Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 9
1- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 B 9 KNATTSPYRNA Skagamenn í erfiðleikum með að skora mörk Auglýst eftir markaskorara Sigurður Jónsson átti góðan leik í vörn Skagamanna og var hann að vonum undrandi á lánleysi liðsins fyrir framan Eft/r mark KR liðsins. Sigurð Elvar »Ég var spurður að Þorótfsson því eftir leikinn á móti Breiðabliki um það hvort ísinn væri brotinn hvað varðar markaleysið hjá okkur í sumar og ég þorði ekkert að segja um það og það sýnir sig hér í leikn- um að þrátt fyrir góða baráttu og mörg marktækifæri þá tekst okkur ekki að skora. Við vinnum ekki marga leiki ef okkur tekst ekki að skora mörk og það er auglýst eftir markaskorara í liði IA.“ Sérðu einhverja lausn í þeim málum? „Ég veit að bæði Hjörtur Hjartarson og Uni Arge geta skor- að mörk og þegar þeir fara í gang þá fer þetta að lagast því að við er- um að skapa fullt af færum í leikj- unum, en það er eins og það vanti neistann og trúna í framlínuna hjá okkur. Þrátt fyrir að við virðumst vera að missa af lestinni hvað ís- landsmótið varðar þá eru fleiri verkefni fram undan bæði í bikar- keppninni og Evrópukeppni og ef við höldum áfram að leika eins og við gerum best og þá hljóta mörkin að fara koma hjá okkur.“ Hvað með þig sjálfan, nú ertu að leika sem varnarmaður og virðist kunna ágætlega við þig þar? „Ég er vanur að spila þessa stöðu og ég hef bara gaman af því en það skyggir óneitanlega á gleð- ina sem maður fær úr því að leika knattspyrnu að gengi liðsins er ekki sem skyldi þessa stundina og við verðum að fara að binda enda- hnútinn á sóknarleik okkar með því að skora mörk.“ Ertu húinn að afskrifa þann möguleika að ÍA verði Islands- meistari í ár? „Leikurinn gegn KR var úrslita- leikur fyrir okkur og við erum bún- ir að tapa það mörgum stigum í sumar að ég get ekki séð að við eigum möguleika á titlinum í ár,“ sagði Sigurður Jónsson. Haraldur Hinriksson er markahæsti leik- maður Akraness í sumar og hefur miðjumaðurinn skorað fjögur mörk í tólf leikjum. „Það lítur út fyrir að við þurfum tuttugu dauðafæri til að skora eitt mark og svo skorum við mörkin fyrir andstæðinginn í þessum toppleikjum gegn Fylki og nú gegn KR, en það getur allt gerst enn í deildinni þrátt fyrir að maður sé ekki allt of bjartsýnn á þessu augnabliki," sagði Haraldur Hinriksson. Leikskipulag: 4-4-2 Kristján Finnbogason_____ Sigurður Öm Jánsson jB Bjarni Þorsteinsson m Þormóður Egilsson Sigursteinn Gislason fH Sigþór Júlíusson m Þorsteinn Jónsson (ívar Bjarklind 88.) Þórhallur Hinriksson Einar Þór Daníelsson m Guðmundur benediktsson m Maikel Renfurm _________m (Jóhann Þórhallsson 90.) fslandsmótið í knattspyrnu Landssímadeild karla,12. umt. Frostaskjól Sunnudaginn, 30. júlí. 2000 Aðstæður: Þurrt, logn og skýjað, hiti um 7 gráður. Völlurinn ágætur. Áhorfendur: Um 2470 Dómari: Egill Már Markússon, Gróttu, 4. Aðstoðardómarar: Eyjólfur Finnsson Gunnar Gylfason Hornspyrnur: 6 - 3 Rangstöður: Leikskipulag: 4-3-3 Ólafur Þór Gunnarsson Sturlaugur Þór Haraldsson Sigurður Jónsson jBjB Gunnlaugur Jónsson m Kári Steinn Reynisson m Jóhannes Harðarson_______ Grétar Steinsson_________ (Jóhannes Gíslason 73.) Alexander Högnason_______ Baldur Aðalsteinsson (Reynir Leósson 65.) Skotámark: 11-13 Uni ArSe Haraldur Hlnriksson m 1:0 (61.) Einar Þór Daníelsson gaf ágæta sendingu fyrir markið á Guðmund Benediktsson sem hittir boltann illa og hann hafnar í Kára Steini Reynissyni Skagamanni sem setur hann í eigið mark. Morgunblaðið/Porkell Einar Þór Daníelsson, leikmaður KR, er hér búinn að leika á Skagamanninn Sigurð Jónsson. Kristján Finnbogason var góður í marki KR í leiknum gegn ÍA. „Sigurinn var sætur og það skiptir miklu máli fyrir KR að hafa náð í þrjú stig og við erum því áfram í toppbar- áttunni og þar ætlum við okkur að vera. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik á meðan liðin voru að þreifa fyrir sér en við vorum aðeins ákveðnaii eftir leikhlé og skoruðum eina mark leiksins og það var allt sem þurfti.“ Nú er búin að vera mikil leikjatörn hjá KR að undanförnu, er- uð þið aðcins farnir að þreytast? „Óneitanlega situr þetta í mönnum en við höfum ekki tíma til að hugsa um neitt annað en næst leik, sem er strax á miðvikudag gegn Bröndby, og að mínu mati vorum við bara nokkuð sprækir í leiknum í dag og menn voru að leggja sig fram, sér- staklega í upphafi síðari hálfleiks. Við erum því miður dottnir út úr bikar- keppninni, þannig að við getum end- urheimt kraftana örlítið um miðjan ágúst á meðan önnur lið eru í bikar- leikjunum,“ sagði Kristján Finn- bogason, markvörður KR. Pétur Pétursson, þjálfari KR, hef- ur í nógu að snúast þessa dagana og setti Pétur hollenska sóknarmanninn Mike Renfurm strax í byrjunarliðið gegn ÍA. „Mér fannst Skagaliðið vera sterkara en við í fyrri hálfleik, þeir unnu flest návígi og voru til alls lík- legir að skora fyrsta markið. En við komum mun meira inn í leikinn í upp- hafí seinni hálfleiks og við hefðum átt það skilið að skora tvö til þrjú mörk í leiknum. Að sjálfsögðu er það alltaf skrýtið að eiga í höggi við Skaga- menn og ég hef að sjálfsögðu taugar til þeirra á minn hátt, en ég var stolt- ur af strákunum mínum í KR í dag og mjög ánægður með að við erum áfram í toppbaráttunni." Hvernig fannst þér hollenski sókn- armaðurinn ykkar, Maikel Renfurm, standa sig í Ijósi þess að hann er nýkominn til landsins? „Mér fannst hann koma vel út, það var ábyggilega erfitt fyrir hann að koma til landsins og hoppa nánast beint í leik án þess að hafa mikinn tíma til aðlögunar. Hann vinnur vel og hefur ágæta tækni og var að skapa sér færi og óheppinn að skora ekki mark í leiknum." Gul spjöld: Einar Þór Daníelsson, KR (27.) fyrir brot. Sturlaugur Haraldsson, ÍA (32.) fyrir brot. Alexander Högnason, IA (44.) fyrir brot. Þórhallur Hinriksson, KR (58.) fyrir brot. Ólafur Þórðarson, ÍA (87.) fyrir munnsöfnuð. Rauð spjöld: Engin. Bröndby æfði vamarleikinn BRÖNDBY, mótherji KR í for- keppni meistaradeildar Evrópu, olli miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn OB á heimavelli í dönsku úrvalsdeild- inni í knattspymu á sunnudag. Leikurinn endaði 0:0 og Brönd- by gat þakkað það markverði sinum, Mogens Krogh, sem átti ipjög góðan leik. Lið Bröndby þótti með ólíkindum vamarsinn- að á heimavelli, en Áge Hareide, þjálfari Bröndby, útskýrði það með því að hann væri að undir- búa síðari leikinn við KR, sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. Það er því ljóst að Bröndby ætlar sér að veijast af öryggi gegn KR og einbeita sér að því að halda 3:l-forskotinu. Sætur sigur Munið ! f veiðina þurfum við.. ■* o o o þetta Flugustangir allt Hjá Ellingsen o Einhendur I „ . * O Tvíhendur E ' ° Spinnstangir O Maðkaöngla O Spúna O Silungaflugur O Örtúpur ,• O Laxaflugur O Þríkrækjur Flotholt Sökkur Stangarhöldur O Veiðivesti O Sjóstangir Girni Polaroid gleraugu Veiðitösku Flugulínur Flugutaumar Háfa Spúnabox Fluguhjól Vöðlur O Klofstígvél O Vogir O Veiðihanska Veiðihatta O Laxapoka Veiðijakka Flugnanet O O o o o o o o 141 ELLINGSEN - Naeg bflastæðf - OplB alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00 Reykjavfk i sími 580 8500 i Grandagarði 2 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.