Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 12
 ÍHmtR Staffan Johannsson, landsliðsþjálfari íslands, eftir NM í Eyjum Komið að því að byggja upp yngra landslið Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundss Landsliðsþjálfarinn Staffan Johannsson og Ómar Halldórsson þungir á brún. STAFFAN Johannsson lands- liðsþjálfari íslands stjórnaði liðunum í fyrsta sinn á móti. Þegar hann tók við landsliðs- þjálfara starfinu í janúar sagð- ist hann stefna að sigri í báð- um flokkum. Hann segist þokkalega sáttur við annað sætið hjá stúlkunum en mjög ósáttur við árangur karla- landsliðsins. Auðvitað er ég allt annað en ánægður með árangurinn. Við settum okkur markmið og vissum að Þau vaeru háleit, Skúli Unnar enda Sett fjTSt 0g Sveinsson fremst til að hafa að skrífar einhverju góðu að stefna að og til að hvetja kylfinga til að leggja hart að sér við æfingar. Einnig var þetta . markmið sett vegna þess að ég hélt, og held enn, að við höfum lið sem getur orðið Norðurlandameistari, sérstaklega þar sem við vorum á heimavelli. Stúlkumar léku ágæt- lega, Ragnhildur lék best allra í höggleiknum og þær Herborg og Ólöf María voru með besta skorið í fjórleiknum. Hvað karlaliðið varðar þá stóð Þorsteinn sig frábærlega. Það var mikil pressa á honum enda á heima- velli og allir ætluðust til þess að hann léki vel vegna þess. Hann stóð sig frábærlega, leiddi aðra áfram og stóð sig mjög vel, líka í fjórleiknum og fjórmenningnum þar sem hann og Öm Ævar léku frábæran hring.“ Hefur þú einhverja skýringu á hvers vegna strákamir léku ekki betur en raun ber vitni? „Ekki í fljótu bragði. Ef til vill hef ég lagt of ríka áherslu á æfingar hjá krökkunum, ég veit það ekki alveg, en mér finnst sem þau séu ekki í eins góðri æfingu og þau vora fyrir mán- uði síðan en þá léku þau mjög vel og í æfingahringjunum léku þau miklu betur en í mótinu, Ólöf María lék léttilega á 69 höggum og strákarnir vora fjóra til fimm undir pari. En þrátt fyrir að völlurinn væri settur upp eftir okkar óskum náðum við ekld að sýna það sem við getum. Mér finnst að undirbúningurinn hafi ver- ið góður en ef til vill höfum við stefnt of ákveðið á þetta mót og að sigra á því. Sé það skýringin þá er það mín sök. Mér sýnist líka að strákarnir hafi verið að gera einfalda hluti of flókna og það er oft þannig í mótum. Við svona aðstæður og í svona veðri á að vera auðvelt að skora betur. Hitta braut í upphafshöggi, slá síðan inn á miðja flöt og þá er gott færi á góðu skori. Það er tvennt sem við verðum að laga. Auðveld há og stutt högg þarf að fínpússa. Einnig þarf að laga upp- hafshögginn þannig að menn slái beint af augum í stað þess að draga eða slæva (fade) aðeins. I alþjóðleg- um mótum er mikilvægt að geta slegið þessi einföldu beinu högg, gera leikinn ekki flóknari en hann í raun og veru er. Strákarnir voru einbeittir og ákveðnir en síðan virðist sem þeir missi einbeitinguna þegar þeir ná ekki að skora eins og þeir vilja og hafa getu til. Við hefðum til dæmis öragglega ekki orðið í neðsta sæti ef þrír af strákunum hefðu ekki slegið út af á sextándu braut. Við töpum ótrúlega mörgum höggum á síðustu holunum, alla dagana og það þarf að athuga ástæður þess betur. Við vissum að það yrði erfitt að sigra í mótinu, en ég var alveg sann- færður um það, meira að segja um miðjan dag í dag, að við myndum vinna til verðlauna og ef það hefði náðst hefði ég í raun verið ánægður,11 sagði landsliðsþjálfarinn. Liðið er nokkru yngra en það hef- ur oft verið. Björgvin og Þorsteinn hafa mikla reynslu og Þorsteinn lék manna best hér. Munt þú íhuga að velja eldri ogreyndari menn næst? „Þorsteinn á skilið mildð lof fyrir hvernig hann spilaði. Ég held að hann viti hvemig ég hugsa mér að byggja upp landsliðið. Hann æfir ekki eins mikið og hann þyrfti að gera. Hann féll mjög vel inn í þetta lið og stóð sig frábærlega. Ég er ekki enn búinn að tilkynna hverjir leika á heimsmeistaramótinu, en það verður breyting á liðinu. HM er ekki eins mikil liðakeppni og ég þekki völlinn sem á að leika á og þar þurfum við menn sem geta slegið langt og beint. Ég hef mikla trú á því að menn setji sér markmið og vinni síðan skipulega að því að ná þeim. Ég hef aldrei aðhyllst þá stefnu að íþrótta- menn eigi rétt á að fara á einhver ákveðin mót. Þetta er oft áberandi í kringum Ólympíuleika, þá finnst mörgum íþróttamönnum að þeir hafi einhvern rétt á að vera á slíkum leik- um. Menn kaupa sér ekki miða á Ólympíuleika, menn æfa vel og sam- viskusamlega og ná settum mark- miðum. Það er ekki til nein auðveld leið til að komast í landslið og á stór- mót. Ég er mjög hreykinn af því hvemig strákarnir nálguðust verk- efnið, þeir vora einbeittir og ákveðn- ir, en því miður léku þeir ekki nógu vel og í svona mótum þarf smá heppni og hún var einhvers staðar víðs fjarri að þessu sinni. Ég stefni að því að byggja upp nýtt íslenskt hð með mönnum sem æfa af krafti og mér sýnist að það verði skipað heldur yngri strákum en við höfum núna. Þetta var fyrsta reynsla mín af íslenskum kylfingum í móti og ég reyndi að segja krökkun- úm aðeins til og ég lærði mjög mikið af þessu. í haust ætla ég að byrja nýtt tímabil fyrir næstu tvö árin og setja okkur ný marmið. Vonandi tekst mér að halda því góða í liðinu og finna leið til að bæta það sem mið- ur fór. Það má segja að þetta Hð hafi verið blanda yngri kylfinga og eldri og reyndari en ég ætla að byggja meira á yngri mönnum í framtíðinni. Það verður að byrja einvers staðar og nú er komið að þeim tímapunkti. Ég er ekki búinn að vera hér lengi, en mér sýnist samt að íslendingar séu talverðir einstaklingshyggju- menn í sér. Þetta er kanski rangt hjá mér, en mér sýnist þetta. Fyrir keppnina var rosalega góður liðsandi í hópnum, þau hittust heima hjá Björgvini og borðuðu saman og allt. í mótinu sjálfu virtist mér samt að þeir ættu í vandræðum með að tala saman og vinna nógu vel saman. Okkar lið er talsvert eldra en lið hinna Norðurlandanna og þar er verið að byggja skipulega upp. Ég veit við höfum ekki eins mikla breidd og hinar þjóðimar en ég trúi að það sé rétta leiðin að byggja upp frá granni. Það era margir golfkennarar að vinna gott starf og það er mjög mikilvægt að krökkum sé kennt rétt frá upphafi því það er erfitt og tíma- frekt að breyta sveiflunni hjá þeim þegar þau eldast. Einnig þurfum við að koma krökkunum okkar í skóla þar sem þau læra meira. Margir Skandinavar era í góðum skólum í Bandaríkjunum og taka miklum framföram, en íslensku krakkarnir hafa verið að fara í skóla í Banda- ríkjunum þar sem aðaláherslan er á að spila sem mest,“ sagði landsliðs- þjálfari íslands. ■ ÁRANGUR Ragnhildar Sigurð- ardóttur á laugardaginn, þegar hún lék völlinn á parinu er nýtt vallarmet af bláum teigum. Vallar- met Birgis Leifs Hafþórssonar af hvítum teigum hélt hins vegar en hann lék völlinn einu sinni á 64 höggum. ■ GOLFSAMBAND íslands hefur sótt um Landssímalóðina svo- nefndu í Laugardalnum. Fái sambandið lóðina er hug- myndin að byggja þar aðstöðu þannig að hægt sé að æfa inni auk þess sem komið yrði þar upp pútt- velli fyrir gesti og gangandi. ■ JULIUS Hallgrímsson var kylfusveinn Þorsteins bróður síns í mótinu og stóð sig mjög vel að sögn Þorsteins. „Hann var sko miklu betri en enginn,“ sagði Þor- steinn um bróður sinn. ■ VERÐLA UNAGRIPIRNIR vora glæsilegir. Allir keppendur fengu stein með merki mótsins til minn- ingar um það og liðunum var af- hent mynd af liðinu. Liðin sem unnu tÚ verðlauna fengu verð- launapening og uppstoppaðan lunda á hraunmola. ■ ÞAÐ vakti óneitanlga athygli að sænskir þjálfarar eru með öllum Norðurlandaliðunum nema því finnska, þar voru aðeins heima- menn á ferð. ■ ÞEGAR keppendur höfðu lokið leik á laugardaginn skiluðu þeir skorkortum sínum í þjóðhátíðar- tjaldi við síðustu flötina og fengu síðan reyktan lunda og smjörklípu til að gæða sér á. Undirtektimar voru misjafnar en Line Berg, norsk stúlka, var með þetta alveg á hreinu: „Lundinn er allt of sæt- ur til að ég geti borðað hann,“ sagði hún. ■ ISLENDINGAR eignuðust ekki Norðurlandameistara í golfi í Eyj- um en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, sigraði hins vegar á NM móti fram- kvæmdastjóra sambandanna sem haldið var í Danmörku í maí. ■ SÉRSTAKT atvik gerðist á sjöttu holu á laugardaginn. Her- borg Amarsdóttir, Mette Buus frá Danmörku og Sofia Renell frá Svíþjóð vora saman í ráshóp. Upphafshögg þeirra lentu öll á sama stað og boltarnir lágu svo þétt að Herborg varð að merkja sinn bolta og taka hann upp með- an hinar slógu. ■ GUÐMUNDUR Ingi Einarsson úr GSS á Sauðárkróki, er stiga- meistari unglinga 1999 en ekki Gunnar Þór Gunnarsson úr GKG eins og sagt var í laugardagsblað- inu. Gunnar Þór hóf keppni á Daug Sanders golfmótinu í gær og lýkur keppni á morgun. Hátt skor SKOR stúlknanna á NM í Eyjum kom á óvart, það er að segja hversu hátt það var. Völiurinn var eins góður og hann getur orðið, veðrið sömuleiðis og því hefði mátt vænta betra skors. Par Ragnhildar var besta skor dagsins og lakasta skorið átti sænska stúlkan Anna Tybring, 83 högg, eða 13 höggum yfir pari. Meðalskorið hjá stúlkunum var 77,55 högg sem getur varla talist gott hjá landsliðsfólki við þær aðstæður sem voru á laug- ardaginn. Hjá körlum var heldur betra skor og í raun allt í lagi. Norð- maðurinn Daniel Gallahen átti lægsta skor dagsins, 66 högg eða fjórum undir pari, en hæsta skor dagsins áttu Daninn Jesp- er Fuglsang og Ómar Halldórsson en þeir léku báðir á 79 högg- um og voru saman í ráshóp. Sjö leikmenn léku undir pari og aðrir sjö á pari þannig að í heiidina má segja að flestir hafi leikið ágætlega. Meðalskor karlanna var 71,67 högg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.