Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA KR sigraði ÍA í Frostaskjóli 1:0 í fjörugum leik á sunnudagskvöld þar sem bæði lið fengu sæg af marktækifærum sem flest fóru í súginn. Sjálfsmark Kára Steins Reynissonar réði því úrslitum í þessum afar mikilvæga leik í toppslag deildarinnar. KR heldur sig í toppbaráttunni með 21 stig á meðan ÍA situr eftir um miðja deild með 18 stig ásamt því að vera búið að leika einum leik meira en fiest önnur lið. Leikurinn á sunnudag getur talist leikur glataðra marktækifæra. Síðari hálfleikurinn var galopinn og fjörugur og bæði lið hefðu getað skorað Eystlirrsdóttir þrjú til fjögur mörk. skrifar KR-ingar byrjuðu leikinn með nýja leikmanninn, Renfurm, í framherja- stöðunni. Hann náði að halda boltan- um ágætlega, átti oft laglegar send- ingar og tvö ágæt færi. Greinilegt var þó að hann er ekki í nægjanlega góðu leikformi og nokkuð dró af hon- um í síðari hálfleik. Vörnin hjá KR var full opin oft á tíðum og ljóst að Pétur Pétursson þjálfari er enn ekki búinn að finna töfraformúluna fyrir varnarkvartetti. Miðjan var sterk, þar sem Einar Þór Daníelsson, Sig- þór Júlíusson og Þorsteinn Jónsson stóðu fyrir sínu. Guðmundur Bene- diktsson lét lítið fyrir sér fara í fyrri hálfleik en óx er leið á leikinn. Andri Sigþórsson lék ekki með vegna meiðsla. Skagamenn héldu sig við sömu vörn og lék gegn Blikum á dögunum með Sigurð Jónsson sterkastan. Hann vann flesta skallabolta og átti oft á tíðum ágætar sendingar og þar með stóran þátt í sóknarleiknum. Gunnlaugur var einnig öflugur í vörninni og Kári Steinn stóð sig með prýði ef frá er talið sjálfsmark hans. Hann sótti oft á tíðum upp kantinn og skapaði fjölbreytni í leik Skaga- liðsins. Uni Arge barðist vel en náði ekki að nýta þann sæg marktæki- færa sem hann fékk. Skagaliðið spil- aði ágætlega á köflum en vandamál liðsins á sunnudag eins og svo oft áð- ur í sumar var að þeir komu knettin- um ekki í mark andstæðinganna þrátt fyrir urmul færa. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið lögðu áherslu á skotheldan varn- arleik og varfærnislegan sóknarleik. Nokkurt jafnvægi var með liðunum í byrjun en þó voru Skagamenn sókndjarfari. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á 8. mínútu þegar Jóhannes Harðarson tók ágæta aukaspyrnu inn í teig KR þar sem mikill darraðardans myndaðist. Boltinn hrökk út til Kára Steins sem skaut ágætu skoti en Þormóður Eg- ilsson náði að hreinsa frá. Uni Arge, sem kom aftur inn í byrjunarlið IA eftir tveggja leikja hlé, kom tvisvar við sögu um miðbik fyrri hálfleiks. Fyrst skallaði hann boltann yfir af stuttu færi. Síðan fékk hann boltann inni í teig þar sem hann sneri laglega en skaut beint á Kristján Finnboga- son í marki KR. Besta færi KR-inga í fyrri hálfleik kom þegar Þórhallur Hinkriksson gaf hættulega sendingu á Einar Þór sem lék nánast upp að endamörkum og skaut úr þröngu færi en Ólafur Þór Gunnarsson varði. Síðari hálfleikur byrjaði fjörug- lega og reyndist hin besta skemmt- un. Strax á 5. mínútu skaut Jóhannes Harðarson ágætu skoti úr auka- spyrnu en knötturinn sleikti stöng KR að utanverðu. KR-ingar sóttu í sigveðrið er Sigurður Örn Jónsson fékk knött- inn á eigin vallarhelmingi og gaf fyr- ir á Guðmund Benediktsson sem skaut lúmsku skoti sem fór naum- lega fram hjá. Skagamenn skoruðu svo óheppilegt sjálfsmark í næstu sókn KR-inga. Eftir markið færðust KR-ingar enn í aukana og nokkurrar uppgjaf- ar varð vart hjá Skagamönnum. Guðmundur tók snögglega auka- spymu og gaf á Maikel Renfurm, nýja Hollendinginn í liði KR. Ren- furm skaut úr þröngu færi en Ólafur varði glæsilega. Aftur lifnaði yfir Skagamönnum um miðjan hálfleikinn og fengu þeir sitt besta færi er Uni Arge skallaði knöttinn í samskeytin. Áður en yfir lauk skallaði hann tvisvar rétt yfir markið ásamt því að fá ákjósanlegt færi er hann slapp nánast einn í gegnum vörn KR en Kristján varði með tilþrifum. Kári Steinn fékk einnig ákjósanlegt færi er hann fékk laglega sendingu inn í teiginn. Hann náði hins vegar ekki til boltans og sóknin rann út í sandinn. KR-ingar fengu svo síðasta færi leiksins er Sigursteinn sendi langa sendingu upp kantinn á Einar Þór sem stakk Sturlaug Haraldsson af og gaf fyrir á Renfurm sem skaut en aftur varði Ólafur. KR-ingar m meistarabará Ekkert mark í Grindavík KEFLVÍKINGAR skoruðu ekki mark í Grindavík í nágrannaslagn- um í fyrrakvöld - frekar en önnur lið sem sótt hafa Grindvíkinga heim í efstu deild í sumar. En þeir urðu hins vegar fyrstir til að fara þaðan með stig. Þeirfóru ekki tómhentirtil baka eftir Grindavíkurafleggjaranum í fyrsta skipti í fimm ár, og heimamenn nýttu ekki gott tækifæri til að ná Fylkismönnum að stigum á toppi deildarinar í einn sólarhring. Niðurstaðan var sem sé 0:0 jafntefli og fyrsta markalausa viðureign grannliðanna í efstu deild. Sterkt að halda hreinu ð vissum að við værum að fara á gríðarlega erfiðan útívöll og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með að ná í stig hérna í ■ Grindavík í fyrsta skipti síðan 1995,“ sagði Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflvíkinga. „Það var sterkt hjá okkur að halda hreinu á móti Grindvíkingum sem hafa skorað mikið af mörkum á heimavelli í sumar. Við komum auð- vitað hingað til að sækja þrjú stig en erum sáttir við útkomuna. Þetta var að miklu leyti jafnræði með liðunum, Grindvíkingar byggja á sterkri vörn og snöggum sóknum en við lokuðum vel á þeirra sóknarfæri. Gunnleifur þurfti aðeins einu sinni að verja í leiknum og það gerði hann mjög vel. Á meðan við töpum ekki fyrir topp- liðunum og fáum ekki á okkur mörk ei-u þau ekki að skilja okkur eftir. • Við vinnum mjög vel varnarlega, McNally styrkir okkur að því leyti, og mér líst vel á framhaldið hjá okk- ur,“ sagði Gunnar Oddsson. Vantaði einhvern neista hjá okkur „Ég er mjög ósáttur við að fá að- eins eitt stig í kvöld en það vantaði einhvern neista í þetta hjá okkur,“ sagði Ólafur Öm Bjarnason, lands- liðsmaður Grindvíkinga, við Morg- unblaðið eftir leikinn. „Við spiluðum ágætlega úti á vell- inum, fengum lítið af færum á okkur, T en í sóknarleiknum vantaði að síð- ustu sendingarnar rötuðu rétta leið og við fengjum virkilega góð færi til að skora. Ef þau gáfust, var ekki reynt að skjóta heldur vildu menn komast lengra. I þeirri stöðu sem við erum í var slæmt að ná ekki að sigra en það þýðir að við verðum að kom- ast á sigurbraut á ný þegar við förum tupp á Akranes," sagði Olafur Örn. Menn hafa oft haft á orði að sterk- ur vamarieikur haíl borið sóknarleikinn ofurliði á íslandsmót- inu í knattspymu í sumar. Það hefur að Sigurðsson sjálfsögðu verið mis- skrifar jafnt á milli leikja en á svo sannariega við um viðureign Suðumesjaliðanna í fyrrakvöld. Þjálfarar og leikmenn unnu heimavinnuna sína óaðfinnan- lega varðandi varnarleikinn -svo vel að leikurinn komst aldrei á flug og að- eins eitt hættulegt skot hitti á mark allan tímann, 7 mínútum fyrir leiks- lok. Þá voru líka tilþrifin glæsileg, Róbert Sigurðsson átti hörkuskot á Keflavíkunnarkið frá vítateig, boltinn stefndi upp í markvinkilinn en Gunn- leifur Gunnleifsson varði af stakri snilld og sló boltann í hom. Önnur markskot í leiknum vom hættulegri grindvískum boltakrökkum og áhorf- endum en markvörðum liðanna. Við vítateigana réðu tveir hers- höfðingjar ríkjum, Zoran Djuric hjá Grindavík og Mark McNally hjá Keflavík, og fram hjá þeim og undir- sátum þeirra virtíst ekki nokkur leið að komast. Grindvíkingar lögðu áherslu á að stöðva fyrrum félaga sinn, Zoran Daníel Ljubicic, og settu Goran Lukic honum til höíúðs frá fyrstu mínútu. Lukic gerði það af mikilli samviskusemi og þar með var allur broddur úr sókn Keflvíkinga. Hinum megin lokuðu Keflvíkingar öllum smugum fyrir Scott Ramsey, Sinisa Kekic og Paul McShane, sem dönsuðu með boltann á tánum fram og til baka fyrir framan varnarmúr- inn keflvíska en rákust á vegg í hvert skipti sem þeir reyndu að komast í gegn. Þannig hófst leikurinn og þann- iglaukhonum. Einu umtalsverðu marktækifærin í fyrri hálfleik áttu Grindvíkingar, sem þá réðu ferðinni að mestu úti á vellin- um. Engin skottilrauna þeirra skap- aði þó teljandi hættu. Boltinn rataði aldrei á markið, en Kekic var næst því að skora þegar hann renndi boltanum rétt fram hjá eftir skyndisókn og sendingu frá Ramsey. Keflvíkingar komu mun betur inn í leikinn í seinni hálfleik og sóttu meira á köflum en í heildina séð var þó frumkvæðið meira hjá heimamönn- um. Grindavík fékk samt aðeins eitt einasta færi allan seinni hálfleik, áðumefnt skot Róberts, á meðan Keflvíkingar náðu að ógna þrívegis. Á 70. mínútu skaut Gunnar Oddsson fram hjá frá vítateig eftir góða sókn og sendingu frá Kristjáni Brooks, og strax eftir útspark Grindvíkinga fékk Hjörtur Fjeldsted boltann og þrum- aði að marki þeirra af 25 metra færi en rétt yfir þverslá. Á lokamínútun- um átti síðan Jóhann Benediktsson skemmtilega tilraun af 40 metra færi. Hann sá að Albert markvörður Grindavíkur stóð framarlega og sendi lúmskan bogabolta á markið en bolt- inn lenti ofan á þverslánni og fór aftur fyrir. Aðeins tilraun í þessum dúr hefði getað brotið ísinn. Það sást vel í þessum leik að sá herslumunur sem Grindvíkinga vant- ar til að vera afgerandi sem topplið er skæður sóknarmaður. Kekic og Ram- sey eru báðir liprir og skemmtilegir með boltann en hvorugur er sú markamaskína sem liðið skortir. Báð- ir vilja þeir draga sig aftar á völlinn þar sem þeir vissulega skapa usla með leikni sinni, en í staðinn vantar broddinn í sóknina. En í heildina séð er Grindavíkurliðið sterkt og þétt og byggir út frá öruggum vamarleik þar sem lítið er um feilspor, enda hefur það ekki fengið á sig mark á heima- velli og aðeins átta í 12 leikjum í deild- inni í sumar. Flestir leikmanna geta haldið boltanum vel og spilað þó áherslan á það sé stundum fúll mikil og frekar sent til baka, jafnvel alla leið á markvörð, í stað þess að taka áhættu fram á við. Keflvíkingar hafa fengið góðan liðsstyrk í Mark McNally. Hann fyllir skarð Liams O’Sullivans mjög vel, er ekki eins sterkur í loftinu en bætir það vel upp sem meiri spilari og leið- togi í öftustu vöm. Hvorki KR né Grindavík tókst að skora hjá Keflavík í síðustu tveimur leikjum og liðið er greinilega að styrkjast vamarlega séð. Vamarhlutverk Gunnars Odds- sonar á miðjunni er líka geysilega mikilvægt og oftar en ekki brotnuðu sóknarlotur Grindvíkinga á honum. En þar sem Zoran Daníel var í gjör- gæslu sem hann losnaði ekki úr nema einstöku sinnum í seinni hálfleik var sóknarleikur Keflavíkur að mestu lamaður. Kristján Brooks hressti reyndar aðeins upp á hann þegar hann kom inn á um miðjan síðari hálf- leik. Grindavík 0:0 Keflavík f4 Albert Sævarsson Óli Stefán Flóventsson Guðjón Asmundsson Zoran Djuric m Ray Anthony Jónsson m Paui McShane m Goran Lukic m Ólafur Örn Bjarnason m Sverrir Þór Sverrisson (Róbert Sigurðsson 68.) Scott Ramsey m Sinisa Kekic fslandsmótið í knattspyrnu Landssímadeildin, 12, umf. Grindavíkurvöllur Sunnudaginn 30. júlí, 2000 Aðstæður: Logn, 11 stiga hiti, frábær völlur og bestu hugsanleg skilyrði fyrir knattspyrnu. Ahorfendur: 750. Dómari: Pjetur Sigurðsson, Fram, 4. Aðstoðardómarar: Einar Guðmundsson og Einar Sigurðsson Skot á mark: 11-8 Hornspyrnur: 4-4 Rangstöðun 5-1 Leikskipulag: 4-5-1 Gunnleifur Gunnleifsson Jtt Paul Shepherd_________|tt Garðar Newman Mark McNally Jtt Hjörtur Fjeldsted m Ragnar Steinarsson (Kristján Brooks 66.) Gunnar Oddsson IB Þórarinn Kristjánsson_______ Zoran Daníel Ljubicic Hjálmar Jónsson (Kristján Jóhannsson 68.) Guðmundur Steinarsson (Jóhann Benediktsson 84.) Gul spjöld: Ragnar Steinarsson, Keflavík, (5.) fyrir brot Garðar Newman, Keflavík, (80.) fyrir brot Goran Lukic, Grindavík, (81.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.