þar á hveiju ári síðastliðin ár. Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðar- nefndar, sagði að þetta væri þekktur söguleikur frá Noregi. Hann sagði að á þriðja hundrað Norðmenn yrðu á staðnum, jafnt flytjendur og sveitar- stjómarmenn í Noregi sem hefðu lagt lið við byggingu Snorrastofu. Rauði þráðurinn í Reykholtshátíð að þessu sinni væri hið mikla samstarf milli Reykholts og Norðmanna og hvernig Reykholt styi-kir þá þræði sem tengja Islendinga frændum sín- um í Noregi. Geir gerði grein fyrir byggingar- sögu kirkjunnar og Snorrastofu. Hann sagði að söfnuður Reykholts- kirkju hefði ráðist í það á árinu 1988 að reisa nýja kirkju á staðnum. Garð- ar Halldórsson, húsameistari ríkis- ins, teiknaði húsin. Jafnframt hafi verið safnað saman öllum þeim hug- myndum sem komið hafa fram í áranna rás um þá aðstöðu sem þyrfti að vera í Reykholti, þar á meðal bókasafns. Árið 1930 kom vísir að bókasafni í Reykholti. Upphafsmaður þess var Einar Hilsen, Bandaríkjamaður af norskum ættum, sem var fulltrúi Norður-Dakotafylkis á Alþingishá- tíðinni 1930. Hann var mikill áhuga- maður um Snorra Sturluson og gaf hingað safn af ýmsum útgáfum af verkum Snorra. Einnig skrifaði hann forleggjurum sem fengust við útgáfu á verkum Snorra og hafði forgöngu um að þeir sendu bækur með verkum Snorra til Reykholts. Rétt fyrir 1940 var bókasafn Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra keypt og er þetta vísirinn að því bókasafni sem hefur verið til í Reykholti. Akveðið var að reisa bókhlöðu í Reykholti í tengsl- um við kirkjuna til þess að halda uppi nafni Snorra Sturlusonar með því að hafa til sýnis helstu útgáfur af verk- um hans frá 1930. Önnur bókasöfn sem Snorrastofu hefur borist að gjöf era bókasafn dr. Jakobs Benedikts- sonar, bókasafn Guðmundar G. Hagalíns rithöfundar, bókasafn gamla Héraðsskólans í Reykholti, hluti af safni Þórarins Sveinssonar læknis og hluti af safni Guðjóns Ás- grímssonar. Auk þess hefur Snoi’ra- stofu verið gefinn fjöldi bóka. Jafn- framt var ákveðið að hrinda í framkvæmd hugmyndum sem fædd- ust við komu handritanna frá Kaup- mannahöfn til Islands um að nauð- synlegt væri að hafa aðstöðu fyrir innlenda og erlenda fræði- og vís- indamenn til að dvelja við vinnu og rannsóknir í Reykholti. I Snorra- stofu hefur verið innréttuð íbúð fyrir gestkomandi fræði-, vísinda- og lista- menn sem er inn af bókhlöðunni og innangengt er á milli. Á jarðhæð kirkjunnar er safnaðar- salur þar sem eru sýningar á sumrin á vegum Snorrastofu. Sýningin sem nú er opin fjallar um sögu Snorra Sturlusonar og samtíðarmanna hans. Nýja kirkjan vígð 23. september 1995 Geir segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að Reykholtskirkja nýttist vel sem tónlistarhús og er salurinn sérstaklega hannaður með tilliti til hljómburðar. Á hvítasunnudag 1988 tók þáver- andi biskup yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson, fyrstu skóflustung- una að byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu og 6. september sama ár lagði þáverandi forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hornstein að kirkjunni og stofnuninni að viðstödd- um Ólafi Hákonarsyni Noregskon- ungi sem þá var í sinni síðustu utan- landsferð. Við það tækifæri afhenti hann þjóðargjöf Norðmanna til Snorrastofu, eina milljón norskra króna. Snorrastofu var formlega komið á fót með undirritun stofn- skrár 23. september 1995 og hóf stofnunin störf með undhritun starfssamnings ríkis og aðila í héraði um rekstur hennar. Nýja kirkjan var vígð sama dag. Þennan dag var einn- ig ferðaþjónustunni Heimskringlu komið á fót í nýju byggingunni. Geir sagði að ljóst hefði verið frá upphafi að 300 manna söfnuður réði ekki við að kosta byggingu húsanna, sem kostuðu fullbúin rúmlega 200 milljónir kr. Leitað var til einstakl- inga, fyriitækja, stofnana og ríkisins bæði hér á íslandi og í Noregi um hjálp við framkvæmdimar. í sept- ember 1998 var skrifstofa Snorra- stofu opnuð í kjölfar ráðningar Bergs Þorgeirssonar forstöðumanns. Til bráðabirgða var henni komið fyrir í norðurenda gamla Héraðsskólans. I febrúar 1999 var Snorrastofa efld sem rannsóknarstofnun þegai’ Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra kynnti skýrslu nefndar sem gerði það að tillögu sinni að komið yrði á fót rannsóknastarfsemi í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum í Reykholti. Bergur Þorgeirsson, forstöðumað- ur Snorrastofu, minntist þess að skólahaldi hafi verið slitið í Reykholti vorið 1998 og þá hafi verið vakið máls á því á ný að koma á fót rannsókna- stofnun í miðaldafræðum í Snorra- stofu. Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra hafði fyrst hreyft þeirri hugmynd á ráðstefnu í Þjóðminja- safni Islands 20. september 1996 að gera Reykholt að evrópsku menning- arsetri þar sem stunduð yrðu mið- aldafræði og rannsóknir á fomleif- um. Bergur sagði að nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefði farið ofan í þetta mál og var niðurstaða hennar að koma á fót slíkri rann- sóknastofnun. Stjóm Snorrastofu hefði unnið síðastliðin tvö ár út frá niðurstöðum nefndarinnar. Bergur sagði að Snomastofa væri sjálfseign- arstofnun sem hefði gert samninga við ríkið og aðila í héraði um rekstur stofnunarinnar. Þarna væri að verða til ráðstefnumiðstöð sem væri vel nýtt. Til marks um það nefndi Berg- ur að forsendur hefðu skapast fyrir rekstri hótels á staðnum árið um kring vegna ásóknar í ráðstefnuhald í Reykholti. Verð á kjötvörum farið hækkandi á síðustu árum en verð til bænda lækkar Togstreita á milli verslana og kj öt- vinnslna um verð KJÖTAFURÐIR hafa hækkað í verði á und- anfömum 5-6 áram, en á sama tíma hefur það verð sem bændur fá fyrir þessar afurðir farið lækkandi. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu, þar sem verðþróun síð- ustu ára var skoðuð út frá neyslu- vísitölu síðasta árs. Var þar m.a. tekið dæmi af smásöluverði á lambalæri, svínalæri og nautagúll- asi sem farið hefur hækkandi frá áranum 1994 og ’95 til dagsins í dag. Á sama tíma hefur hins vegar meðalverð til bænda fyrir kinda- kjöt, svínakjöt og nautakjöt farið stiglækkandi. Verslanakeðjurnar ráða markaðnum í samtölum Morgun- blaðsins við forsvars- menn kjötvinnslufyrir- tækja víða um land kveður nær alls staðar við sama tóninn. Smá- söluverslun í landinu er meira og minna komin í hendur örfárra aðila, sem í krafti stærðar sinnar geta náð fram þeim kjöram sem þeir vilja. Hins vegar segja kjötverkendurnir að bein hagræðing sjáist ekki nema að litlu leyti á móti þeim afsláttar- kjöram sem þessir aðil- ar fá og afleiðingin sé því hærra vöraverð til neytenda. „Það sér það hver maður, að með tuttugu kjötvinnslur í landinu og þrjá til fjóra stóra smásöluaðila, getur smásalan fengið þá afslætti sem henni sýn- ist. Það er lítið mál að sparka einni af þessum kjötvinnslum út í kuldann ef mönnum sýnist svo,“ sagði einn af heimildamönnum blaðsins. Sama hljóðið var að heyra í öðr- um kjötverkendum sem rætt var við en enginn þeirra hafði áhuga á að nafn sitt eða viðkomandi fyrir- tækis væri bendlað við þessa um- ræðu. Sögðu þeir það helgast af því, að með því að gagnrýna starfsaðferðir smásalanna gætu þeir verið að vinna sínum fyrir- tækjum skaða, en þau væra, eðli málsins samkvæmt, upp á smásal- ana komin með afkomu sína. Gagnrýni kjötverkenda snýst sem sé um það, að frá því að inn- kaup fyrir verslanakeðjurnar færðust á færri hendur en áður, era kjötverkendur knúnir til að veita mun meiri afslætti af fram- leiðsluvörum sínum en áður tíðk- aðist og þess vegna verði þeir sjálfir að knýja á lækkanir á því verði sem þeir greiða bændum fyrir kjötið. Hins vegar segja þeir að þessir afslættir séu ekki að skila sér sem skyldi í lækkuðu vöraverði. Segja kjötverkendurnir að þeirra á með- al ríki enn full samkeppni, en fá- keppnin í smásölunni geri þá sam- keppni enn erfiðari, þar sem svo margir þurfi að slást um svo fáa viðskiptavini. Tók einn svo djúpt í árinni að segja það vera óhugnan- lega stöðu að búið væri að gefa tveimur aðilum megnið af þessum markaði. „I Bretlandi eru menn að býsnast yfir því að fimm aðilar ráði helmingi markaðarins, en hér era tveir með 80 til 85%. Áuðvitað leggur enginn í að styggja fyrir- tæki með slíka stöðu á markaði," sagði hann. Fákeppni á matvælamarkaði er þyrnir í augum bænda og kjötframleiðenda. Hafa þeir áhyggjur af vaxandi veldi stórra verslunarkeðja sem þeir seg,ja í æ ríkara mæli stjórna allri verðlagningu upp á eigin spýtur. Valgarður Lyngdal Jónsson ræddi við nokkra kjötverkendur og forsvarsmenn verslana, sem á móti benda á einokun í röðum dreifíngar- fyrirtækja landbúnaðarins. Morgunblaðið/Sverrir Kjötvörur eru misdýrar eftir því livaðan af skepnunni þær koma. Þannig er kílóverð hangilærisins á myndinni sennilega hærra en á frampartinum við hlið þess. Meira um afslætti og tilboð en áður Þessi mynd sem dregin er upp af matvöramarkaðnum er þó ekki alveg einhlít. Einn viðmælenda blaðsins benti t.a.m. á, að frá þeim tíma sem um ræðir, kringum 1995, hafi verslanir í síauknum mæli farið að selja matvöra á ýmiss konar tilboðum og afsláttum og nú sé svo komið að stór hluti þess kjöts sem selt er í matvöruversl- unum fari á slíkum afsláttarkjör- um. Viðmiðunai’tölur Hagstofunn- ar, sem Morgunblaðið fór eftir í samanburðinum á laugardag, mið- ist hins vegar við skráð kílóverð á hverjum tíma og gefi því ekki full- komlega rétta mynd af því á hvaða verði fólk sé að kaupa vörurnar úti í búð. Sagði þessi viðmælandi að tekjur verslananna af álagningu sinni færu að miklu leyti í það að kosta tilboð og afslætti af þessu tagi og því væri fjarri lagi að þær sætu með allan gróðann í höndun- um. Mjólkurvörur seldar undir kostnaðarverði Jón Ásgefr Jóhannesson, for- stjóri Baugs, hafði í samtali við Morgunblaðið ýmislegt að athuga við gagnrýni bænda og kjötverk- enda á verslanakeðjurnar. Sagði hann að stærstur hluti landbúnað- arvara, sem eru mjólkurvörur og ostar, væri í raun seldur undir rekstrarkostnaði verslananna. Sagði hann verslanir Baugs tapa um 7-8% á þessum vörum, því álagning þeirra væri það miklu lægri en raunkostnaður verslunar- innar af vöranum. Hvað kjötafurðirnar varðar benti Jón Ásgeir á að neyslu- mynstur íslendinga hefði breyst mikið á síðustu áram. Neysla á hvítu kjöti færi sífellt vaxandi og þar væra kjúklingar sér í lagi í ör- um vexti, enda hefur verð á þeim farið lækkandi á síðustu áram. Ekki vildi hann meina að allt tal um sýkingar af völdum salmonellu og kamphýlóbekter hefði þar haft nein áhrif. Neysla kjúklinga hefði aukist þrátt fyrir það. Sagðist Jón Ásgeir ekki telja að það væri á nokkurn hátt verslun- unum að kenna að afurðaverð til bænda hefði farið lækkandi á síð- ustu árum. Hann teldi það mun líklegri skýringu að afurðastöðv- arnar væra að taka meira til sín en áður. „Varðandi það að bændur séu undir ægivaldi verslunarkeðj- anna,“ sagði Jón Ásgeir, „þá bendi ég bai-a á Mjólkursamsöluna, Osta- og smjörsöluna og Sölufélag garðyi’kjumanna, en þessi fyrir- tæki era með 95 til 100% markaðshlutdeild og frá þeim koma um 60% allra landbúnaðar- vara sem verslunarfyrirtækin kaupa. Þau setja okkur því al- gerlega línurnar hvað verðlag varðar í skjóli einokunar og undir vernd ofurtollanna sem hindra innflutning á landbúnaðarvöram. Afleiðingarnar eru svo þær, að á þessu ári eru íslenskir neytendur að gi-eiða 6,2 milljarða í hærra vöraverði vegna löngu gjaldþrota landbúnaðarstefnu. Þess vegna held ég að þeir sem vilja gagnrýna fákeppni hjá smásöluverslunum séu oft á tíðum að kasta hnullung- um úr glerhúsi. Fákeppnin er í því, hvar við getum fengið þessi landbúnaðaraðföng." Ennþá hart barist á smásölumarkaði Enda þótt aðilum á smásölu- markaði hafi fækkað sagði Jón Ás- geir að óvíða annars staðar væri slegist meira á markaði en einmitt þar. Sagði hann að þótt aðilar væra færri en áður, væra þeir' jafnframt stærri og með sterkari bein og þess vegna enn meiri kraftur í slagnum, enda sjáist það best í Morgunblaðinu í hverri viku þegar verðkannanir birtast þar á neytendasíðunni. Sagði hann það því enga tilviljun, að vísitala mat- vöraverðs hafi farið lækkandi síð- ustu 6 mánuði og ennfremur sagð- ist hann ekki búast við hækkunum á matvöram til framtíðar, þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun. Hvað kröfur verslanakeðja um afslætti af kjötvöram varðar sagð- ist Jón Ásgeir ekki hafa orðið var við mikinn barning á þeim mark- aði. Hins vegar reyni verslanimar að sjálfsögðu að ná eins hag- stæðu innkaupsverði og hægt er á hverjum tíma. Það sé einfaldlega krafa neytenda að þær standi sig í því. „En kjami málsins er sá, að við eram ekki að taka meira fyrir að selja vörana en eðlilegt getur talist, enda kemur það skýrt fram í okkar reikning- um,“ sagði Jón Ásgeir Jó- hannesson að lokum. Kjötvörur meira unnar en áður Ekki ber af framansögðu að líta svo á, að álagning verslana ein og sér skapi þær verðhækkanir á kjötafurðum sem virðast hafa orðið á síð- ustu áram. Einnig má skýr- inganna að hluta til leita í því að kjötvörur fara nú í gegn- um lengri vinnsluferil hjá kjötvinnslustöðvum og í versl- unum en áður. Neytendum bjóðast nú mun meira unnar kjöt- vörar en í boði var fyrir 5 til 7 ár- um, gömlu söguðu skrokkarnir era óðum að hverfa og fullunnar kjötvörar í neytendaumbúðum taka við. Þessi vinnsla kostar fjár- muni sem leggjast á útsöluverð vörannar í verslununum. Samfara þessari þróun era ákveðnir hlutar lambskrokksins, s.s. læri og hryggur, nú orðnir hlutfallslega dýrari en aðrir hlutar hans. Það dæmi sem Morgunblað- ið tók miðaðist t.a.m. við lamba- læri, sem frá árinu 1995 hefur hækkað í verði á meðan afurðir úr slögum eða framparti hafa lækk- að. Segja viðmælendur Morgun- blaðsins að meðalsmásöluverð fyr- ir lambsskrokkinn sé því í raun lægra en samanburður blaðsins síðasta laugardag gaf til kjmna og munurinn á útsöluverði og afurða- verði til bænda ekki eins mikill og þar var gefið til kynna. Einnig segja heimildamenn Morgunblaðs- ins launaliði hjá kjötvinnslunum hafa hækkað og allt era þetta hlutir sem á endanum hlaðast á smásöluverðið. Hins vegar telja margir þeirra kjötframleiðenda sem rætt var við að þróunin ætti ekki eftir að verða sú, að kjötverð haldi lengi áfram að hækka. Vinnslustöðvar fari stækkandi og verði því sífellt hagkvæmari rekstrareiningar og er það sam- dóma álit margra þeirra sem Morgunblaðið ræddi við, að sú hagkvæmni muni á endanum skila1* sér til neytenda. Ekki voru þó allir sammála þessu og einn viðmæl- andi sagðist engan veginn vera spenntur fyrir því að sjá þessa grein þróast í sömu átt og smásal- an hefur gert. Ef svo verður horfir varla glæsilega fyrir bændum, sem verða þá komnir í svipaða stöðu og kjötvinnslurnar era nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.