Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 1
k A m Renfurm samdi við KR-inga HOLLENSKI sóknarmaður- inn Maikel Renfurm, sem lék sinn fyrsta leik með KR á sunnudag'inn gegn ÍA, hef- ur gert samning við KR sem gildir út leiktfmabilið og verður Renfúrm leigður frá hollenska félaginu NEC Nymegen.. Renfurm cr ekki löglegur með KR f Evrópu- leiknum gegn bRÖNDBY á morgun. Andri Sigþórsson, sem lék ekki með KR gegn ÍA, verður Ifklega í byijun- arliði KR gegn Bröndby. Sigur gegn Noregi ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði á sunnudag Noreg 2:1. ísland hefur f fyrri tíð leikið fjórum sinnum gegn Noregi og tapað þrisvar og gert eitt jafntefli. Þetta er því fyrsti sigur íslands gegn Noregi í þessum flokki en þess má geta að A-landslið ís- lands hefur aldrei sigrað Noreg. Hrefna Jóhannes- dóttir skoraði fyrra mark íslands eftir frá Margréti Ólafsdóttur. Rakel Ögmundsdóttir skallaði að marki en það var varið og Hrefna fylgdi á eftir og skoraði af miklu harðfylgi. Rakel skoraði síðara markið með glæsilegu skoti Ingibjörg Hinriksdóttir skrifarfrá Þýskatandi hornspyrnu af 25 metra færi þar sem knöttur- inn hafnaði efst í markhorni Þjóð- verja. Margrét og Elín Þorsteins- dóttir léku best íslensku stúlknanna ásamt Þóru Helgadótt- ur sem varði oft laglega í lokin í marki íslands. „Ég er mjög stoltur af stelpun- um. Þær sýndu mikinn og góðan „karakter" að koma svona sterkar inn í þennan leik eftir tap gegn Þjóðverjum sem þær voru mjög ósáttar við. Með þessum sigri á Norðmönnum eru stelpurnar ekki aðeins að brjóta blað í íslenskum fótbolta heldur eygjum við einnig möguleika á því að verða Norður- landameistarar," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari liðsins. Útlit er fyrir að Bandaríkin vinni hinn riðilinn og Finnland hafni í öðru sæti og Þýskaland þann er ísland leikur í. Þar með leika ís- land og Finnland væntanlega um annað sæti í mótinu og þar með um Norðurlandatitilinn. ísland lék á föstudag gegn Þýskalandi og tapaði 3:1 á ósann- gjarnan máta. Þýsk blöð sögðu frá því að Þýskaland hefði verið betra liðið og þjálfari liðsins, Horst Holsch, sagði að líklega hefðu þau vanmetið ísland. GOLF: NORÐURLANDAMÓTIÐ í EYJUM/B4, B5, B10, B12 Morgunblaðið/Hasse Sjögren Silja Úlfarsdóttir með verðlaunapeningana. BLAÐ 2000 m ÞRIÐJUDAGUR1. AGUST Silja fékk þrenn verðlaun SILJA tílafsrsdóttir, hlaupakona úr FH, náði góðum árangri á Norðurlandamóti unglinga i frjálsiþróttum sem fram fór í Sví- þjóð um helgina. Hún varð önnur í 200 og 400 metra hiaupi og þriðja í 100 metra hlaupi og krækti sér því í þrjá verðlaunapeninga. 100 metrana hljóp hún á 12,30 sek- úndum, 200 á 24,57 og 400 á 55,17. Vala Flosadóttir sigraði eins og búist var við í stangarstökkinu, stökk 4,20 metra og Einar Karl Hjartarson hástökkvari stökk 2,20 metra og varð annar. Hann reyndi við ólympíulágmarkið, 2,25 en felldi það. Sveinn Margeirsson frá Sauðár- króki varð fjórði í 3.000 metra hindrunarhlaupi og bætti tíma sinn verulega, hljóp á 8.51,87 og er það 2,3 sekúndum frá Islands- metinu. Guðleif Harðardóttir varð fimmta í sleggjuksti með því að kasta 44,17 metra og í kringlu- kastinu kastaði hún 36,46 metra og varð sjötta. INTER EW " INTER' SPORT INTER SPORT INTER' INTER' INTER' Þí n frístund ~ O kk a r fag Bíldshöföa • 110 Reykjavík • 510 8020 • www.lntersport.is Gylfi samdi við Fylki KNATTSPYRNUMAÐURINN Gylfi Einarsson skifaði í gær und- ir nýjan þriggja ára samning við Fylki. Fyrstu deildar liðið Lyn í Noregi var á höttunum eftir Gylfa en hann kaus að vera heldur áfram hjá Fylki. Hefði Gylfí skrifað undir samning við Lyn hefði Fylkir ekki fengið krónu fyrir hann þar sem gamli samningur hans við félagið hefði runnið út í haust. „Ég var ekki sáthir við að ef ég færi til Lyn þá fengi Fylkir ekkert fyrir mig. Ég tek ekki þátt í þeirri þróun að Norðmenn fái leikmenn ódýrt frá Islandi. Ég gerði góðan þriggja ára samning og er að sjálfsögðu mjög ánægður,“ sagði Gylfí í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.