Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 36
36 E SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndin X-Men varfrumsýnd hér á landi á föstudag. Birgir Örn Steinarsson varð sérstaklega undrandi þegar hann komst að því hve fáir hér á landi hafa hug- mynd um hver þessi vinsæii ofurhetjuhópur er. HINIR hæfustu lifa af,“ þannig hljóðar þróunar- lögmál Darwins. Það á við þegar lífverur þróa með sér hentugri eiginleika til að takast á við lífsbaráttuna en aðrir einstakling- ar af sömu tegund. Þessir „hentugri" einstaklingar eiga það mikið auðveld- ara með það að næla sér í fæði að hinir „úreltu“ verða undir og deyja hægt og rólega út á meðan hinir „nýju“ stökk- breyttu taka yfir. Sum af litlu sætu dýrunum í skóginum þurfa því að bíta í það súra epli að móðir náttúra skap- aði þau eins og þau eru. Já, það er stundum ekkert grín að vera ekki stökkbreyttur eins og hinir. Það er hugsanlegt að þeir Stan Lee og Martin Goodman hjá Marvel Com- ics útgáfunni hafi einmitt haft þróim- arlögmál Darwins í huga árið 1963 þegar þeir fengu hugmyndina að of- urhetjuhópnum X-menn. Upphaflega vildi Lee kalla hópinn „Hinir stökk- breyttu" en við megum þakka þef- skyni vinnufélaga hans á smekkleysu ásamt ofurmannlegum sannfæringar- mætti að svo varð ekki. Lee, sem er þekktastur fyrir að hafa skapað Spid- erman, lagði því höíúðið í bleyti og fann upp betra nafn sem á þessum tíma þótti frumlegt og færði ofur- hetjuhópnum um leið aukna dulúð. : Fljótlega bættist teiknarinn Jack Kirby í sköpunarhópinn en hann teiknaði m.a. fyrstu blöðin af „The Fantastic Four“. Hinir upprunalegu X-Menn Sá X-manna hópur sem var kynnt- ur á sjónarsviðið árið 1963 var afar ólíkur þeim sem myndasöguáhuga- menn og nú kvikmyndaáhugamenn þekkja í dag. Aðalsöguhetjumar voru táningar sem gengu í sér- skóla Charles Xavier, eða Professor X eins og hann kallast, sem var sjalíúr && „stökk- •brigði", bund- inn í hjólastól með fjarskynj- unarhæfileika, Það er mjög í anda Stan Lee að skapa Prófessor- inn sem öryrkja um leið og ótrúlegir fjarskynjunarhæfileikar hans gerðu honum það kleift að ferðast hvert sem er. Það þarf varla að taka fram að pró- fessor þessi var auk þess með ólíkind- um vitur og orð hans viska á við boð- orðin tíu. Fyrsti X-manna hópur prófess- orsins, sem var kynntur tO sögunnar í fyrstu blaðaseríunni, var þessi: Engillinn (Angel), sem flaug á risavöxnum fjaðurvængjum, Ismað- urinn (Iceman), sem gat fryst hvað sem er, þar á meðal sjálfan sig, Undrastúlkan (Marvel Girl, sem gengur undir nafninu Jean Grey í dag), sem gat hreyft hluti með hugarorku, Kíklópinn (Cyclops), sem skaut hættulegum leysigeisl- um úr augum sínum og Dýrið (The Beast), sérstaklega gáfaður einstakl- ingur með krafta og líkamsburði gór- illu. Það sem var sérstaklega athyglis- vert við þennan stökkbreytta ungl- ingahóp var það að ólíkt öðrum myndasöguhetjum frá þessum tíma voru meðlimir hópsins ekkert endi- lega svo miklar „hetjur“ í augum venjulegra borgara sem oft hræddust frekar þessi „ómennsku fyrirbrigði". Enda er það líklegast í eðli mannsins að hræðast það sem hann skilur ekki. Það að mannfólkið væri dæmt til þess að hræðast og hata X- mennina gaf blaðaseríunni all- sérstætt yfirbragð sem þekkt- ist ekki áður og var það oft rauði þráðurinn í X-Men sög- unum. Ismaðurinn, Erkifjandi hópsins, sem einnig var „stökkbrigði", hét Magneto, en hann gat stjómað öllum segulsviðum að vild. Hann var með önnur sjónarmið en Professor X og vildi frekar móta heiminn eftir sínu höfði í stað þess að aðlaga sig að heimi mannfólksins eða nota krafta sína því til aðstoðar. Ungl- ingar sjöunda áratugsins áttu margir auðvelt með að tengja sig við X-menn- ina því í þeim sameinast ein mesta þrá og einn mesti ótti flestra unglinga: að vera öðruvísi en allir Annar X-mannahópurinn tryggði vinsældirnar. (f.v.) Náttfari, Jean Grey, Pólstjarnan, Jarfinn, Risinn, Kíklópinn og Þrumufleygur. aðrir. En þrátt fyrir að X-mennimir væm ólíkir öllu öðm sem hafði nokk- um tímann sést á síðum myndasagna náði blaðaserían með upphaf- lega X-manna- hópnum aldrei vemlegum vinsældum og var reyndar oft mjög ná- lægt því að vera tek- in úr umferð. Það var ekki fyrr en tíu ár- P um síðar sem blaðaserían f * '' varð að einni vinsælustu myndasöguseríu fyrr og síðar. Beittur bardagamaður Arið 1974 réð sölubrella því að vin- sælasti X-maðurinn allra tíma leit dagsins ljós. Það vom þeir Roy Thomas, þáverandi yfirritstjóri Marvel, og Len Wein, þáverandi höf- undur Hulk blaðaseríunar, sem vildu rejna að höfða sérstaklega til les- endahóps Hulks í Kanada með því að skapa handa risanum græna þarlenda ofurhetju til þess að kljást við. Það var svo í tölublaði númer 180 af „The Incredible Hulk“ sem Jarfinn (Wolv- eríne) kom urrandi inn á sjónarsviðið. Jarfinn hafði þann eiginleika að sár hans lokuðust strax. Upp- haflega leit út fyrir að stál- -2—®** klæmar sem hann var með á höndunum væra einungis , fastar við hanska hans, en útliti ►M þeirra var fljótt breytt og þegai- persónan fékk meira rúm til þess að þróast varð ljóst að klærnar skut- ust út um hnúa hans. Hin sér- stæða skapgerð hans og öll dulúðin varðandi fortíð hans fönguðu áhuga myndasöguáhugamanna. Stökkbrigði aUra landa sameinist! Þrátt fyrir að X-menn- imir hefðu í raun aldrei * náð almennilegu flugi (aðeins þó í viðskiptaleg- um skilningi, þar sem einn hinna upphaflegu X-manna gat vissulega flogið) þá var innan- hússáhugi Marvel útgáfufyrir- tækisins slíkur að allt skyldi reynt til þess að leyfa seríunni að lifa. Um svipað leyti og Jarfinn kom fyrst fram vom ráðamenn Marvel að búa X-manna blaðaseríuna undir mikl- ar breytingar. Eftir að 93 blöð um X-mennina höfðu verið gerð ákváðu þeir sömu og kynntu Jarfinn inn á síður Hulks að kynna inn á sjón- arsviðið nýjan hóp X-manna. Eftir að lesendahópurinn í Kanada hafði tekið svo vel á móti Jarfinum var hann ekki einungis vígður inn í hópinn, heldur varð sköpun hans að eins konar fyrir- mynd sköpunar hinna meðlimanna. Thomas og Wein fengu þá hugmynd að hinir nýju meðlimir hópsins skyldu vera hver frá sínu landinu. Upphaf- lega var hugmyndin sú að hver og einn myndi koma frá landi þar sem Marvel myndasögumar seldust vel í þeirri von að auka sölu í þeim löndum. En þegar sköpunargleði þeirra félaga tók völdin varð útkoman önnur. I stað táninga vom meðlimir hins nýja X- mannahóps flestir á þrítugsaldrinum. Dýrið hafði áður yfirgefið hópinn og nú fylgdu Jean Grey (sem sneri þó fljótlega aftur), ísmaðurinn og Engill- inn honum eftir þannig að Kíklópinn varð einn eftir hinna upphaflegu X- manna í þessum nýja hópi. I fyrsta tölublaði „Giant Size X-Men“ vom m.a. kynnt til sögunnar: Stormurinn (Storm), sem var frá Kenýa og gat stjómað veðri og vindum, Náttfarinn (Nightcrawler), sem var blár, loðinn með hala og dýrslegt eðli og Risinn (Colossus), kraftajötunn frá Rúss- landi sem gat breytt hörandi sínu í stál. Efth’ að þessi seinni syrpa X- manna hafði verið kynnt varð blaða- serían allt í einu að einni vinsælustu myndasögu allra tíma. Síðan þá hefur X-manna hópurinn gengið í gegnum miklar breytingar, nýir meðlimir hafa verið kynntir til sögunnar (þar á með- al Rogue, sem er ein hetja kvikmynd- arinnar), gamlir hafa snúið aftur (eða bara gefið upp öndina), óvinir snúið við spjöldunum og öfugt. En allar göt- m- frá því að þessi seinni hópur tók við af þeim fyrri var sá tónn settur sem nú mannar sætin í bíóhúsum heimsbyggð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.