Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 6
6 E FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ 1 Hafíð bláa hafíð heillar marga en ekki þora allir að takast á við það. Lfney Sigurðardóttir talaði við Eyþór Atla Jónsson sem hræðist ekki sjóinn en hann hefur stundað sjóböð í átján ár. Ræðarínn Armann Kojic Jónsson kýs heldur að þjóta áfram á árabát en að bleyta sig. Inga Rún Sigurðardóttir spjallaði við hann um kappróður á íslandi. Betra er að róa en reka undan Hasarinn var mikill í hinu árlega Tölvumiðlunarmóti í kappróðri sem fram fór í Nauthólsvíkinni síðastliðinn mánudag. Kappróöur SIGLING á árabáti á lygnu vatni með nestiskörfu í far- teskinu á ekkert skylt við kappróðurinn sem Armann Kojic Jónsson stundar. „Þig langar ekki að fara aftur í ára- bát eftir að hafa prófað kappróðrar- bát,“ segir hann. Armann er vel kunnugur kappróðri en æfíngarnar voru fjórtán á viku þegar hann æfði sem mest. ítalinn Leone Tinganelli varð til þess að Armann og nokkrir vinir hans fóru að æfa róður fyrir sjö árum þegar þeir voru á öðru ári í mennta- skóla. „Leone var í ítalska landslið- inu í kappróðri. Þegar hann ílutti hingað til lands ákvað hann að byrja með róðrardeild og auglýsti eftir fólki. Við vorum átta vinirnir sem mættum á kynningu og fórum að æfa í kjölfarið.“ Ármann er félagi í róðrardeild siglingafélagsins Brokeyjar í Reykjavík en deildin var stofnuð árið 1992. Brokey hefur aðsetur á tveim- ur stöðum í Reykjavík. Annars vegar í Austurbugt í Reykjavíkurhöfn þar sem kjölbátadeildin er staðsett og hins vegar í Nauthólsvíkinni þar sem róðrardeild og kaenudeild hafa aðset- ur. Kappróður á Islandi hefur verið í sókn að undanförnu en sem stendur er róðrardeildin í Brokey eina sinnar tegundar á landinu. Kappróður á sér langa sögu Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem íslendingar kynnast kappróðri því fyrsti skráði kappróður landsins fór fram árið 1870 á Pollinum á Akur- eyri. Ræðarar í Reykjavík hafa hins vegar alla tíð haft aðstöðu í Naut- hólsvíkinni. Árið 1920 var keppt um „Kappróðrarhom íslands" en þá var hægt að æfa róður hjá bæði KR og Glímufélaginu Armanni. Árið 1940 var lokað fyrir umferð smábáta í Fossvogi og Skerjafirði en þá lögðu ræðarar árar í bát. Eftir seinni heimsstyrjöldina komst kraftur í kappróðurinn á ný. Ludvig Ziemsen stofnaði Róðrarfé- lag Reykjavíkur árið 1950 en síðast var keppt um Kappróðrarhornið árið 1960. Leone átti því mikið verk fyrir höndum þegar hann byrjaði með róðrardeildina eftir meira en fjörutíu ára hlé á kappróðri á Islandi. Leone fékk Jón Magnús Jónsson í lið með sér en hann stundaði kappróður á há- skólaárum sínum í Bandaríkjunum. Kappróður á sér langa sögu en á 14. öld var farið að keppa reglulega í gondólaborginni góðkunnu, Feneyj- um. Nútímakappróður getur rakið rætur sínar til upphafs átjándu aldar en það voru ferjumenn sem kepptu reglulega á ánni Thames í Englandi. Kappróður er mikið stundaður í háskólum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Frægust er hin árlega róðrarkeppni milli háskólanna í Oxford og Cambridge á Bretlandi en hún fór fram á Thames í 146. skipti í mars síðastliðnum. Hún gefur ekki alveg rétta mynd af kappróðri að því leyti að íþróttin er fjölbreyttari en keppnin gefur til kynna. „Þarna er keppt á átta manna bátum,“ segir Armann og tekur svo til við að út- skýra að einnig sé keppt á fjögurra og tveggja manna bátum sem og ein- særingi. Bæði hóp- og einstaklingsíþrótt Ekki er það þó eini valkosturinn því einnig er misjafnt hvort notaðar eru tvær árar eða ein en í seinna til- vikinu er einnig notast við stýrimann í bátnum. „Kappróður er óvenjuleg- ur að því leyti að hann getur verið bæði hóp- og einstaklingsíþrótt. Núna æfum við í Brokey á einsær- ingum. Við byggðum tíu emsæringa fyrir fjórum árum og fengum mót frá Þýskalandi til verksins og komumst því vel frá verkinu fjárhagslega. Mjög gott er að æfa í einsæringum því í fjögurra eða átta manna bátum þurfa allir að vera álíka miklir að burðum. Hér er ekki auðvelt að ná því takmarki vegna fámennis." Bátarnir eru í eigu Brokeyjar þannig að upprennandi ræðarar þurfa ekki að eyða miklu fé í útbún- að. „Þú þarft einungis íþróttaföt því klúbburinn útvegar allt annað. Þegar byrjandi kemur að æfa er hann sett- ur í róðrarvél í tvö eða þrjú skipti áð- ur en hann mætir á sjóæfingu. Það er mikilvægt að tileinka sér réttu hand- tökin því tæknin þarf að vera rétt.“ Einsæringamir em mjög mjóir og að sama skapi valtir. „Mikilvægt er að vita hvemig á að leggja árarnar í bátinn og hvemig skal stíga í hann. Árarnar era notaðar til að halda jafn- vægi. Ekki allir átta sig strax á því og detta út í á fyrstu sjóæfingunni." Armann þjálfar hóp stráka í kappróðri en þeir era á aldrinum 14-17 ára. „Þetta eru tólf ungir og hraustir strákar. Hópurinn er góð- ur og strákarnir eru mjög samrýnd- ir. Við æfum í Nauthólsvíkinni þrisvar sinnum í viku á sumrin. Ég er með nokkra stráka sem gætu náð langt með tíma og þjálfun. Leone ætlar að koma aftur að þjálfa en hann verður með þá sem ætla sér að ná lengra," segir Armann. Hann hefur haft stelpur í hópnum en þær hafa ekki æft allt árið heldur aðal- lega sótt æfingar á sumrin. Sóttu mót á Englandi Hópurinn sem Ármann þjálfar hefur sótt mót á Englandi síðustu sumur. „Við eigum gott samband við Star Rowing Club í Bedford og það er orðið að árlegum viðburði að fara þangað á mót. Enski klúbbur- inn er mjög hjálplegur og lánar okk- ur báta. Okkur gekk mjög vel á mót- inu í sumar og við komum heim með þrettán bolla en aðeins vora veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið og vora þau í formi bolla. Heimsóknin eflir starfið hjá okkur því þarna sjá krakkarnir af eigin raun hvernig stór klúbbur starfar. Einn aðalkost- urinn við kappróðurinn er sá að allir keppa við jafningja vegna þess að skipt er í flokka eftir getu. Allir geta því haft gaman af mótunum." Armann þekkir af eigin raun hversu mikill munur er á því að þjálfa kappróður sér til skemmtun- ar og heilsubótar og að þjálfa til þess að ná langt í keppnum. Armann æfði kappróður af krafti í nokkur ár en einbeitir sér nú að þjálfuninni. Hann fór á um fimm mót á ári og náði góðum árangri; á heimsmeist- aramótinu árið 1996 komst hann í undanúrslit á einsæringi en sá ár- angur kom honum í átjánda sætið á heimslistanum. „Mjög mikilvægt er að fara á mót erlendis og keppa á móti þeim bestu til að vita hvar mað- Úrual spænskra húsaaana Spænskir iampar í úrvali HIÍSGÖGN 1 INNRÉTTINGAH Síðumúla 13 Sími 588 5108 Aftur á toppinn? Futurice hefur hleypt nýju lífí í íslenska tískuheiminn en í framhaldi af sam- nefndri sýningu um síðustu helgi hefur Topshop valið Aftur til að hanna fatalínu fyrir TS Reykjavík. Inga Rún Signrðar- dóttir kannaði málið. ALÞJÓÐLEGA fatahönnun- arsýningin Futurice fór fram síðustu helgi í Bláa , lóninu. Sýningin var sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi og þótti hafa tekist vel. Breski hönnuð- urinn Tristan Webber, sem var með sýningu á Futurice, lýsti yfir ánægju sinni með viðburðinn og tók sérstak- lega fram að hann vildi sjá áframhald á Futurice. Hvort Futurice verði að árlegum viðburði eður ei skiptir e.t.v. ekki mestu máli núna þar sem ennþá á eftír að koma í Ijós hverju Futurice 2000 kemur til leiðar. Futurice var í góðu samstarfi við verslanakeðjuna Topshop en hún er þekkt fyrir að styðja við bakið á ung- um og upprennandi hönnuðum. Fut- urice var engin undantekning því Topshop ákvað að velja einn af hönn- uðum sýningarinnar til að hanna sér- staka línu fyrir TS Reykjavík sem kemur í hillumar í Topshop næsta vor. Caren Downie, sem er yfir hönn- unardeild Topshop, tilkynnti vinn- ingshafana en systumar Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur í Aftur urðu fyrir valinu. Spennandi og sérstæð föt Downie sagði að Aftur hefði verið valið vegna „heildarhugmyndarinnar á bak við línuna og hönnunarinnar, sem fellur vel inn í stefnu Topshop um að skapa ákveðinn lífsstíl fyrir viðskiptavinina. Fötin þeirra era ung, spennandi og sérstæð“. Ef allt geng- ur eftir er það þó ekki hönnun undir merkinu Áftur sem seld verður í Topshop heldur myndu Hrafnhildur og Bára hanna línu og vinna hug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.